Tíminn - 24.03.1960, Qupperneq 5

Tíminn - 24.03.1960, Qupperneq 5
T f MIN N, fmuntudaginn 24. marz 1960. 5 Útgctandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstióri og ábm. ÞórarlnD Þórartnsson. Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Llndargötu Simar 18 3U0. 18 301 18 302. 18 303 18305 og 18 306 iskrifst. ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523 Afgreiðslan 12 323 Prentsm Edda hf. Búnaðarþingi lokið Búnaðarþingi því, sem setið hefur að störfum nú undanfarið, er nú nýlokið. Fyrir því lágu að þessu sinni 47 mál og hlutu flest afgreiðslu. Auk þess voru flutt á þinginu allmörg erindi um ýmis mál, er miklu varða fyrir bændastéttina. Hér skal ekki farið langt út í að rekja þau viðfangs- efni, er fyrir þinginu lágu og hlutu þar afgreiðslu enda hefur sumra þeirra þegar verið getið að nokkru hér í blaðinu og mun þeirri kynningu haldið áfram Á nokkur hin veigameiri má þó minna. Rætt var um nýjar hey- verkunaraðferðir, innflutning holdanauta,' tryggingamál, leiðbeiningar um meðferð dráttarvéla, löggjöf um sölu og meðferð lyfja gegn illgresi, eftirlit með mjaltavélum, auknar rannsóknir á búfjársjúkdómum, útflutning hrossa, raforkumál dreifbýlisins, breyting á lögum um ættaróðul og óðalsrétt, breyting á jarðræktarlögunum, fiskeldi, ábúðarlög, ullarmat, eflingu Veðdeildar Bún- aðarbankans, fjáröflun fyrir Ræktunarsjóð og Bygging- arsjóð o. fl. o, fl. Eins og glöggt má greina af þessari upptalningu, eru það engin smámál, sem fyrir Búnaðarþingi hafa legið að þessu sinni. Þetta þing var þó ekkert sérstætt hvað það snertir. Mál þau, sem þar voru til meðferðar nú. eru aðeins eins konar þverskurður þeirra viðfangsefna, sem þingið hefur með höndum hverju sinni. Auk þess sem það fjallar að sjálfsögðu um sérmál Búnaðarfélags Is- lands lætur það sig einnig skipta öll þau mál. sem uppi eru með þjóðinni hverju sinni og varða hag og velferð bændastéttarinnar. Þannig hefur Búnaðarþing jafnan, a. m. k. síðan farið var að halda það árlega, fylgst með setningu landbúnaðarlöggjafar á Alþingi og reynt að hafa áhrif á mótun hennar svo sem ýtrastur kostur hefur verið hverju sinni. Eru þau áhrif, sem Búnaðarþing hef- ur þannig haft. ómetanleg fyrir íslenzka bændastétt. Landbúnaðurinn var um langan aldur aðalatvinnu- vegur íslenzku þjóðarinnar. Með stóraukinni íbúatölu landsins og vaxanid þéttbýli hefur þetta breytzt á síð- ustu áratugum. Nýar framleiðslugremar hafa vaxið upp við hlið landbúnaðarins svo sem eðlilegt var og nauð- svr bar enda til. Það breytir þó engu um það. að land- búnaðurinn hlýtur að halda áfram að skipa sitt rúm í ís- lenzku atvinnulífi, einfaldlega af því. að þjóðinni yrði ekki líft í landinu væri þar ekki rekmn þróttmikill land- búnaður. Æskílegt samstarf Meðal margra merkra mála sem lágu fyrir nýaf- stöðnu Búnaðarþingi var erindi frá Kvenfélagasambandi íslands um að leita eftir samstarfi við Búnaðarfélagið um ráðunautaþjónustu. Mun þetta vera nýmæli og er mjög athyglisvert. Nauðsyn þessa samstarfs mun engum dyljast, og gegnir raunar nokkurri furðu, að það skuli ekki fyrr hafa verið tekið upp: A kvenþjóðin þakkir skyldar fyrir að hafa riðið hér á vaðið. Búnaðarþing kaus af sinni hálfu nefnd í málið en Kvenfélagasambandið var þegar búið að því. Munu nefndirna*- síðan gera tillögur um hvernig þessu samstarfi skuli hagað. Til að byrja með mun garðyrkjan einkum höfð í huga í þessu sambandi. Væntanlega verður þar þó ekki látið staðar numið. Þau málefni eru sannarlega mörg sem ekki fer aðeins vel á heldur er og nauðsynlegt að kven- félög og búnaðarsamtökin vinni saman að. Fyrir karl- mennina er ástæða til að fagna því, að fá „betri helm- inginn“ til þess samstarfs. ) > ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ERLENT VFIRLIT Sögulegar viðræöur í París BátSir ætla þeir de Gaulle og Krustjoff að hagínast á vitfrætfunum í DAG hefjast í París viðræð- ur þeirra de Gaulle og Krust- joffs, en Krustjoff kom til París ar í gær í hina mjög umtöluðu för sína til Frakklands. Þeir munu síðan hittast öðru hverju, en Krustjoff dvelst í Frakk- landi til 3. april næstk. Hann mun ferðast allmikið um land- ið og hafa frönsk stjórnarvöld gért sitt til að sýna honum sem mesta vegsemd og virðingu. Hins vegar hafa þau jafnframt reynt að haga því þannig til, að Rrustjoff blandaði sér ekki um of í mikinn mannfjölda, og hefur það stafað bæði af örygg- isástæðum og nokkrum ótta við það, að Krustjoff reyndi að nota sér slíka aðstöðu til pólitísks áróðurs. Stjórnarvöld Frakka hafa óttazt, að kommúnistar í Frakklandi reyndu að nota sér komu Krustjoffs þangað til áróðurs fyrir sig, og hafa því reynt að hamla gegn því. Þau hafa þess vegna komið því til vegar, að ferðaáætlun Krust- joffs verður talsvert önnur en hann sjálfur vildi, og fær hann m. a. ekki að flytja nema eina ræðu opinberlega, en hann fór fram á að mega flytja þrjár slíkar ræður, eina af ráðhús- tröppunum í París, aðra í verk smiðju og þá þriðju við graf- reitinn mikla í Verdun. Hann fékk aðeins leyfi til að halda ræðuna í Verdun. Hins vegar mun hann þó oft fá tækifæri til að láta skoðanir sínar i-.iljós, t. d. við blaðamenn. ÞAÐ ER Ijóst á mörgu, að Krustjoff bindur miklar vonir við Frakklandsförina. Hann hef ur gert margt að undanförnu til að geðjast Frökkum. Rúss- nesk blöð hafa birt margar vin- samlegar greinar, ásamt mynd- um, um Frakkland að undan- förnu. Rússar hafa jafnframt forðast eins mikið og þeir hafa getað að nota Alsírmálið til áróðurs gegn Frökkum, gagn- stætt því, sem áður var. Þetta er bersýnilega gert til þess að hafa heppileg áhrif á de Gaulle. Kommúnistar í Frakklandi hafa jafnframt haldið uppi ótrúlega vægri andstöðu gegn de Gaulle seinustu mánuðina. Það, sem vakir fyrir Krust- joff, er nokkurn veginn auð- sætt. Hann vill auka ágreining ir.n milli Frakka og 'hinna vest- urveldanna, ef mögulegt er. De Gaulle hefur undanfarið lent í ýmsum árekstrum við hin vest- urveldin, ekki sízt innan At- lantshafsbandalagsins, og Krustjoff reynir vitanlega að ýta undir þennan ágreining. Það er meira að segja gizkað á, að hann kunni að bjóða de Gaulle ýmsar upplýsingar um kjarnorkumál, sem bæði Banda KRUSTJOFF rikjamenn og Bretar hafa neit- að Frökkum um. Krustjoff mun treysta á, að de Gaulle tak: hagsmuni Frakklands fram yfir sameiginlega hagsmuni vesturveldanna, eins og líka hefur talsvert borið á hjá hon- un., og hann muni ekki hika við að fara e'gin leiðir, ef hon- urn býður svo við að horfa. Þettá hefur de GaUlle líka sýnt mei því að lýsa yfir, þrátt fyrir vinfengið við Adenauer, að hann álíti að núv. austurlanda mæri Þýzkalands eigi að hald- ast óbreytt. Frakkland er eina ríki Atlantshafsbandalagsins, c- hefur gefið slíka yfirlýsingu. Margir telja de Gaulle líka í . .aninni ai.dvígan sameiningu Þýzkalands, því að hann óttist að sameinað Þýzkaland geti reynzt hernaðarsinnað og geti jafnframt tekið það forustuhlut vtrk, sem hann ætlar Frakk- landi. För Krustjoffs til Frakk- landí er ekki sízt farin til þess a kynnast þeim möguleikum. sem hér geta falizt til að auka s.tndurlyndi milli vesturveld- anna og byggja síðan á þeim grundvelli nánari samvinnu milli Frakklands og Rússlands, er oft hefur átt sér stað fyrr á tímum. Á SAMA hátt og Krustjoff gerir sér þannig vonir um tals- verðan árangur af viðræðunum vió de Gaulle. hyggst de Gaulle vafalítið að nota þær til að styrkja aðstöðu sína/ Hann vill áreiðanlega sýna Bandaríkja- mönnum og Bretum, sem’ und- DE GAULLE anfarið hafa verið tregir til að viðurkenna Frakka sem jafn- gilda aðila, að Frakkar geti far ið sínar eigin leiðir, ef ekki sé tekið fullt tillit til þeirra. Sennilega getur og de Gaulle vel hugsað sér að hann sé rétti maðurinn til að bera sáttarorð milli austurs og vesturs og hafa einskonar forustuhlutverk á þeim vettvangi. Það ætti a. m. k. að sámrímast hugsjón hans um þá forustu, er hann ætlar Frakklandi. De Gaulle hefur áður samið við Rússa með þeim árangri, að það styrkti mjög aðstöðu hans gagnvart Bandaríkjamönnum og Bretum. Hann gerði samn ing við Stalin 1944 og kom þá þannig fraim, að Rússar hafa borið virðingu fyrir hon- um síðan. Hann þótti bæði sýna hyggindi og festu, sem Stalin kunni vel að rneta. AF ÞEIM ástæðum, sem hér eru raktar, muri verða fylgzt með viðræðum þeirra de Gaulle og Krustjoífs með mikilli athygli. Þar hittasl tveir snjöllustu leiðtogar vest urs og austurs, þótt harla séu þeir ólíkir. De Gaulle þurr og stílfastur, Krustjoff fjörmik- ill og óformlegur. Hins vegar er erfitt að dæma um hvor slyngari er. Það er hins vegar ekki ótrúleg spá, að eftir við- ræður þeirra verði menn nokkru fróðari um framvindu heimsmálanna næstu mánuðina og um horfurnar varðar.di fund æðstu manna, er haldinn verð- ur innan tveggja mánaða. Þ, Þ. / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ( ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ( ) ) ) ) ) f ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) Sama framlag á ræktun sands og annars !anás Fyrir Búnaðarþingi hefur legið crindi frá Sandgræðslunefnd, þar sem lagt er til að breyting verði gerð á jarðræktarlögunum í þá átt, að jafnhátt jarðræktarframlag verði greitl á ræktun sands og annars lands, sem tekið er til tún ræktar, en samkvæmt lögunum hefur sandræktin verið sett skör lægra. Jarðræktarnefnd lagði til breytingin yrði samþ. cg lét fylgja því áliti sínu svofellda greinar- gerð: „Búnaðarþing telur nauðsyn, að tar.rækt í sandjörð njóti sama framlags ú. ríkissjóði og hliðstæð ræktun í oðrum jarðvegi. Reynsl at. hefur sýnt, að þó að frum- ræktun kosti minna fé í sandjörð en í mýrum og móum þá sé við hald túnræktar á söndum kn<Up ‘ðameira. Meða! annars þarf r.L.o i.eiri áburð og veujulega fást 40% minna hey. eða jafnve! ent minna fyr-r sama áburöarmagn sondjörð en í áburðarríkari jarð vegi. Það virðist því vera réitmælt að ekki sé gerður muntr á frum ræktarframlagi til túr.ræktár eftii .,orðvegi“ Þorsteínn Sigfússon var fram sógnmaður jarðræktarnefndar oí - ir álit hennar samþ sent ályktur Tunaðarþings me.ð i3 alkv gegr /i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.