Tíminn - 04.02.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.02.1960, Blaðsíða 3
'WBLIH N, fimmtudaginn 4. febrúar 1960. 3 Ræða Hermanns Jónassonar (Fraimhald af 1. síðu)- fylgja samdráttarsteínu í þjóðmálum. í því felst að kaup haldist óbreytt eða lækki og að hér skap- ist svokallað haefilegt atvinnuleysi. Þannig og með fleiri ráðum verður kaupgetan minnkuð og þá eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri. Andstæð samdráttarstefnunni er sú stefna að halda áfram með skynsaim'legum hraða uppbyggingu alhliða framleiðslu um allt landið, framleiða meira, afla meiri gjaldeyris, hafa jafna og stöðuga vinnu og stefna þannig að því að tryggja lífskjörin og bæta. Þessa leið hefur ríkisstjórnin ekki valið. Hún hefur valið samdráttarstefnuna, og með því að fara gengisbreytingarleiðina er auðvelt að skerða lífskjörin meira, og án þess að auðvelt sé að sjá það í hendi sér hvað áiögurnar eru miklar. Mörgum fannst sú fullyrðing forsætisráðherra ýkjukennd, að leggja þyrfti 250 miiljón nýjar álögur á þjóðina til þess að afla ríkissjóði og út- flutningssjóði nægilegra tekna 1960. En með gengisfellingunni og miklum álögum þar á ofan svo sem söluskatti, eru ekki lagðar á þjóðinn neinar 250 milljónir, heldur miklu meira. Ofan á gengislækkun og nýjar álögur kemur svo vaxta hækkun, sem auðvitað er ætluð til þess að verka til samdráttar verklegum framkvæmdum, en verkar jafnframt sem stórfelld byrði fyrir þann mi'kla sæg, sem hefur verið að basla við að byggja yfir sig og skuldar víxla og hefur tekið lán, þar sem vextir eru breytanlegir. Þannig sést eyrna- mark samdráttarstefnunnar á fyrirætlunum nú- verandi ríkisstjónar, hvar sem dæmi eru tekin. Að ræðu Henmanns Jónassonar lokinni tóku margir fundarmanna til máls. Verður nánar sagt frá fundinum hér í blaðinu á morgun. Vísitala hækkar um 28 stig miðað við gömlu vísitöluna (Framh. af 1. síðu). Ríkisstjórnm segir sjálf í greinargerðinni, afi vísitala framíærsiukostnaSar muíni vegna geng- isiækkuoarinnar líklega hækka strax fyrir næsta liaust um 14% og nemur þaí 28 stigum miðat) vi<S gömlu vísitöluna en 14 stigum miía'S vitS núverandi vísitölu. Ekki sést hvort áhrifin af álögunum, vaxta- hækkunimni og fleiru slíku eru áætluí þar með e<$a ekki. ★★★ Ranna á metS lögum aí hækka kaupgjald í hlut- falli vií vísitölu og einnig afur (Saver ★★★ Verja á 152 milljónum króna til aukinna f jölskyldubóta og annarra tryggingabóta — á móti álögunum, gengis- lækkuninni, vaxtahækkuninni og öðrum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. ★★★ Skiptaverð til fiskimanna verði óbreytt lögfest eins og það er nú, þar til nýir samningar hafa verið gerðir, og sömuleiðis aflaverðlaun togarasjómanna. ★★★ Afnumin ákvæði um fiskverð innanlands. ★★★ Vísitöluuppbætur á smáfisk til fiskimanna til að halda uppi veiði á honum verða afnumdar. ★★★ Innflutningshöftum verður haldið áfram og verða a. m. k. 40% innflutningsins háðar leyfisveitingum. ★★★ Boðaðar „strangar aðgerðir til takmörkunar útlána" eins og það er orðað. ★★★ Ríkisstjórnin vill fá heimildina til þess að taka lán hjá Evrópusjóðnum hækkaða úr 6 milljónum í 17 milljónir dollara og að kvóti íslands hiá alþjóðagjaldeyrissjóðn- um verði hækkaður um 9.75 milljónir dollara „til þess að auka möguleika á stuttum greiðslulánum", eins og það er orðað í greinargerðinni með frumvarpinu! Dregið í happdrætti D.A.S. f gær var dregið í 10 £1. í Happ drætti Dvaíl'arheiimilis Aldraðra sjómanna: 3ja herbergja ÍBÚÐ, Háitúni 4, 5. hæð, kom á nr. 60406; Eigandi Ingigerður G-otts'kátks'd. S'kiph. 44. Vauxhall Victor fólksbifreið kom á nr. 11667; eigandi Skúli Magnússon, kennari, . Þórunnar- stræti 104. FIAT 600 Saloon fólksbifreið kom á nr. 64695. Eigandi Hilmar Ágúsbs'son, Fögrukinn 5, Hafnarf. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15.000,00: 36761. Húsbún'aður eftir eigi-n vafli fyr- ir kr. 12.000,00: 13322, 14999, 47294, 59213. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr- ir kr. 10.000,00: 10802, 17568, 22226, 27874, 28042, 38954, 39270, 49052, 51817, 55099, 55732, 62574. Fulltrúar á Fiski- þingi skoða Oðin í gær hélt Fiskiþing tvo ofundi. Daigskr'ámál voru um fiskirann- 'sótanir og fils'Jcileit, verknám í sikólum, talstöðvamál, skýrsla fiski málastjóra, reikningar Fiskifélags ins 1957 og 1958, og fjárhags- áætlun fyrir 1960. Að loknum síðari fundi fóru fulltrúar ag skoða Óðmn nýja, í boði fraimkvæmdasitjóra land- helgisgæzlunnar, Péburs Sigurðss sonar. Var efcipið skoðað og dvalið um borð nokkra stund í ánægju- legum fagnaði. Kjamorkuver Einkaskeyti frá Khöfn. Blöð í Kaupmannahöfn skýra frá byggingu færan'Iegs kjarn- orkuvers á Grænlandi. — Hafi damsfea stjórnin fallizt á tilmæli Bandaríkjas'tjóinar um að byggja kjarnaknúig raforkuver við Thule hers'töðina. Verður orkuver þetta þannig byggt að það má taka sundur og setja niður á öðrum stað. Segir, að danska stjórnin hafi mikinn áhuga á máliniu, þar eð hér kunni að vera fundin fram tíðarlausn á ortkuvandamálinu í Grænlandi. — Aðils. Hætta truflunum NTB—LUNDÚNUM, 3. febr. — Rússar hafa hætt brufluimun á útvarpssendingum biezka útvarps ins til landa í A-Evrópu. Er þessu fagnað í London, end'a var sflíkúm truflunum á út varpssndingum Bandaríkjanna hætt s.l. sumar. Rússar hafa einu sinni áður hætt tiuflunum á út- varpssendingum að vestan. Það var sumarið 1956, en byrjuðu aft ur, er uppreisnin hófst í Ung- verjalandi. Um „Evrópu- inflúenzuna“ Vegna missagma í blaðaviðtali við mig, sean dagblaðið Vísir birti í gær, óskast ejPtirfarandi vnsam legast tekið fram: Ekki er vitað, að „Evrópu- in.fiúenzan“ hafi borizt hingað enn sem komig er, en þó eru hér eins og á flestum tímum árs dreifð tilfelli af inflúenzu. í umræddri blaðagrein var vi'k- ið að því, að í Vestenannaeyjum hafi verið komið í veg fyrir að belgísku rtogari, sem álitið var að hefði inflúenzu um borð, hafi ekki fengið að hafa samband við aðra menn í landi en héraðslækn inn, og var á blaðaviðtalinu að skilja, sem ég hafi litið svo á, ag fíkort hafi lagaheimild til þessa. Hér er mjög ranglega sagt frá, og er ég þess fullviss, að hér í Reykjavík hefði nákvæm lea sama aðfeið verið við höfð og í Eyjum. Haraldur Guðjónsson, aðst.lækniir horgarlæknis Haldiði að þeir fái móttökurnar heima, þegar þeir koma með soðninguna þesslr? Só var að minnsta kostl tiðin, að það þóttl heldur en ekkl að koma færandi hendi að koma með fisk f pottinn. En margt er umbreytt frá þvi sem áður var, og nú vill fólk helzt ekki annað en kiötmat og aðrar krásir, flskur er ekki nema venjuleg hversdagsfæða. En alitaf þyklr sumum gott að fá nýjan og góðan fisk, beint úr sjónum. Tvöföld kaffæring t í skólpræsablandi Á miðvikudaginn í s. 1. viku kastaði drengur snjóboltum í bifreið, sem var á ferð inn við Elliðaár. Segir bifreiðarstjór- inn, að drengurinn hafi brotið rúðu hjá sér enda reiddist bann ofsalega og veitti drengnum eftirför. Drengurmn hentist yfir kvísl í Elliðaánum og útí hólma, en þar náði bifreiðarstjórínn í hann og staikk honum tvisvar á höfuðið niðurí lækjarkraftinn, sem flytur affall frá nokkrum húsum í Blesugróf. Drengurin nog félagar hans segja, að bifreiðarstjórinn hafi skilið vig hann ofan í læknum, en sjálfur segir bifreiðarstjórinn að drengurinn haf verið uppá bakkanum, þegar hann lét hann l.ausann. Aðstandendur drengsins kærðu þennan verknað fyrir rannsóknar lögreglunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.