Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 2
2 T f MIN N. miðvikudaginn 20. a|>ríl 1960. „Missliai - verðum nilegaaðhæ sa baturmn, sem harðast §pjaj|ag vjg Hrólf Gunnarsson, skipstjóra á Sæljóni RE. 317, er bátur hans lagðist að bryggju í Grindavík í fyrrinótt slyppur afla og snauður véiðarfærum - eftir herferð íslenzkra togara inn á netasvæði bátanna var úti vegna ágangs togar- anna, var Sæljón RE-317. Það fann ekkert af netum sín- um, missti allar trossurnar, sjö að tölu Netatjónið eitt um 300 þúsund krónur fyrir utan aflatjón — til vertíðarloka, því að erfitt mun að afla neta nú, er svo áliðið er vertíðina. Við hittum skipstjórann á Sæ- ljóni á bryggjunni, Hrólf Gunn- arsson, ungan mann og föngu- legan. Hann er þungur á brún enda kominn harla tómhentur að landi. Hrólfur skipstjóri býð- ur okkur um borð og sýnir okkur sundurslitin bólfærin og skorin. Þá býður hann okkur í lúkarinn og hressir okkur á kaffi. — Þið hafið orðið hart úti Hrólfur, þykir mér. — Já, það er ljótt að lenda í þessu núna, þegar aflinn er-'að glæðast. Venjulega hefur seinni partur aprílmánaðar verið drýgstur hér í Grindavík. Net ófáanleg — Ykkur hefur ger.gið vel fram að þessu? — Já, við vorum búnir að fá 702 tonn, það sem af er vertíð- inni. Skírdagur var bezti afla- dagurinn, sem komið hefur hér í Grindavík, þá var méðalafli á bát 341/2 tonn við fengum 54y2 lest. — Þið hafið orðið varir við tog- arana á skírdag? — Já, þeir voru allt í kringum svæðið. Þeir töldu 16 úr landi með kíki. — Ég kallaði upp skip- herrann á Ægi, þegar við vorum búnir að leggja netin, og fór þess á leit við hann, að- hann gæfi togurunum upp netasvæðið. Við lögðum á sama svæði og daginn áður, kannske ívið innar. — Við vorum með þeim, sem einna dýpst lögðu, vorum í austurjaðr- inum á netasvæðinu á 94 föðm- um. Varðskipiun var vel kunnugt um legu netasvæðisins, það var á þeim grösum á miðvikudag. Net ófáanleg — Gg þú hefur fengið þyngstar búsifjarnar? — Já, við misstum öll netin okkar. Óðinn fann aðeins eina trossu og Máni tvær. Ég sé ekki fram á að við komumst út á næst unni, við eigum engin net og þau munu víst ófáanleg núna — eða að minnsta kosti torfengin. * Hypjið ykkur í burtu — Hafið þið á Sæljóninu orðið fyrir barðinu á togurunum áður? — Jú, það er ekki laust við það. Það var 28. marz síðast lið- inn. Við lögðum þá netin 18—20 sjómilur ; suð-suð-austur frá Grindavík — um 11.5 sjómílur frá grunnlínu. Þegar við hófum að leggja netin sáum við reyk af togara, sem var að toga víðs fjarri okkur. Er við höfðum lokið við að leggja netin er togarinn kominn fast að okkur og virðist ætla að fara beint yfir netin, sem við vorum að enda við að leggja. — Við höfðum fylgzt með ferðum togarans og ég hafði reynt hvað eftir annað að ná sambandi við hann gegnum tal- stöðina, en án árangurs — tog- arinn anzaði ekki. Er okkur var Æskan spurði um sjávarútveg Að tilhlutan Rotary-klúbbs Akraness var. starfsfræðsludagur haldinn á Akranesi á annan í páskum, hinn fyrsti þeirrar tegundar þar í bænum. Þar flutti Ólafur Haukur Árnason, skólastjóri Gagnfræðaskólans, ávarp og Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, ræðu. Starfs- fræðsla þessi var ágætlega sótt og sýndi mjög mikinn áhuga hjá unga fólkinu á því, að fræðast um hinar ýmsu atvinnugreinar þjóðfélagsins. Eiga þeir, sem að þessari nýjung stóðu, beztu þakkir skildar fyrir framtak sitt. Upplýsingar voru veittar um 80 starfsgreinar og þarna mættu til að afla sér fróðleiks 233 menn. Áhugi á útgerSinni Eins og vænta mátti af Akur- nesingum, spurðu flestir um sjávarútveg og skyld störf eins og skipsjórn og vélstjórn, eða 155 og komst engin starfsgrein þar í námuna. Töluvert var spurt um ýmsar iðngreinir. Til dæmis spurðu 40 um húsgagnasmíði, 36 um bifvélavirkjun, 35 um prentiðn og 27 um útvarpsvirkj- un. Hvað langskólanám áhrærði, var mest spurt eftir læknisfræði eða 18. 10 reyndust hafa áhuga á blaðamennsku. Margar vilja fljúga Stúlkur spurðu mest eftir flug- freyjustörfum, eða 60. 57 spurðu eftir hjúkrun, 49 um hárgreiðslu, 34 um kvenlögreglustörf, 33 um húsmóðurstörf og 31 reyndust hafa áhuga á fóstrustarfi Skoðaðir vinnustaðir Þrjár fróðlegar kvikmyndir voru sýndar: um fiskveiðar og fiskverkun, erlend starfsíþrótta- mynd og amerísk mynd sem ber heitið: Hús handa öllum, og sýn- ir hún hvernig hús er byggt. Þátttakendum var gefinn kost- ur á að skoða eftirtalda vinnu- staði í bænum og notuðu þeir sér það að sjálfsögðu: Sements- verksmiðjuna, nótastöðina, drátt arbrautina, trésmíðaverkstæði Guðmundar Magnússonar og frystihús Haraldar Bö.ðvars- sonar. Kemur enginn í brúðkaupið? NTB — London, 12. apríl. Brezk blöð eru nú mjög ugg- andi vegna þess, hve fáir kon ungbornir menn virðast ætla að þiggja boðiö um að verða viðstödd brúðkaup Margrét- ar prinsessu og hirðljósmynd- arans hennar. Virðist aðall- inn ekki ætla að sætta sig við svo ótiginn mann í brezku konungsf j ölskylduna. Vitað er, að furstinn af Monaco og kona hans Grace, hafa þekkzt boðið, svo og Danaprinsessa, eh ekki er vit að um fleiri aðila. Bæði konungsfjölskyldur Svíþjó^- ar og Noregs hafa boðað for- föll. Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri á Sæljóni — Misstum öll netin okkar kringum netasvæðið og ég er illa svikinn, ef hann hefur ekki verið einn þeirra, sem setti í netin. Af ásettu ráði Ijóst, að togarinn ætlaði að toga beint yfir veiðarfærin, sigldum við að togaranum og kallaði ég upp í brúna og sagði þeim frá því að þeir væru að fara í netin okkar. — Þetta var togarinn Marz. Skipstjórinn svaraði því einu til að við skyldum strax taka netin upp og vera ekki að flækjast fyrir, þetta svæði ætti hann, — ef við tækjum ekki upp netin, þá skyldi hann gera það sjálfur. Skipstjórinn lét ekki skipast við fortölur okkar og togaði yfir netin þrátt fyrir að- varanir okkar og gjöreyðilagði 8 net. — Ég hef ekki rekizt í þessu,1 “rnh lögðú'’neTin en tók það nú fram við réttar- höldin. Togaramórall? Rúsínan kom svo daginn eftir. Þá kallaði Marz okkur upp er við komum að vitja um netin og sagði okkur að draga upp netin þegar og hypj,a okkur í burtu með þau. Einnig bað skipstjórinn okkur um að skila því til hinna bátanna að hypja sig líka, ef þeir vildu ekki missa veiðarfærin. — Fjölda margir hlustuðu á þetta samtal, sem okkur fór á milli og geta borið vitni um. — Var Marz á þessu svæði á skírdag? — Já, Marz var anna, sem voru á einn togar- þessu svæði — Telur þú að hugsazt geti, að þetta sé óviljaverk hjá togurun- um? — Nr ?r af og frá. Neta- svæðið uryggilega merkt og þar að auki voru togararnir allt í kringum svæðið á fimmtudag- in og gátu fylgzt með því er bát- Þetta er því ekki óviljaverk, heldur unnið af ásettu ráði og togaraskipstjór- arnir hafa enga frambærilega afsökun fram að bera fyrir þess- um skemmdarverkum. —t— Sálumessa Síðasta tónlistaxkynnining- in á þessum vetri verður í hátíðasal Háskólans á morg un, föstudaginn langa, kl. 5. Verður þar flutt af hljóm- plötutækj um skólans sálu- messa (Requiem) Mozarts. Þetta er síðasta verk meist- arans, og.hann dó frá þvf ó- fullgerðu, en lærisveinn hans Sussmayer, gekk frá því að honum látnum. Flytjendur eru einsöngvarar og kór Vínar óperunnar, stjórnandi Eugen Jochum. Guðmundur Matthíasson tónlistarkennari flytur inn- gangsorð og skýringar. — Að gangur er ókeypis 0g öllum heimill. Styðja sænska stéttarbræður Félag sænskra hljóðfæra- leikara (Svenáka musikför- bundet) á um þessar mundir í kaupdeilu við Samband hljómplötufyrirtækja í Sví- þjóð (Grammofonleverantör- ernas Föring). Af þessum sökum hafa hljóðfæraleik- ararnir ákveðið að starfa ekki fyrir hljómplötufyrir- tækin meðan deilan er óleyst. Alþjóða samband hljóð- færaleikara (FIM) hefur á- kveðið að veita Svíunum full an stuðning í deilunni, og hefur skrifað öllum félögum, sem að sambandinu standa, og beðið þau að vara félags- menn við að taka að sér nokk ur störf við hljómplötu upp- tökur fyrir hin sænsku hljóm plötu fyrirtæki. Félag ís- lenzkra hljómlistarmanna er aðili að FIM, og biður það félaga sína aö varast að taka að sér nokkur störf fyrir þau sænsku fyrirtæki, sem í hlut eiga. (Frá FIH) Árshátíð í Árnessýslu Framsóknarfélögin í Árnessýslu halda hina árlegu árs- hátíð sína í kvöld, síðasta vetrardag. Samkoman verður í Þjórsárveri í Villingaholtshr. og hefst hún kl. 9 s.d. Dagskráin er að vanda fjölbreyct, og er vel til henn- ar vandað. Ræður flytja Gísli Guðmundsson, alþm. og Helgi Bergs, verkfr. Hinn vinsæli gamanleikari Hjálm- ar Gíslason, flytur nýja skemmtiþætti Erlingur Vigfús- son, hinn nýi og efnilegi tenór, syngur. Fyrir dansinum leikur hljómsveit Óskars Guðmunds- sonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.