Tíminn - 06.04.1960, Side 4

Tíminn - 06.04.1960, Side 4
4 T f MIN N, mifivikudaginn 6, apríl 1960. Þorpsbúar snerust allir til varnar þeim, sem lögreglan grunaði Aftaka án dóms og laga á sér ekki aðeins stað í Suður- ríkjum Bandaríkjanna. Það kemur einnig fyrir að grand- varir borgarar Nýja Englands taka lögin í sínar hendur. Bandaríkjamenn kippa sér ekki upp við það, þótt slíkt komi fyrir í Suðurríkjunum, en allt landið varð skelfingu lostið, þegar það kom fyrir, að hópur virðulegra borgara í smábæ í Vermont myrtu einn samborgarara sinna, Orville Gibson í blindu hatri. Hvötin sem lá að baki ódæðis- verkinu var öfund. Gibson hafði lagt hart að sér. Hann þrælaði eins og hestur. Lögreglan í Vermont vinnur að því sem stendur að láta alla borg- ara bæjarins ganga undir lyga- mælispróf. Gibson-málið er orðið lögregl- unni í Vermont metnaðarmál eftir að hún hefur unnið að því í tvö ár árangurslaust áð koma að minnsta kosti einum hinna grunuðu morð- ingja bak við lás og slá. Gerðist solumaður Gibson yax fæddur árið 1910 og hafði búið í Newbury allt sitt líf. Foreldrar hans voru fátækir, og hann vandist fljótt mikilii vinnu. Hann seldi blöð og vann á bóndabæjum til að afla peninga til að komast í menntaskóla bæjarins. Hann tók ágætt próf. Kreppa geisaði í Bandaríkjun- um, og Gibson gerðist sölumaður hjá Sodavatnsfyrirtæki. Kaup- menn báru virðingu fyrir honum. Hann var ekki einn þeirrar mann- gerðar, sem hristi brandara af sér í tíma og þtíma. Það þótti þeim sýna, að hægt væri að treysta hon- um. Árið 1943 keypti hann lítinn bóndabæ og vann ásamt konu sir.ni að þvi að bæta bújörðina. Honum græddist fé á bænum og þegar tækiíærið kom árið 1949 hafði hann það mikil fjárráð, að hann gat keypt 500 ekra bóndabæ. Margir nágranna hans voru óðir og uppvægir. Þeir höfðu sjálfir haft augastað á Bonnie Acres, og þeir höfðu ekki reiknað með því, að Gibson œyndi kaupa jörðina. Bonnie Acres var eitt stærsta bóndabýli í Vermont. Gibson og kona hans unnu sjálf mikið á bóndabýlinu og höfðu aðeins einn vinnumann í sinni þjónustu. Hann hét Eri Martin, og það var hann, sem gaf Newburymorð- ingjunum afsökun fyrir því að ryðja Gibson úr vegi. Þetta hófst á jóladag 1957. Mart- in mætti drukkinn í vinnuna, en bjálpaði Gibson eins og hann gat. Þeim Gibson lenti saman, og Gibson sló hann niður. Fram að þessu liafði enginn í Newbury haft neina samúð með Martin. Hann var þekkt fyllibytta, en það var vitað, að í Bonnie Acres leið honum betur en hann átti skilið. Ilann átti eigið hús og hafði góð 3aun. En skyndriega varð hann píslar- vottur þorpsins. Hann mætti alls staðar samúð. Gibson hafði slegið Martin niður á hinn hrottalegasta ^h|tt, þannig að Martin varð að tíveljast maiga daga á spítala. Þannig var sagan sögð og einn af nágrönnum Gibsons. Walter Kenfrew, iýsti því yfir opinber- lega, að rett væri að velta Gibson upp úr tjöru og fiðri. KirkjuráðsmaSurinn skrökvar Hinn 30. desember 1957 var veizla haldin á tveimur stöðum í Newbury, hjá Gaylord Hosmer og Charles Kalberg. Drukkið var whisky, og þar komust menn að þeirri niðurstöðu, að „Martin lægi fyrir dauðanum eftir hina hrotta- legu árás Gibsons." Það var einn af virðulegustu borgurum bæjarins og meðlimur kirkjuráðsins, sem skýrði frá þessu. Seinna viðurkenndi hann fyrir rétti, að hann hefði mætt Martin aðains einum tíma fyrir veizluna við beztu heilsu. Gibson og kona hans gengu til náða þetta kvöld um níuleytið að venju, því að þau hófu vinnu um fjögur leytio á hverjum morgni. Þegar frú Gibson fór út 1 hlöðu um sjö leytið til að kalla á mann sinn í morgunkaffi, fann hún að- eins mjólkurfötu, sem hafði verið velt um koil. Gibson var horfinn. Utan við sig af hræðsiu hringdi hún á lögregluna. Það voru engin blóðspor í hlöð- unni, ekkert sem benti til þess að átök hefðu átt sér stað. Óvinir Gibsons höfðu bersýni- lega legið i leyni bak við hlöðu- dyrnar og slegið hann niður aftan frá. En hvar var Gibson? Hann hefur áreiðanlega verið lokaður inni í sumarbústað eða bundinn við tré, sagði fólkið í Newbury. En lögreglan óttaðist morð. Hún gaf gætur að Connecticutfljótinu, sem rennur í gegnum Newbury. Á brúnni yfir fljótið fannst hey. Rannsóknir í rannsóknarstofu sýndu, að hey þetta var úr hlöðu Gibsons. En fljófið lagði brátt. f þrjá mánuði fylgdist fólk í Newbury áhyggjufullt með fljótinu. Sumir vissu, að einhvern tíma um vorið myndi lík Gibsons reka að landi einhvers staðar lengra niður með fljótinu. Reipi Róberts Lögreglan fann hann hinn 26. marz 1958. Hann var bundinn eins og kálfur, sem er leiddur til slátr- ara. Dánarorsökin var ekki drukknun. Til þess var of lítið vatn í lungunum. Það voru merki eftir högg aftan á hnakkanum, en er.gin för eftir skammbyssukúlu eða hnífsstungu. Reipið, sem Gibson var bundinn með, var eign Roberts nokkurs „Ozzie“ Welch. Hann var skóla- bróðir þeirra Gibsons og konu hans og fólK í Newbury neitaði að trúa því að Roberts væri meðsekur um morðið En lögreglan hafði haft hann grunaðan um nokkurn tíma. Lækn- ir nokkur hafði hinn 31 desember 1957 séð bíi stanza 100 metra frá hlöðu Gibsons. Klukkan var fjög- ur Læknirinn þekkti einn mann- anna, sem komu út úr bílnum. Það var Ozzie. Lögreglan rannsakaði dagbók iæknisins og athugaði ferðir hans þennan dag. Hún komst að því, að hann hlyti að hafa farið fram hjá hlöðunni á þessum tíma. Læknirinn hafði einnig séð óvenjulegan, tvílitan bíl aka upp að annarri hlið hlöð- ur.nar. Hann var eign Frank Carp- enter, en hann og bræður hans þrír höfðu verið í veizlunni með Ozzie. Maðurinn viðurkenndi, að reip- ið, sem Gibson var bundinn með væri hans eign, en frám yfir það hafði hann ekki mikið að segja. Hann kom fiam með fimm útskýr- ingar á ferðum sínum aðfaranótt ?.]. desember. Og þegar lögreglan reyndi að yfirheyra borgara bæjarins heyrði hún aldrei annað en lofsyrði um Ozzie. Það var áreiðanlega frú Gibson og mágur hennar, sem höfðu myrt Orville Gibson, sagði fólk í bæn- um. Já, þetta vissu allir, að frú Gib- son hafði verið trúlofuð máginum áður en hún giftist Gibson. Gibson var jarðsettur Prestur- mn fór að ósk bæjarbúa og ráð- lagði frú Gibson að láta jarðarför- ira fara fram í kyrrþei. Bæjarbúar tóku málsfað morð- íngjans og að undanskOdum lækni bæjarins var allt gert, sem hægt var til að bregða fæti fyrir lög- reglumennina. Ozzie var látinn ganga undir lygamælispróf. En það var árang- urslaust, því að Ozzie hafði áður tekið inn svefntöflur, þannig að hann sofnaði í miðjum réttarhöld- urium. Lögreglan gat sannað, að hann hafði keypt töflurnar daginn áður. Ozzie og Frank Carpenter voru ákærðir fyrir morð. Þessir tveir Newbury-borgarar voru látnir lausir seinna gegn 40 þúsund doll- ara tryggingu. 28 vitni Um haustið var mál þeirra Ozzie og Carpenter tekið fyrir. Ozzie hafði einn dýrasta málflutn- ingsmann Bandaríkjanna, sem verjanda, sn lögregla fylkisins hélt lrvd fram, að hún hefði hann í vas- anum. Hún hafði 28 vitni. En eftir að dómarinn hafði heyrt framburð vitnanna, vísaði hann málinu frá sér. Það vantaði sönnunargögn, sagði hann Dómar- ar hafa heimild til að vísa máli frá rétti í Bandaríkjunum, en það hefur aldrei komið fyrir áður í rnorðmáli. Lögreglan átti einskis úrkosta. Hún varð að láta Ozzie lausan, og samkvæmt bandarísk- um Iögum, er ekki hægt að ákæra hann aftur. Ozzie andaðist úr krabbameini síðasta dag desembermánaðar, og litlu áður hafði Gene Carpenter, bróðir Franks einnig andazt. Þeir tóku leyndarmál sín með sér í gröfina. Ozzie fékk virðulega útför. Flest ailir bæjarbúar fylgdu honum til grafar, og presturinn ræddi mikið um það, hvílíkur ágætismaður Ozzie hefði verið, hann hefði alltaf eytt einum tíma í viku hverri til að kenna skólabörnum að leika handbolta. Frú Gibson hefur selt Bonnie Aeres. Hún gat ekki séð um býlið ein. Hún hugsar sér að flytja frá Newbury. Hún veit, að lögreglan grunar 12—13 menn um morðið. Nokkrir hinna grunuðu eru gaml- :r kunningjar hennar. sumir eru gamlir sKÓlafélagar, aðrir ná- gannar. (Framhald á 13. síðu). Kennsla í þýzku. ensku frðnsku. sænsku dönsku bókfærslu og reikningi. Harry Vilhelmsson Kjartansgötu 5 Sími 18128 Sala er örugg Hfá okkur. Símar 19092 og 18966 Bifreiðasalan Ingólfsstræti 9 SigurSur Ölason Og Þorvaldur Lúðvíksson IMá Lflutningsskrif stof a Austurstræti 14. S’rnar 15535 og 14600. Vinsælar fermingargjafir: Veiðistangasett Skíði Ferða- og viðleguútbúnaður Kjörgarði — Laugavegi 59 Herbergi óskast strax sem næst mið- bænum’. — Tilboð sendist blaðinu merkt ,,Apríl“. Kennsla í þýzku, ensku, frönsku, sænsku, dönsku, bókfærslu og reikningi. Alls konar karlmannafatn- aður. — Afgreiðum föt eftir máli eða eftir núm- eri með stuttum fyrirvara. Ultima 1 Hraðsuðukatlar Element Hulsur Snúrur Höldur Pakkningar o. fl. Munið vorprófin, — Pantið tíma í tíma. Harry Vilhelmssorí Kjartansgötu 5. Sími 18128 Rafröst Þingholtsstræti 1 Sími 10240 ÖSKJUGERÐ PRENTSTOFA Hverfisgötu 78. Sími 16230 Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og iarðarför föður okkar Björgólfs Runólfssonar Esklflrði. Hulda Biörgólfsdóttir, Bergur Björgólfsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andláf og iarðarför Þórlaugar Bjarnadóttur Brautarholti, Hornafirði. Gústaf Gíslason börn fengdabörn og systkini hies láfna. V*V*V*V*V*V‘V*V«V»V*V*V*V*V*V*V*V»V»V*V*V*V*V»V»V»V*V*V«V Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður okkar Eggerts Gilfer Skáksambandi íslands og Taflfélag! Reykjavíkur voftast sérsfakt þakklæti fyrir mikinn heiður við minningu hans. Fyrir hönd systklnanna Þórarinn Guðmundsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.