Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 3
2«. apríl M60. 3 2 TOGARANNA VORU STAÐN IR AÐ SKEMMDARVERKUNUV Komið að togurunum Agli Skallagríms- syni og Gerpi, inni á netasvæðinu Mesti afladagur, sem komiS J hefur í sögu Grindavíkur var á skírdag. Meðalafli á bát var 34 V2 lest, en átta bátar voru með yfir 50 lestir og þeir hæstu með yfir 60. Þegar bátarnir lögðu net sín voru þeir vongóðir um að næst þegar þeir vitjuðu netanna væru þau full af fiski. Þetta fór þó öðruvísi en áhorfðist. Er bátarnir, sem áttu netatross- ur sínar lengst frá landi, gengu frá netum sínum á skírdags'kvöld scttu þeir upp ljósbaujur á 4 tross ur. Gunnar Magnússon skipstjóri á m. b. Arnfirðing kallaði upp varðskipið Ægi og tjáði skip- herra að r.ettar hefðu verið upp ljósbaujur á dýps-tu netatrossurn- ar, 10%—'1 sjómílur frá hæsta punkti í radar á Krýsuvíkurbjargi og svo tvær ljósbaujur í suðaust- ur frá þessum punkti og ein Ijós- bauja í vestur frá þessum punkti. Bað Gunnar varðs'kipið að gæta þessa svæðis, því að innan við Ijósbaujurnar væri aðalnetasvæði Grindavíkurbáta. — Þessu lofaði skipherra varðskipsins að gert yrði eftir því sem tök yrðu á. — Sæljón hafði einnig samband við varðs'kipið Ægi af sama tilefni. Tómas Þorvaldsson útgm. í Grindavík simaði einnig til Péturs Sigurðssonar forstjóra Landhelgis- gæzlunnar og fór þess 'einnig á leit að haft yrði eftirlit með neta- svæði bátanna, en mun hafa feng- ið loðin svör um, hvort unnt yi'ði að hafa fullt eftirlit með bátun- um, en greinilegan ádrátt um að það yrði reynt eftir föngum. Á aðfaranótt laugardags fóru Arnfirðingur og Hrafn Svein- bjarnars-on, þrátt fyrir slæmt veð- ur út á netasvæðið. Veður var svo slæmt, að ékki var dragandi, en bátarnir fóru fyrst og fremst til þess að skipta um rafhlöður á baujuljósunum. Egill Skallagrímsson Bátarnir urðu varir við töluvert af togurum, einkum Arnfirðingur. Veittu þeir þó togurunum enga sérstaka athygli í fyrstu. Leituðu bátarnir að trossum sínum, sem voru aðallega á svæðinu, þar sem þær voru einna þéttastar. Þegar kom á svæðið veittu þeir á Arnfirðingi því strax eftirtekt, að margt var öðruvísi en átti að vera, því ekki sást nema hluti af bólunum. — Þá fyrst flaug þeim í hug að togararnir hefðu farið inn á netasvæðið. Tóku þeir nú eftir að flestir togaranna voru að fara eða voru á förum. Þó var þar enn einn er lét reka og fór Arnfirðingur að hon- um. Var það togarinn Egill Skallagrímsson. Mannskapurinn var í aðgerð á þilfai'i. Sigldu þeir kringum togarann og sáu þá að í vörpuhlerunum, sem héngu í gálgum, hékk mikið af netadrusl- um með fiski í. Gerpir staðinn að verki Á leiðinni út á netasvæðið hafði Arnfirðingur komið nálægt togaranum Gerpi og'sýndist hann þá láta reka, en ekki veittu þeir I á Arnfirðmgi Gerpi séi'staka at- hygli í það skiptið. Skömmu eftir að þeir höfðu farið að Agli Skallagrímssyni sjá þeir hvar Gerpir kemur inn á netasvæðið, þar sem Arnfirðingur var að svaga. Sjá skipverjar Arnfirðings að hann kastar þar vörpunni og tekur að toga. Þegar Gerpir hafði kastað troll- mu kallaði skipstjóri Arnfirðings upp varðskipið Þór og sagði skip- herra frá, hvernig ástatt værí á netasvæði Grindavíkurbáta og að einn togari væri að kas'ta trolli þar sem þéttastar væru netatross- urnar. Þór var í það mikilli fjarlægð að hann gat ekki veitt hjálp þeg- ar í stað, enda kvað skipherra Þórs sér ókunnugt um legu neta- svæðisins, að það lægi svo utar- lega, sagð'.st hafa haldið að það væri um átta mílur frá grunn- línu, en eins og kunnugt er hafa togararnir nú undanþáguleyfi til veiða inn að átta mílum á þessu svæði. Flotvarpa — okey Skipstjóri Ainfirðings kallar þá á Gerpi og spyr skipstjóra togar- ans, hvort hann ætli virkilega að trolla yfir netasvæðið, þar sem netatrossurnar væru svo þéttar, sem bólin segðu til um. Skipstjórinn á Gerpi taldi það ekki mundu saka þótt hann troll- aði yfir trossurnar, hann væri með flotvörpu og þar í ofan sæi hann engin ból. — Hinn svaraði því til að hvað flotvörpuna snerti, þá hlyti hann að skilja það, að ef bólfærin væru slitin af netun- um, þá værú þau bátunum ónýt eign, því að þau lægju á allt upp í 100 faðma dýpi. Gaf sig Skipstjórinn virtist láta skipast við þessar fortölur og hífði fljót- lega upp og sáu þeir á Arnfirð- ingi, að netadiuslur hengu fastar á öllum hlerum og skáru skip- verjar togarans þær burtu. Að þessum atburðum liðnum fór Arnfirðingur að leggja af stað til lands. Vindur var allhvass og stóð beint á land. Á leiðinni til lands, fyrir innan aðalnetasvæðið tíndu skipverjar á Arnfirðingi upp 10 netabaujur með bólfærum og einnig nokkra netabúta, sem á floti voru — fullir af fiski. Hrafn Sveinbjarnarso/n stóð skemur við á svæðinu og fylgdist lítt með ferðum togaranna, en týndi upp 4 baujur á leið til lands og sömuleiðis nokkra neta- búta eins og Arnfirðingur — fulla af fiski. Skipstjóra á Ársæli Sigurðssyni, sem var ú'i við net á skírdag sagðist svo frá að hann hefði talið 16 togara að veiðum kringum neta svæðið. Togararnir erfiðir Á páskadag fóru nokkrir bát- anna út að leita að netum sínum, þar á meðal m.b. Særún. Skip- stjórinn á Særúnu segist hafa heyrt og seð togarana stefna hvað eftir annað inn á netasvæðið, en þá var varðskip við gæzlu og taldi skipitjói'inn að varðskipið hafi þurft að beita sér til að (Framhald á 15. síðu). Slitnar trossur og rifln þorskanet lágu elns og hráviði um allar bryggjur í Grindavík í fyrrlnótt, er tiðindamenn og Ijósmyndari Tímans brugðu sér þangað suður eftir. Myndin sýnlr eina dræsuhrúguna. — (Ljósm.: K. M.). Hafnfirsk húsmóðir bjargar sjö ára dreng frá drukknun Þriggja barna móðir sýnir fádæma snarræði og hreysti í gær vann þrítug húsfreyja i Hafnarfirði frækilegt afrek er nún bjargaði 7 ára dreng frá drukknun í djúpri tjörn fyrir ofan sfíflu í HafnarfjarS arlæk. Var drengurinn að dauða komin er hjálpin barsf. Samkvæmt upplýsingum lögregl unnar í Hafnarfirði sem kom á vettvang eftir að drengnum var bjargað, víldi slysið til með þeim hætti, að drengurinn var að leika sér á fleka eða kajak úti á tjörn- inni. Mikið dýpi Vatnið er all djúpt á þessum stað. Mun fleytunni hafa hvolft undan drengnum og sökk hann í vatnið án þess að geta veitt sér nokkra björg. Festist í leðju Kona nokkur sá til hans og óð út í tjörnina en festist í botnleðj- unni skammt undan landi og hafði þá vaðið í mitti. Þá bar þar að liusfreyju úr grenndinni, Helgu Scheving, Fögrukinn 19. Hafði hún skjót umsvif, varpaði sér til sunds tafarlaust og synti út á miðja tjörnina. Sökk tvisvar Þá hafði drengurinn sokkið tvisvar til botns en flaut upp aft- ur í bæði skiptin og tókst Helgu að hafa hendur á honum og synda með hann til lands. Hafði hann þá sopið alimikið vatn og var orð inn helblár. Var hamn umsvifa- laust fluttur á sjúkrahús og er á góðum batavegi eftir volkið. Dreng urinn heitir Gísli Gunnlaugsson. Barn á brjósti Frú Helga Scheving hefur sýnt eindæma snarræði og þrek með þessu afreki sínu. Eflaust er talið að drengúrinn hefði drukknað ef hjálpin hefði borizt andartaki seinna. Frú Helga er þrítug að sidri, þriggja barna móðir og er eitt barna hennar enn á brjósti. Það gerir hreystiverk hennar enn frækilegra og verður það vafalaust lengi í minnum haft. PÉTUR segist engu hafa lofað Blaðið sneri sér í gær til Péturs Sigurðssonar, yfir- manns landhelgisgæzlunnar, og bað hann að segja það sem harm vissi um veiðarfæra- tjónið hjá Grindavíkurbátum. Útdráttur úr því, sem Pétur sagði, fer hér á eftir: Þegar Grindavíkurbátar lögðu s. 1. fimmtudag, teygðu þeir sig enn utar en þeir eru vanir, og fóru þar með inn á svæði það, sem allan ársins hring er opið fyrir íslenzka togara, utan við 8 mílur á Selvogsbanka út af Krýsuvíkurbergi. Ægir varaði við Þegar þetta veiðisvæði togara var ákveðið, var ekki gert ráð fyrir að bátar legðu net sín svo djúpt. Þegar bátarnir gerðu það samt sem áður, kom varðskipið Ægir og varaði þá við því, þar sem það gæti leitt til árekstra við togarana, sem voru milli 10 og 15. Enda kom það á daginn, að ýfingar byrjuðu mjög fljótlega milli báta og togara. Á skirdag hringdi Tómas Þor- valdsson, frystihúseigandi í Grindavik, til Landhelgisgæzl- unnar og bað um vernd fyrir þetta netasvæði. Var því neitað á þeim forsendum að á öllu svæðinu milli Hornafjarðar og Vestfjarða eru meiri og minni netalagnir og á Selvogsbanka einum voru 200 bátar, og ef varð- skipin ættu að taka til að gæta þeirra væri skipakostur land- helgisgæzlunnar langtum of lít- ill, og iandhelgisgæzlan hefur aldrei tekið slíka gæzlu að sér. Hins vegar er algengt, að varð- skipin séu kölluð á vettvang til þess að koma á sættum, ef í odda skerst á milli báta og tog- ara. Var Tómasi tjáð, að bátarn- ir mættu kalla á varðskipin til hjálpar, ef þurfa þætti. Varðskipin Ægir, Óðinn og Þór skiptust á um gæzlu á þessu svæði um hátíðina. Veiðarfæri eiga' að vera vel merkt með ljósum, en oft vill verða misbrestur á því. Það get- ur þó verið hættulaust, ef ekki er verið á þeim slóðum, þar sem von getur verið á togurum. Netin eiga að vera með ljósbaujur sína á hvorum enda og víðar ef þurfa þykir, og oftast er leitazt við að 'Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.