Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 11
11 inn Litli svartþrösturinn kemur frá Trinidad til islands HJÓLBARÐINN Laugavegi 173. — Sími 35260. Hjólbarðar og slöngur fyrirliggjandi: 500 x 16 700 xl 5 650 x 20 750 x 20 825 x 20 1100x20 „Litli svartþrösturinn" er| hún kölluð og vagga hennarl stóð í Port of Spain á eynni Trinidad, fyrir utan Veneiu- elaströnd. Hún heitir fullu nafni Lucille Mapp og byrjar að syngja í Lidó annað kvöld og mun skemmta gestum þar um nokkurt skeið. Frægðar- ferill Lucille hófst fyrir fimm árum, á laginu „Litli svart- þrösturinn" og síðan hefur hún verið á hraðri uppleið á himni frægðarinnar. Áður fyrr var hún lögreglukona heima á Trinidad og í frítímum sínum söng hún og náði góðum árangri. Einnig söng hún oft í Meþódistakirkjunni og kom fram í útvarpi. Eiginmaður hennar, Randolp Curvan, var einnig í lög- reglunni, en er nú fyrir utan eig- inmanns'-störfin umboðsmaður hennar. Fyrir fimm árum fóru þau hjónin í sumarleyfi til Englands og þar fékk hún tilboð um að koma fram i BBC, í þættinum In Town Tonight. Þar með var frægð hennar tryggð. Þau hjónin búa nú í Englandi, en sonur þeirra Ran- dolph yngri, er heima á Trinidad hjá afa og ömmu. Á þessum árum hefur Lucille sungið í útvarp, sjónvarp og á skemmtistöðum um þvert og endi- langt England. Einnig hefur hún farið víða um Evrópu og nú síðast var hún í Hollandi. Hingað hafa horizt úrklippur úr hollenzkum blöðum „Het Vrije Volk“ og „Al- gemeen Dagblad“, fær hún þar frábæra dóma og líkja blöðin henni við Ellu Fitzgerald og Söru Vaughan. Lucille hefur látið þau orð falla um karlmenn á Norðurlönd- unum: „Þeir eru stirðari en þeir á Trinidad, en skemmtilega frjálsir samanborið við Bretann.“ Enskur smábíll á markaðinn Bílafyrírtæki í Englandi, Peerless Cars Ltd. mun innan skamms hefja framleiðslu á „stórum smábílum" og eiga þeir að keppa við amerísku bílana Falron, Corvair og Vali- ant. Enn sem komið er, er þessi bíll aðeins til á teikni- borðinu, en mun koma á göt- una innan skamms. Peerless-bíllinn er teiknaður af ítölum, véun verður frá Banda- ríkjunum, cn framleiddur í Eng- landi. Þanmg að segja má að hann sé í raun og veru ensk-ítölsk-amer- ísk framleiðsla. Vélin verður sú sama og er í Chevrolet Corvette- sportbílnum og er V 8. Englend- ingar gera sér góðar vonir um að hsnn geti keppt við amerísku smá- Lílana á heimsmarkaðinum. Um amerísku smábílana er það að segja að þeir hafa ekki náð þeim vinsældum sem framleiðendur gerðu sér vonir um bæði á heima og heimsmirkaðinum. Þeir eru of eyðslusamir, segir almenningur. Enski Peerless-bíllinn kemur einnig til með að verða eyðslu- frekur í meira lagi, en Englend- ingar ætla að selja hann vegna þess að hann er með ítölskum línum, sem allir eru hrifnir af, dollaragríns lúxus og vélarorku og enskri framleiðsluvöndun.“ Ef til vill eigum við eftir að sjá þennan bíl hér á götum bæjarins áður en langt um líður Ekki er blaðinu kunnugt um hverjir hafa umboðið fyrir hann hér á landi. Hér svaf Áðaifundyr Krustjoff Þetta gamaldags rúm er frægt m. a. fyrir það að í því svaf Krúsi meðan á heimsókn hans stóð í París nú á dögunum Auðsýni- lega er rúmið gamalt mjög, en fallegt engu að síður og eflaust mjög notalegt að sofa í því. Skyldi Krústjoff eiga ;vona fallegt rúm í Moskvu..... ??? Flugfélags íslands h.f. verður haldinn í Kaupþings- salnum, Pósthússtræti 2, Reykjavík, föstudaginn 6. maí n.k. kl. 14,00. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum á skrifstoíu félagsins Lækjargctu 4 dag- ana 4. og 5. maí n.k. Stjórnin Byggingarsamvinnufélag startsmanna Reykjavíkurbæjar Einbýlishús ti! sölu íbúðarhúsið Sogavegur 84 er til sölu á vegum fé- lagsins. Þeir félagsmenn sem óska að neyta for- kaupsréttar félagsins, tilkynm það stjórninni fyrir 15. þ.m. Stjórn BFSR j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.