Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 9
iíii©vikudaginn 20. aprð 1900. 9^ ÞjóðleikhúsiS — vestur- og norðurhlið verk, sem náð hafa miklum vinsældum hjá leikhúsgest- • um, og hafa verið mjög vel • sótt. ) Þegar litið er til baka yfir ) starfsemi Þjóðleikhússins s.l. ? tiu ár verður flestum Ijóst, ( að mikið hefur áunnist. Heims ( þekkt og erfið verk hafa verið ( flutt þar á leiksviðinu og £ margar af þessum sýningum ) hafa verið listrænar og tekizt ) mjög vel, en aðrar miður en ) skyldi, eins og alltaf gerist á ) öllum leikhúsum. i Reynslan hefur þroskað \ ? ? ? ? ? ? ? J ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? Úr íslandsklukkunni ? — Brynjólfur Jóhannesson ( sem Jón Hreggviðsson ( bæði stjórnendur og listafólk j stofnunarinnar, svo að í fram ) tíðinni verða gerðar háar ) kröfur til alls þess, sem flutt ) verður á sviði Þjóðleikhúss ís ? lendinga. ( KL. J. i Verkefni Þjóðleik hússins frá byrjun Leikrit 85 Óperur og óperettur 13 Ballettar 6 Eriendir gestaleikir, óperur, íeikrit og ballettar 14 Samtals 118 (Skálholt meðtalið) íslenzk leikrit 22, þar af 5 gamanleikir. Erlend drama 35. Erlendir gamanleikir 29. Sýningarf jöldi leik- hússins 2131, þar af 3 sýningar erlendis. 155 sýningar úti á landi í flestum bæjum og kaupstöðum landsins. Tala leikhúsgesta frá upphafi til þessa dags 973.453, þar af tæplega 35 þúsund úti á landi og erlendis 1458. Um 70% sæta eru setin að meðaltali á sýningu. Það er hagstæðari tala en þekkist hjá Norðurlandaleikhús- unum, sem flest eru með 50—60% Tekjur: Seldir aðgöngumiðar frá byrjun til þessa dags: 35.600.000,00. Halli á rekstri ótrúlega lítill. Erlendir leikstjórar og hljómsveitarstjórar 11. — Meðal þeirr'a einhverjir þekktustu leikstjórar í Evrópu, eins og t.d. prófessor Rott frá Vínarborg, Sven Áge Larsen frá Kaupmannahöfn, prófessor Walter Firner frá Vínarborg og Walter Hudd frá London. Tala leikara: 16 A-samningi. 4 B-samningi. 15 C- samningi í vetur. — Starfsfólk á árslaunum um 50, á kvöldkaupi, sem vinnur að staðaldri 35. — Leiklistar- skólinn 10 nemendur. — Listdansskólinn 200 nem- endur. • í þjóðleikhúsráði eiga sæti: Vilhjálmur Þ. Gíslason, formaður, Haraldur Björnsson, leikari, Gylfi Þ. Gísla- son, ráðherra, Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur, Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins. Má ekki segja satt um útfluttar landbúnaöarvörur? Því er stöðugt haldið fram í ræðu og riti, að 97% af öllum út- flutningi íslendinga sé sjávarafli, og mun þá átt við verðmæti. Þetta heyrist af og til í blöðunum og iðulega í útvarpinu, og ævinlega er lögð á bað mikil áherzla. Vafa- laust hefur þetta einhvern tima verið rétt, en nú um nokkur ár hefur það verið fjarri lagi. Þegar þessu var haldið fram árið 1958, var það ekki lengur rétt, og síðan hefur útflutningur á búvörum auk izt, svo að þessi fullyrðing fjar- lægist sannleikann með ári hverju. Hver maður, sem les Hagtíðind- in, getur reiknað út, hvað rétt er í þessu efni, a. m. k. að mestu leyti. Sannleikurinn þarf því ekki að dyljast neinum, hvorki í mál- stofum Reykjavíkur né á efstu af-! dalabæjum. Hagtíðindin segja í 1. hefti þessa árs, að allur útflutningur frá fs-| landi árið 1959 hafi numið rúm-, lega 1059 milljónum króna. Jafn-1 framt ,segir þar, að kindakjöt fryst hafi verið flutt út fyrir 19,518 milljónir og ull fyrir 20,075 millj. Ullin hlýtur öll að vera af sauð- fé og sama er að segja um gærur, sem voru fluttar út á árinu fyrir 31,723 milljónir króna. Loks voru svo garnir fluttar ,út fyrir 3,389 milljónir. Samkvænít þessu eru sauðfjárafurðir fluttar út fyrir 74,7 milljónir króna, en það nemur rúmlega 7% af öllum út- flutningi. Þetta verðmæti leggur þá sauðfé til í útflutninginn, en að vísu er sáralítið af öðrum bú- vorum flutt úr landi. Þó eru skinn og húðir saltað 1,8 millj. króna, og mun það mest eða allt af búpeningi. Loðskinn eru flutt út fyrir 1,7 miilj. króna, og af iþeim er ekki sjávarafli, nema það, sem vera kann af selskinn- um. Gamlir málmar eru fluttir út fyrir um 1,6 millj. kr. Skip og skipsvélar eru sennilega veruleg- ur hluti af þessu, en ekki eru þær vörur sjávarafli íslendinga. Loks eru „ýmsar vörur“ fluttar út fyrir 13,844 milljónir. f þeim lið eru sjálfsagt engar eða mjög litlar sjávarafurðir, því að hreinn sjávarafli er áður talinn í 22 flokkum og endað á fiskroðum. Samikvæmt þessum útflutnings skýrslum Hagstofunnar geta út- fluttar sjávaæafurðir árið 1959 varla numið mikið meiru en 91% af öllum útfluttum vörum. Það er sú tala, sem sýnir nýjasta sanhleikann í þessum efnum. Þeir, sem vilja, geta reiknað út meðaltal nokkurra ára og haldið fram sínum tölum samkvæmt því. En það er rétt að geta þess, þegar svona hlutfallstölur eru nefndar, við hvað þær eru miðað- ar, hvort það er síðasta ár eða meðaltal nokkurra ára eða jafn- vel eitt ár fyrir alllöngu, t. d. 1953 eða 1954. mikii nauðsyn á aukinni fjöl- breytni í atvinnuvegum og út- flutningsvörum. Því er ástæða til að gleðjast yfir henni, hvar sem hún kemur fram á heilbrigðum grundvelli. Þær 74,7 milljónir króna, sem útfluttar sauðfjáraf- urðir færa inn í landið, eru að vísu ekki nema liðug 7% af út- flutninigsvarðmætinu. En þær eru þó fyllilega á móti helmingi þess, sem fékkst fyrir alla síld og síldarafurðir, sem út voru fluttar 1959. Þær eru næstum því nákvæmlega jafnmikið og fékkst fyrir alla útflutta skreið á því ári. Þær meira en dugðu til að greiða allar kornvörur, sem fluttar voru inn í landið, bæði til skepnufóðurs og manneldis. Það er líka óhætt að segja, að þær hafi dugað til þess að greiða aliar innfluttar rekstrarvörur landbúnaðarins á íslandi, fóður- vörur, áburð, beznín og olíur. Allir íslendingar hljóta að fagna þessum útflutningi sauðfjárafurða og halda því á lofti að eitthvað er þó verið að gera til þess að öll viðskipti landsmanna við aðrar þjóðir byggist ekki á einni at- vinnugrein. Guðm. Ingi Kristjánsson. Magnús kemur ekki Upplýsigadeild sendiráðs Bandaríkjanna hefur tilkynnt, að ekki geti orðið af fyrirhugaðri komu hr. Magnúsar Kristoffer- sens bókavarðar hingað til lands að sinni, þar eð hann hafi for- fallazt vegna veikinda, sem muni valda því, að hann verði ekki ferðafær í nokkra mánuði. Hins vegar er tilkynnt, að hann eða annar bókasafnafræð- ingur í hans stað muni koma hingað undir haustið, halda námskeið í bókasafnafræðum og flytja fyrirlestra um skólabóka- söfn. Fræðslukvöld Garðyrkju- félagsíns Annað fræðslukvöld Garð- yrkjufélags Islands á þessum vetri verður haldið miðvikudag- inn 20. apríl í Iðnskólahúsinu á Skólavörðuholti og hefst kl. Þessar nýju tölur um útflutn- ing hagga í engu þeirri staðreynd að öll verzlun íslendinga og af- koma þeirra byggjast að langsam lega mestu leyti á sjávarafla. Þær draga ekki úr þeirri nauð- syn, isem þjóðinni er á fiskveiða- réttindum kringúm landið. Lega landsins og öll skilyrði gera það eðlilegt og óhjákvæmilegt að sjávarútvegur sé fremstur þeirra atvinnugreina, sem fólkið stund- ar. Jafnframt er landsmönnum þó 20,30. Gunnar Hannesson verzlunar- maður og Kristmann Guðmunds- son rithöfundur ræða um skrúð- garða við heimahús. Athygli er vakin á, að öllum er heimill aðgangur, og ættu á- hugamenn um garðrækt að not- færa sér þessa fræðslustarfsemi Garðyrkjufélagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.