Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 14
14 T f M I N N, þriðjudaginn 5. apríl 1960. Dickson. held að þeir séu allir í Singapore. — Þeir hafa pao gott í fangabúðunum, en þið flakk- Jð um landið, sagði Harman. — Einmitt, sagði frú Frith. — Það er þó betra að vita að þeir eru óhultir; þrátt fyrir allt. — Mér sýnist nú, sagði Har- man, — að það, hvernig þeir þvæla ykkur aftur og fram, bendi helzt til þess, að þeir viti ekkert, hvað þeir eigi við ykkur að gera. Það ætti ekki að verða mjög erfitt fyrir ykk ur að setjast bara að á ein- hverjum §tað eins jg þessum og vera þar kyrrar þangað til striðið er búið. — Það sama hef ég sagt, sagði frú Frith. Jean sagði: — .Tá síðan frú Frith nefndi þetta, hef ég verið að velta því fyrir mér. Vandinn er sá, að Japanarn- ir sjá okkur fyrir mat — eða þeir neyða þorpin til að ala okkur. Þorpin fá aldrei neina borgun. Við yrðum að vinna fyrir mat okkar með ein- hverju móti og ég sé ekki, hvernig við getum það. — Mér datt þetta rétt í hug, sagði Harman. Litlu síðar sagði hann: — Eg held að ég viti, hvar ég ætti að geta náð í eina eða tvær hænur. Ef ég get, þá skil ég þær eftir handa ykkur þeg- ar við förum uppeftir ekki á morgun heldur hinn daginn. — Við erum e«n ekki búnar að borga ykkur fyrir sápuna, sagði Jean. — Gleymdu því, sagði hann rólega. — Eg borgaði hana ekki með sparifé. Eg fékk hana í skiptum fyrir japönsk stigvél. Hann sagði þeim með hæglátri kýmni frá stígvél- unum. - Þið fenguð sápuna, Apinn önnur stígvél og Ben fékk dollara, sagði hann. — Allir eru glaðir og ánægðir. — Ætlarðu að ná í hænum- ar á sama hátt? spurði Jean. — Einhvern veginn kræki ég í þær, sagði hann. — Það þarf að fita ykkur kvenfrólk- ið. — Legðu þig ekki í neina hættu, sagði hún. — Sjáðu um þitt, frú Móra, sagði hann, — og þiggðu það sem að þér er rétt. Fangar verða að grípa það, sem þeir geta náð í. Hún brosti og sagði: — Þá það. Henni þótti vænt um, að hann kallaöi hana frú Móru. Það skapaði sérstök tengsl milli þeirra — hennar og bessa ókunna manns, sem gat hent gaman að sólbruna hennar, frumstæðum fatnaði og barninu, sem hún bar á mjöðminni eins og Malaya- kona. Orðið Móra minnti hana á Ástralíu og svörtu hirðana og hún spurði hann spurningar, sem vaknað hafði í huga hennar, spurði bæði vegna forvitni og vegna þess, að hún vissi, að það gladdi hann að ræða um land sitt. — Segðu mér, spurði hún, — er mjög heitt í Ástralíu þar sem þú átt heima? — Það er heitt, sagði hann. — Hvort það er heitt þegar| hann tekur á! Á Wollara get-! ur hitinn farið upp í hundrað sé hundahola. Eg hef aðeins einu 'nni komið til Adelaide og þ þótti mér vera reglu leg hundahola. Mér þykir landið umhverfis Alice fag- urt. Hann hugsaði sig um. — Listamenn koma að sunn an og reyna að mála af því myndir. Eg þekki ekki nema eihn, sem náði því, og hann var Móri. sem er kallaður Al- bert frá Hermannsburg. Ein- hver gaf honum pensil og liti og hann fór að mála og gerði Framhaldssaga Hún sagði — Það er svo gain an . . . Skömmu siðar reis hann á fætur og hún gekk með hon um yfir veginn að bílnum og hafði barnið á mjöðm sinni, eins og æfinlega. — Eg get ekki séð þig í fyrramálið, sagði hann. — Við förum í birtingu. En ég kem aftur upp vegihn eftir tvo daga. — Við göngum líklega til Pohi þann dag, sagði hún. — Eg skal reyna að ná í púddurnar, sagði hann. Hún snerh sér að honum, þar sem hann stóð við hlið hennar á mánabjörtum veg- Otáfa ,W)ia ^ tlml Shtdí/ og átján gráður á Fahrenheit — það telst líka heitur dag- ur. En það er öðruvísi hiti en hér — hann er þurr, svo þú ' svitnar ekki eins og hér. Hann ' hugsaði sig um. — Einu sinni datt ég af baki, sagði hann, — ég var að temja klár. Eg Imjaðniarbrotnaði og þegar |búið var að setja það saman |á sjúkrahúsinu, létu þeir ein- hverskonar lampa — Ijósa- lampa — skína á mig til að styrkja vöðvana. Er það líka gert í Englandi? Hún kinkaði kolli. — Já, það er gert. — Emmitt, sagði hann, — það er svoleiðis hiti, sem ter vel með þig, svo þig lang- ar í kaldan bjór. — Hvernig er landslagið? spurði hún. Hún vildi glteðja þenna mann, sem hafði verið þeim svo góður og hann naut þess að tala um heimkynni sín. — Það er rautt, sagði hann. —■ í kring um Alice er landið rautt og líka þar sem ég er, moldin er rauð og fjöllin rauð. Macdonnells, Levis og Kernot fjöllin eru hrannir af rauðum hæðum, sem bera við bláan himinn. Á kvöldin verða þau fjólublá og taka á sig alla mögulega liti. Eftir regn verða þau græn og þar sem þurrt er, kemur á þau silfurslikja af gróðrinum. Hann þagnaði. — Líklega þykir öllum fallegt heima, sagði hann svo. — Landið umhverfis Alice er mitt heimkynni. Fólk kemur frá Adelaide og segir að Ali'ce Sigríður Thorlacius þýddi 19. það betur en nokkur hinna, sem ég er lifandi, þá gerði hann það. En hann er Móri og hann er að mála sitt eigið land, ég býzt við að það geri muninn. Hann sneri sér að Joan. — Hvar átt þú heima? Hvað- an ertu? — Frá Southampton, svar- aði hún. —Þar sem hafskipi'n taka land? — Einmitt, sagði hún. — Hvernig er þar? spurði hann. Hún lagaði drenginn á mjöðm sinni og stei'g fram á fótinn. — Það er rólegt þar, svalt og gott, sagði hún hugs andi. — Ekki sérlega fallegt, þó fagurt landslag sé þar um hverfis, Nýiskógur og Eyjan. En þar er mitt heimkynni eins og Alice er þitt heimkynni og þangað ætla ég ef ég lifi þetta af, því ég elska þann stað. Hún þagnaði' ögn. — Það var skautahöll þar, sagði hún svo. — Eg var vön að dansa á svellinu þegar ég var skóla- telpa. Einhverntíma fer ég aftur þangað og dansa. — Eg hef aldrei séð skauta höll, sagði maðurinn frá Alice ég hef séð þær á kvikmynd. inum. — Við viljum ekki kjöt ið ef það kemur ykkur í vanda, Joe, sagði hún. Sápan kom okkur geigvænlega vel, en þetta er geysileg áhætta með stígvélin. — Það var ekkert, svaraði hann hægt. — maður getur farið í skollaleik við þessa |Apa þegar maður lærir á þá. — Þið eruð þegar búnir að gera svo mikið fyrir okkur, sagði hún. — Svinakjötið og lyfin og sápan — allt hefur þetta verið okkur ómetnlegt, en ég veit, að þú hefur lagt þig í hættu til að ná í það. Gerðu það fyrir mig að fara gætilega. —Vertu róleg, sagði hann. Eg ætla að reyna að ná í púdd urnar, en ef að syrtir í ál- inn, þá læt ég þær sigla. Eg sting ekki hausnum í snör- una. — Lofarðu því? — Hafðu engar áhyggjur af mér, sagði hann, — mér sýnist þú hafa nóg að amla fyrir þínu. En þetta fer allt vel; við höldum líftórunni — um annað þurfum við ekki að hugsa. Bara að tóra svo sem tvö ár enn, þangað ti'l stríð- inu líkur. — Heldurðu að það standi svo lengi? — Ben hefur miklu meira vit á slíkum hlutum en ég og hann segir það verði tvö ár. Hann brosti til hennar. — Svo þér veitir ekki af púddunum. — Þú verður að ráða, sagði hún. — En ef þér hlekktist á þess vegna, myndl ég aldrel fyrirgefa það sjálfri mér. — Engin hætta, sagði hann. Hann rétti írum hendina eins og hann ætlaði að takn i hönd hennar, en hætti viö það. — Góða nótt frú Móra, sagði hann. Hún hló. — Eg rota þig með kókóshnot ef þú kallar mig aftur frú Móru. Góða nótt Joe. — Góða nótt. Þær sáu hann ekki næsta morgun en þær heyrðu þegar bílamir fóru. Þann daginn hvíldu þær sig í Berkapor, eins og þeirra var vani. en gengu svo næst til Polioi. Bílarnir tveir mætu þeim á veginum um miðdagsbil og Harmann og Leggatt veifuðu þeim og þær veifuöu á móli. Japönsku varðmennirnir sem hjá þeim ygldu sig dá- lítlð. Engin hænsni ultu af bílunum, sem 'héldu viðstöðu laust áfram. Jean varð hálft 1 hvoru fegin. Hún var farin að þekkja þessa pilta dálítið og vissi að þeir mundu ekki láta neina áhættu hamla sér teldu þeir sig geta orðið kon unum að liði. Fyrst hænsnin komu ekki, þá hlaut- það að merkja, aJð piltarnir höfðn ekki stofnað sér í nein vnnd- ræði og Jean var rórri það sem eftir var dagsins- Um kvöldið kom lítill mal ayskur drengur að húslnu, sem þeim var fengið t.ii gíst- ingar í Pohoi. Hann var með grænan strigapoka, sem hann sagði að Kínverji í Gambang hefði sent. í pokanum voru fimm lifandi svartir hanar. bundnir saman á löppunum. í Austurlöndum voru alifugi ar venjulega fluttir lifandi. Jean komst 1 vanda við þessa gjöf og hún bar ráð sitt saman við frú Frith. Þær gátu með engu móti slátrnð fimm hönum, reitt þá og soð ið, án þess að vekja athygli varðmannanna og fyrsta spurningin yrði: Hvar fenguð þið þá? Jean hefði frekar getað skrökvað sennilega ef hún hefði vitað svarið. Helzt ......$parið yður Uaup A .rolUi margra verv.laua! -Auatursttætí, EIRIKUR víöförii Töfra- sverðið 104 Þorkell vefur bjarnarskinni sínu um hinn skjálfandi dreng. Hann ber hann og dregur gegnum snævi þakinn skóginn. — Við bljótum að hitta föður þinn. — Þarna er hann, hrópar Erwin og bendir með fingrinum. Þorhell þekkir aftur skinnhúf- una, seim Eiríkur rændi úr tjald- inu og veifar ánægður til vina sinna. En brátt uppgötvar hann sér til mikillar skelfingar að það eru ekki víkingarnir heldur Mongólarmr, sem hann er að veiía til. Mongól- arnir reka upp stríðsöskur og ráð- ast að honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.