Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 11
11 T f MI N N, miðvikudaginn 23. marz 1960. I/ •11 ■ 11° •■ ■ . Kanarnir hlusta ekki neitt í kvöld efna ungir dæg- urlagasöngvarar til hjóm- leika í Austurbæjarbíói og í þeim bópi er aðeins ein stúlka Okkur fannst því til- valið að ræða ofurlítið við þessa ungu söngkonu Eftir fáein símtöl komumst við að því að hún starfaði í Verzlunarsparisjóðnum.Þeg ar við komum þangað niður eftir var okkur sagt að fara upp á loft og banka á fyrstu dyr til hægri. Ekki gekk ferðin upp eins og á varð kosið því við urðum að olnboga okkur áfram í gegnum hóp manna sem sátu og stóðu þar á ganginum. Allir voru þeir miög mæðulegir á að líta og litu mjög flóttalega á dyr til vinstri Þegar við komumst loksins í gegnum hópinn og inn í herbergið til hægri var það það fyrsta sem við spurðum um: — Hvað eru ailir þessir menn að gera hér? — Oh, þeir eru að bíða eftir bankastjór- anum. Skrifstofumær á daginn söngkona á kvöldin Unga söngkonan. sem við ætlum að ræða við er kölluð Día af vinum sínum og aðdá- endum. Hún er aðeins 16 ára, en þrátt fyrir lágan aldur hefur hún sungið með ýmsum hljóm- sveitum í meir en ár. Hennar fulla nafn er Díana Bjarney Magnúsdóttir og er skrifstofu- mær í Verzlunarsparisjóðnum á daginn, en söngkona á kvöld- in. Er við komum inn í her- bergið sem hún vinnur í sat hún við ógurlega stóra ritvél og vélritaði á víxla af miklum eld- móði og varð okkar alls ekki vör fyrr en við hrópuðum nafn hennar. Alls ekkert óstyrk nema í fyrsta sinn — Segðu okkur, Díana, kvíðir þú nokxuð fyrir að koma fram í Austurbæjarbíó? — Nei, ekki neitt, ég var hálf feimin í fyrsta skipti sem ég kom fram, en það var í Hlé- garði fyrir rúmu ári og söng þá með Skafta Ólafssyni, agalegt fjör maður. — Þér finnst auðvitað ógur- iega gaman að syngia er það ekki? — Ju, ég verð nú að segja það, ég hef alltaf haft áhuga fyrir söug. — Meo hvaða hljómsveit syngur ur þessa dagana? — Ég er hætt að syngja í bili að minnsta kosti, ég er að hugsa um að fara að læra söng hjá Demetz og svo er ég líka með hlutverk í revíu sem er á upp- siglingu í Sjálfstæðishúsinu, en ég má vist ekki segja frá því, svo þú mátt ekki skrifa það. Hefur sungið með fjórum hljómsveitum — Segðu okkur. með hve mörgum hljómsveitum hefur þú sungið, síðan þú fyrst komst fram? — Fjörum, fyrst með Skafta Ólafssyni, síðan Fimm í fullu fjöri, þá City og nú síðast með Disko. Með þeim söng ég á Keflaví Kurflugvelli. — Finnst þér gaman að syngja fvrir kanana? — Ég held að þeir hafi nú ekki verið að hlusta mikið á okkur. bað eru nú meiri lætin í þeim Hreint ekkert gaman að syngja bar. — Hverjir eru nú uppáhalds- söngvararnir þínir? — V;ð skulum nú sjá, það er Pat Boone, Nat King Cole, Ella Fitzgerald, Connie Francis. Nú, svo Ellv, Ragnar Haukur og ég tala ekki um Guðberg Auðuns- son. — Ert þú nokkuð skotin þessa dagana? — Nai, guð, ég er alveg frjáls enn að minnsta kosti Þar sem við erum farnir að tefja hana frá starfinu kveðjum vi?f og lofum að fara á tónleikana til að heyra hana syngja jhm. Krossfari gegn klámi Randolph Churchill, son ur gamla mannsins, hefur fengið ærlegan löðrung hjá gömlum vini sínum. Það er útvarpsfyrirlesar „inn og stjórnmálamaðurinn lord Boothby, sem hefur ráð ist harkalega á hluta brezku sunnudagapressunnar — og þá fyrst og fremst á út- breiddasta blaðið í heimi, „News of the World“, sem um þessar mundir birtir endurminningar kynbomb- unnar Diana Dors. Og svo segir hann: „Minn gamli vinur, Rand olph Churchill var áður fyrTi tryggur krossfari gegn ' ■'’ klámi. Nú steinþegir hann um þetta mál. Svo er nefnilega mál með vexti, að Randolph Churc- hill skrifar nú í „News of the World. Hinn digri Randolph er ekki vanur að láta árásum ósvarað svo það verður gam an að heyra hverju hann svarar lord Boothby. Má ekki lítik lækka sig með vinnu Nú hef ég ekkert meira að seglja . . . allt er farið, minkakápan, skartgripim- ir . . . Þetta segir Narriman uppgjafadrottning, sem áð- ur var gift Farúk konungi Egyptalands. Hún á ekki eyri til í eigu sinni. Hún vill fara að vinna. Hún hefut ákveðið að taka á móti tilboði frá stóru tízkuhúsi í Beirut. Þeir bjóðast til að borga henni 8000 líbönsk pund á mán- uði sem fyrirsæta og hún á að koma fram í þeim kjól um, sem síðar verða seldir prinsessum í Saudi-Arabíu. En Narriman er líka harð- lega gagnrýnd fyrir þetta. Blöð í Beirut skrifa að þetta sé hneyksli og atyrða hana harðlega. Hún verður að halda virðingu sinni, ekki lítillækka sig með vinnu. s~-gja þau. En hvað á aumingja stúlk an að gera? Konan, sem Farúkkonung ur hlóð eitt sinn gulli og demöntum á sér aðeins eitt takmark í dag, að lifa eins og annað fólk og hjálpa móður sinni. Móðirin er alvarlega veik Velkonmir í byltinguna Fidel Castro er dálítið barnalegur. Samtímis því að hann ræðst harkalega á Bandaríkjamenn og leggur hald á eigur þeirra, leggur hann sig í líma við að laða bandaríska ferðamenn til eyjarinnar. Hann hefur komið upp og þarfnast hjúkrunar. Hún þjáist af hjartasjúkdómi og læknar í London segja að hún lifi sennilega ekki lengi. — Hún er orðin sjúk mín vegna, segir Narriman. Útlegð Farúks og hneyksl i ið í kr’ingum skilnað þeirra j Narrimans og konur.gsins! hafði slæm áhrif á taugar; móður hennar. I Hinn frægi franski rithöf | undur Francoise Mauriac, segir með beizku brosi frá | ævintýri, sem hann lenti nýlega í. Hann var á göngu ferð um eina af götunum risastórum spjöldum, þar sem tveir náungar, annar með skammbyssu og hinn með vélbyssu benda á móti hinum væntanlega ferða- manni og fyrir neðan stend ur með stórum bókstöfum: VELCOME TO OUR REV OLUTION. Þetta á sem s-agt að laða ferðamennina að. i'álfur franki, takk a bökkum Signu, þeg- ar hann kom auga á eina af fyrstu bókum sínum í frumútgáfu í glugga forn- bókasala. Hann langaði til að eign ast bókina og sú löngun óx, er hann tók að fletta bók- inni og sá að hann hafði skrifað langa tileinkun til vinar síns á hana. —Hvað viljið þér fá fyr ir þessa bók? spurði hann. — Þrjá af hinum nýju frönkum, sagði maðurinn. Hvað? spurði skáldið undr andi — og það er tileinkun ^rituð á hana. — Þér verðið að afsaka, sagði bókasalinn — ég hafði t ekki tekið eftir því að höf- 'l undur hafði ritað í hana, ! þá fáið þér hana fyrir hálf an franka. í Bretlandi hefur glæðst mikið áhugi á tónlist og sézt stúlkan hér á mynd- inni leika á fagot, sem er naerri þifí eins .tórt og hún sjálf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.