Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 1
$MN Wgívr dagtega ra af innlendum fréft- en önnur blöS. Fylgizt og kaupK TÍMAMN. VL tW. — 44. árgangur. TÍMINN er sextán s»ur daglega og fiytur fjöl- breytt og skemmtilegt efni sem er við allra hæfi. I Miðvikudagur 20. apríl 1909. Skemmdarverk íslenzkra togara! Netatjón Þessar myndir voru teknar f 'Grindavík í fyrrinótt, er bátar komu ýmist netalausir eða meS flæktar og slitnar dræsur. Erfitt var a3 greiða úr flækjunum {mynd fil vinstri), og var mörgum þungt í huga við það verk, ekki hvað sízt þegar greitt hafði verið og í Ijós kom, að netiö var gerónýtt. Neðri myndin sýnir eina baujuna, og sýnir glöggt hve hátt hún nær úr sjó, og hve greini- legt merkið á henni er. Þetta er að visu ekki Ijósbauja ,en að sögn Grindavíkursjómanna eru þær sizt lægri. ( Ljósm.: — Tfminn, K.M.). NETATJÚN GRINDAVÍKURBÁTA SKIPTIR MILLJÚNUM KRÚNA Hvað verður gert? ÓLAFUR JÓHANNESSON kvaddi sér hljóðs utan dagskrár f sameinuðu þingi í gær, út af atburðum þeim, sem nýlega hafa gerzt í Grindavíkursjó, þar sem íslenzkir togarar eyðilögðu net fyrir bát- um Grindvíkinga svo að tjónið nemur milljónum króna. Beindi Ólafur eftirfarandi fyrirspurnum til dómsmálaráðherra: T. Er það rétt, sem hermt er í fréttum, að,formenn í Grindavík hafi mælzt til þess við yfirstjórn landhelgisgæzlunnar og skipherra á ákveðnu varðskipi, að þessir aðilar vernduðu veiðarfæri Grinda- vikurbáta fyrir ágangi togara og þeir heitið því? 2. Ef svo er, hverju sætti þá að bátasvæðisins var ekki gætt og hver ber ábyrgð á þeim mistökum? 3. Hefur dómsmálaráðherra gert eða hyggst gera einhverjar ráð- stafanir gegnvart þeim opinberu starfsmönnum, sem hér eiga hlut að máli og þá hverjar? JÓN SKAFTASON tók einnig til máls og spurði dómsmálaráð- (Framhald á 15. síðu) Þau hörmulegu tíðindi hafa gerzt nú yfir hátíðarnar að ís- lenzkir togarar fóru með botn- vörpur mn á netasvæði Grindavíkurbáta og eyðilögðu verðmæti fyrir milljónir króna. Þessir atburðir áttu sér stað, þegar Grindavíkurbátar lágu í höfn á föstudaginn langa. Formenn í Grindavík telja sig hafa fengið loforð Land helgisgœzlunnar fyrir þvi að netasvœðisins yrði gœtt, en forstjóri Landhelgisgœzlunn ar neitar afdráttarlaust að hafa gefið slík loforð. Það liggur hins vegar í aug um uppi, að Landhelgisgæzl an á að veita slíka vemd eftir því sem í hennar valdi stendur. Jafnframt því, sem krefj- ast verður fyllstu rannsókn- ar á þessu máli og að ábyrgð verði komið fram á he'ndur hinum seku, verður að gera gagngerar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkir at- burðlr endurtaki sig. Til þess að ná því marki virðist bæði nauðsynlegt að endurskoða starfsreglur Landhelgisgæzl- unnar og setja nákvæmar reglur um veiðar togaranna í fiskveiðilandhelginni, ef rétt þykir við nánari athug un að leyfa þær framvegs- Ýtarlega er sagt frá at- hurðum þessum á bls. 3. Við missium öBB netin oBckar ■ bls. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.