Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 14
14 T í MIN N, miðvikudaginn 23. marz 1960. áfram á felgunni, eftir tvær mílur féllu ásarnir innan í henni saman og þá komst bíll inn ekki lengra. Þau voru um fimmtán mílur frá borginni og klukkan var hálf átta. Holland flýtti sér aS húsi þar skammt frá. Þar var ekk- ert farartæki að fá, eigandinn hafði farið daginn áður. Þeg ar Holland kom aftur, vonsvik inn og áhyggjufullur, voru börnin orðin óvær og kona hans óskaði þess eins að komast aftur heim. Eins og málum var háttað virtist ekki annað skynsamlegra. Þau tóku hvert eitt barn, leiddu þau eða báru en skildu far- angurinn eftir í læstum bíln um. Þau áttu fimm mílur að fara. Þau komust heim þegar hit inn var sem mestur, úrvinda af þreytu. Fyrst varð þeim fyr ir að fá sér svaladrykk úr ís- skápnum, svo lögðust þau öll útaf. Klukkustund síðar hrukku þau upp við það, að vörubíll ók upp að húsinu og ungur liðsforingi kom hlaup- andi inn. — Þið verðið að fara héðan, sagði hann. — Eg skal taka ykkur með í vörubílnum. Hvað eruð þið mörg? Jean svaraði. — Sex með börnunum. Getið þér flutt okk ur til Kuala Lumpur? Bíllinn okkar bilaði. Hðsforinginn hló snöggt. — Nei, það get ég ekki. Japan ir eru komnir til Kerling, eða þar voru þeir þegar ég siðast frétti — þeir geta verið komn ir enn sunnar nú. Kerling var aðeins í tuttugu mílna fjar- lægð. — Eg fer með ykkur til Panong og þaðan getið þið far ið með bát til Shangahai. Hann neitaði að aka eftir far angri þeirra í bílnum, enda var vörubíllinn fullhlaðinn af íjölskyldum, sem ekki höfðu hlýtt fyrirmælunum um brott flutni'ftg og Austinbíllinn var fimm mílum nær óvinunum en húsið. Kue.la þýðir árós og Kuala Panong er smábær við ós ,Pan ongflj’ótsins. Þar var héraðs- stjórinn búsettur. Þegar vöru- billinn kom að skrifstofu hans þá voru þar fyrir um fjörutíu manns, sem tekin höfðu verið og ílutt burtu frá heimiium sínum þar í grennd. Flest voru það enskar eigin- konui verkstjóra og starfs- rhanmi við námur og járn- brautit. Fæstum þeirra hafði skilist. hættan af hinni hröðu sókn íapana. Framkvæmda- stjórarnir á ekrunum og starfs menn stjórnardeildanna höfðu aðgang að gleggri fregn , um og meiri fjárráð og þeir j höfðu komið fjölskyldum sín um til Singapore í tæka tíð. Fólkið, sem vörubílarnir voru að smala á síðustu stundu var yfirleitt það fólk, sem úrræða minnst var. Bíllinn stanzaði við skrif- stofu héraðsstjórans og liðs- foringinn fór inn. Héraðsstjór inn kom út með honum og leit með áhyggjusvip á þennan hóp kvenna og barna, karl- menn voru aðeins örfáir. — Drottinn minn, sagði hann hljóðlega, er honum var ljós sá vandi, sem honum var á höndum. — Jæja, akið þeim hundrað og þrjátíu feta langt ,og hafði venjulega aðsetur í Penong. Héraðsstjóranum létti. Nú var málið leyst. Hvert sem Osprey kunni að ætla sér, þá varð hann að taka flótta- fólkið og koma því á öruggan stað. Hann gekk niður á ströndina til þess að hitta skipstjórann. Skipið kom fyrir odda í fljót inu og hann sá að það var fullt af hermönnum, lágvöxnum mönnum í grágrænum ein- kennisbúningum með brugðna byssustingi, miklu lengri en Framhaldssaga búna. Börnin fóru flest að gráta. Er eftirlitsferðinni var lokið hélt hann smátölu á lé legri ensku. — Nú þið fang- ar, sagði hann. — Þið hér í nótt. Á morgun kannski farið í fangabúðir. Þið gerið góða hluti, hlýðni við skipanir, þá japanskir hermenn góðir. Þið gerið vonda hluti, þið skotin strax. Svo gerið góða hluti allt af. Þegar liðsforingi kemur, þið standið upp og hneigið — alltaf. Það góður hlutur. Nú sofið. Einn af karlmönnunum spurði. — Megum við fá rúm og flugnanet? — Japanskir hermenn ekki þarna yfir að endurskoðunar deildinni. Þau verða að biða þar á svölunum í einn eða tvo tíma á meðan ég reyni að greiða eitthvað úr fyrir þeim. Segið þeim að svifa sér ekki mikið frá. Hann snéri aftur inn í skrifstofuna. — Eg verð að reyna að koma þeim niður eftir með fiskibátnum. Betur get ég ekki gert, ég hef engan vélbát. , Fólkinu var hleypt af bílun um og sagt að setjast á svalirn ar. Menn réttu úr. sér og reyndu að laga sig til. í skrif stofunni voru leirbrúsar með vátni og á svölúnum var þægi lega skuggsælt. Jean og Bill Holland skildu Eileen eftir með bömin, og fóru inn í bæinn til að kaupa það sem fáanlegt kynni að vera í stað inn fyrir farangurinn, sem þau höfðu glatað. Þau gátu fengið pela handa litla drengn um, ögn af kíníni, lyf við magaveiki, tvær dósir af kex kökum og þrjár af kjöti. Þau reyndu að fá mýflugnanet, en þau voru uppseld. Jean keypti sér nálar og tvinna. Hún sá strigatösku og keypti hana líka. Þá strigatösku bar hún með sér næstu þrjú ár. Þau komu aftur að skrif- stofunni um miðjan dag og út bjuggu smá máltíð úr kexi, kjöti og sítrónusafa. Undir sólsetur símuðu vita- verðirnir við árósana og sögðu héraðsstjóranum að Os prey, tollbáturinn, sem eftir lit hafði meðfram ströndinni, væri að koma í fljótsmynn- ið. Þetta var stórt skip, um Sigríður Thorlacius þýddi 8. þeir voru sjálfir. Honum brá við — nú myndi hann engar ráðstafanir gera hér framar. Japanirnir þustu á land og tóku hann samstundis fast- ann. Þeir ráku hann aftur upp að skrifstofu hans og höfðu byssurnar á lofti, albúnir að skjóta hann ef minnstu and- spyrnu yrði vart. En þar voru engir hermenn til að veita við nám. Jafnvel pilturinn, sem ekið hafði bílnum var farinn, ætlaði að reyna að ná herdeild sinni. Hermennirnir dreyfðu sér og náðu bænum á sitt vald án þess að hleypa af einu skoti. Þeir komu að flóttafólk inu, sem sat á svölunum og ot uðu að þvi byssustingjunum og skipuðu þeim að afhenda alla sjálfblekunga, armbands úr og hringa. Karlmennirnir hvöttu konurnar til að hlýða og þá urðu þær ekki fyrir neinni áreitni. Jean missti úr ið sitt og þeir leituðu í fögg um hennar að sjálfblekung, en hún hafði látið hann í ferðatöskuna. Þegar dimmt var orðið kom liðsforingi og leit á fangana við luktarljós. Hann gekk eft ir svölunum og lýsti framan í fólkið, á hæla hans gekk her mannahópur með byssurnar spenntar og byssustigina til- hafa rúm, ekki flugnanet. Á morgun kannski fáum rúm og net. Einhver annar spurði. — Getum við fengið' eitthvað að borða? Það skildi hermaður inn ekki. — Mat, sagði þá ein hver. — Á morgun mat. Liðsfor- inginn gekk burtu og skildi eft ir tvo hermenn á verði á hvor um enda svalanna. Kuala Panong liggur í mýr- lendri hvos við árminni. Flugnamergðin var óskapleg. Alla nóttina kveinkuðu börn in og stundu, svo fæstir festu blund. Nóttin varð löng og öm urleg á beru fjalagólfinu. Jean blundaði örlítið undir morgun inn og vaknaði stirð og bólg in í andliti og á handleggjum. Hrinurnar í börnunum ukust þegar flugurnar urðu hvað á- kafastar síðustu stundina fyr ir dögun. Þegar birti var líð- an fanganna ekki góð. Á bak við skrifstofubygg- inguna var eitt vanhús, en það nægði ekki öllum þessum fjölda. Um það þýddi ekki að fást og menn sátu og biðu þess sem verða vildi. Holland og kona hans útbjuggu bita handa börnunum og þegar þau voru búin að borða hann, leið þeim öllum betur. Margir aðrir höfðu matarbita og þeir sem eitthvað áttu, gáfu þeim sem allslausir voru. Ekki sáu Japanir föngunum fyrir neinum mat þenna morgun. Um miðjan morgun hófust yfirheyrzlur. Fjölskyldur voru kallaðar saman hver fyrir sig inn á skrifstofu héraðsstjór ans, þar sem japanskur kapt- einn, sem Jean fékk síðar að vita að hét Yoniata, sat með liðsforingja sér við hlið. Sá skrifaði athugasemdir í litla stílabók. Jean fylgdi Hollands fjölskyldunni og þegar kapt- einninn spurði hana hver hún væri, sagðist hún vera vin- kona þeirra, sem ferðaðist með þeim og sagði hvert starf hennar í Kuala Lumpur hefði verið. Þetta tók skamma stund og kapteinninn tilkynnti: — Karlmenn fara í fangabúðir í dag, konur og börn verða hér. Karlmenn fara bráðum, kveðj ist. Þökk fyrir. Þetta var það, sem allir höfðu óttazt og höfðu rætt sin á milli, en ekki búizt við svo skjótum aðgerðum. Holland spurði. — Megum við vita hvert konurnar og börnin verða send? Hvar verða veirra fangabúði'r? Kapteinninn svaraði. — Hinn keisaralegi, japanski her á ekki í stríði við konur og börn. Kannski fara ekki í fangabúðir, kannski búa heima, ef gera góða hluti. Jap anskir hermenn alltaf góðir við konur og börn. Þau settust aftur á svalirn ar og fjölskyldurnar ræddu sín vandamál. Við þessu var ekkert að gera, venjulega voru konur og karlar sín í hvorum fangabúðum í styrjöld, en erf itt var það samt. Jean fannst sér vera ofaukið og settist ein á svalabrúnina. Hún var svöng og í huga hennar toguðust á áhyggjur og bjartsýni æsk- unnar. Eitt var víst. Ættu þau að vera aðra nótt á svölunum, þá varð hún að ná í flugna- smyrsl þeim til varnar., Hún hafði séð lyfjabúð daginn áð ur og ekki var ólíklegt að í þessu héraöi væru seld slík iyf. Hún reyndi að vekja at- hygli varðmannsins, benti á flugnabitin á sér og síðan í áttina að lyfjabúðinni. Hún þokaðist niður af svölunum, en þá spennti hann byssu- gikkinn og miðaði á hana. Hún flýtti sér aftur upp á svalirnar. Ekki dugði það. .......^parift yður Waup á .milli maxgra. venzlaná:! ^ -AuaturstTseö, EiRIKUR víöförli Töfra- sverðið 93 Eiríkur leggur af stað að tjald- búðunum til að útvega sér svo mik ið af vopnum og fóðurvörum og unnt er. Þá heyrir hann allt í einu ógurlegt öskur. Sér til skelfingar sér hann að Yark er umkringdur af tíu Mongólum, sem ráðast harka lega að honum. Hinn litli eineygði stríðsmaður snýst kröftuglega til varnar. Eiríkur kemur Yark til hjálpar. Þeir snúa baki að tjaldinu og snúast til varnar gegn hinum mörgu fjandmönnum sínum, en þeir þjást af hungri — Hættið bardaganum, skipar Gráúlfur kuldalega og horfir bros andi á meðan menn hans afvopna víkingana. Það er grimmdarlegt glott í hinum smáu augum hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.