Tíminn - 05.04.1960, Qupperneq 1

Tíminn - 05.04.1960, Qupperneq 1
TÍMINN flytur daglega melra af innlendum frétf- um en önnur blöS. Fylgirf meS og kaupiS TÍMANN. 14. árgangur — 78. tbl. Þriðjudagur 5. apríl 1960. UTSVÖR LÖGÐ Á ELLILAUN Samkvæmt útsvarsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar á aí leggja allt aft 800 króna útsvar á einstæ'S gamalmenni, sem hafa e’ngar aírar tekjur en ellistyrk sinn. — Þetta er eitt dæmiS um þá þjóí- félagshætti, sem ríkisstjórnin er aS reyna aS innlei'Sa á íslandi. Samkvæmt útsvarslagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru þrenns konar reglur um álagningu útsvara. í Reykjavík skulu 25 þús. kr. vera lágmark hreinna tekna til útsvarsálagningar. í öðrum kaupstöðum er lágmarkið 15 þús. en í sveitarfélögum landsins er lágmarkið að- eins 3 þús. kr. Á þær tekjur skulu lagðar 200 kr. og síðan stighækkandi. Á 10 þús. kr hreinar tekjur ein- staklings skal t.d. leggja 830 kr. samkv. 7. gr. frum- varpsins. 7—800 á ellilaun Samkvæmt þessu skal lagt útsvar t. d. á einstæð gamalmenni, sem engar aðrar tekjur hafa en ellistyrk sinn, og það hvorki meira né minna en 7—800 kr. Þannig á að seilast niður í vasa þeirra, sem algerlega félausir mega teljast og skerða jafnvel nauman ellilíf- eyri. Það er allt á sömu bók lært. FLUGBÁTURINN FLYGUR k NÝ Ljósa- vika Nú stcndur yf- ir Ijósavika hjá Ljóstæknífélagi íslands, sem ætl- ar að lýsa upp Austurvöll og nágrennl hans næstu daga. Þetta er einn starfsmannanna, sem er hér pril- andi uppi I stiga til þess að hengja dýrðina upp. Loftferðasamningur milli íslands og Svíþjóðar Undanfarið hafa farið fram samningavið- ræður í Stokkhólmi milli fulltrúa íslands og Svíþjóðar um loftferðir milli landanna. Jafnframt hafa viðræðufundir verið haldnir með fulltrúum Danmerkur og Noregs til þess að ræða sameiginleg vandamál varð- andi flugþjónustu flugfélagsins Loftleiða á Norðurlöndum. Stefnt hefur verið að því að binda endi á það ástand, sem árum saman hefur ríkt, að enginn samningur hefur verið í gildi um flugsamgöngUr milli íslands og Svíþjóðar, og jafnframt að tryggja frambúðarlausn loftferða milli ís- lands og Skandinavíu. Um nokkurra ára skeið hefur flugfélagið Loftleiðir haldið uppi flugi til skandinav- ísku landanna þriggja, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Á leiðum þessum hefur fé- lagið tekið fargjöld, sem sumpart eru tals- vert lægri en þau, sem fyrir er mælt um hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni (IATA), en aðilar að henni eru flest þau flugfélög, er annast reglubundna loftflutninga, þ. á m. SAS og Flugfélag íslands. Flugfélagið Loft- leiðir hefur hingað til notað flugvélar af gerðinni DC-4. Frá og með þessu sumri áætla Loftleiðir smám saman að taka í notkun stærri gerð flugvéla, þ. e. DC-6B. Viðræðurnar hafa leitt til þess að gerður (Framhald á 3. síSu). Samgönguleysi Vestfjarða og Siglu- f jarðar er nú loks á enda Seinnipartinn í febrúar var katalínaflugbátur Flug- félags íslands tekinn til vandlegrar yfirferðar, og átti félagið þá enga vél til þess að halda uppi ferðum til þeirra staða, þar sem lendingarstaðir á landi leyfa ekki stórar flugvélar. Þá var það, að Tryggvi Helgason tók upp áætlunar- flug til ísafjarðar á sjúkraflugvél sinni, en hún getur lent á stuttri flugbraut innan við kaupstaðinn. Þótt flugvél hans sé ekki stór, bætti hún þó úr brýnustu þörfinni með flutning og farþega. Nú flýgur Faxinn aftur Nú er ársskoðun katalínaflugbátsins Sæfaxa hins vegar lokið, og fór hann í reynsluflug í gær. Hann mun nú aftur taka til þar sem frá var horfið og fljúga til sömu staða og áður, Vestf jarða og Sigluf jarðar. Er ekki að efa, að íbúar þeirra staða munu taka vel á móti honum, þegar hann ber að garði þeirra á nýjan leik eftir langa fjarveru. —- S

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.