Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, þriBjudaginn 5. aprfl 1960.
Minningarorð:
Vilhjálmur Benediktsson
í dag verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju, ViLhjálmur Bene
diktsson frá Borgareyri í Mjóa-
firði eystra. Hann lézt á Hvíta-
bandinu 26. f.m.
Vilhjálmur var fæddur 19. febr.
1877, og voru foreldrar hans hjón
in Margrét Hjálmarsdóttir, Her-
mannssonar frá Firði í Mjóafirði
og Benedikt Sveinsson, dótturson
ur Benedikts Þorsteiussonar
prests á Skorrastað í Norðfirði.
Voru þessir' forfeður hans mikl
ir sveitarhöfðingjar á sinni tífj og
urðu mjög kynsælir. Er af þeim
kominn mikill ættbogi á Austur-
landi og víðar.
Vilhjálmur ólst upp í stórum
systkinahóp, á miklu menningar-
heimili, þar sem búskapur til lands
og sjávar var rekinn með kappi
og dug. Þar var og gnægð góðra
bóka til lestrar, þegar annir
leyfðu.
Þau Borgareyrarsystkini voru
mjög söngelsk. Spiluðu sum á
orgel, og var þar oft tekið lagið
með þeim þrótti og fjöri, sem
segja má að væri aðalsmerki
þeirra. Ekki áttú þau mimistan
þát-t í þeim fagra söng sem heyra
mátti í Mjóafjarðarkirkju um alda
mótin síðustu. En mér sem þetta
rita, er
djúpa
minnisstæð síðan hin
og núkla bassarödd Vil-
hjálms heitins, sem mér fanust
eins og breiður grunnur, sem efri
raddlrnar hvíldu á.
Mikifj var teflt á Borgareyrar-
heimilinu í þá daga. Vera má að
sumir bræður Vilhjálms hafi ver- j
ið honum snjallari skákmenn. En j
ekki minnist ég að hafa séð glæsi-1
legri né vasklegri konung en á
aldamótahátíð Mjófirðmga, er
bræður hans, Sveinar tveir,
þreyttu skák meg lifandi mönn-
ZETOR
Bændur og atSrir væntanlegir kaupendur
dráttarvéla á þessu ári eru beSnir atS at-
huga, aí Z E T 0 R dáttarvélin er lang-
ódýrasta fáanlega dráttarvélin á markatS-
inum og þá ekki sízt núna eftir efnahags-
ráSstafanirnar.
um og hann var konungur fyrir
öðru liðinu.
Innan við tvítugsaldur réðist
Vilhjálmur að verzlun , fr'ænda
síns, Konráðs Hjálmarssonar, og
starfaði við hana síðan/ meðan
hún var við líði, eða um nær hálfr
ar aldar skeið.
Ui'ðu honum fljótt öll störf þar
jafn töm, en einkum lét honum
vel öll verkstjórn og þau umsvif
sem fylgja mikilli fiskverkun og
fiskverzlun. Ekkert viiðist falla
honum betur, en að etja kappi við
örðugleikana, hvort sem þeir voru
af náttúrunnar völdum eða af
öðrum toga spunnir. Var hann þá
oft aðsópsmikiU og gustur I fasi,
unz orustan var unnin. En þá
gat hann verið allra manna reif-
astur og ljúfastur.
Konráð Hjálmarsson kunni vel
að meta þennan unga og frækna
frænda sinn; og þegar hann setti
á stofn verzlun sína á Norðfirði
gerði hann Vilhjálm að veizlunar
stjóra þar.
Sú verzlun efldist svo á fáum
árum, að hann var síðan um langt
skeið með stærstu verzlunar- og
útgerðarfyrirtækjum á Austfjörð-
um.
Vilhjálmur giftist 1905 HeLgu
Jónsdóttur frá Gaukss'töðum í
Garði, góðri konu og glæsilegri.
Eignuðust þau eina dóttur, Sig-
ríði, sem gift er Karli Þorfinns-
i syni kaupmanni í Reykjavík.
| Á þeirra vegu fluttu gömlu hjón
j in frá Norðfirði 1942. Konu sína
missti Vilhjálmur tíu árum síðar.
Dvaldi hann eftir það á heimili
dóttur sinnar og tengdasonar, og
átti þar góða og ánægjulega elli-
daga.
Hann hélt lengi góðri heilsu
þótt aldur færðist yfir hann, og
stundaði verzlunar- og afgreiðslu
störf allt þangað tli á s.Í. ári að
hann kenndi þess meins er varð
honum að bana. Sjúkdóminn bar
hann til hinztu stundar með því
æðruleysi og karlmennsku. sem
honum var svo líkulega £ blóð
borin.
Ólafur H. Sveinsson.
KLÁPPARSTiG 40.
KAHLA-postulínsvörur
ofum venjulega
á lager hinar eftirsottu
K A H L A - postulinsvörur
SYNISHORN
AVALLT
FYRIRLIGGJANDI
ZETOR 25 A kostar nö um
Kr. 72,200
Innifalið í þessu verSi er vökvalyfta, rafmagnsút-
búnaður, verkfæri, varahlutir.
Þeir sem gert hafa pantanir hjá okkur eru
betinir ati athuga, atJ vitS munum afgreitSa
þessa dagana ZETOR 25 A dráttarvélar og
eru því beSnir atS hafa strax samband vitS
okkur eta umbotismenn okkar.
EVEREST TRADING SOMPANY
Garðastræti 4. — Sími 10969.