Tíminn - 28.05.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.05.1960, Blaðsíða 2
2 T f MIN N, laugartlaginn 28. maí 1960. Gagnkærði lögreglumanninn en svaraði ekki ráðuneytinu Herra ritstjóri! Vegna blaðaskrifa, sem að undanförnu hafa átt sér stað vegna kærumáls, sem saka- dómari hefur haft til meðferð- ar, að fyrirlagi dómsmálaráðu- neytisins, í sambandi við meintar ávirðingar Magnúsar Slgurðssonar, lögregluvarð- stjóra og Magnúsar Guð- mundssonar, lögreglumanns, leyfi ég mér, sem skipaður réttargæzlumaður hins síðar- nefnda að taka fram eftirfar- andi: Magnús Guðmundsson semdi kæru sína til dómsmálaráðumeyf- isins með bréfi, dags. 15. marz s. 1., varðandi ýmiiss konar mis- ferli Magnúsar Sigurðssonar í starfi, sem hann telur augsýnilega beiint gegn sér, sem undirmanni hans. Rakti Magnús Guðmundsson í kærubréfi sínu margs konar óvið- unaindi og vítaverðar aðfarir lög- varðstjórans í sinm garð, allt frá þvl í ársbyrjun 1956 og fram á þetta ár. Með kærunni sendi Magnús nokkur fylgiiskjöl til árétt- ingar málstað sínum. Kæra gegn kæru Hinn 29. maiz ritaði ráðuneytið lögreglustjóra bréf með ósk um að hann léti í ljós'i umsögn sína varð- andi áminnzta kæru Magnúsar Guðmundssonar. Næsta dag, 30. marz, barzt ráðuneytinu svar lög- reglustjóra. Segir í svarbréfi hans, að kærubréf Magnúsar Guðmunds- sonar hafi „inni að halda mjög óviðurkvæmilegar aðdróttanir á hendur Magnúsi Sigurðssyni og kvaðst lögreglustjór-i af þeim ástæðum „og öðrum“ telja nauð- synlegt, að máli lögregluþjónsins verði vísað til meðferðar fyrir dómi. Hins vegar svarar lögreglu- stjórí engu um það, sem um var spurt, en gagnkærir þess í stað lögreglumanninn fyrir sakir, sem hann telur hann hafa tilunmið gagnvart sér og öðrum yfirmönm- um lögreglunnar. Trúlega sami höfundur f bréfi sínu til ráðumeytisins er lögreglustjóra tíðræddast um blaðagreimar með „ . ,. mjög ærumeiðamdi ummælum .... og aðdróttunum . . . “ um yfirmenn lögreglunnar. Tekur hann fram, að líklega séu greinar þessar ritaðar af sama höfundi, og að rökstudd- ur grunur hafi beinzt að Magnúsi Guðmundssyni í þvi sambandi. Ekki er þó í svarbréfinu einu orði | að því vikið, að fyrrnefndar blaða-; greinar feli í sér neims konar trún-1 aðarbrot, heldur eingöngu meið- yrði, en refsikröfur af þeim verkn- aði væru löngu fyrndar að lögum; og það jafmvel þótt greinarhöf- umdur fyrirfyndist innan lögregl- unnar, sem engar sönnur eru að; færðar. Ritvélin þekkfist f öðru lagi kærir lögreglustjóri út af hótunarbréfum „ mjög a’varlegs eðlis ... . “ og þess sér- staklega getið, að annað tveggja hótunarbréfanna beri augljós merki „stafaskipunar“ ritvélar. Kveðst lögreglustjóri við eftir- grenmslan hafa fumdið þá ritvél og sé húm núna í hans vörzlum. Ekki er þess getið, hvenær, hvar eða livemig lögreglustjóri komst yfir þessa ritvél og dómsrannsókn skýrir það ekki nánar. Verjandi Magnúsar Guðmundssonar lögreglumanns | hefur sent blaðinu eftirfarandi greinargerð: i Brotlegur í starfi I f þriðja lagi er Magnús Guð- mundsson borinm sökum fyrir að hafa gerzt brotlegur í starfi, .. bæði með óreglusemi og van- rækslu ....“, án þess þó að lög- j reglustjóri færi nein rök að þess- um kærulið í bréfi sírnu til ráðu- neytisims. Meðfylgjandi úrdrættir úr geiðabókum lögreglunmar, sem eiga að staðfesta þenmam þátt kær- unnar eru ómerkilegar tiltínslur, sem naumast er orðum’að eyðandi. Vikið frá starfi Þessu gagnkærubréfi lögreglu- stjórans lýfcur síðan með því, að hamm telji ..... eigi verða hjá því komizt að víkja Magmúsi Guð- mundssyni, lögregluþjóni, frá starfi um stundarsakir, á meðan ranmsókn í máli han-s stendur yfir ....“. Þegar rannsókn máls þessa var nýs'keð hafin, hinn 4. apríl s. 1., kom Ólafur Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra, í dóminn og af'henti Magnúsi uppsagnarbréf- ið. Þrem dögum seinna birtist þessi sami fulltrúi í fylgd með lög- reglukonunni Sigríði Sumarliða- dóttur á heimili Magnúsar og hitti þar fyrir eiginkonu hans og fjög- ur ung þörn, til að bjóða fram aðstoð, enda hafði Magnús Guð- mundsson þá verið úrskurðaður jafnlöngu áður í öryggisgæzlu til geSheilbrigðisrannsóknar. Þetta vinsamlega og snyrtilega boð lög- reglustjóra um hjálp við fyrir- vinnulaust heimili var kurteislega afþakkað af frúnni. Ryðguð byssa Frá upphafi snerist rannsókn málsins um kæruatriði lögreglu- stjóra, en hin upphaflega kæra Magnúsar Guðmundssonar var lát- in bíða. Magnús Sigurðsson kom ekki fyrir rétt fyrr en 12. apríl, eða átta dögum eftir að dómarinn hófst handa um rannsókn málanna beggja. Málasteypa þessi hafði tek ið þá óvæntu stefnu, að Magnús Guðmundsson var úrskurðaður í öryggisgæzlu, meðan geðrannsókn læknis á honum færi fram. Lítil byssa, sem við athugun reyndist ryðguð og ónothæf hafði fundizt í vasa Magnúsar, þegar honum var vísað í fangaklefa, en það var eðli- leg afleiðing þeirrar kæru lög- reglustjóra, að Magnús hefði sent sér morðhótunarbréf. Menn eiga því ekki almennt að venjast, að þegar þeir koma fyrir dóm sem kærendur máls, séu lagðar fram gagnkærur á hendur þeim um morðhótanir o. fl. Hingað til hefur kærandi máls mætt í rétti til að gera nánari grein fyrir máli sínu og sakaratriðum kærunnar — í stað þess að opnaðar séu fyrir hon um tugthúsdyr og síðan sóttur geð veikralæknir til að rannsaka heil- brigði kærandans. SamkomulagsboS Geðsjúkdómalæknirinn, sem rannsakaði Magnús, komst fljót- lega að raun um geðheilhrigði hans og þá var Magnús látinn laus úr öryggisgæzlu, en þar hafði hann setið í fimm sólarhringa. — Meðan Magnús sat í gæzlu og beið úrskurðar læknisins fékk hann heimsókn Ólafs fulltrúa Jónssonar, sem flutti gæzlufanganum komulagsboð yfirboðara Mun ég síðar gera grein fyrir þessum þætti málsins, enda er hann ekki ómerkastur, þótt hvergi sé bókaður. Það eitt er víst, að fulltrúinn fór ekki í grafgötur um heilbrigði Magnúsar, þó að lækn- irinn hefði ekki gefið vottorð sitt, því naumlega trúi ég því, að mað •ur í stöðu lögreglufulltrúa og með lögfræðimenntun, hefði gert ráð fyrir að gera gildandi samning við „snarvitlausan" mann, ef mér leyf ist að orða það svo. Las hótunarbréfið Sigurjón Ingason, lögreglumað- ur, var leiddur fyrir dómara sama dag og Magnús var úrskurðaður í öryggisgæzlu. Þetta vitni vann eið að því að hafa séð Magnús rita annað morðhótunarbréfið og kveðst hafa lesið það yfir. Ekki segist Sigurjón hafa talið ástæðu til að aðvara lögreglustjóra og eng ar ráðstafanir gerði hann til að hindra sendingu bréfsins. Segist Sigurjón hafa verið vaktmaður í Stjórnarráðinu, þegar furðuverkið skeði og hafi Magnús skrifað hót- unarbréfið á ritvél blaðafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Taldi Sig- urjón hótunarbréfsritunina ekki svo merkilega, að orð væri á ger- andi, enda lét hann kyrrt liggja um stund. Við „yfirheyrslu“ hjá Erlingi Pálssyni, yfirlögregluþjóni rúmum mánuði síðar segist Sigur- jón hafa horft á Magnús taka upp úr tösku sinni tvö smáblöð, er hann kveður Magnús síðan hafa lesið upp fyrir sig og geymdu þau efnislega sömu hótanirnar og lög- reglustjóra barst um miðjan janú- ar. Lögreglustjóri hefur fyrir dómi borið það, að hann hafi sent saka- dómara bæði hótunarbréfin, er honum barst hið síðara, hinn 22. jan. s. 1. Hins vegar segir Sigur- jón, lögregluþjónn, að Magnús hafi lesið sams konar bréf fyrir sig ca. viku af febrúar, eða hálf- um mánuði eftir að nafni hans, lögreglustjórinn, hafði sent saka- dómara sín bréf. Alsendis ókunnugir Nokkrir lögreglumenn, aðrir en Sigurjón Ingason, hafa verið yfir- heyrðir fyrir dómi og hafa þeir allir borið það, að þeim sé alsend- is ókunnugt um nokkur hótunar- bréf. Sammerkt eiga þessir lög- reglumenn það, að þeir hafa enga vissu fyrir því, að Magnús Guð- mundsson sé höfundur blaðagrein- anna, en sumir telja eða halda að svo sé. Byggja lögreglumennirnir þessar skoðanir sínar ýmist á eig- in áliti eða styðjast við sögusagnir annarra og einstaka menn hafa séð Magnús meðhöndla blöð og pappíra. vert fyrir hann að æskja dóms- rannsóknar, ef svo væri. Athyglis- vert er það einnig, að lögreglu- stjóri hefur enn eigi kært ábyrgð- armenn dagblaðanna, ,sem á sínum tíma birtu greinar þær, sem Magnús Guðmundsson er nú vænd ur um að hafa skrifað. Hér sýnist ekki allt með felldu, en ritstjórar dagblaða í Reykjavík mega eftir atvikum vel við una frjálslyndi lögreglustjórans í þessum efnum. Ekki „innanríkismál" Fyrir sakadómi hefur lögreglu- stjórinn í Reykjavík viðurkennt, að hann hafi fengið ýmsa undir- menn sína til að aðstoða sig við rannsóknina á iþví, hver eða hverj- ir væru höfundar margnefndra blaðagreina. Ekki sakar að geta þess, að lögum samkvæmt er það í verkahring sakadómara að rann- saka slík mál, séu áminnztar blaða greinar taldar saknæmar. Þangað bar lögreglustjóra þvl að leita, en ekki til Erlings Pálssonar og Ólafs Jónssonar. Það væri hreinasta fjarstæða að halda því fram, að þessi mál, frekar en önnur refsi- mál, væru eins konar „innanríkis- mál“ lögreglustjóraembættisins. Þetta hefur lögregiusitjóri lok séð, því þegar hann í kærubréfi sínu til dómsmálaráðuneytisins æskir dómsrannróknar á blaðaskrifun- um, viðurkennir hann heimildar- leysi sitt til slíkrar gjörðar. Betra er seint en aldrei, því ef undir- menn lögreglustjóra hefðu haldið áfram „yfirheyrslum" sínum á vegum iögreglustjóra í trausti þess að þeir ræktu embættisskyldur sín ar, sýnist mér öldungis óvist, hvern ig lögreglustjóri hefði komið kæru sinni að, ef Magnús Guðmunds- son hefði ekki kært Magnús Sig- urðsson. Er ekki annað að sjá en Magnús Guðmundsson hafi hér leitt blindan yfir götu. Nýtur fríðinda Að marggefnu tilefni þykir mér rétt að upplýsa, að Magnús Guð- mundsson fær greidd full laun úr bæjarsjóði Reykjavíkur, svo sem hann fékk áður, enda er hann fastur starfsmaður bæjarins í lög- regluliðinu. Magnús heldur enn þá einkennisbúningi sínum og ein- kennismerkjum lögreglunnar, með sama hætti sem verið hefur, enda þótt hann gangi ekki vaktir að fyrirlagi lögreglustjóra. Eigi að síður er hann starfsmaður í þjón- ustu lögreglustjóra, en nýtur að sönnu talsverðra fríðinda umfram stéttarbræður sína þessar vikurn- ar. Ýmsum kann að þykja kæru- mál og framkoma lögreglustjóra nokkuð kynlegri fyrir bragðið, en það er önnur saga. sam- sinna. Ábyrgðarmenn ekki kærðir Þeir Erlingur Pálsson, yfirlög-, regluþjónn og Ólafur Jónsson, full trúi, virðast bgðir hafa verið mjög athafnasamir um langt skeið við rannsókn blaðagreinamálsins og „yfirheyrðu“ þeir nokkra lögreglu menn og borgara án nokkurs ár-, angur.s. Hvaðan þessum undirmönnj um lögreglustjóra kemur heimild til slíkra starfa er mér eigi ljóst. Lögreglustjóri fer ekki með neins konar dómsvald að lögum, né nokk urt vald til að rannsaka sakamál,' end,- hefði ekki verið ómaksins' Furðuleg blaðaskrif Mér þótti rétt, þegar dómsrann sókn þessara mála er lokið, að rekja í stórum dráttum aðdrag- anda og framvindu kærunnar á hendur Magnúsi Guðmundssyni. Þótti .uér þetta nauðsynlegra fyTÍr það, að furðulegustu blaðaskrif hafa spunnizt út af málinu, á með- an rannsókn þess stóð yfir. Lög- reglustjóri hefur sjálfur talið sér sæma að hafa viðtal við eitt dag- blaðanna, þegar rannsóknin var á frumstigi og fæst ég ekki um það. Smekklegra hefði mér samt fund- izt að láta slíkt kyrrt liggja, þar til rannsókninni var lokið fyrir dómi, en sitt sýnist hverjum. Stór blaðabunki Ég hef hér að framan stiklað á meginatriðum málsins, eins og það keimur mér fyrir sjónir við yfirlestur, en blaðahunkinn sem 'hrúgazt hefur upp af kæru Magn- úsar Guðmundssonar, er orðinn nánast ótrúlega stór og fyrirferðar mikill. Dómsrannsóknin ein er skráð á tæpar 90 vélritaðar blað- síður, en þar að aUki eru fylgi- skjöl öll frá rannsóknarlögreglu, tæknideild, úr blöðum og gerðar- bókum, að ógleymdum pappírs- feiknum þeim, sem Erlingur Páls- son og Ólafur Jónsson hafa sent dómaranum til fróðleiksauka um málavexti. Þrátt fyrir langloku mína hér að framan hef ég sneitt hjá einstök- um atriðum málsins, en er reiðu- búinn til að gera grein fyrir þeim síðar, ef þess er óskað, eða tilefni þykir annars til. Launung hvílir aMs engin á mál- inu, enda fóru réttarhöld fram fyr ir opnum dyrum og dómarinn taldi aldrei ástæðu til að loka dómi fyrir utanaðkomandi. Bæði mér og öðrum er því í sjálfsvald sett að skýra frá rannsókninni, ef svo ber undir. Að lokum undirstrika ég það, að ég hef tekið að mér, skv. beiðni Magnúsar Guðmundssonar og skip un dómarans, að gæta réttar Magnúsar lögreglumanns í máli þessu. Mun ég einskis láta ófreisL að til að verja hagsmuni hans, hvort heldur er fyrir dómi eða á öðrum vettvahgi í sambandi við málarekstur þennan. Skrif sumra dagblaðanna hór í bæ hafa tekið á sig pólitiskan blæ — að ófyrir- synju fyrir mál þetta. Harma ég per.sónulega mest, að lögreglustjór inn skuli sjálfur hafa tekið þátt í ■þeim loddaraleik með blaðaviðtali, þegar rannsókn málsins var skammt á veg komin. Sigurjón Sigurðsson, lögreglu- stjóri, er sjálfur kærandi máls gegn umbjóðanda mínum, Magnúsi Guðmundssyni, og jafnframt er hann húsbóndi hans ennþá. Hinn kærði lögregluþjónn, Magnús Guð mundsson, lét ekkert blaðanna hafa eftir sér eitt eða neitt, með- an rannsókn stóð yfir, en kærand- inn, Sigurjón Sigurðsson, lögreglu stjóri, þóttist þurfa að taka til varna og gerði það í vfðlesnasta dagblaði landsins. Mér sýnist að framkomu kæranda og kærða verði ekki saman jafnað í þess- um efnum og hika ekki við að telja hlut lögreglustjóra ámælisverðan. Skoðun mín er sú, að lögreglu- stjóri Reykjavíkur, sem gegnir hinni ábyrgðarmestu stöðu embætt ismanns gagnvart borgurunum, hljóti að gæta allrar varúðar í starfi og fyrirmyndar í öilum at- höfnum, enda myndi hið gagn- stæða vera til þess fallið að rýra nauðsynlegt traust og .sjálfsagða virðingu almennings fyrir lögum og rétti og þá jafnframt þcirrj mönnum, sem falin er löggæzlan undir hans stjórn. Misbrestir mega hér ekki eiga sér stað. Reykjavík, 26. maí 1960. Guðl. Einarsson. (Millifyrirsagnir blaðsins).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.