Tíminn - 24.03.1960, Síða 9

Tíminn - 24.03.1960, Síða 9
TJjM IN y, flmmtudagmn 24. uarz 1960. 9 Dökkfjólublár dúkur fellur frá lofti til gólfs í Bogasal Þjóðrainjasafnsins. Á borðum liggja ofnir dúkar og saumað- ar flíkur. sýnishorn af hvít- þveginni vorull og fagurlitu bandi hvað innan um annað. ir eiga að þroska löngun til sköpunar Grannvaxin kona í grænum kjól og með mittissvuntu gengur um með hamar í hendi og aðstoðarmaður hennar stendur efst í háum tröppum og rekur nagla í vegginn eftir fvrirsögn hennar. Þessi gáfu- lega og glaðlega kona gefur sér naumast tíma til að ræða við fornvinu sína, sem litið hefur inn og sem er völd að því að slíkt annríki er í Boga- salnum. Þarna eru tvær norskar konur, báðar fæddar í Danmörku. Sú, sem húsum ræður þessa stundina er frú Helen Engelstad, skólastjóri Statens Kvinnelige Industriskole í Oslo, og vinkona hennar er frú Börde, kona norska sendiherrans á íslandi. Fyrir milligöngu frú Börde er frú Engelstad komin hingað til lands með sýnishorn af handa- vinnu, sem unnin er í hinum norska s'kóla, sem ég var svo hepp- in að fá að heimsækja á s. 1. vetri og sagði þá nokkuð frá hér í blað- inu. Heima hjá frú Börde fékk ég tækifæri til að ræða við frú Engel- stad, sem verið hefuf skólastjóri áðurnefnds skóla síðan 1947. — Enið þér ekki Iistfræðingur að mcnntun, frú Engelstad? — Ójú, það er ég. En það tók nug býsna iangan tíma að ná há- skóiaprófi, því að ég gifti mig og tafðist svo frá námi, að ég var tólf ár að ljúka stúdents- og háskóla- piófi Það er alltaf eitt af því erf- ióásta fyrir konur, sem gifta sig, aö fá j afnframt tíma til langskóla- ní.ms og það er einn af hinum stóru kostum menntunar sem þeirrar, sem veitt er í okkar skóla, að konur geta ekki einasta haldið þeirri menntun við, heldur og haft af henni stöðug not, þó að þær vtrði að hætta riámi eða fresta því um sinn. — Er ekki námi svo háttað við skóla yðar, að hægt sé að taka þar cina og eina grein? — Jú, í fyrstu var miðað við árs- nám í saumaskap, þar næst var bætt við ársnámi í vefnaði og þnnnig koll af kolli. Þegar skólinn \ar stofnaður 1875 og nefndur „Industriskolen", var það af því, að menn gerðu sér vonir um að hægt yrði að skapa skilyrði til iðn- aðar á heímilum. Þá voru sauma- vélar nýlega komnar til sögunnar og margir bundu vonir við að þær yrðu grundvöllur þess, að sauma- sknpur yrði iðnaðargrein á heim- iium. AMa Biörnsons Þegar 4 öldina leið breyttust tímarnir og þar með starfsemi skólans, en hann hefur ætíð verið starfræktur með það fyrir augum, að af kennslunni yrði sem mest gagn fyrir bjóðarheildina á hverj- am tíma. Um 1870—80 flykktist )jyiga fóikið frá Noregi, ekM síður L Frú SigrEður Thorlacius rætSir viS frú Helen Engelstad, skólastjóra Statens Kvinnelige índustriskole í Osló, sem h’aga’ð er komin meS norskar handítiir tií sýningar. Sýniingin ver'ður í Bogasal Þjó«5minjasafn«íns. Til hennar er efní aí frumkvæíi frú Börde, kcau norska sendiherrans hér. en íslandi, til Ameríku. Þá var lögð áherzla á að kenna heimilis- iðnaðargreinar, sem líklegastar þóttu til að bæta svo í búi, að unga fólkið héldist heima. Undir alda- mótin varð það ljóst, að með auk- inni iðnvæðingu var heimilisiðn- aður ekki fjárhagslega samkeppn- isfær við verksmiðjuiðnað. Hin rómantíska þjóðernisalda, sem Björnsson og s'amtímamenn1 gætu búið sem mest að sínu og verið sjálfum sér nóg. Og þegar siðari heims-styrjöldin skall á og ailt, bókstaflega allt, var skammtað og skortur á öllu, þá tel ég ekki ofsagt, að það hafi fyrst og fremst verið að þakka leikni norskra kvenna í þeim kvenlegu iðnum, vefnaði, saumi og prjóni, að fólkið fórst ekki úr kulda. Þær kunnu að hagnýta sér það eitt meginverkefni handíð- anna að þroska með fólki löngun og getu til sköpunar, ekki sízt að veita börnum þá trú, að þau geti siíthvað muð eigin höndum — að þau geti skapað verðmæti, en slíkt hefur mikla uppeldislega þýðingu. Til þess að rækja þetta hlutverk, þá er nauðsynlegt að grundvalla handavinnukennslu á öðrum að- ferðum en þeim, sem fyrr voru al- Frú Helen Engelstad. — Að ba kl fallegur, norskur veggdúkur. hans vöktu árin 1850—60, vakti áhuga fyrir bændamenningu og það varð þjóðarmetnaður að hefja til vegs myndvefnað og aðrar forn- ar hannyrðir. Allt átti fyrst og fremst að vera þjóðlegt og þá tók hinn eiginlegi heimilisiðnaður að blómgast, sem leiddi til þess, að heimilisiðnaðarfélög voru stofnuð um 1890. Eftir fyrr: heimsstyrjöld varð at- vinnuleysi í Noregi. sem annars staðar. Skólinn varð að taka tillit til þeirrar staðreyndar og þá var lögð áherzla á að kenna vefnað, saum og prjón til þess að heimilin livers konar efni, sem þær komusf yfir og gera eins mikið úr því og framast var unnt. Nýtt verkeíni handíÖa Og enn er handíðum fengið nýtt verkefni hin síðustu ár, og við það verður að miða handavinnukennsl- una. Það er staðreynd að vélrhenn- ingin er að eyðileggja sum menn- ir.garverðmæti, með því að svipta rnenn hvöt.'nni til skapandi starfa. Það er orðið a'iðveldara að kaupa verksmiðjuframleiðslu en að búa til hlut með eigin höndum. Nú er gengastur og komust £ freklegast ar öfgar í þýzkum s'kólum. þar sem kennari skipaði heilum bekk fyrir um hvenær átti að taka hverja lykkju af prjóninum. Ef kenna á litlu barni að prjóna vettling og því er sagt að fitja svo og svo margar lykkjur upp á fjóra prjóna og prjóna svo tiltekinn um- ferðafjölda þá hugsar það ekki niikið um grundvallarreglur verks- ins. En sé því sagt að líta á hönd sína, byrja á því að mæla úlnlið- inn með pappírsræmu. sem síðan er lögð á prjónaðan snúning, og það l&tið Uúk> w-áMt hoc margar lykkjur muni þurfa til að ná urn úlnliðinn, þá fer verkið að fá aðra merkingu. Og það verður raunhæft viðfagnsefni hvernig í ósköpunurn eigi að fá vettlinginn til að rúma líka þumalinn, sem vex benit út úr hendinni Slík kennsla tekur mikinn tímá, en þegar tekst að skýra grundvallaratriði starfsins fyrir börnunum, verða þau fúsari 'i’ frekari rilauna á s'ömu braut. Og trú á hina persónulegu sköpunar- gáfu eykur möguleika til lífsfyll- ingar og lífshamingju. Ein af fyrrverandi kennslukon- um okkar, Signi Trætteberg, hefur unnið ómetanlegt starf við skipu- lagningu handavinnukennslu í norskum skólum. við að beina kennsiunni á þær brautir að nem- endurnir skilji hvert ver'k til hlít- ar. — Hve marga neraendur þykir hæfilegt að hafa saman í handa- vinnutímum? — Okkar reynsla er sú að fullur árangur náist alls ekki með fleiri er. 16 nemendum í einu Það telj- um við algert hámark — helzt ættu þeir að vera færri. Hvor var fljótari? Frú Börde sat og prjónaði á meðan við hinar spjölluðum sam- an. Allt í emu sagði frú Engei- stad við hana: — Já, þú prjónar með þeirri að- ferð að halda bandinu föstu með fingrinum. Á síðustu öld var í Nor- egi prestur, sem hét Eilert Sundt. Hann ferðaðist um allt landið til að athuga mismunandi vinnulag í ýmsum handíðum og safnaði jafn- framt þeim orðum og heiturn um prjónaskap, sem notuð voni í hin- um ýmsu landshlutum. Dag einn mætti hann stúlku á þjóðveginum, sem gekk með prjóna sína. Hún hafði það lag að bregða bandinu fram fyrir prjóninn með fingrin- um. Presti varð ákaflega starsýnt á þetta, hafði svo ekki frekari um- svif, en tók í handlegg. stúlkunnar og dró hana inn í prestssetiir þar í grennd, kallaði á dóttur prests- ins, en hún prjónaði með -„nna lagi og þú gerir, og skipaði þeim að reyna sig hvor fljótari væri. Það held ég að sé áreðanlega fyrsta prjónasamkeppnin, sem fram hef ur farið í Noregi. Sundt skrifaði mikið um upp eidisgildi handavinnunnar. Hann skjalfesti hvað stúlkum væri ætl- að að kunna í prjóni á hverjum aldri. Fyrst prjónuðu þær axla- , bönd, þá neðan við sokkbol, svo jheilan sokk og þegar þær voru 1 komnar á fermingaraldur, fengu i þær að prjona fyrstu tvíbandspeys- una. Og þegar þær lofuðust, fengu þær að prjóna treyju á unnustann og kepptusí auðvitað við að hafa þær sem sKrautlegastar. Og þann- I ig, segir prestur, varð ástin hvaín- ing til að skapa fagrar handíðir. ! — Þér sýnið eitthvað a/ bandí? i — Jú, ég er með nokkur sýnis- horn af bandtegundum. í veínaSi og prjóni skiptir öllu máli að fá i (Framhald á 13. sáðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.