Tíminn - 24.03.1960, Side 4

Tíminn - 24.03.1960, Side 4
4 T f MIN N, f immtudaginn 24. marz 1960. Nýtt S.O.S. — 2. hefti 1960. Flytur frásögn frá kafbátahernaSinum í síS- ustu styrjöld: HARÐARI EN STÁL. — Þeir, sem ekki eru kunnugir ritinu geta skrifað og fengið send nokkur eldri hefti ókeypis. — Utanáskriftin er: Nýtt SOS, Pósthólf 195. Vestmanna eyjum. — Gerist áskrifendur. — Lesið sögu skip- anna á hafinu. Útg. Glæsíleg íbúð Til sölu er glæsileg íbúð að Borgarholtsbraut 9 í Kópavogi. íbúðin er um 130 fermetrar, fjögur stór herbergi, eldhús, bað, bvottahús og geymsl- ur. Allt á einni hæð. Skipti á minni íbúð gegn milligjöf gæti komið til greina — Uppiýsingar á staðnum í dag og næstu daga kl. 3—8 síðdegis. Nýr nemandi er kominn í Buckingham Palace til að nema hirðsiSi. Hirðin vonar að hún geti gert Ijósmyndara að siðuðum meðlim brezku hirð- arinnar á þremur mánuðum. Með öðrum orðum: Tony Arm- strong-Jones á að menntast til að hann géti orðið verðugur eigin- maður Margrétar prinsessu. , Tony verður nú að sætta sig við það að héðan í frá nefnist hann Anthony eins og stendur á skírnar- vottorði hans og þótt hann hati það nafn og hafi aldrei notað það sem Ijósmyndari verður hann nú að sætta sig við það. Aðalkennari hins nýja heima- vistarskólanemanda í höllinni er enginn annar en sjálfur Filippus prins. Fyrsta prófið Fyrsta daginn, sem ljósmyndar- inn flutti inn í höllina, var hann látinn ganga undir fyrsta prófið og það aðeins eftir einnar klukku- stundar nám. Hann ge’ek inn í Covent Garden með hendur fyrir aftan bak að dæmi Filippusar tveimur skrefum á eftir Margréti prinsessu. Hann stóðst prófið með mestu prýði. Hann gætti þes's vandlega að brosa kurteislega og sýnast diúpt snortinn, er þjóðsöngurinn var leikinn og halda höndunum hátt á loft er hann klappaði svo að leikhúsgestir gætu verið vissir um að hann léti aðdáun sína í Ijós. Krár mega ekki nota nafn hans Lexía númer tvö er í því fólgin að sætta sig við það að konungleg- ur fjölskyidumeðlimur er ópóli- tískur og hlutlaus. Hann mál alls ekki láta í ljós álit sitt á Alsír- styrjöldinni og frönsku kjarnorku- sprengjunni, þegar De Gaulle heimsækir England í næsta mán- uði. Hann verður algjörlega að leggja niður starf sitt sem ljós- myndari. Hann má ekki skrifa end- urminningar sínar og verður að segja upp samningum sínum við „Daily Express“. Hann má ekki heldur láta nota andlit sitt eða nafn í auglýsinga- skyni. Engar krár mega bera nafn hans og ekki má nota það á sælgætis- umbúðir. Börn Vikloríu drottningar voru þau síðustu, sem hlotnaðist sá heiður að sjá nafn sitt á bjórstof- um. Yfirgefur skemmtistaði án þess að borga Þriðja lexían er í því fólgin, að ljósmyndarinn verður að venja sig við að leyfa tveimur herrum frá Seotland Yard að fylgja sér eftir. Unnustinn Jafnvel þegar hann fer í nætur- kiúbb með unnustu sinni og þau dansa vangadans í rökkrinu, munu haukfrán augu leynilögreglumanna fylgjast með þeim á dansgólfinu. Hann verður líka að venja sig við það að vfirgefa skemmtislað án þess að borga. Konunglegur fjölskyldumeðlim- ur biður ekki um reikning og borg- ar eins og annað fólk. Reikningur- inn er sendur til hallarinnar. Að koma fram opinberlega er erfitt námsefni. Hann verður að sýna vissa formfestu í umgengni s;nni við Margréti prinsessu, þegar ókunnugir eru viðstaddir og gælu- nöfn má aðeins nota í lokuðum stofum. Fimmta iexían nefnist klæðnað- ur. Hann verður að hætta að ganga í þeim fötum sem hann var vanur. Hann vill helzt ganga berhöfðaður eins og Filippus prins, en eins og svili hans verður hann að sætta sig við ýmis höfuðföt og alltaf bera kúluhatte við hátíðleg tækifæri, að minnsta kosti halda á honum. að starfi. Nauðungaruppboð sem,auglýst var í 12., 13. og 15. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1960 á 14 hluta húseignarinnar nr. 12 við Ingólfsstræti. hér í bænum, jþingiesin eign Málfríðar Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Guð- jóns Hólm hdl. bæjargjaldkerans í Revkjavík, Kristjáns Eiríkssonar hdl., Gústafs Ólafssonar hrl., Þorvaldar Lúðvíkssonar hdl Hafsteins Baldvins- sonar hdl., tollstjórans í Reykiavík, Sigurgeirs Sig- urjónssonar hrl. og Einars Viðar hdl. á eigninni sjálfri laugardaginn 26. marz 1960. ki 3,30 síð- degis. Borgarfégetinn í Reykjavík Jeppakaupendur Veitt hefur verið leyfi fyrir 100 rússneskum land- búnaðarbifreiðum Þær munu kosta 90—100 þús. krónur. Umsóknir sendist Úthlutunarnefnd jeppa- bifreiða. Búnaðarfélagshúsinu Reykjavík. fyrir 30. apríl n.k. Áður sendar umsóknir verða ekki teknar til greina, án endurnýjunar. Úthlutunarnefnd jeppabifreiða Innilega þakka ég öllum þeim sem heimsóttu mig á 60 ára afmæli mínu Jærðu mér gjafir og sendu mér skeyti — Guð bíessi ykkur öll. Arnbjörg Jónsdóttir, Einholti. Ferguson dráttarvél Sem ný Ferguson dísildráttar- vél til sölu. Ámoksturstæki og ný kerra með í kaupunum.. Upplýsingar gefnar í K. Á., Þorlákshöfn. ðskiuprð — Prentstofa HverfisgÖtu 78 Sími 16230 Piltar athugið Stórir, ódýrir plastboltar komnir. Handboltastærð kr. 49,50 Fótboltastærð — 67,75. Austurstræti 1 Kjörgarði, Laugavegi 59. Kópavogsbúar Munið Framsóknarvistina í Félagsheimilinu annað kvöid kl..8,30. — Góð verðlaun. Framsóknarfélögin. pokkum innilega tillitssemi og samúð í veikindum og og jarðarför Kristófers Jónssonar frá Hamri. Aðstandendur. Utför Hildar Jónsdóttur Thorarensen húsfrcyju frá Kotvogi, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. marz kl. 2. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar vinsamlegast af- þakkað, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknar- sfofnanir. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Fósturbörnln.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.