Tíminn - 04.02.1960, Side 6

Tíminn - 04.02.1960, Side 6
 T f M IN N, fimmtudaginn 4. febrúar 1960. Fimmtugur í dag: Árni Bjarnarson útg., Akureyri í dag á fimmtugsafmæli Árni Bjarnarson, útgefandi á Akureyri. Ámi er fæddur að Kálfsgerði í Höfðahverfi og eru foreldrar hans Guðrún Torfadóttfr og Björn Árna son. Árni er þjóðkunnur maður, þótt ekki sé hann nema fimmtugur. Veldur því hinn mikli áhugi hans á margvíslegum málum. Það er ekki haegt að segja að hann hafi verið við_ eina fjölina felldur um dagana. Áímgamál hans eru ótelj- andi, og að hverju sem hann hefur starfað, hefur undan honum geng ið og árangur starfanna orðið mikill og góður. Hann hefur verið bifreiðakennari, rekið flugskóla. bóksölu, bókaútgáfu og fleira, sem of langt er upp að telja. Um margra ára skeið hefur hann verið einn mesti áhugamað- ur hér um samskipti íslendinga hér heima og í Vesturheimi og hef ur farið vestur um haf oftar en einu sinni í þeim ermdum að efla samstarfið milli íslendinga vestan hafs og austan. Nú er verið að vinna að útgáfu að æviskrám Vestur-íslendinga fyrir forgöngu Árna og verður það mikið verk og merkilegt, og ómet anlegt innlegg í ættfræði, sem er hér vinsæ-lli og merkilegri fræði- grein en nokkurs staðar annars staðar. Gegnum hin margbreytOegu áhugamál og lífsstörf hefur Árni eignazt fjölda vina, sem úr ná- lægð og fjarlægð bæði hér heima og í Vesturheimi munu senda hon um þakkir fyrir góða kynningu og árnaðaróskir á fimmtugsafmælinu. Sjálfur vil ég með þessum lín- um senda honum þakkir fyrir langa vináttu og samstarf og sendi honum hjartanlegustu heilla óskir á afmælisdaginn. E.B. BREF TIL BLAÐSINS Samtal við embættismann Mér varð á að leita á náðir þessa háttsetta manns, til að fá togara- lifeyrissjóð minn greiddan nokkrum dögum fyrirfram, vegna vondra ástæðna heima, og tók hann vel í það, hann kvaðst mundi tala við stofnunina og gaf mér góðar vonir. Þrem stundum seinna hringdi ég í stofnunina, en þá var hann ekki far- inn að láta í sér heyra. Gat ég svo ekki náð tali af honum aftur þennan dag, en daginn eftir fyrir hádegi náði ég tali af honum og sagðist hann vera búinn að biðja Gunnlaug Briem að ganga frá þessu fyrir sig og að ég skyldi snúa mér algjörlega að honum. Sneri ég mér þá að Gunn- laugi, sagðist hann ekkert hafa með þessi mál að gera, vísaði hann mér svo til hins næsta og sá visaði mér til Gylfa félagsmálaráðherra og þá gafst ég alveg upp, og býzt ég við að þeir hafi ekki síður verið famir að þreytast á að vísa mér frá einum til annars. Eftir þetta allt hringi ég upp í lífeyrissjóðinn, og hafði verið litils- háttar minnzt á þetta við þá, en þeir harðneita að greiða þetta fyrr en á gjalddaga. En ég veit af konu sem hringdi til skrifstofustjóra stofnun- arinnar fyrir nokkru siðan bað um undanþágu fyrir mann sinn og var vel tekið í það. Sótti hún svo lífeyrissjóðinn samdægurs og var þá vika eða meira til gjalddaga. Nú hef ég verið að hugsa um þetta óréttlæti og hef komizt að þeirri niðurstöðu að togarasjómenn fari í land á vorin og vinna þessa níu mánuði sem biðin eftir lífeyrissjóðnum er, því hætti þeir einn eða tvo túra og fari svo á sjóinn aftur, þá lengist biðtíminn níu mánuði aftur itímann. Kærir sig nú margur ekki um að eiga þessa peninga rentulausa þama inni i niu mánuði, fyrir utan það, að margur þarf nauðsynlega á þess- um peningum að halda á þessum tíma árs, að ég tali ekki um fjöl- skyldufólk, og langar mig til að spyrja ykkur um hvað þið álitið að 5—6 manna fjölskylda þurfi til lífs- viðurværis og annarra þarfa á mán- uði, t. d. húsaleiga, rafmagn, hiti, sjúkrasamlag, útsvar, skattar og svo þessi lífeyrissjóður sjómanna, fæði og fatnaður og sjóklæði. — Það væri gaman að fá þetta sundurliðað, því það eru ekki það fáir stærðfræðing- pp f háxni ríV*'’1*'" ***<•<•« að verða skotaskuld að sundurliða þetta. Einnig langar mig til að spyrja ykkur hvað 20 ára maður, sem er í sjómannafél., verði búinn að borga mikið i lífeyrissjóð 60 ára að aldri, reiknað með 12 túmm á ári og meðal tölu af aflamagni. En það sem brýt- ur í bága við lög þessi, er meðalald- ur sjómanna, sem vísindalega er rannsakað að sé ekki nema 61—62 ár. En þeir ætla að greiða þeim lifeyris- sjóinn 65 ára gömlum, sem sagt dauð um. Nú skuluð þið hugsa um rétt- lætið i þessu, og láta skoðanir ykk- ar í ljós. Guðveigur Þorláksson. Hey til sölu Um það til 120 hestburðir af töðu frá 1957. Uppl. í síma 14 c. Akranesi. Kaupendur geta valið um þrjú af vorum ágætu R-F-T-tækjum, en þau eru þessi: Hið stóra „Stradivari“-viötæki með 10 iampa, viðtækið „Juwel“ með 8 lampa og 7 lampa ferðatækið „Stern 1“, sem gert er fyrir stuttbvlgjur, miðbylgjur og langbylgjjur og getur gengið bæði fyrir rafhlöðustraumi og venulegum ljósa- straumi. Biðjið um hin fróðlegu auglýsingarit vor hjá Handelsvertretung der Kammer fur Auss enhandel der Deutschen Demokratischen Republik in Island, Austurstræti 10A II, Reykjjavík P.O.B. 582 eða Radíó, Veltusundi 1, Reykavík Heim-Electric Deutsche Export- und Importgesellschaft M.B.H. Berlin C2 — Liebknechtstrasse 14 Deutsche Demokratlsche Republlk / t '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / / i / / i í i / / i / i / / i ( í ) / < < / \ < / .•v*v*v*v* Kennsla í þýzku, ensku, frönsku, sænsku, dönsku, bókfærslu og reikningi. Harry Vilhelmsson Kjartansgötu 5. Sími 18128 Ný gíæsileg 6 herbergja íbúðarhæð með hitun við Rauðalæk til sölu. NÝJA FASTEIGNASALAN, sérinngangi og ser Bankastræti 7. Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 18546. Sambandsþing íslenzkra Grænlandsáhugamanna verður háð n. k. sunnudag 7. febr. 1960, í fundarsal Slysavarnafél. íslands, Grófin 1 og hefst kl. 17 stundvíslega. Dagskrá samkvæmt sambandslögum. Enn íremur fræðsluerindi og kvikmyndasýning Sambandsstjórnin. ÚTBOÐ Vatnsveita Reykjavíkur óskar tilboða í fyllingar- efni. Tilboðin miðist við það, að efninu sé skilaC í skurð þann sem Vatnsveitan er að grafa á svæðinu austan Háskólalóðarinnar. Tilgreint skal einingarverð pr. rúmmetra, miðað við mælingu á bíl. Nánari uppJýsingar verða veittar á skrifstofu Vatnsveitunnar, og munu tilboðin verða opnuð þar, föstud. 5. febr kl. 11 árdegis. VATNSVEITA REYKJAVÍKUR.. •V* V* w* vv v«v«v»v»v*v*v*v»v Oss vantar nú þegar: Verzlunarstjóra í matvörubúð og nokkrar vanar afgreiðslustúlkur í matvörubúðir. Upplýsingar á skrifstofunni ki. 4—6 og á morgun kl. 10—12. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.