Tíminn - 10.05.1960, Side 2

Tíminn - 10.05.1960, Side 2
2 TÍMINN, þriöjudaginn l». PWjí MeO. Brýn þörf umbóta á Olafsfjarðarhöfn Ólafsfirði, 7. maí. Ennþá róa bátar héðan á Grímseyjarmið en afli er nú Iregari en áður. Tregfiski er einnig hér á heimamiðum en þó kemur fyrir að trillur fá 1500—2000 pund. Hins vegar má heita að togveiðibátarnir fiski ekkert. T. d. var mótor- báturinn Sigurður að koma inn eftir rúmlega viku útivist og hafði sáralítið. VeSráttan er yfirleitt hagstæð. í fyrradag mátti heita vellandi 'hiti. Snjór er mikið til horfinn í byggð en er töluverður til fjalla, enda hafa aldrei komið neinar verulegar hlákur. Byrjað er að moka Lágheiði O'g vonir standa til að hún verði bíifaer í næstu viku. Fóikið að koma heim Vertíðarfólkið er að byrja að koma heirn. Atvinna er ekki mikil sem stendur en vonandi rætist úr því. Við væntum þess að mikið verði unnið við höfnina, enda brýn nauðsyn að lagfæra a. m. k. þær stórfeHdu skemmdir, sem á hafnargarðinum urðu í vetur, en þá brotnuðu í hann veruleg skörð. Það, sem mest ríður á í bili er að keyra grjóti norðan við garð- inn og að steypa upp í skörðin. Þess utan þarf að stækka viðlegu- plássið, því að von er á tveimur nýjum bátum í suimar og munu þeir vera 140 tonn. Eigendur þeirra eru hraðfrystihúsið og bær inn. Hafnarmélastjóri kom hér í gær og leit á skemmdirnar. Er búizt við að viðgerð á þeim muni kosta miilljónir. B.S.—m— Danskur teiknari sýnir í Mokka Danskur teiknari, Sven Erik Jensen, sýnir um 20 vatnslitamyndir og teikning- ar í Mokkakaffi við Skóla- vörðustíg um þessar mundir. Myndirnar eru til sölu. Sven Erik Jensen er fædd- ur 13/8 1919 í Álaborg o,g er skreyti^gamálari. Hann hefur skreytt kaffihús og skemmti staði í Hróarskeldu, og hef- ur stundað nám í 2 vetur í blaðateikningum í „Akademi for fri og merkantil Kunst“ í Köln. Hann hefur verið tvö sumur í Grænlandi og hefur meðal annars teiknað sér- stakt skrautbréf, sem gefið hefur verið út í stóru upp- lagi til manna, sem dvalið hafa í Grænlahdi. Hann hef ur tekið þátt í þrem sýning- um í Danmörku. AUSTAN I Kalin tré Dýrafirði, 5 maí. *— Hér hef- ur verið þrálát kuldatíð und anfarið, norðaustan strekking ur og hraglandi á fjöllum en úrkomulaust í byggð. Trén voru byrjuð að litka í góðu tíðinni í vetur, en hafa farið af.tur og kalið. Jörð er ekki enn orðin klakalaus. Fé er þvi allt enn í húsi og á gjöf. J.D. Byrjaíir me’ð færi Bolungarvik, 7. maí. — Vetr- arvertíðinni er að ljúka og hafa aflabrögð stærri bát- anna verið fremur léleg nú undir lokin. Á hinn bóginn eru nokkrir smábátar byrj aðir með færi og afla þeir vel þegar vel gefur með veð ur. Annars hefur vertíðin í heild verið ein sú bezta hér um slóðir nú í nokkur ár. — Hugsað er til hafnarfram- kvæmda hér í sumar. Er dýpkunarskipið Grettir vænt anlegt hingað í því sambandi. Hvað mikið verður úr fram- kvæmdum fer þó að sjálf- sögðu eftir því fjármagni, sem úr verður að sptla en upphæð þess mun óráðin enn þá. Hér hefur lengst af verið fremur kalt það sem af er vorinu og í nótt snjóaði J;.d. niður í mið fjöll. i Þ.H. Allgóí vertíí ísafirði, 7. maí. — Hér hefur verið heldur kalt undanfarna daga en nú er aftur hlýrra! í veðri. Snjólaust er og heið arnar opnar og jafnvel að byrja að gróa. — Bátarnir eru flestir að hætta veiðum eða alveg hættir. Útkoman á vertíðinni má heita all góð. Flestir bátamir með 600— 800 lestir. G.S. Vegir þurrir Dýrafirði, 5. maí. — Vegir í byggð eru þurrir og færir og leiðir akfærar, nema Breiðadalsheiði, sem var mokuð rétt fyrir norðan- kastið og fennti strax í geil arnar. Aftur var hún mokuð um þessi mánaðamót, en hrið arveður verið á fjallinu síðan, en vonandi er nú í rénun, því að í dag er hægviðri og smá rigning og mun þá gróður taka við sér fljótt, ef áfram hald verður. — Færabátar voru byrjaðir róðra og fisk- uðu sæmilega, en gæftir litl ar og ekki getað róið síðustu daga. J.D. Hínn nýi sendiherra Japans á ísiandi, herra Akira Matsui, sem aösetur hefur í Stokkhólmi, afhenti í dag for- seta íslands trúnaSarbréf sitt á BessastöSum, aS viSstöddum Emil Jónssyni ráSherra, sem hefur fariS meS utanríkismál í fjarveru utanríkisráSherra. AS athöfninni lokinni höfSu forsetahjónin boS inni fyrír sendi- herrann og frú hans. Bera vott um hróp> legt skilningsleysi Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga samþykkir harðorð mótmæli gegn veltuútsvarinu og brottflutningi spari- f jár úr héraði Á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga, Húsavík, sem! naldinn var í s. i. viku kom fram eftirfarandi tillaga frá, félagsstjórn. og var samþ. J samhljóða: „Aðalfundur K. Þ„ haldinn í Húsavík 5.—6. maí 1960, lýsir yfir eftirfarandi út af stjórnar- frumvarpi sem liggur fyrir Al- þingi, til breytingar á lögum um útsvör. Veltuútsvar er mjöj var- hugavert álöguform, af þtí að það miðast hvorki við eignir né afrakstur. En jafnvel þó að ekki kunni að þykja hægt að komast hjá því, eins og sakir standa, að leyfa veltuútsvar í sumum grein- um, réttlætir það á engan hátt þá fjarstæðu og rangsleitni, sem í frumvarpinu felst, að lögbjóða að leggja skuli veltuútsvar á heild arsölu hvers konar vöru, — eng- ar íslenzkar framleiðsluvörur undanskyldar né nokkur sölu- stig, — svo og á vinnu og þjón- ustu „jafnt hjá félagsrr.önnum og utanfélagsmönnum, ef um sam- /innufélög eða önnur félög er að ræða“. Bera þau ákvæði og fleiri í frumvarpinu vott um hróplegt skilningsleysi á aðstöðu sumrar framleiðslu og samvinnusamtök- um almennings í verzlun og við- skiptum. Skorar fundurinn á alla þá al- þingismenn er telja sig samvinnu menn, að koma í veg fyrir, að þessi og þvílík ákvæði verði lög- leidd“. / Eftirfarandi tillaga kom fram á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga frá félagsstjórn og var samþykkt sr. 'jóða: „Aðalfundur K. Þ„ haldinn í Húsavík dagana 5.—6. maí 1960, mótmælir sem freklegri frelsis- skerðingu og þjóðhagslegri villu þeirrí ákvörðun Seðlabankans er I hann hefur bréflega tilkynnt K. Þ., að innlánsdeild félagsins skuli skila bankanum til bind- ingar hluta af því fé, er félags- menn'irnir afhenda um stundar- sakir innlánsdeildinni og þar með sínu eigin félagi til reksturs þarfa, meðan þeir geta komízt af án þess vegna annarra nauð- synja sinna. Valdboðið, er fram kemur í nefndri tilkynningu frá Seðla- bankanum, telur fundurinn jaðra við brot á friðhelgi eígnarréttar- ins, þó að það hafi stoð í van- hugsaðri heimildarlöggjöf, og flutning fjárins frá landsbyggð- inni til höfuðhorgarinnar, þó í ríkisbankann sé, telur hann öfug streymi fyrir jafnvægi í byggð landsins. Skorar fundurinn því á stjórn Seðlabankans að endurskoða af- stöðu sína í þessum efnum“. Landanir Reykja- víkurtogara i ReyJcjavík: B/v Ingólfur Arnarson land aSi 7. maí 63 tonn af ísfiski og 87 tonn af saltfiski, sam- tals 150 tonnum. Við mat skiptist saltfiskurinn þann- ig: 1. fl.: 62,50%; II. fl.: 21,43%; III. fl.: 16,07%. Tog- arinn fer nú í slipp, því að fyrir dyrum stendur 12 ára flokkunarviðgerð. B/v Skúli Magnússon land- aði 7.—8. maí 310 tonnum af isfiski, er aflazt hafði við Vesturgrænland. Skipið mun halda áfram að veiða í ís. B/v Þorsteinn Ingólfsson landaði 4.—5. maí 48 tonn- um af ísfiski og 68 tonnum af saltfiski, samtals 116 tonn um. Við mat skiptist saltfisk urinn þannig: 1. fi.: 80,00% II. fl.: 15,71%; III. fl.; 4,29%, og þykir þetta einstæður árangur. Togarinn fór síðan á saltfiskveiðar við Græn- land. Erlendis: B/v. Hallveig Fróðadóttir seldi í Grímsby 168 tonn fyrir £10,521. — B/v Þorkell Máni seldi í Grímsbý 2.-3. maí 241 tonn fyrir £14,222. Hann er nú til viðgerðar í Bremer- haven. Ryðfrítt stál Smíðum lista úr ryðfríu stáli á hurðir o. <sk- ulda. BLIKKSMIÐJAN GRETTIR Brautarholti 24.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.