Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 2
s TÍMINN, þriðjudaginn 5. apríl 1960. Nauðsynlegt að gera skógræktaráætlun Fulltrúafundur skógræktarfé- laganna var haldinn í Reykjavík dagana 25. og 26. marz s. 1. Fundinn sóttu 27 fulltrúar víðs vegar af landinu. Hákon Guðmundsson, hæsta- réttarritari setti fundinn og stjórnaði honum. í byrjun fundar flutti Páll Bergþórsson, veðurfræðingur er- indi um veðurfar og skógrækt. Hákon Bjarnason, skógrækt- arstjóri skýrði frá starfsemi skógræktarinnar á s. 1. ári og ræddi um framtíðarhorfur í skógræktarmálunum. í því sambandi kvað hann höfuðatriði, að gerð yrði skóg- ræktaráætlun fram í tímann. Snorri Sigurðsson, erindreki öruggur ræddi um framkvæmdir félag- anna á s. 1. ári og gat sérsak- legá um þau störf, sem biðu ó- leyst. Sigurður Blöndal, skógarvörð- ur, flutti erindi um staðarval við gróðursetningu. Eftirfarandi tillögur voru sam þykktar á fundinum: I. Sakir þess að vöxtur skóga tekur áratugi, en flest önnur ræktun miðast við árlega upp- skeru, telur fulltrúafundur Skóg- ræktarfélags íslands augljósa nauðsyn þess, að gerð sé áætlun um framkvæmdir við skógrækt nokkur ár fram í tímann, og að fjárveitingum til skógræktar sé hagað samkvæmt því. Beinir fundurinn því eindregn um tilmælum til ríkisstjórnar- innar, að hún leggi fyrir Alþingi slíka áætlun, er miðist við 8—10 ár, og sé markið eigi sett lægra en svo að gróðursettar verði 3 milljónir plantna á ári við lok áætlunartímabilsins. II. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim upplýsingum, sem fram komu hjá skógræktar- stjóra varðandi verksmiðju til spónplötugerðar. Telur fundurinn þetta svo þýð- ingarmikið mál, að leita béri allra ráða til þess, að fram- kvæmdir geti hafizt þegar, er rannsókn hefur leitt í ljós, að grundvöllur sé fyrir rekstri slíkrar verksmiðju. III. Fhindurinn áréttir sam- þykkt síðasta aðalfundar um gagnkvæm kynni héraðsskóg- ræktarfélaganna t. d. með heim- sóknum til hvers annars og öll- um þeim samskiptum, sem verða mætti til eflingar starfsemi þeirra. IV. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að Vegagerö ríkis- ins hefur nú hafizt handa með að græða upp aftur meðfram þjóðvegum, þar sem jarðýtur hafa valdið spjöllum á gróðri. Væntir fundurinn þess, að þessum umbótum verði haldið áfram. Ljósmynda- og frímerkja- * sýning Æskulýðsráðs Hinn 7. apríl næst komandi verSur opnuð Ijósmynda- og fyrir beztu ljósmyndirnar og hefð'i Alþýðublaðið gefið 1. verð- frímerkjasýning í Tómstunda-'1^ en Menni"garsjóður 2. verð heimili templara að Lindar- götu 50. A8 sýningu þessari standa Æskulýðsráð Reykja- víkur, Tómstundaþáttur ríkis-1 utvarpsins og Félag frimerkja safnara. Vinsæl tómstundaiðja Formaður sýningarnefndar, Jón Pálsson, ræddi við fréttamenn í gær. Gat hann þess, að sýningar- nefndin vonaði, að sýningin yrði til þess að vekja áhuga unghnga á frímerkjasöfnun, en hún væri orðin mjög vinsæl tómstundaiðja. Sagði hann, að framkvæmdanefnd in vær'i að láta gera sérstakan stimpil í tilefni opnunar sýningar innar og yrði pósthús starfandi fyrsta daginn. Sýningamefndin myndi selja tölusett bréfspjöld á kr. 3,00 stykkið. Gat hann þess, að póst- og síma málastjóri hefði verið mjög hjál.p legur við að koma sýningu þess- ari á fót og meðal annars lagt nefndinni til ýmsa hluti í því skyni. Sýningarnefndin mun veta verð laun í sambandi við þessa sýn- ingu og hefur Morgunblaðið gefið 1. verðlaun, Ríkisútvarpið 2. og Þjóðviljinn 3. verðLaun. Dómnefnd skipa félagar úr Félagi frímerkja- safnara. Ljósmyndasýning Haukur Sigtryggsson ræddi um Ijósmyndasýninguna og gat hann þess að veitt myndu verðlaun Dómnefnd skipuð mönnum frá Félagi áhugaljósmyndara myndi velja beztu myndirnar. Eins og áður segir mun sýn- ingin verða opnuð 7. apríl næst- komandi og verður hún opnuð fyrír gesti kl. 5, en almenuing kl. 6. Sýningin stendur til annars í páskum. Aðgangseyrir verður kr. 3,00 fyrir unglinga en kr. 10,00 fyrir fullorðna. ÞaS hafa verið daglegir viSburSir [ Lundúnum síðustu vikur, að mótmæla- göngur hafa veriS farnar til að láta í Ijós andúð á kynþáttastefnu Suður- Afríkustjórnar. Myndln sýnir handtöku tveggja negra, sem teklð hafa þátt í mótmælagöngu að sendiráði SuðurAfríku I Lundúnum. Eftírlitsmenn með raf- orkuvirkjum stof na félag Það hefur oft verið um það að Kaffi Höll. Á fundi þessum rætt meðal þeirra manna, er 'mættu 23 eftirlitsmenn og voru starfa að eftirliti með raforku- Snarfirði oíkSuðurneSfumkjaVlk’ virkjum, að þörf væri á að Gengið var formlega frá stofnun þessir menn bindust samtök- félagsins sem hlaut nafnið: „Félag um og mynduðu með sér fé- eftirlitsmanna með raforkuvirkj lagsskap til eflingar hag þeirra og fræðslu; sem stuðla mætti að auknu öryggi al- mennings gagnvart raforku- virkjum. Úr framkvæmdum í þessum efn- um varð þó ekki fyrr en 10 þ. m., en þá boðaði Kristján Dýrfjörð eftirlitsmaður hjá rafveitu Hafnar- fjarðar til fundar, að Kaffi Höll í Reykjavík, þá eftirlistmenn, sem til náðist í Reykjavík og nágrenni. Á fundi þessum mætti 21 maður og urðu þeir á eitt sátir um félags- sofnun. Til a ðsemja drög að félagslögum og annast annan undirbúning að stofnun félagsins voru valdir þrír menn, þeir Kristján Dýrfjörð, Frið- þjófur Hraundal starfsmaður Raf- magnseftirlits rrkisins og Stefán Karlsson starfsmaður rafmagns- veitu Reykjavíkur og skyldu menn þessir boða til stofnfundar svo fljótt sem auðið væri. Þriðjudaginn 2. þ. m. boðuðu svo nefndir menn til stofnfundar um Tilgangur félagsins er m. a.: a. Að, efla samhug og faglega þekkingu félagsmanna, sem stuðli að bættu öryggi almenn ings gagnvart raforkuvirkjum. b. Að standa vörð um hags- munamál félagsmanna á svo breiðum grundvelli sem unnt er. Tilgangi sínum hyggst fé- lagið m. a. ná með fundar- höldum, fræðandi fyrirlestr- um og fræðsluritum. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir félagið. Kosin var stjórn félagsins, og skipa hana þessir menn: Kristján Dýrfjörð, formaður. 400 kíló af þorski á baujuvakt ísafirði, 2. apríl. — Einar Hálfdán (ekki Einar Þveræ- ingur eins og áður stóð hér í blaðinu), nefur verið á þorska- netaveiðum nú undanfarið og orðið var við síld út af Djúp- inu. Einnig hefur vélbáturinn Freyja 2. frá Súgandafirði orðið var við síld út af Súg- andafirði og Önundarfirði. Þorskur er í torfunum, því meðan bauiuvakt stóð yfir dró einn skipverja nær því 400 kg af þorski á færi. Með því að víst er talið að þorskur sé í síldartorfunum er Guðmundur Þórðarson úr Reykjavík á vesturleið, — en hann er með kraftblökk og þorskanót, — og ætlar að reyna að handsama þorskinn. — Sæmi- legur steinbítsafli er hér öðru hvoru en þess á milli dettur hann niður. Búið er nú að moka veginn til Súgandafjarðar og í dag verður opnað til Önundarfjarðar og er þá bílfært til Rafnseyrar. Hefur það ekki gerzt nema einu sinni áður að þessi leið opnist svo snemma. G-..S. Engar fréttir Engar fréttir berast af við- ræðum um fiskverðið ennþá. Fundur var haldinn norðan lands í s.l. viku, en ekkert hef ur frétzt af honum enn. Friðþjófur Hraundal, varafor- maður. Gísli Guðmundsson, starfsmaður rafv. Miðneshrepps ritari. Stefán Karlsson, rafmagnsveitu Reykjavíkur gjaldkeri. Oddgeir Þorleifsson starfsmaður rafm.veitna ríkisins, fræðslu- stjóri. m Fréttir M landsbyggöiiini Afli misjafn Hornafirði, 2. apríl. Bátarnir róa stöðugt en afli er misjafn. Hæsti báturinn er kominn með 1030 .skippund og er það Giss- ur hvíti. Allt um það er þó aflinn hér heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Gæftir eru mikið betri. Færa bátar fá mjög lítið. Sjómenn segja að síldin sé nú komin að Suð-Austurlandinu, og er það raunar venja að hún fari að svífa hér að um þetta leyti. A-A. Einmuna gæftir Keflavík, 2. apríl. Héðan róa nú 54 bátar, og er það svipuð tala og í fyrra. Alls hafa bátarnir farið 2135 róðra og aflinn I áhrærir. er orðinn 15024 lestir. Til saman- burðar má geta þess, að um svipað leyti í fyrra höfðu bátarnir farið 1700 róðra og þá var aflinn 11950 tonn. | Hæstu bátarnir hér eru: Askur I með 646 lestir, Ólafur Magnússon j með 574 lestir, Bjarni með 532 lestir, Jón Finnsson með 522 lestir i og Guðmundur Þórðarson með 519 lestir. Aflinn hefur verið mjög misjafn á netavertíðinni. Sumir bátarnir hafa aflað ágætlega en aðrir feng- ið mjög lítið. í fvrradagtl. d. var hæsti báturinn með Íí^restir, en svo fóru þeir niður í II/2 lest. f gær var aflnn jafnari. Þá voru margir bátarnir með frá 10—15 lestum og allt upp í 25. Gæftir hafa verið al-veg einmuna góðar og er vertíðin sérstök hvað það K.J. EYSTEINN JÓNSSON ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON Framsóknarfélag Reykjavíkur Framsóknarfélag Reykjavikur heldur fund í Framsókn- arhúsinu þriðjudaginn 5. apríl n. k. kl. 8,30. Fundarefni: Skatta og útsvarsmál. — Frummælendur verða alþingismennirnir Þórarinn Þórarinsson og Ey- steinn Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.