Tíminn - 12.05.1960, Side 4
/
4
TÍMINN, finuntudaginn 12. maí 1960.
Morðingi Trotskys laus úr
fangelsi og farinn til Cubu
Eínn d»larfyíisti morðingi
veraldarsögunnar er laus.
Mexíkönsk stjórnarvöld hafa
nokkrum mánuðum áður en
búizt var við, sleppt manni
þeim úr haldi, sem myrti rúss-
neska byltingarleiðtogann Le-
on Trotsky. Morðinginn, sem
er nú 55 ára að aldri, er farinn
til Cubu ásamt tveimur tékk-
neskum ríkisborgurum.
Vann að endurminningum
sinum
Það var 24. ágúst árið 1940, að
Marnard, en svo nefnist morð-
ínginn, keyrði ísexi í höfuð
Trotskys. Nokkrum árum áður
hafði verið kveðinn upp dauða-
dómur yfir Trotsky í Moskvu „in
sbsentia" og maðurinn, sem skipu-
lagði rauða herinrn og flotann og
var aðalaðstoðarmaður Lenins
varð að flýja um hálfan hnöttinn.
Trotsky bjó, þegar hann var
myrtur í húsi fyrir utan Mexico
C.ity. En nokkrum mánuðum áður
liafði verið reynt að myrða hann.
Tilræðismennimir höfðu reynt að
komast inn í hús hans dulbúnir
sem mexíkanskir lögreglumenn,
en þeim hafði ekki tekizt að kom-
ast inn. Trots'ky vissi, að hættan
bjó á næsta leiti við bann og hann
tók þess vegna ekki á móti neinu
fólki, en vann að endurminningum
sinum.
Morðingi Trotskys.
Vel vopnum búinn
Mornard hafði verið kynntux
fyrir hontim nokkrum mánuðum
áður af Sylviu nokkurri Ageloff,
sem var meðlimur trotskysinnaðs
félagsskapar í New York. Mornard
hafði hún kynnzt nokkrum mánuð-
i:m áður í Paris, en þar hafði hann
kynnt sig sem sannan fylgismann
Trotskys.
Er Mornard fór inn til Trotskys
til að myrða hann, hvíldi hinn
landflótta byltingamaður sig eftir
hádegismatinn. Morðinginn tefldi
ekki í neina tvísýnu. Hann hafði
skammbyssu í rassvasanum, ríting
i frakkaerminni og ísexina í hend-
inni.
Kunnugur aðferðum
Það var athyglisvert, að Morn-
ard veitti enga mótspyrnu, er
nienn Trotskys köstuðu sér yfir
hann. Hann stóð sem þrumu lost-
inn og gat aðeins stamað: Þeir
neyddu mig til þess. Þeir halda
móður minni. ,
Áður en Trotsky dó, gat hann
sagt: Skjótið hann ekki, látið hann
Pfa og fáið hann til að tala.
Á næstu árum varð Mornard
hinn dularfulli fangi í klefa nr. 27
í mecikanska Juarez-fangelsinu.
Hann átti þess kost að vera látinn
laus árið 1953, en hann bað um
leyfi til að fá að vera áfram í
fangelsinu. Morðingi Trotskys var
hræddur, hann vissi of mikið og
liann þekkti aðferðir kommúnista.
Dauðinn eitir hann eins
ng skuggi
Hann sneri sér að því verkefni
að skipuleggja garð fangelsisins.
Kona hans heimsótti hann reglu-
lega — hann kvæntist í fangelsinu.
Hverjir vilja drepa Momard?
Þeir, sem viija hefna Trotskys ðea
þeir sem senuu hann til Mexico?
Að minnsta kosti er það álitið
að dauðinn elti Mornard eins og
skuggi, þgear hann er nú laus á
nýjan leik. Á hinn bóginn getur
verið, að hin skyndilega lausn
hans úr fangelsinu stafi af samn-
ingi við rússnesku leynilögregluna
um að lofa honum að lifa í friði.
Mjólkursamsalan í Reykjavík
Siml 10700
Fjölbreyttari mjólkurafuröir.
Mjólkursamlögin sunnan og norðanlands hefja nú fram-
leiðslu á rjómals i Mjólkurstöðinnií Reykjavík undir vöru-
heitjnu Emmess ís. Rjómafs er mjófkurmatur, sem aetti að
vera hluti af daglegri fœðu okkar. ísinn er öllum hollur,
grönnum og gildvöxnum, ungum og gömlum. Rjomats er
Ijúffengasti mjólkurrétlurinn. Hann er alltaf tilbúinn til
neyzlu og má framleiða á ótal vegu: i sneiðum á smá-
diskum, ef vil| méð ávöxtum, ávaxta- eða súkkuláði-
sósum, eða skreyta hann i heilu lagi sem tertu. Yinsaell
isréttur er vaen issneið i glas af gosdrykk eða köldu
súkkulaðL
Fyrst I stað verður á boðstólum vanilluis,
nougalis og jarðaberjais I pappaöskjum, sem
laka 1/1 lilra, 1/2 litra og 1/4 litra. Einnig
verða framleiddir súkkulaðiispinnar með
nougat. Rjómaís gerir hverja máltið að
veizlu.
50 þúsund dollara á sér
Er Mornard va i'handtekinn
hafði hamn engin skjöl á sér. Hins
vegar var vegabréf hans gefið út
á kanadiska ríkisborgarann Tom
Babich, sem féll í spænsku borg-
arastyrjöldinni. Morðinginn sagð-
ist sjálfur heita Vandendresch og
vera fæddur í Teheran, sonur
belgísks sendisveitarstarfsmanns.
Rannsóknir leidu t ljós, að þetta
var ekki rétt. Umfangsmiklar rann-
sóknir leiddu í Ijós, að Mornard
hét réttu nafni Ramon del Rio
Mercador og að móðir hans var
spönsk og sanntrúaður kommún-
isti. Sjálfur tók hann þátt í
spænsku borgarastyrjöldinni og
særðist þá á ' hægri handlegg.
Áliitið er, að Caridad Mercador,
móðir hans, hafi andazt í Sovét-
ríkjunum.
. Mornard er í dag vélefnaður
maður. Hann var sérfræðimgur í
útvarpsviðgeiðum og hann skipu-
lagði radioverkstæði fangelsisins.
Reiknað er með, að hann hafi haft
að minnsta kosti 50 þúsund doll-
ara á sér, ei hann yfirgaf Mexico
um daginn Mornard hélt til Cuba.
Tveir menn fylgdu honum.
Ferðaðist hann áf frjálsum vilja
eða var hans gætt?
MELAVÖLLUR
Bæjakeppni í knattspyrnu í kvöld kl. 8,30.
Akranes - Reykjavík
Dómari: Haukur Óskarsson.
Línuverðir: Einar H. Hjartarson og Baldur Þórðar-
son.
Mótanefndin.
Tilkynning
Frá og með 12. maí verða fargjöld með strætis-
vögnum Kópavogs sem hér segir:
Einstakt fargjald Kópavogur—Reykjavík kr. 3,75.
Ef keyptir eru 17 farmiðar kosta þeir samtals kr.
50.00.
Innanbæjar í Kópavogi kr. 2 00.
Fargiöld barna:
Einstakt fargjald Kópavogur—Reykjavík kr. 2.00.
Ef keyptir eru 6 farmiðar kosta þeir kr. 10.00.
Innanbæjar kr. 1.00 eða 8 farmiðar kr. 5.00.
Strætisvagnar Kópavogs.
PAKKARAVO
Ég þakka af alhug öllum þeim er heiðruðu mig og
glöddu á áttræðisafmæli mínu hinn 28 apríl s. 1.
Þórlaug Bjarnadóttir,
Eyrarvegi 10. Selfossi
Hugheilar þakkir færi ég ættmgjum og vinum er
heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, gjöfum
og skeytum á 70 ára afmæli minu, 30. apríl s. 1.
Einnig þakka ég þann heiður er Múrarafélag
Reykjavíkur sýndi mér.
Þorfinnur Guðbrandsson.
Systir okkar,
Kristfn Pétursdóttir,
andaðist í Landsspítalanum aðfaranótt 11. maí.
Hólmfríður Pétursdóttir,
Vilborg Pétursdóttir,
Guðjón Pétursson.
Útför móður okkar,
Ólafíu Ásbjarnardöttur,
fer fram laugard. 14. maí og hefst með bæn á heimili hennar Garð-
húsum í Grindavík kl. 1.30 e. h.
Ferð verður frá B. S. f., Reykjavík, kl. 11.30 f. h.
Börnln.
. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát
og jarðarför
Jóhönnu Valborgar Jónsdóttur,
EfraLangholti.
Vandamenn.