Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 3
'gjUfejym. Jjriðjudaguin 5. aprd 1960. 3 Bandaríkin herða málamiðlunrsókn TalitS er líklegt a(J þeir standi atJ einhverju leyti atS baki tillögu Pakistan, sem gengur í þá átt aí fara bil tillagna Bandríkjanna og Kanada Á hafréttarráðstefnunni í 6 sjómílur og fiskveiðilandhelgin Genf í gær studdu enn til við- 12 hafi _strandríkið þar eitt ó- ° skoraoan rett til fiskveioa. Banda bótar fuiltrúar þriggja ríkja hugmyndina um málamiðlun ríska tillagan gerir einnig ráð fyrir 12 sjómílna fiskveiðilögsögu, milli kanadísku Og bandarísku cn þær þjóðir, sem að staðaldri hafa fiskað á miðum strandríkisins skulu áfram hafa rétt til veiða á ytri mílunum sex. Pakistan bar fram s.l. föstudag þá miðlunartillögu, að fiskveiði- þjóð, sem sótt hefur mið strand- ríkis' um langt skeið, skuli hafa rétt til veiða á yfcri mílunum sex um ákveðið árabil, en að því loknu fái strandríki eitt rétt til veiðanna. Enn er ekki kleift að sjá hvern- ig línur liggja á ráðstefnunni. Línur skýrast ekki fyrr en at- kvæðagreiðslur um tillögurnar hafa farið fram í nefnd. Á síðdegisfundinum í gær töl- uðu fulltráar Bolivíu, Indónesíu og Chíle. Bolivía styður tillögu Bandaríkjanna. Indónesía vill 3 mílna landhelgi, en mun leggja til viðbótartillögu um að strandríki, sem ekki nota fullar 12 mílur geti látið slíkt gilda gagnvart öðru ríki, sem hefur þá víðáttu land- helgi. Enn fremur styður Indón- esía tillögu Filippseyja um að eyjaklasaríki njóti landhelgi, sem grípi um allan eyjaklasann. Chíle leggur áherzlu á sérstakar aðstæð- ur Suður-Ameríkuríkja og leggur áherzlu á að fiskveiðilögsaga verði að vera víð, en hún hafi samt ekki jafn mikið gildi og landhelgi. Mörg ríki eru á mælendaskrá í dag: ísrael, Ceylon, Nýja-Sjá land, Frakkiand, Kórea, Ekvador, Albanía og SaudiArabía. tillagnanna. Enginn þeirra ræddi þó í einstökum atriðum, hvernig sú málamiðlun skyldi vera. Það voru fulltrúar Líberíu, Tyrk lands og Ghana, sem töluðu á ráð- stefnunni í gær, en öll þessi ríki greiddu tillögu Bandaríkjamanna atkvæði á síðustu ráðstefnu. Kanada hefur sem kunnugt er lagt til að landhelgin skuli vera Dregur til úr- siita á Kýpur NTB—London, 4. apríl. Brezka stjórnin mun á miðvikudag leggja fyrir bráðabirgðastjórnina á Kýp- ur síðustu tillögu sína í herstöðva- málinu þar. Er talið, að þeir neiti algerlega að sætta sig við minna land undir herstöðvar sín- ar en 260 ferkm., en hafa krafizt 312. Makaríos erkibiskup hefur þvertekið fyTir þetta, en Kutshuk foringi tyrkneska minnihlutans stungið upp á málamiðlun, sem mun sú sama og væntanlegt tilboð Breta._____________________ Atlantshafs- bandalagið 11 ára í gærkvöldi flutti Emil Jónsson sem gegnir störfum Guðmundar í. Guðmundssonar, meðan Guðmund- ur er á hafréttarráðstefnunni í Genf, fréttauka í ríkisútvarpið í gærkvöldi. Var það vegna ellefu ára afmælis Atlantshafs- samningsins, en hann var undir- ritaður í Washington 4. apríl 1949. Rakti Emil í stuttu máli undirbún- ing upphaf og árangur samnings- ins. Jónas Kristjáns- son, látinn Jónas Kristjánsson fyrrverandi héraðslæknir, lézt í fyrradag. — Jónas var landskjörinn þingmaður • 1927 og sat á þingi til 1930. Aðal áhugamál hans á þingi voru heil- ? brigðis- og landbúnaðarmál. Hanu var hérað'slæknir um 37 ára skeið, lengst af í Skagafirði. Sýndi hann afburða dugnag i störfum og þótti sérlega heppinn skurðlæknir. — Hann var einn af aðal hvatamönn um að stofnun náttúrulækninga- félagsins og helgaði því krafta sína hin síð'ari ár. Hann var tæp- lega niræður er hann lézt. ' Á fundi sameinaðs þings í gær . minntist forseti hans, og vottuðu þingmenn hinum láfna virðingu sína með því að rísa úr sætum. Þessi mynd er af fisksölukonu i Kaupmannahöfn. Hún þarf ekki að standa skii af einum eSa öðrum söiuskatti, þessi. Happdrætti DAS í gær var dregið í 12. fl. í Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna um 20 vinninga eins og að venju. 3ja herbergja IBUÐ, Hátúni 4, 6. hæð, kom á nr. 1097. Um- boð Vestrtiannaeyjar. — Eigandi Frrðrik Ólafsson, Ási, Ve. ZODIAC 6 manna fólksbifreið kom á nr. 53577. Umboð Vestur- ver. Eigandi Svala Eggertsdóttir, Barmahlíð 3. FIAT 600 Multipla fólksbifreið kom á nr. 13578, Umboð Hreyfill. Eigandi Guðm. Þorvarðarson bif- reiðastj. Blönduhlíð 1. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15.000,- kom á nr. 5501 (Patreksfjörður), 11537 (Kron, Kópavogi). Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 12.000,- kom á nr. 5676 (Kefla- vlk), 9287 (Vesturver), 41823 (Vesturver) 61161 (Vesturver). Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 10.000,00 kom á nr. 9654 (Vest urver), 13000 (Vesturver), 16739 (Dalvík), 16680 (Akureyri), 18732 (Vesturver), 31186 (Vesturver), 37472 (Sjóbúðin), 60319 (Vestur- ver), 62371 (Vesturver), 63692 (Vesturver). — Birt án ábyrgðar. Manndráp og halda áfram í óeirðir S-Afríku NTB—Jóhannesarborg, 4. iskammt frá Durban apríl. — Að minnsta kosti særðust nokkrir einn svertingi var drepinn og nokkrir særðir í átökum milli lögreglunnar og blökku- manna í bænum Clermont, Mestu velgengnisár styrjaldarlokum Brezka fjárlagafrumvarpið lagt fyrír þingift NTB—London, 4. apríl. — Heathcoat Amory fjármálaráð herra Breta lagði fram fjár- lagafrumvarp sitt í neðri mál stofunni í dag. Fjárlagaupp- hæðin er nokkru hærri en á síðustu fjárlögum eða 5.600 milljónir punda. Af þeirri upp hæð ganga 1630 milljónir punda til landvarna, en 583 milíjónir punda til heilbrigðis- þjónustunnar, enda má segja, að brezkum almenningi sé tryggð læknisþjónusta og s.iúkrahússvist að kostnaðar- lausu. Ráðherrann upplýsti, að fjár- lög fyrra árs hefðu farið um 305 milljónum punda fram úr áætlun og tekjuáætlunin verið nokkuð hækkuð á þessu ári í samræmi við það. Ráðherrann kvað þetta fjárlaga fnrmvarp mótast af sömu sjónar miðum og hið síðasta, en stefna ríkisstjfcnar’innar í atvinnu og fjármálum hefði reynzt mjög heilladrjúg. í fyrsta sinn frá stríðslokum hefði náðst hagkvæm ur greiðslujöfnuður við útlönd, s.i. tvö ár hefði verðlag haldist óbreytt, atvinna hefði verið næg og kaupgjald lítig hækkað. Jafn- framt hefði vísitala iðnaðarfram- leiðslu sýnt 10% framleiðsluaukn ingu á síðasta ári. • Síðustu árin hefðu verði mestu (Framhald á 15 síðu). Einnig lögreglu- menn, er þeir réðust á 3 þús. manna hóp svertingja í öðrum bæ. Samtök svertingja hafa gefið út yfirlýsingu og krafizt þess að kvatt verði saman landsþing allra kynflokka í S- Afríku til að skapa nýtt sam- félag í landinu. 1 bænum Smith fyrir sunnan Dui'ban köstuðu svertingjar gr'jóti að strætisvögnum og reyndu að stöðva umferðina. í þeim bæ og Clermont neituðu svertingjar að hverfa til vinnu, en flugritum var dreift meðal þeirra og skorað á þá að hverfa til vinnu. Skaut af stuttu færi í bænum Nyanga, þar sem hvað eftir annað hefur komið til átaka, voru fjórir svertingjar særðir með byssuskotum. Lögreglan seg inu verði aflétt, foringjar blökku manna látnir lausir, vegabréfs- lögin felld úr gildi, málfrelsi leyft Og lágmarkslaun á dag verði 100 c sem svarar 100 kr. íslenzkum. Innbrot í Hverageröi Hveragerði í gær. — S. 1. laugardagskvöld var brotizt inn í búð kaupfélagsins hér í Hveragerði og stolið um 2 þús. kr. í peningum og ein- hverju smávegis úr búðinni. Farið var inn um glugga á bak- blið. Verzlunarstjórinn varð inn brotsins var um kl. 11 um kvöldið og grunaði hann ákveðna menn . . . sem þama höfðu verið á ferli ir, að hopur svertingja hafi gert jf£jt þann þegar austur á Selfoss sig líklegan til að ráðast á lög- nagi j fulltrúa svslumanns og fóru reglumennina og *því verið gripið , þeir að ltíIta innbrotsmanna til skotvopna. Raunar mun það . dansleik. Fur.dust þeir bar og voru aðeins hafa verið ein nlögreglu- handteknir tveir piltar 18 og 19 maður, sem notaði skammbyssu 1 ára, eiga báðir heima í Reykjavík sína af stuttu færi, hi'nir börðu ' Neituðu peir fyrst og voru flutt- með kylfunum. i ir niður að Litla-Hraum en hafa í yfirlýsingu afríkanska Kon-. rú meðgengið þjófnaðinn. Voru gressins er þe.ss kr'afist, auk þess þeir búnir að eyða þýfinu. nema sem áður segir, að neyðarástand 3—400 kr. Loftferðasamningur íslands og Svíþjóðar (Framh. af 1. síðu). hefur verið loftferðasamningur milli íslands og Svíþjóðar og verður hann undirritaður innan skamms. Af samningi þessum leiðir, að áætlunarflug Loftleiða til Svíþjóðar, sem hingað til hefur farið fram samkvæmt bráðabirgðaleyfum hefur nú verið ákveðið i samningi milli landanna. Jafnframt náðist samkomulag um þau vandamál, sem rædd voru og snerta ísland annars vegar og Dan- mörku, Noreg og Svíþjóð hins vegar Geta Loftleiðir því í loftflutr.ingum sínum til Norðurlanda framvegis notað flugvélar af gerðinni DC-6B í stað flugvéla þeirra af gerðinni DC-4, sem félagið hefur hingað til notað. (Frá utanríkisráðuneytinu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.