Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 5
T í MIN N, mfövikudaginn 30. apríl 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Arfur vinstri stjórnar Þótt ískyggilega horfi nú í efnahagsmálum íslend- inga vegna þess, hvernig ríkisstjórmn hagar aðgerðum sínum, ér þar þó að finna vissar bjartar hliðar. í því sambandi má fyrst og fremst nefna hin ágætu aflabrögð víðast hvar við sjávarsí'ðuna, en þau munu mjög hjálpa til að draga úr þeirri kreppu, sem annars hefði hlotizt af aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Að sjálfsögðu má þakka það að verulegu leyti góð- nm gæftum og fiskigöngum, að svo hefur tekizt til. En hvorugt myndi þó hafa komið að fullum notum. ef ekki ,hefði komið til framtaic og framsým þeirra, sem áður hafa farið með völd. Óneitanlega á útfærsla fiskveiðilandhelginnar, sem vinstri stjórnin hafði forgöngu um vorið 1958. mikinn þátt í þeim góðu aflabrögðum, sem hafa verið á vetrar- vertíðinni. Sá árangur ætti vissulega að vera ný hvatn- ing til þess, að ekki verði neitt hvikað frá því skrefi, sem þá var stigið. Hin mikla aukjiing bátaflotans, sem hlauzt beint og óbeint af verkum og stefnu vinstri stjórnarinnar, á svo að sjálfsögðu ekki lítinn þátt í þeim afla, sem fluttíir hefur verið í land á þessum vetri. Seinustu árin áður en vinstri stiórnin kom til valda, átti nær engin aukning fiskiskipastólsins sér stað. Út- gerðin bjó þá við þau Kjör, að menn höfðu ekki áhuga fyrir að afla sér nýrra fiskiskipa. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þá fór með stjórn sjávarútvegsmálanna, hafði eng- an áhuga fyrir því að ráða hér bót á. Þetta gerbreyttist með tilkomu vmstri stjórnarinnar. Útgerðinni voru búin miklu betri kiör en áður Nýr áhugi skapaðist fyrir því að efla og auka fiskiskipastól- inn. Verstöðvarnar víða um land voknuðu eins og úr dvala. Aðalristjóri Morgunblaðsins varð að játa það. er hann heimsótti ísafjörð og Bolungarvík á síðastl vori, að þar hefði óneitanlega birt yfir á ný á stjórnarárum vinstri stjórnarinnar. Iðnaðurinn í Reykjavík hefði líka haft erfiðari að- stöðu í vetur, ef vinstri stjórnin hefði ekki komið nýju Sogsvirkjuninni upp og þannig afstýrt fyrirsjáanlegum rafmagnsskorti. Og bændur gætu enn síður mætt krepp- unni, sem nú.er framundan, ef vinstri stjórninni hefði ekki stuðlað að meiri framkvæmdum í sveitum en áður höfðu þekkzt. Þannig býr uppbyggingarstefnan í hag fyrir fram- tíðina í stað þess að samdráttarstefnan. sem nú er fylgt, leggur dauða hönd á framþróun og framfarir. Ódæðisverk togara Óhætt er að segja, að fáar fregmr hafa hryggt ís- lenzku þjóðina meira um langt skeið en skemmdarverk íslenzkra togara á Grinoavíkurmiðum í páskavikunm. Þjóðin krefst þess, að það sé upplýst hverjir hafi verið þar að verki og þeir hljóti fyrir maklega refsingu bæði hjá dómstólum og almenningsaiiti. En jafnframt er það krafa þjóðarmnar, að ríkis- stjórnin geri þegar ráðstafanir til pess að slíkt endur- taki sig ekki. Fullnægjandi skorður verði reistar gegn því, að togarar fari inn á veiðisvæði bátanna og sætti þeir sig ekki við það, verði þeim að fullu og öllu vísað úr fiskveiðilandhelginni Hér duga engin vettlmgatök og engin dráttur Stjórn- in verður að gera þessar ráðstafanir tafarlaust. enda stendur ekki neitt í vegi þess, að þetta sé gert strax. ? ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) 5 / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ( / ) ) / ) ) ) ) ) ERLENT YFIRLIT Sigurhorfur Nixons versna Hert sóknin til a<J fá Nelson Rockefeller til framboðs me<S honum SÍÐAN prófkjörin fóru fram í Wisconsin 5. þ. m. hefur sá Uggur farið vaxandi meðal repu blikana, að Nixon muni ekki reynast eins vænlegur til sig- urs í forsetakosningunum og horfur voru á um skeið. í próf- kjörinu í Wisconsin fékk hann færri atkvæði en bæði Kenn- edy og Humphrey, sem voru í framboði hjá demokrötum, enda þótt republikanar séu taldir öllu öflugri en demokrat- ar í Wisconsin. Af hálfu fylgis- manna Nixons er þetta skýrt með því, að margir republikan ar hafi kosið hjá demokrötum í prófkjörinu, því að menn eru þá ekki bundnir við flokka, og hafi þetta stafað af því, að eng- in keppni var í prófkjörinu hjá republikönum, því að Nixon var þar einn í kjöri. í kosning- unum í haust munu þessir repu blikanar skila sér aftur. Próf- kjörið sé því ekki neitt að marka. Enda þótt þetta geti verið að vissu leyti rétt, hafa þessi úr- slit þó heldur set ugg að fylg- ismönnum Nixons. Fleira kem- ur þar einnig il greina, ,sem ýtir undir þennan kvíða. ÞANGAÐ til Nixon fór til Sovétríkjanna á síðastliðnu sumri, fór hann yfirleitt hall- oka í skoðanakönnun fyrir flestum hugsanlegum forseta- efnum demokrata. Á þeim tíma áfti Nelsoh Roekefeller því vax andi fylgi að fagna.sem forseta- efni republikana, því að hann þótti miklu líklegri en Nixon til þess að afla sér stuðnings óháðra kjósenda. Eftir för Nix- ons til Sovétríkjanna breyttist þetta hins vegar og Nixon sigr- aði í öllum skoðanakönnunum um margra mánaða skeið. íhaldssamir republikanar, er ráða flokksvél republikana, snerust þá gegn Rockefeller og sá hann því þann kost vænstan að lýsa yfir því, að hann myndi hvorki gefa kost á sér sem for- setaefni eða varaforsetaefni, heldur myndi hann eingöngu helga sig ríkisstjórastarfinu í New York. Síðustu vikurnar hafa orðið verulegar breytingar á niður- stöðum skoðanakannana. Þær hafa sýnt minnkandi fylgi Nix- ons og vaxandi fylgi forseta- efni demokrata. Seinustu úrslit þeirra benda til, að Nixon myndi tapa fyrir Kennedy og jafnvel fyrir Stevenson. Þessar niðurstöður hafa ekki sízt orð ið til þess að auka óhug meðal republikana. RÉTT áður en prófkjörið fór frám í Wisconsin sendi blaðið „The Wall Street Journal“ fréttaritara sinn þangað til að kynnast viðhorfinu'þar. Meðal republikana er mjög tekið eftir því, sem „The Wall Street Journal“ hefur að segja, en það er lesið af efnamönnum í Banda ríkjunum meira en nokkurt annað blað, enda eina dagblað Bandaríkjann, sem hægt er að kalla landsblað. Það er prentað á sex stöðum í Bandaríkjunum samtímis og hefur því jafnari útbreiðslu um Bandaríkin en nokkurt annað blað. Þótt það sé íhaldssamt í skoðunum, þykja fréttir þess yfirleitt heldur áreiðanlegar, því að það leggur fyrir fréttaritara sína að skýra r® frá staðreyndum. Blaðið heRir líka unnið sér mjög álit í seinni tíð. Það hefur t. d. tvö- faldað upplag sitt síðan 1955 og er nú gefið út í 660 þús. ein- tökum. Það, sem fréttaritari „The Wall Street Journal" hafði að segja um fylgi Nixons í Wiscon- sin var í stuttu máli þetta: Mjög margir kjósendur, sem kusu Eisenhower 1956, munu ekki kjósa Nixon nú. Flestir þessara kjósenda, sem frétta- ritarinn ræddi við, töldu sig ekki geta fellt sig við Nixon persónulega. Það væri eitthvað við hann, sem drægi úr trausti til hans. Nokkrir báru því við, að republikanar væru búnir að stjóma í átta ár og því væri rétt að skipta nú um. Þessar upplýsingar blaðs, sem hefur stutt Nixon, munu vafalítið haft veruleg áhrif á fylgismenn hans. FLESTUM blaðadómum kem ur saman um, að ekkert forseta efni republikana sé sigurvæn- legt, nema því takist að fá veru legt fylgi meðal óháðra kjós- enda og demokrata. Enginn efi virðist vera um það, að flokks- bundnir demokratar eru mun fjölmennari en flokksbundnir republikanar. Samkvæmt sein- ustu skoðanakönnun Gallups skiptast kjósendur í Bandaríkj- unum þannig, að 47% þeirra telja sig demokrata, 30% repu- blikana og 23% óháða. Sigr- ar Eisenhowers hafa byggzt á því, að hann hefur náð fylgi langt út fyrir raðir republikana. Sama gerði Nelson Roekefeller, er hann vann ríkisstjórakjörið í New York 1958. Republiikanar spyrja sig nú meira og meira orðið þeirrar spurningar, hvort Nixon sé lík- legasti maðurinn til að ná fylgi utan við flokkinn. Svörin við þeirri spurningu virðast ekki hagstæð Nixon. Því er nú meira og meira um það rætt meðal fylgismanna hans, að nauðsynlegt sé að fá Nelson Rockefeller til þess að gefa köst á sér sem varaforsetaefni, því að hann myndi draga að óháða kjósendur. Rockefeller virðist hins vegar ákveðinn í því að gefa ekki kost á sér til fram- boðs með Nixon. ÞAÐ, sem ýtti undir fylgi Nixons um skeið og gerði hann að .sigurvegara í skoðanakönn- unum, var för hans til Sovét- ríkjanna og viðræður hans við Krustjoff. Menn eignuðu hon- um að verulegu leyti hið nýja viðhorf, sem gerðist á síðastl. ári í samskiptum Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Nú er nýjabrumið farið af þessari breytingu og það endist Nixon vart fram að kosningum, nema eitthvað nýtt komi til. Þá hafa republikanar mjög bundið von- ir sínar við það, að efnahags- ástandið myndi fara batn- andi í Bandaríkjunum á þessu ári. Meðal annars myndi draga úr atvinnuleysinu. Seinustu töl- ur draga hins vegar mjög úr þessum vonum, því að atvinnu- leysingjunum fjölgaði verulega í Bandaríkjunum í marz, en sérfræðingar stjórnarinnar höfðu hins vegar spáð því að þeim myndi fækka. Ef þessu heldur áfram, munu kosningahorfur Nixons og republikana ekki batna. Haldi þær áfram að versna, er það ekki ólíklegg spáð, að sú hreyf- ing skapist, að republikanar verði að tefla Nelson Rocke- feller fram sem forsetaefni sínu, því að hann sé sigurstrang legri en Nixon. Eins og er, er það þó ekki líklegt, að Nixon verði dreginn til baka. Fylgismenn hans ráða flokksvélinni og þeir gefast ekki upp, nema það þyki auð- sýnt, að Nixon sé vonlaus um að ná kosningu. Þ. Þ. / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / > ) ) ) ) I ) ) ) ) ) ) ý ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) 1 ) ) ) ) ) ) ) Til Akurnesinga Eins og því fólki á Akranesi er almennt kunnugt, hefur verið og er unnið að því, að Akraneskirkja eignist pípuorgel. Samið var við vestur-þýzkt orgelfirma um smíði á orgeli fyrir kirkjuna, sem að dómi færustu hljómlistarmanna okkar er mjög fullkomið og í fremstu röð sinnar tegundar. Hef- ur mjög verið farið eftir áliti dr. Páls ísólfssonar í þessu máli. Fyrir um það bil hálfu öðru ári var leit- I að til safnaðarfólks um framlög til ! orgelkaupanna. í það sinn söfnuð- ust um' 50 þús. krónur, og var skerfur margra mjög rausnarlegur. Fyrir var nokkur fjáhæð, og með , því, e síðar kom, var orgelsjóður- inn við 80 þús. krónur. Sótt var um gjaldeyrisleyfi fyrir orgelinu, og var þar góðum mönnum að mæta og einnig með yfirfærslu. Yfirfært var uin helmingur þéss, er- hljóðfærið kostar, og sent til firmans. Bréf hefur nú borizt þess efnis, að smíði orgelsins só fyrir nokkru lokið og sé tilbúið til heim sendingar. Áætlað er, að orgelið kosti uppkomið, miðað við núver- andi gengi (þar í all mikil breyt- ing, sem gera þarf á kirkjunni vegna stærðar þess) um 200 þús. krónur. Rúmar 100 þús. krónur vantar því enn í sjóðinn. Nú er treyst á samhug og samtök til að koma þessu máli í höfn. Það ráð verður ekki tekið að leita til fólks með söfnunarlista, öðru sinni. Von andi fæst þessi upphæð eigi að síð- ur. Því s.afnaðarfólki, sem fram til þessa he’fur ekki séð sér fært um (Framhaid á 11. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.