Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 6
6 T í MI N N, miðvikudaginn 23. marz 1960. Minningarorð: Sigurjón Steinþórsson, írá Króki Á jóladaginn árið 1958 andað- ist hinn merki bændaóldungur' Sigurjón Steinþórsson , er um langan aldur bjó í Króki í Hraun gerðishreppi. Hann var jaiðsett- ur að Hraungerði 3. janúar 1959, að viðstöddu fjölmenni. Þar sem ég hef ekki séð að Sigurjóns hafi verið getið í blöðum þó nú sé meir’a en ár liðið frá andláti hans þá þykir mér hlýða að minn- ast hans hér með fáeinum oið- um. Sigurjón var fæddur 3. sept ember árið 1869 á Arnarhóli í Gaulverjabæjarhi'eppi og var því tæplega níræður þegar hann lézt, en banamein hans var heilablóð- fall. Foreldrar Sigui|óns voru Steinþór bóndi Eiríksson Amar hóli Freysteinssonar og kona hans Sigríður Jónsdótlir, sem ættuð mun hafa verið úr Húnaþingi. Tíu voru böm þeirra Arnarhóls- hjóna og var Sigurjón elztur þeirra. Þrjú þessara systkina dóu á bemskuaidri, en hin öll sem upp komust urðu framúr'skarandi dug- legt og myndarlegt fólk. Fljót- lega fór Sigurjón að hjálpa til á heimili foreldra sinna, en þau voru fátæk, með svo stóran bama hóp á rírri jörð og veitti því ekki af liðveizlunni. Fór hann brátt til sjávar eftir ferminguna og dió björg í bú, en 25 ára gamail yfir- gaf hann föðurgarg og fór með aleiguna í litlum poka á baki sínu, og réðist til sjóróðra á Álftanesi. Var hann nú um skeið í lausa- mennsku og stundaði meðal ann- ars sjóróðra á skútum, en fór sfð an til séra Ólafs Helgasonar á Stóra-Hrauni og gerðist ráðsmaður fyrir búi hans. Var þá stórt bú á Stóra-Hrauni og umsvif mikil. Vinnufólk var margt því séra Ólafur hafði málleysingjaskóla á heimili sínu og greiddu málleys- ingjamir meðal annars fyrir dvöl sína og kennslu með vinnu við Stóra-Hrauns búið. Það var mjög sérstætt og óvenjulegt hlutverk sem hinn ungi ráðsmaður fékk til meðferðar, að stjóma til vinnu mörgu mállausu og heymarlausu fólki, en þetta tókst honum mjög vel og var hann alla sína bú- skapartið talinn ágætur verk- stjóri og hjúasæll. Hann var þrek mikill, fjörugur og glaðlyndur, og beitti þessum hæfileikum svo! vel við verk með fólki sínu, að1 þrátt fyrir all mikla vinnuhörku hafði hann vinsældir hjúa sinna og húsbóndahollustu. Þegar Sigurjón var á Stóra- Hrauni þá var þar einnig mjög efnileg stúlka á aldur við hann. Þessi stúlka hét Þorbjörg Einars j dóttir bónda í Sölvholti, Sæmunds ! soiíar frá Auðsholti í Ölvesi. Móð '• ir hennar var Þorbjörg kona Ein ars í Sölvholti Vigfúsdóttir frá Nesjavöllum í Grafningi. Þorbjörg Einarsdóttir var fædd 17. september 1868 í Sölvholti og þar ólst hún upp fram yfir ferm ingaraldur, en þá missti hún föð- ur sinn og fór hún þá til móður- bróður síns á Nesjavöllum og Stefaníu konu hans og var þar í 6 ár, en síðan fór hún til prests- hjónanna á Stóra-Hrauni og var þar í nokkur ár. Þau Sigurjón og Þorbjörg felldu hugi saman, og þótti öllum, að hin ungu hjónaefni væm ágæt-; lega saman valin því þau vom ,bæði í alla staði vel af guði gerð j og þau höfðu bæði framast betur ] en algenj»t var á þeirra tíð um j fólk í þeirra stétt vegna dvalar á heimilum merkra embættis- manna. | Þessi myndarlegu hjónaefni hófu i búskap á Lambast. í Hraungerð-' ishrepþi við lítil efni vorið 1898 J og gengu í hjónaband 28. október það sama ár. En árig 1900 fluttu J þau að Króki í sömu sveit. Voru þau leiguliðar þar fyrstu árin, en fljótlega réðist Sigurjón í að kaupa jörðina. Nokkricn árum seinna keypti hann einnig Króks- kot og sameinaði þessar jaiðir og bjó á þeim báðum síðan. Þegar Sigurjón kom að Króki voru hús þar öll úr torfi og grjóti. Túnið var lí'tið kargþýft og óvarið. Þarna var því mikið verkefni fyrir hönd um. Þau hjón létu nú líka hendur standa fram úr ermum og leið ekki á löngu þar til öll húsin höfðu verið rifin og önnur miklu stærri byggð, úr timbri og járni í þeirra stað. Túnið var sléttað og stækkað og girðingar settar um tún og engi. . Á. fáum árum varð Sigurjón í tölu i>ez\u bæn$a gin^ ar sveitar og þótt víðar væri leit að og bjó síðan alla tíð við mjög traustan efnahag. Hann hafði stórt bú á þeirrar tíðar mæli- kvarða, þar var aldrei færra en 8 kýr og hátt á þriðja hundrað fjár. Sigurjón hafði glöggan skiln ing á því, að bændum var nauð synlegt að fóðra vel og bæta og rækta búfé sitt, svo það gæfi beti'i arð. Hófst hann fljótt handa um kynbætur og var þar á undan flestum öðrum. Þegar nautgripa- ræktunarfélag var stofnað í sveit inni og skýrslur um nythæð mjólk urkúa gerðar í fyrsta sinn, kom í Ijós að Sigurjón átti þrjár af þeim fáu kúm, sem beztar reynd ust. Hann var einnig meðal fyrstu bænda hér í sveit til að kynbæta fé sitt. Keypti hann hrúta frá hin um beztu fjárræktarbændum er hann hafði spurnir af og sparaði hvorki til fé né fyrirhöfn. Nutu svo aðrir góðs af þessu fram- íaki hans með því, að fá hjá hon um, þegar árangurinn var orð- inn af kynbótunum, efnilega líf- i hrúta. Sigurjón var jafnan vel birgur af heyjum og fóðraði allar skepnur vel; var til dæmis eftir# takanlegt hversu hestar hans voru fallegir, kembdir á vetrum og gljá andi á skrokkinn, enda var hann mikill hestavinur og átti, jafnan góða hesta og duglega. Þótt Sigurjón væri mikill ein- j staklingshygjumaður þá sá hann þó fljótt þörf bænda fyrir félags samtök til að efla og styrkja hag þeirr'a, hann var því einn af stofn : endum Slátuif. Suðurl. Þá var hann og einn af hvatamönum stofnunar Mjólkurbús Flóam. Sigurjón otaði sér ekki fram til neinna opinberra starfa, en var þó um skeið í hreppsnefnd, hann batt sína bagga ekki alltaf sömu hnútum og aðrir og vildi vera frjáls. Hann var því engum leiðitamur og gerði í því efni engan greinarmun á mönum. Það voru hans eigin skoðanir, sem hann sjálfur hafði mótað í huga sínum sem réðu afstöðu hans til málefna en ekki fylgispekt vifj á- róðunsmenn. Engan mann hefi ég þekkt hreinskilnari og fals- lausari en Sigurjón, hann sagði hverjum manni meiningu sína án tillits til þess hvað kom mönnum betur eða verr að heyra. Hann var mjög athugull í fjármálum og nákvæmur í viðskiptum, orð- heldinn og ábyggilegur svo að allt stóð eins og/stafur á bók er hann ráðgerði. Mjög var hann fljótur að taka eftir því ef einhver vildi leika á hann eða hafa af honum í viðskiptum og snerist þá hart til varnar. Mun engum hafa tjóað að eiga slíkan leik við Sigurjón því hann var mjög harðsnúinn og lét aldrei sinn hlut fyrir neinum. Sigurjón var óvenju farsæll bóndi. Hann var búhagur vel og snyrtimennsku hans og forsjálni viðbrugðið. Hann las mikið um málefni þjóðar sinnar. Hann var umbótamaður og skildi vel gildi félagslegra samtaka og samvinnu til þess að efla mátt og félagslegt frelsi bænda. Var pólitízk afstaða hans í samræmi við þær skoðanir. Sigurjón og kona hans ræktu allar skildur sínar vel. Þau höfðu oftast mannmargt heimili, og reyndust hjúum sínum góðir hús- bændur. Á heimilinu ríkti glað- værð og frjálslyndi en þó góð stjórn á öllu. Eins og áður er sagt byggði Sigurjón fljótlega í- búðarhús í Króki og var það með fyrstu timburhúsum í hreppnum og þótti þá stórt og veglegt. Ekk ert samkomuhús var þá í sveitinni og Vár þá oft Ieitað til Króks- hjónanna um húsnæði fyrir skemmtisamkomur og var það jaínan auðsótt mál, þó mikið ó- næði og fyrirhöfn leiddi af slfku fyrir heiinilið. Á messudögum riðu Krókshjónin alltaf til sóknar kirkju sinnar þar sem þau sungu bæði alla sína hjúskapartíð, en þau voru söngmenn góðir og höfðu yndi ar söng og hljóðfæraslætti. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Dó eitt í bernsku en hin eru: Guðbjörn fyrrv. bóndi í Jór- vík nú handver'ksmaður á Selfossi kvæntur Margréti Gissurardótur frá Byggðarhorni, og Sigrún, sem giftist Valdimar Stefánssyni frá Arnarbæli og bjuggu þau í Hraun gerðishreppi þar tíl Sigrún missti heilsuna og hefur dval.ið síðan á sjúkrahúsi. Auk sinna eigi barna ólu þau Sigurjón og Þorbjörg upp þrjú börn. Var talið gott að hafa hjá þeim börn og unglinga. Þorbjörg andaðiist árið 1930. 62 ára að aldri, en Sigurjón hélt áfram búskap þar til árið 1937, j að hann seldi jörð og bú. Var hann þá fyrst á eftir eitt ár í Hveragerði, en síðan á Selfossi til dauðadags og hafði þar skjól og r.ðhlynningu á hinu myndarlega heimili sonar síns og tengdadótt ur. Hann vann alla algenga erfiðis vinnu þar til hann var 82 ára, en bá fékk hann væga aðkenningu af heilablóðfalli. Eftir það starfaði hann ekki svo teljandi væri, en var hress og glaður og svo ung legur að allir undruðust. Sýnir mynd sú, er fylgir þessari grein hversu vel hann hélt sér, en hún er tekin af honum 85 ára göml- um. Sigurjón var í hærra meðal- lagi að vexti, beinvaxinn og kvik ur í hreyfingum, þróttmikill og harðskeyttur fram á elliár og þýddi engum að etja við hann meðan hann var í fullu fjöri. Hann var fríður maður, djarfur og ' jílsmannlegur í framgöngu. Lax og silungsveiðijörð við ísafjarðardjúp er til sölu eða leigu í vor. — Jörðinni fylgja fleiri hlunnindi. Tún 10 ha og annað eins í ræktun. Fjárhús fyrir 200 fjár. Fjós fyrir 10 gripi. Gott íbúðarhús ásamt fleiri bygg- ingum. Mjólkursala til ísafjarðar. Eignaskipti koma til greina. Upplýsingar i síma 34688 milli kl. 12—1 og 6—10 næstu daga Arnardalsætt Ein glæsilegasta afmælis- og fermingargjöf er Arnardalsætt. Selst enn við gamla verðinu að Laugavegi 43B, sími 15787, og Víðimel 23, sími 10647, og V.B.S. Þróttur. Aukaaðalfundur í. R. verður haldinn mánudaginn 25. apríl n.k Fundar- staður auglýstur síðar. Rostock—Kaupmannahöfn—Reykjavík M/s Arnarfell lestar Rostock — Kaupmannahöfn 12.—15. apríl n. k. I Skipadeild S.f.S. Náttúrulækningafélag íslands Heldur fund á morgun, fimmtudag, kl. 8 30 stund- víslega, í Guðspekifélagshúsinu, Ingólfsstræti 22. Grétar Fells talar um Yoga og mataræði. Guðm. Guðjónsson, óperusöngvari syngur. Enn fremur verður kynning á hollum matvælum. Jurtate og heilhveitikökur verða á boðstólum. Utanfélagsfólk velkomið. Stjórnin. KYNNING Reglusamur maður á bezta aldri vill kynnast konu á aldrinum 35—45 ára. Bréf, ásamt mynd, sendist blað- inu merkt „Reglusamur“. Þagmælsku heitið. Þessi glæsilegi og giftusamlegi bóndi er nú allur. Hann bar höfuð ið hátt og var sómi stéttar sinnar. Slíkir menn eru til fyrirmyndar o ' þeirra er gott að minnast. Ágúst Þorvaldsson. Kópavogsbúar Munið Framsóknarvistina í Félagsheimillnu n.k. föstudags- kvöld kl. 8,30. — Góð verðlaun. Framsóknarfélögin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.