Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 5
TIMI N N, miðvikudagiun 23. marz 1960. 5 lr ERLENT YFÍRLIT Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.. ÞórarlnD Þórarinsson. Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Llndargötu Símar 18 3U0 L8 301 18 302. 18 303 18305 og 18 306 iskrifst ritstjömin og blaðamenn). Augiýsmgasími 19 523 Afgreiðslan 12 323 Prentsm Edda hf. Minni framkvæmdir í fyrradag fór fram á Alþingi atkvæSagreiðsla við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins fyrir 1960. í sambandi við þá atburði gerðust þeir sögulegu atburðir, að stjórnarlið- ar felldu allar tillögur stjórnarandstæðinga um aukin framlög til verklegra framkvæmda og atvinnuveganna. Afleiðingin verður sú, að framlög fíkisins til verklegra framkvæmda og atvinnuveganna munu raunverulega stórlækka frá því, sem verið hefur, þar sem þessi fram- lög eru flest látin standa í stað á sama tíma og allur til- kostnaður stórhækkar. , Með tillögum Framsóknarmanna var ekki stefnt hærra en það, að þessi framlög héldust hlutfallslega óbreytt frá því, sem verið hefur, þar sem ekki þótti líklegt, að stjórnarsinnar fengjust til að gers meira. Þær vonir brugðust þó, að þeir fengust til að fallast á það. Hinar opinberu framkvæmdir skyldu skornar niður hvað sem það kostaði. Sú afsökun stjórnarliða er algerlega haldlaus að þess- ar tillögur Framsóknarmanna hefðu haft nýjar álögur í för með sér. Af hálfu'fulltrúa Fram-jóknarflokksins í fjár- veitinganefnd hefur verið sýnt ljóslega fram á, að tekju- áætlunin er alltof lágt áætluð. Ekk- er rétt að ætla að innflutningurinn verði minni nú en 1958, því að fólki hefur fjölgað verulega síðan, en miðað við innflutn- ínginn 1958 ættu ýmsar tolltekjur ríkisins samkv. gild- andi lögum að gefa af sér 210 millj. kr. meira en stjórn- in áætlar. Framsóknarmenn lögðu til, að tekjurnar yrðu ekki áætlaðar nema 80 millj. kr. hærri en í fjárlaga- frv. segir, og er það bersýnilega varleg áætlun. Það nægði hins vegar til að mæta þeirri útgjaldahækkun er tillögur þeirra um aukin framlög til verklegra framkvæmda og at- vinnuveganna höfðu : för með sér. Stjórnarsinnar geta því ekki afsakað andstöðu sína gegn þessum tillögum með því, að þær hefðu leitt til nýrra álaga. Ástæðan til þess, að þeir felldu bessar tillögur er ein- göngu sú, að þeir vilja knýja fram samdrátt framfara og framkvæmda — vilja koma á „hæfil^gu atvinnuleysi“ eins og þeir kalla það. Það ástand telja þeir vænlegt til þess, að hinir fáu útvöldu geti haft ráð vmnustéttanna í hendi sér. Um það er ekki skeytt, þótt þetta verði til að skerða eðlilega uppbyggingu og eflingu framleiðslunnar og or- saki þannig lélegri lífskjör í framtíðinni. Hag hinna fáu útvöldu skal setja ofar öllu. Lélegir fulltrúar Þegar deilt var um kjördæmabyltinguna síðastl. vetur, var ekki farið dult með það, að einn tilgangurinn með henni væri sá að draga úr opinberum framlögum til fram- kvæmda og atvinnuveganna úti um land. Þetta er nú greinilega komið fram Með fjárlagaafgreiðslunni nú, er stefnt að því að draga stórlega úr framlögum ríkisins til vega, brúargerða hafn- arbóta og rafvæðingar út um land. Tillögur Framsóknar- manr.a, sem beindust gegn slíkum samdrætti voru allar felldar. Það hefur sannast greinilega í bessari viðureign að hin stóru kjördæmi gefast ekki vel í baráttu strjálbýlisins Íyrir framförum og jafnrétti. Þó getur fólk þar enn rétt hlut sinn nokkuð með því að hafn* þeim fulltrúum er ekkj styðja rétt þess, eins og þingmenn stjórnarflokkanna úr þessum kjördæmum gerðu við atkvæðagreiðsluna um fiárlagafrv. í fyrradag Þeir reyndust þá meira en lélegir fulltrúar landsbyggðarinnar. aitskéll á í vök að verjast Verkamannaflokkurinn sialdan sta'ði'ð hallari fæti en nú SÍÐASTLIÐINN fimmtudag fóru fram tvær aukakosningar til brezka þingsins. Úrslitin hafa vakið óvenjulega athygli vegna þess, að Verkamanna- flokkurinn beið ósigur í þeim báðum. í öðru kjördæminu vann Íhaldsflokkurinn þingsæt- ið af Verkamannaflokknum, er hafði unnið það með 50 atkv. í haust, en tapaði því nú með um 700 atkv. mun. Þessi úrslit vöktu sérstaka athygli vegna þess, að það er mjög fátítt í Bretlandi, að stjórnarandstæð- ingar tapi aukakosningu- f hinu kjördæminu hélt íhaldsflokkur- inn þingsætinu, en þar gerðist það jafnframt, að Frjálslyndi flokkurinn, er ekki bauð þar fram í haust, fékk nú fleiri at- kvæði en Verkamannaflokkur- inn. Þessi úrslit hafa ýtt undir þá trú, að Frjálslyndi flokkur- inn eigi eftir að eflast á kostn- að Verkamannaflokksins, og raunar á kostnað aðalflokkanna beggja, því að íhaldsflokkurinn missti bersýnilega einnig at- kvæði til Frjálslynda flokksins í þessari kosningu. FRAMANNEFND kosninga- úrslit hafa mjög orðið til þess að beina athygli að deilum, sem staðið hafa yfir undanfarið innan Verkamannaflokksins og vafalaust hafa orðið til að veikja hann. Þessar deilur hafa vakið enn meiri eft’rtekt en ella vegna þess, að þær má skrifa að verulegu leyti á reikn- ing formanns flokksins. Hugh Gaitskells. Sú skoðun á því vax andi fylgi að fagna, að vafa- samt sé, hvort Gaitskell .sé heppilegur flokksforingi, þótt hann sé hæfileikamaður að mörgu ley-ti. Honum virðist a." m. k. ekki nógu sýnt um að hefja sig yfir innanflokkserjur, eins og flokksforingi þarf helzt að geta gert. Þá virðist hann vera of mikdl bókstafsmaður og leggja mikla áherzlu á að forma ýms stefnuskráratriði sem ná- kvæmlegast í stað þess að gefa flokknum lit og líf með þrótt- mikilli baráttu í sambandi við þau málefni, er efst ber í hug- um manna. Gaitskell, sem er hagfræðingur að menntun, virð ist sem stjórnmálamaður hneigj ast meira að þurri fræði- mennsku en lífrænni baráttu t í KOSNINGUNUM, sem fóru fram á síðastl. hausti, stóð Verkamannaflokkurinn allvel sameinaður, þótt hann biði ósig ur, og Gaitskell þótt standa sig þá fremur vel í baráttunni, þótt hann vekti ekki jafnmikla at- Hugh Gaitskell hygli og foringi Frjálslynda flokksins, Jo Grimond. Ýmsir töldu því, að Gaitskell ætti eft- ir að ná fullri viðurkennmgu sem aðalforingi Verkamanna- flokksins. Þessar vonir brugðust hins vegar á aukaþingi, sem flokk- urinn hélt nokkru fyrir áramót- in. Þar reyndi Gaitskell eink- um að kenna þjóðnýtingar- stefnu flokksins um ósigurinn og lagði því til að breytt yrði hinni 4. grein stefnuskrárinnar, þar sem því er lýst yfir sem markmiði flokksins að þjóð- nýta allar hinar helztu atvinnu- greinar. Þessu var strax illa tekið af vinstri mönnum flokks ins og raunar mörgum fleiri, sem töldu deilur um þetta óþarf ar, enda höfðu aðrar orsakir en þjóðnýtingarstefnan átt miklu meiri þátt í ósigrinum, því að hún hafði lítið borið á góma í kosningabaráttunni. Um þetta hafa siðan staðið harðar deil- ur í flokknum, er enduðu með því síðastl. miðvikudag, að sam komulag var um það á flokks- stjórnarfundi, að leggja til við næsta flokksþing, að 4. grein- inni yrði breytt þannig, að þjóð- nýtingin yrði áfram megintak- mark flokksins, en því bætt við, að henni mætti ná eftir fleiri leiðum en beinum ríkisrekstri, t. d. með samvinnufélagsskap, bæjarrekstri og sameignarfyrir tækjum rikis og einstaklinga. Þá er það tekið fram, að þjóð- nýtingin skuli framkvæmd stig af stigi eftir því, sem æskileg- ast þyki hverju sinni. Yfirleitt eru blaðadómar þeir, að Gaitskell hafi litlu öðru áorkað með þessu en að aug- lýsa ágreining í flokknum. k íhaldsflokkurinn hafi mest grætt á þessu, því að áróðurs- menn hans hefðu að mestu ver- ið búnir að gleyma þessari 4. grein, en myndu nú nota hana til áróðurs miklu meira eftir en áður. Gaitskell hefði átt að vinna að breytingum á grein- inni í kyrrþey, en ekki stofna til þeirra átaka, sem hér hafa orðið. JAFNHLIÐA þessu hefur svo blossað upp deila í Verka- mannaflokknum um vígbúnað- armálin, sem hefur leitt tjl þess aff Gaitskell hefur vikið einum þekktasta manni flokks- ins, Richard Crossman, úr svo- kölluðu skuggaráðuneyti flokks ins, en það skipa einkum hugs anleg ráðherraefni hans. Ástæð an er sú, aff Crossman hefur haft forustu þeirra manna í flokknum, sem eru andvígir því að Bretar hafi kjarnorkuvopn. Þessir menn telja, að Vestur- Evrópuríkin eigi að láta Banda- ríkin ein annast kjarnorkuvíg- búnaðinn, en efla í staffinn aðr ar varnir .sínar. Þetta er líka stefna Frjálslynda flokksins Foringjar íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins hafa hins vegar talið það metnaðarmál fyrir Breta að eiga sjálfir kjarn orkuvopn. Nú virðist þó augu fleiri og fleiri opnast fyrir því, að þetta sé of kostnaðarsamur metnaður, enda leiði hann af sér lélegri varnir á öðrum svið um. Þ.ví er ekki talið ólíklegt, að Macmillan, .sem tekur mikið tillit til almenningsálitsinsi kunni hér skyndilega að breyta um stefnu og foringjar Verka- mannaflokksins standi þá einir uppi sem formælendur þess, að Bretar eigi kjarnorkuvopn. Af þessum ástæðum' virðist sú stefn-a Crossmans eiga vax- andi fylgi að fagna í Verka- mannaflokknum, að flokkurinn sé meiri þörf að breyta stefnu sinni og viðhorfum á ýmsum öðrum sviðum en þeim, sem 4. greinin fjallar um. EINS og sakir standa, er brezki Verkamannaflokkurinn nú í miklum öldudal. Ef svo heldur áfram, sem nú horfir, getur vel svo farið, að Frjáls- lyndi flokkurinn nái af honum forustuhlutverkinu gegn íhalds flokknum. Flokkurinn þarfnast bersýnilega þróttmeiri og líf- rænni forustu. Margt bendir því til þess, að nái Bevan heilsu aftur, verði hann sá leiðtogi flokksins, sem flokksmenn sam einist helzt um og treysti bezt til að gefa honum það sjálfs- traust og baráttugleði, er hann þarf til þess að geta unnið sig upp á ný. Þ. Þ. Aðalfonckr anstfirzkra kvenna Aðalfundur Félags austfirzkra1 kvenna var haldinn nýlega að af- loknu 17 starfsári félagsins. Á fund.num fóru fram venju- leg aðalfmidarstörf. Varaformaður félagsins, Anna Johannessen flutti skýrslu stiórnarinnar yfir síðast liðið starfsár í forföllum formanns. frú Guðný.iar Vilhjálmsdóttur. Á árinu voru haldnir 8 fundir. ein skemmtisamkoma fyrir austfirzkar konur og eínt til einnar skemmti- ferðar Að lokínni skýrslu varafor-1 manns las gjaldkeri félagsins, frú Anna Wathne upp endurskoðaða reikninga félagsins og voru þeir samþykktir Helztu niá 1 félagsins eru efling scyrktarsjóðs, sem árlega er út- blutað úr til sjúkra, fátækra og einstæðra Austfirðinga, sem eru í sjúkrahúsum eða búsettir í bæn- um. Um síðastliðin jól var úthlut- að til rúmiega 130 manns, samtals kr 15.668 00 Þessi jólaglaðningur hefur farið vaxandi og einnig þörfin. Aðalfjáröflun styrktarsjóðsins er hinn árlegi bazar félagsins, sem haldinn er einu sinni á ári í byrj- un nóvember. En auk bess hefur íélagið til sölu minningarspjöld og rennur ágóðinn af þeim til styrktarsjóðsins. Spjöldin fást hjá eftirtöldum konum: Guðnýju Vil- ' lyálmsdóttur, Lokastíg 7 Halldóru S gfúsdóttur, Flókagötu 27, Herm- ínu Halldórsdóttur, Langholtsvegi i61, Sigríði Lúðvíks, Reynimel 28, ,Önnu Johannessen, Garðastræti 43 og Sínu Ingimundardóttur, Skafta- hlíð 12. | í stjórn félagsins eru eftirtald- ar konur: Guðný Vilhjálmsdóttir, jAnna Johannessen, Halldóra Sig- fúsdóttir. Anna Wathne, Sigríður Lúðvíks, Snorra Benediktsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.