Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 9
T f MIN N, miðvikudaginn 23. marz 1960. 9 bát að meðaltali í hverjum róðri. Allur fiskurinn kom á línu. Til samanburðar má geta þess, að 19 Sandgerðisbátar fengu á sama tíma í fyrra 4588,6 lestir í 570 róðrum. Aflinn á þessari vertíð er því 1096,7 lestum meiri það sem af er og 140 róðrar fram yfir. Enda er þessi vertíð með þeim allra beztu sem komið hafa. Aðkomubátar hafa á sama tíma landað 1242 lestum í Sand- gerði eftir 214 sjóferðir. Þessir bátar eru ekki taldir með þeim 16 sem gerðir eru út frá staðnum. Forvitnilegt er að snyrja Elías um hæstu bátana en þeir eru þessir: Víðir II, 530,5 lestir; Guðbjörg 445,9; Smári, 444,0; Muninn, 439,9 Mummi, 437,7; Helga, 436,7; Hamar 435,2 og Jón Gunnlaugs, 403,5. Tölurnar miðast við 15. marz og sýna aflann á línuvertíðinni. Er athyglisvert hve margir bátar eru svo að segja jafnir. Hitt kemur víst engum á óvart, að Víðir II er hæstur með tæpar 90 lestir fram yfir bann næsta, svo mikið lán hefur fylgt því skipi og stjórnanda þess eins og flestum er kunnugt. í frystihúsi Garðs h.f. er Sigurbjörn Jónsson verkstjóri yfir 30—35 stúlkum og 15 körlum. Karlmenn eru flestir úr Sand- gerði en kvenþjóðin er færeysk-íslenzk eins og í hinu frysti- húsinu. Færeysku stúlkurnar una hag sínum vel og hugsa lítt til heimferðar. Aðeins þrjár af tólf. sem fréttamaður tal- aði við, sögðust ætla heim. Vinnu er að ljúka í frystihúsunum, strákarnir „smúla1 færiböndin og stúlkurnar hreinsa af borð- unum. Verkstjórinn segir tregfiski í gær en býst við meiru í dag. Niður við bryggjuna liggja nokrir smærri bátar. Það er austan sveljandi og hafaldan brotnar á skerjunum við innsigl- inguna. Degi hallar og bráðlega er Sandgerðisvitinn kveiktur. Hann er byggður inn í endann á gömlu fiskaðgerðarhúsi frá Miðnesi h.f., var upphaflega litlu hærri en burst hússins, en síðan var byggt ofan á hann. Vitinn trónar yfir höfninni, fer- strendur og gerðarlegur eins og velbrauðaður klerkur í pre- dikunarstóli. Hann sendir út hvítt og blátt. Netabátarnir koma inn þegar líður á kvöldið. Höfnin fyllist af mastraskógi. Landmennirnir koma niður á bryggju og spyrja: — Hvað varstu að fiska? Sjómennirnir taka upp lestar- hlerana og fara niður, bílum er ekið og bakkað að kantinum og bómurnar sveiflast fram og aftur með háfana neðan úr lest og upp á bílpallana. Aflinn er misjafn: — Uss, maður, helvítis ræfill. Ég fékk áttatíu fiska. — Þetta ætlar ekkert að verða. Hvað fékkst þú? — Ellefu tonn! Það var betra. Bátunum fjölgar enn. Það sér á ljóskenn utan af sjónum og þeir bregða upp kastara um leið og þeir koma upp að. Klukk- an er að verða tíu og ekki bólar á Jóni Gunnlaugs — Kemur klukkan ellefu, segir Elías í vigtarskúrnum. Jón Gunnlaugs þarf langt að sækja þegar hinir eru komnir með net. Hann kemur klukkan ellefu eins og hann hafði boðað og löndun hefst þegar í stað. Aflinn er 15 lestir. Seigur er Jón Gunn- laugs. Fréttamaður klífur um borð og spyr skipstjórann, Kristinn Magnússon, hvort hann vilji taka svoleiðis landkrabba með í róður. Kristinn segir það velkomið, en veðrið er ekki upp á það bezta. Hann er ekki einu sinni viss um að fara út. Ætlar að taka veðurfregnirnar og sjá til. Brælufjandi og langróið. Eða er hann bara að hrella landkrabbann? Nei, upp skal á Kjöl klífa, og nú er bara að taka sig saman í líkamanum. Guðmundur Guðmundsson, vélstjóri, stjórnar vindunni og hífir fiskinn úr lestinni upp á bílpallinn Vindan, þetta þarfa- verkfæri, er aðeins á nýjustu bátum, en Jón Gunnlaugs er nýjasti bátur í Sandgerði. Hann er smíðaður í Vestur-Þýzka- landi, 73 lesta eikarskip, búinn öllum nýjustu siglingatækjum, radar, bergmálsdýptarmæli og sjálfvirku asdic-tæki. rafstýr- ingu og vökvastýri. Sími er um allt skipið og mjög góð talstöð. Jón Gunnlaugs kom til Sandgerðis í nóvember s. 1. haust. Hann er nú stærstur báta þar. Ganghraðinn er 11.3 mílur. Löndunin tekur aðeins klukkutíma og stuttu síðar leggur Jón Gunnlaugsson úr höfn með landkrabbann innanborðs. Kokkurinn, Ólafur Þorgrímsson, stendur við gljáfægða elda- maskínuna, sem hver húsmóðir mætti vera stolt af, og hellir upp á könnuna. Kr^tinn sveigir bátinn út úr höfninni og stýrimaðurinn, Guðmundur Guðmundsson, er á útkík. Háset- arnir, Ágúst Halldórsson og Árni Guðmundsson hafa „smúl- að“ lestina og gengið frá hlerunum. Hér verður að fara nákvæmlega eftir öllum siglingamerkj- um, en höfnin í Sandgerði er mjög slæm, ein hin versta mið- að við þann afla, sem berst á land í verstöðvum. Svo grunn er höfnin, að bátar fljóta þar ekkj inn á stórstraumsfjöru og í vestanbrimi er varla hemjandi þar við brvggjurnar fyrri sjó- gangi. Þá verður að liggja við ankeri fyrir utan eða leita ann- arra hafna. Sandgerðingar una lítt við þessi hafnarskilyrði og ætlast til þess með réttu, að úr þessu verði bætt. Vitinn sýnir nú hvítt, en það þýðir að báturinn sé sloppinn k_. __ „ ,___________i . (Framhald á 15. síðu). Þeir draga línuna á Jóni Gunnlaugs, einn við borðstokkinn, annar við spllið og þriðji blóðgar. Að neðan: færeyskar stúlkur í Sandgerði. Þær una vel hag sínum — aðeins þrjár úr þessum hópi sögðust ætla heim Færeyska karlmenn skortir ekki til Sandgerðis. 'v'V. ..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.