Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 7
TÍMINN, þnSjudagiiui 5. apríl 1960. aupabr Dýrtíðardr Áður var birt hér í blað-! inu nefndarálit Karls Krist jánssonar um tryggingar- málafrumvarp ríkisstjórnar- innar. Þegar frv. var til 2. umr. í efri deild flutti Karl ræðu, þar sem hann limaði sundur „röksemdir“ stjórnar innar fyrir „kjarabótum“ þeim, cr þeir telja að frv. feli í sér og sýndi fram á tóm leika þeirra og haldleysi. Hér fara á eftir stuttir kaflar úr ræðunni: „Það, sem þegar er taúið að gera í efnahagsmálum á þessu þingi til skerðingar á kjörum almennings, gerir það að verk- um, að fráleitt væri fyrir and- stæðinga þeirra aðgerða að vera á móti þeim bótahækkun um, sem felast í þessu trygg- ingafrv., þó að þær séu með göllum og langt frá því að vera það framfaraspor í trygginga- málum, sem stjórnarflokk- arnir auglýsa í ræðum sínum og talöðum að þær séu. Stuttir kaflar úr framsöguræðu Karls Rristjánssonar fyrir nefnd aráliti hans við 2. umræðu tryggingarmálafrumv. í efri deild neitt. Hún hefði með því fórn að áður fram komnum tillög- um um framfarir í trygginga málum í dýrtiðardraugana, sem hún hefði vakið upp. Brautarbygging stjórnarflokkanna. Hæstv. félagsmálaráðherra Emil Jónsson, sagði, þegar hann fylgdi frv. úr hlaði í þess ari þingdeild um daginn — að með frv., ef að lögum yrði, væri stigið stærra skref til framfara í tryggingamálum hér en áöur hefði gert verið síðan tryggingarlöggjöfin var sett. Mér duttu í hug, þegar hann sagði þetta, hlaupa- brautir, sem sjá má á skemmtistöðum sums staöar erlendis. Fólk hleypur eftir þessum brautum og hleypur allt hvað af tekur, — skrefar langt — en miðar samt ekk- ert áfram, af því að braut- irnar ganga aftur á bak með það. KARL KRISTJÁNSSON Hér hefur það átt sér staö, að ríkisstjórnin hefur gert efnahagsgrundvöllinn í land inu að slíkri hlaupabraut. Sú braut ber menn aftur á bak, til erfiðari lífskjara. — Og þó að skref séu stigin framávið í þessu trygginga- frv. miðar samt ekki fram. Það dregur bara úr ferðinni aftur á bak.“ Draugaborðhaldið. í nefndarálitinu, sem birt var hér í blaðinu í gær, segir Karl Kristjánsson að dýrtiðar draugur stjórnarinnar setj.ist að borðum almennings — og heiihti sinn skammt. í ræðunni fór hann nánar inn á þetta og taldi upp draug ana. Hann sagði að ríkisstjórn in hefði í kröggum sínum grip ið til trygginganna og lagt hækkun bóta á borð með draugunum heldur en ekki Fjörutíu og sjö börn. í þessu sambandi sagði hann til dæmis: „Sýnt hefur verið fra.m á það í ræðu hér í efri deild, að ef Dagsbrúnar-verkamað ur missi nú vegna fjárhags kreppu þeirrar, sem ríkis- stjórnin er nú að leiða yfir landið, eftirvinnu þá, sem hann hefur haft síðustu ár — og það er ekki ólíklegt að svo geti farið — þá þyrfti hann að eiga 47 börn til þess að liækkun f jölskyldubót- anna hrykki til jöfnunar, eins og ætlunin er að fram kvæma hana. sVo miklir hákar eru dýr- tíðardraugarnir við borð Dags brúnarverkamannsins, og svo ófullnægjandi er það, sem ríkisstjórnin leggur á borð með þeim“. Útsvarsfrumvarpið til nefndar Á laugardaginn var sagt hér í blaðinu frá ræðum þeirra fjármálaráðherra, Eysteins Jónssonar og Einars Olgeirs- sonar um útsvarsfrumv. í neðri deild Á eftir þeim tóku til máls Skúli Guðmundsson og Þórarinn Þórarinsson. Verður nú lítillega drepið á ræður þeirra og framhalds- umræðu um málið í gær Skúli Guðmundsson taldi eitt siærsta atriði frv. vera það, að með því ætti að lögfesta veltuút- svörin. Sum sveitarfélög hefðu not- að sér heimild til þess að leggja á veltuútsvör en gengið mjög mis- langt í því efni. Hvaðan á féð aS koma? Skúli dró fram dæmi, sem sýndi ljóslega, að með því að leggja veltuútsvar á fyrirtæki, sem mörg sveitarfélög stæðu að og hefðu við sín megin viðskipti, gæti viðkom- andi hreppur eða bæjarfélag kom- ið megin þunga útsvarsbyrðarinn- ar yfir á menn, sem heimilisfastir væru í öðrum sveitarfélögum. Skúli spurði, hvaðan fyrirtæki, eins og t. d. kaupfélög, ættu að fá fé til þess að greiða veltuútsvörin. Ætti að taka það af mjólk og kjöti cg lækka bannig verðio til bænda, cða ættu þessar greiðslur að koma inn í verðlagsgrundvöllinn? Nýlega voru samþ. lög um söluskatt. Honum var einkum talið þáð til gildis, að hann legð- ist ekki nema cinu sinni á sömu vöruna. En forseti er ekki fyrr búinn að staðfesta þcssi lög, en fram kernur frv. um veltuskatt, sem ekki verður betur séð en að margleggja megi á sömu vöruna. Þórarinn Þórarinsson vítti þá málsmeðferð sem hér væri við höfð. Eftir óllum sólarmerkjum að dæma virtist eiga að hespa þessu máli gegnum þingið fyrir páska. Slíkt væri óverjandi um svo þýð- ingarmikið og vandasamt mál sem þetta og það af þingi, sem sæti fleLri mánuði. Skoraði Þórarinn á ríkisstjórnina að láta af þeirri frá leitu fyirrætlun. Misjafnar bætur l 1 Þórarlnn benti á, a‘ð hér væri um að ræða bráðabirgðabreyt- ingu tekjuskatts- og útsvarslag- anna, en heildarendurskoðun væri lofað síðar. Saigt væri að þessi bráðabirgðabreyting ætti að miffiast við það að veita laun- þegum bætur vegna kjaraskerð- ingar, er hlytust af öðrum efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnar- innar. Því mætti ætla, afð þess- um bótum væri skipt nokkuð jafnt niður. Slíku væri síður en svo að lieilsa, heldur væri hin- um efnameiri og tekjuhærri veittar mangfaldar bætur á við þá, sem hefðu úr minna að spila. Dró hann fram tvö dæmi, sem sýndu þetta ljós- lega. Maður með 60 þúsund kr. tekjur og tvö börn á fram- færi, fengi skv. frv. 2400 kr. |* lækkun á tekjuskatti og útsvari. En maður með 160 þús. kr. tekj- i ur og jafnstóra fjölskyldu fengi á hinn bóginn 26500 kr. lækkun. Hátekjumaðurinn fengi því kjara skerðinguna bætta, en hinn tekju lági aðeins brot af henni. Hér væri bersýniiega markvist stefnt að því, eins og með öðrum ráð- stöfunum stjórnarinnar ,affl auka stéttamuninn í þjóðfélaginu. — Heildarnuiurstaðan af ráðstöf- unum stjórnarinnar væri að | skerða. möiguleika þúsunda manna til efnalegs sjálfstæðis og bjargálna. í vetur hefði Birgir Kjaran sapt öað á skernmtifundi Sjálfstæðis manna, að líkur væru til að ráð aiafanir ríiusstj. myndu takast ef hún færi að ráði Arnljóts Ólafs- sonar er piltar á Möðruvöllum gerðust óánægðir með fæðið. Þá lagði Arnljótur það til, að kennar- sr mötuðust með nemendum og sýndu með því, að þeir teldu sig ekki of góða að sitja við sama borð. Hér væri öfugt að farið. Þá vék ræðumaður að nokkrum atriðum, er hann taldi til bóta í frv. eins og föstum útsvarsstiga, en hann væri þó einkum nauðsynleg- ur í Reykjavík. Taldi rétt að hætta við niðurjöfnunarnefndir þar sem sérstakir skattstjórar og skattskrif- stofur væru fyrir. Átaldi að veltu- útsvar vær- lagt á fyrirtæki án þess að það miðaðist við afkomu þeirra og benti á, að forganga Sjálfst.fl. fyrir aukningu og lög- festingu veltuútsvara væri merki- íegt tímanna tákn. Á fundi neðri deildar í gær tók Eysteinn Jónsson fyrstur til máls um útsvarsfrv. Endurtók hann spurningar þær, sem hann beindi til fjármálaráðherra á föstu dagimi en fékk ekkert svar við og spurði enn fremur: Verður veltuútsvarið tekið inn í verðlags grundvöll varanna og á orðið ,,velfa“ í frv. við allar tegundir framleiðslu? Loðin svör Fjármálaráðherra kvag hér ekki verið að lögleiða veltuútsvör held ur aðeins að ákveða hámark þeiri'a. Liti svo út sem stjórnar- andstæðingar sæu ekkert nema samvinnufélögin í sambandi við þetta mál. Um undanþágur frá skattstig- arium vildi ráðherrann ekkert ákveðið segja. Þar gæti verið um ýmiskonar frávik að ræða. Allt var ,á huldu um það hjá ráðherra kvað át( væri vig með orð'nu „velta“ en til mála gæti kon- ð að þörf væri nánari skýringar því, en um væri að ræða i trv Tvö meginatriði Halldór E. Sigurðsson áleit heppilegas't að ríkið hefði sem minnst afskipti af sveitarfélög- unum. í frv. væru tvö megnat- riði: að gera útsvör frádráttar- hæf frá útsvörum næsfa árs og að lögleiða veltuútsvar á félags mannaverzlun samvinnufélaga. — Um fyrra atriðið mætti deila en ljós væri þýðing þess fyrir há- tekjumenn. Samkv. þessu lækkaði útsvar af 50 þús. kr. tekjum um 1300 kr., af 70 þús. um 27710 kr., af 100 þús. um 5400 kr., af 130 þús. um 8400 kr. og af 150 þús. um 10.200 kr. Þannig væri gjalda- byrðinni létt af hátekjumönn- um og færffl yfir á almenning með almennum neyzlusköttum. Hvag síðara atriðið áhrærði þá hefði hingað til verið litið svo á, að samvinnufélög, sem væru öllum opin væru allt annars eðlis en lokuð gróðafélög og því eðli- legt að þau væru skattlögð með öðrum hætti. Þegar kaupfélags- stjóri léti af störfum og flytti burtu tæki hann ekki með sér þá fjármuni, er félagið hefði aflað undir hans s'tjórn, þeir væru eftir í héraðinu. Þessu væri öfugt farið með einstaklinginn eða gróðafé- lögin. Þeir aðilar tækju með sér alla lausafjármuni en hinar föstu eignir yrði byggðarlagið eða aðrir að kaupa, ef reka ætti þær áfram. Hlýtur aö hrynja Eysteinn Jónsson taldi lítið að græða á svörum fjármálaráðherra. Og vifa mættu fylgismenn fiv. að ákv. þess um útsvörin á sam vinnufélögin stæðust ekki stund- inni lengur. Það væri óframkvæm anlegt ag ætla að leyfa einu sveit arfélagi að skattleggja í sína þágu fyrir'tæki sem saman stæði af með limum margra sveitarfélaga. Kvað ; frv. vera hina mestu hrákasmíði I sem þyrfti mikilla og marghátt- aðra endurbóta við. * báöum áttum ■V»n Pálmason (sem nú er kom nr hmg fvrir Gunnar Gíslason) ' f bví að hann þekkti iun:; :u menn í ríkisstjórn- inni, þá efaðisf hann um aS þeir hefðu athugað þetta mál sem skyldi. Veltuútsvarið yrði að tak marka mikig meir en gert væri í frv. Óréttmætt að leggja veltu- útsvar á vinnslusíöðvar og fram- leiðslufélög og ekki næði átt að leggja útsvanð oft á sömu vöru. Og fleira fann Jón frv. til for áttu þó að í því væru sæmilegir partar. Jón Skaftason vakti athygli á því, að ósamræmis gætti í frv. þar sem annars vegar væri taláð um ag útsvör skyidu dregin frá hreinum tekjum hafi þau verið greidd að fullu fyrir áramót næst á undan niðurjöfnun, en annars .staðar í frv. segði að þau skyldu dregin frá, að svo miklu leyti scm þau hefðu verig greidd fyr’ir ára- mót. Óskaði Jón nánari skýringar á þessu. Misjafnir fyrir lögum Ka.rl Guffljónsson furðaði sig á því, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi standa að þcssu frv. svo oft sem hann hefði gagnrýnt veltu- útsvör. Skattlagningu samvinnu- félaga taldi hann ósanngjarna. í | frv. væri gert ráð fyrir 3 skatt- stigum. Þeir væru svo hugvitsam lega gerðir að samkv. þeim borg- aði Reykvíkurinn minnst, sveita- maðurinn næst en kaupstaðabúi | utan Reykjavíkur mest miðað við 1 sömu tekjur, og þær tekjur sem almenningur hefði. Af 40 þúsund kr. tekjum væru borgaðar í Rvík 3890 kr., í sveit 4880 kr., í kaup stað 5700 kr. Af 50 þús. kr.: Rvík 6090 kr., sveit 10880 og kaupstað 13500 kr. Þetta slafaði af því að Reykjavík hefði svælt undir sig t.ekjur af ríkisstofnunum, sem all ir landsmenn skiptu við, og gæti þannig lækkað skalta hjá sér er á annarra kostnað. En réttiælið í þessu virðist. liggja dýpra en svo. að hægt sé að koma auga á það í fljótu bragði, sagði Karl að lokum. Frekari umr. urðu ekki um mál ið og var frv. vísað til 2. umr. og heiibr oj félagsmálanefndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.