Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 12
12 T f MI N N, miðvikudaginn 20. apríl 1960, . . /,s,. RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Stórsigur siglfirzkra skíðamanna á landsmótinu í Siglufirði um páskana Skíðalandsmótið, sem háð ffi . f i f • . ni'l* ii , í«/ var í Siglufirði um páskana, Hlutu sjo Islandsmeistara - Keykvikmgar hlutu tjora var mikill sigur fyrir sigl- f f f . . í f* *>• , firzka skiðamenn og konur. Islandsmeistara - Istiroingar tvo og rljotamenn emn. Alls hlutu Siglfirðingar sjö _ . . , n. ^ . f . isiandsmeistara - þar af - Goö iramkvæmd ðkiöalandsmotsins. varð Kristín Þorgeirsdóttir i fjórfaldur meistari — og var það meira en öll önnur héraðs sambönd hlutu samanlagt. Reykvíkingar fengu fjóra ís- landsmeistara — Eysteinn Þórðarson sigraði í þremur greinum, og varð einnig ís- landsmeistari í fjórðu grein- inni, sveitakeppni í svigi, og sannaði því enn einu sinni yfirburði sína yfir aðra ís- lenzka skíðamenn í alpagrein um. Eysteinn varð einnig þriðji í stökkkeppninni. Skíðalandsmótið hófst s.l. miðvikudag og má segja, að síðan hafi allt snúizt um skíðafólk og skíðakeppni í Siglufirði. Veðurguðirnir voru heldur óhagstæðir fram- kvæmdaneíndinni í upphafi mótsins og varð því að breyta nokkuð niðurröðun keppnis- greina, frá því sem upphaf- lega var ákveðið. Síðustu dag- ana var hins vegar sæmilegt veður. Mótið fór vel fram í alla staði og var fram- kvæmdanefndinni til hins mesta sóma Talsvert var um aðkomufólk sem fylgdist með keppninni — og Siglfirðing- ar fjölmenntu á keppnisstað- ina. Allar alpagreinarnar voru háðar á Ráeyrardal, en skíða- stökkið við Litla bola Stökk- keppnin átti að fara fram í stærri braut, sem leyfir 60 metra stökk en sökum snjó- ieysis varð að breyta til Keppni á miðvikudag Eins og áður segir hófst landsmótið á miðvikud. fyrir' páska með keppni í 15 km. göngu og flokkakeppni í svigi. Göngukeppnin fór fram við Skíðafell og voru keppendur 18. Sveinn Sveinsson, Siglu- firði, sigraði í göngunni og varð því fyrsti íslandsmeist arinn að þessu sinni. Sigri hans var að vonum fagnað mjög af áhorfendum — og má segja, að Svéinn hafi með sigri sínum lagt 'horxí-' steininn að hinum miklu sigrum Siglfirðinga á mót- inu. Úrslit í göngunni urðu þessi: 1. Sveinn Sveinsson, S 1:06,33 2. Matthías Sveinss. í 1:07,52 3. Sigurjón Hallgr.s. F 1:08,31 4. Gunnar Pétursson f 1:08,46 5. Sigurður Jónsson í 1:09,02 6. Helgi V. Helgas. Þ 1:10,16 Þegar keppendur höfðu lokið fyrri hring hófst keppni i skíðagöngu 17—19 ára og voru keppendur þrir. Skarphéðinn Guðmundsson, Siglufirði, — yfirburðasigurvegari í skíðastokki Gengu þeir einnig 15 km. og vakti það mikla athygli, að allir þrír náðu betri tima en íslandsmeistarinn i 15 km. göngunni. Vakti þetta að vonum miklar umrœður meðal áhorfenda og kepp- enda — og var einna helzt fallizt á þá skýringu, að fceri hafi verið eitthvað betra, þegar á leið, og pilt-arnir notið góðs af þvi. Úrslit urðu þessi: 1. Birgir Guðlaugss. S 1:05,25 2. Stefán Jónsson Ak 1:05,49 3. Atli Dagbjartsson Þ 1:05,57 Þá fór einnig fram keppni drengja 15—16 ára og var brautin 10 km. Úrslit urðu þessi: 1. Kristján R. Guðm. í 38.37 2. Gunnar Guðm.son S 41.01 3. Þórhallur Sveinss. S 44.16 Öryggisútbúnaðurinn brást Þennan sama dag var einnig keppt í flokkakeppni í svigi. Fyrirfram þótti sveit Reykjavíkur sigurstrangleg- ust — og kom það því mjög á óvart, að þeyar hinir f j órir keppendur hverrar sveitar höfðu lokið fyrri um ferðinni, en auk Reykvíkinga j kepptu Siglfirðingar og ís-1 firðingar, hafði siglfirzka j sveitin um 20 sekúndum1 betri tíma en sveit Reykja- víkur. En keppninni var ekki lokið — og þar átti sér stað mesta óheppni mótsins. Þegar þrír fyrstu menn í sveit Siglfirðinga höfðu far ið brautina var tími Siglfirð inga orðin 26 sek. betri en nœstu sveitar — og allt virt ist benda til öruggs sigurs sveitarinnar. Bogi Nilsson var siðasti keppandi Sigl- firðinga — og hann fór brautina af miklu öryggi til að byrja með. En skyndilega varð breyting á. Bogi stanz- aðix þvl öryggisútbúnaður- inn á bindingunum hafði bilað. Boga tókst þó nokk- uð fljótt að laga bindingarn ar og hélt áfram ferðinni. En hann hafði aðeins farið skammt, þegar öryggisútbún aðurinn brást aftur — og varð Bogi þá að ■lokum að hœtta keppni, enda aðstaða hans orðin alveg vonlaus. — Þarna breyttist að þvi er virt ist öruggur sigur i tap á skammri stundu. Sveit Rvlk Eysteinn Þórðarson sannaði enn yfirburði sína ur sigráði þvi, og ísfirðingar urðu í öðru sœti. Beztan brautartima áUi Árni Sig- urðsson, ísafirði, 64,1 sek. Úrslit urðu þessi: 1. Sveit Reykjavikur: 453 sek. Ólafur Nílsson 108,4 (54,2+54,2) Guðni Sigfússon 130,7 (64,0+66,7) Svanb. Þórðarson 106,9 (52,4+54,5) Eysteinn Þórðarson 107,0 (52,2+54,8) 2. Sveit ísfirðinga 466,2 sek. Óli G. Guðmundss. 137,7 (75,7+62,0) Árni Sigurðsson 104,1 (51,3+52,8) Samúel Gústafss. 117,9 (58,8+59,1) Kristinn Benediktss. 106,5 (50,5+56,0) 3. Sveit Siglfirðinga sek. Gunnl. Sigurðsson 109,2 (54,7+54,5) Hákon Ólafsson 106,3 (52,0+54,3) I Jóhann Vilbergsson 105,7 (51,4+54,3) Bogi Nílson (54,4) Úr leik. Kristinn sigraði Eystein Næsta dag, fimmtudag, fór fram keppni í svigi karla og kvenna. Þar bar einkum til tíðinda, að Eysteinn Þórðar- son varð að láta sér nægja annað sætið — en svigið hef ur einmitt verið hans bezta grein. Kristinn Benediktsson frá ísafirði bar sigur úr být um — og náði hann tveimur tíundu úr sek. betri tíma en Eysteinn. Þessir tveir Olymp íufarar skáru sig nokkuð úr. í fyrri umferðinni náði Krist inn beztum tíma, 67 sek. — Eysteinn fór brautina á 68,8 sek. og Hákon Ólafsson Siglu firði náði sama tíma. í síðari umferðinni náði Eysteinn beztum tíma 68,7 sek. — eða aðeins betri tíma en í fyrri umferðinni. Kristinn fór brautina á 70,3 sek. — sem nægði til sigurs, en Hákon á 71,0 sek. Úrslit í greininni urðu þessi: 1. Kristinn Bened. ís. 137,3 2. Eysteinn Þórðars. R 137,5 3. Hákon Ólafsson S 139,8 4. Árni Sigurðsson, ís. 143,0 5. Leifur Gíslason, R 144,8 6. Gunnl. Sigurðss. s 148,3 7. Svanb. Þórðarson R 149,3 8. Bjarni Einarsson R 152,7 9. Ólafur Nílsson R 152,9 10. Bogi Nílsson, S. 153,7 32 keppendur luku keppni. í svigi kvenna luku þrjár keppni. Þar sigraði Kristín Þorgeirsdóttir, Siglufirði á 84,5 sek. aðeins 2/10 úr sek. á undan Karólínu Guðmunds dóttur, Reykjavík. Þriðja varð Sjöfn Stefánsdóttir, Siglufirði, á 100,6 sek. Litlu munaði að Kristín, sem síð- ar sannaði yfirburöi sína í öðrum keppnisgreinum kvenna á mótinu, yrði af ís- landsmeistaratitlinum. Hún féll í brautinni og tafðist mjög við það. Á föstudaginn langa var ekki keppt, en keppendur Myndir frá skíðalands- mótinu, sem birtast áttu meft þessari grein, kom- ust ekkí ti! blatisins í gær vegtna emhverra mistaka flugafgreröslu á Akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.