Tíminn - 28.05.1960, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, laugardaginn 28, maí 1960.
Útilegumenn á stolnum jálkum
reka blóðlausar rolluskjátur
Viðreisnarmynd á hundrað króna
seðlihum nýja
ÁTTRÆÐUR í DAG:
Jón G. Jónsson
frá Tungu í Stíflu
Ætlar jálkurinn að kasta upp?
Nú eru nýju peningaseðlarn
ir komnir í flestra hendur og
mönnum hefur gefist kostur á
að skoða þá gaumgæfilega og
bera saman við hina gömlu.
Stjórn Seðlabankans hefur til-
kynnt að hér sé um mikla
iramför að ræða frá því sem
áður var, hvað snertir öryggi
og hagnýti
Má það til sanns vegar færa,
en hitt er deginum ljósara, að
mjög eru skiptar skoðanir um
fegurð og stíl nýju seðlanna. Sum
ir þeirra að minnsta kosti standa
langt að baki hinna gömlu að
skreytingu og smekkvísi.
Rissað af krakka?
Við skulum til dæmis athuga
nýja hundrað króna seðilinn, en
þaðan eru teknar þær þrjár mynd
ir, sem hér birtast. Á bafchlið seð-
iisins er mynd af fjárrekstri, en
eldfjallið Hekla í baksýn. Sjón-
daprir menn munu ef til vill ekki
finna neitt athugavert við mynd-
ina við fyrstu sýn. En þeir, sem
haía óskerta sjón og búa yfir
nokkurri myndvísi þurfa efcki
lengi að skoða myndina til að sjá
hvað hún er klaufalega gerð, lík-
ust því að krakki hafi verið að
rissa á blað.
Mörlausar rolluskjátur
Við höfum stækkað þrjú atriði
úr stóru myndinni og birtum hér
til athugunar. Nokkrir menn eru
á leið með fjársafn en hræddir
erum við um að bændum finnist
það hvorki vænt fé né vel gengið
undan. Þetta eru stirðbusalegar
rolluskjátur, sem rekast iila. Það
Vingsar hann pytlu eða pontu?
er engu líkara en þær séu tálgað-
ar úr tré af kunnáttuleysi, — það
er hvorki mör né blóð né kjöt í
þessu fé og mundi ekki þykja gott
til frálags. Rollurnar eru liðamóta
lausar og því ekki furða, þótt þær
standi grafkyrrar í rekstrinum!
Þrífætt hross.
Á annarri smámyndinni er einn
rekstrarmanna á hestabki og hef-
ur vinstri hönd á lofti. Manngarm
urinn ríður beizlislaust og hnakk-
laust og væri því fljótlegast að
álykta að hann hefði stolið hest-
inum í haga og ekki einu sinni
átt snæri í fórum sinum til að
hnýta upp í skepnuna. Handapat
mannsins eru með ólíkindum, varla
er þörf að ving.sa hendinni svona
til að reka á eftir rollum, sem
standa grafkyrrar, eins og grónar
í jörð. Sennilegast hefur teiknar-
inn hugsað sér að náungi þessi
hefði tekið út forskot á réttargleð
ina, enda hefur hann eitthvað í
'hendinni, sem líkist pytlu. Það
gæti þó fullt eins vel verið pontan
ihans og gæti hann þá verið að
bjóða félögum sínum í nefið.
Klárinn hans er mesta undra-
■skepna og mesta furða að hann
skuli standa uppréttur og hafa þó
ekki nema þrjá fætur að stíga í.
«
Staurfótur í göngum
Öðrum megin við fjársafnið er
annar maður á hesti og má ekki
milli sjá hvor er eymdarlegri, klár
inn eða riddarinn. Það væri hrein
skömm að því fyrir íslenzka bænd
ur að etja svo vesölum hesti í
göngur og mundi heyra undir dýra
verndunarlögin. Enda er jálkur-
inn að þrotum kominn, skýtur upp
herðunum en hengir haus, sýni-|
lega að því kominn að kasta uppi
þarna á vellinum. — Ekki er reið-
maðurinn burðugri, rotinpúrlegur,
og hörmungin uppmáluð, rígheld-|
ur um magann og hallar sér út áj
aðra hlið og virðist einnig vera
óglatt. Það er kannske sök sér þó
mannræfillinn sé illa á sig kom-
inn eftir göngurnar, því að hannj
er með staurfót og illa fallinn til|
langferða. Hann má þó muna sinn
fífil fegri, því að við sjáum ekki
betur en hann hafi Battersby-hatt
á höfði. Hann ríður beizlislaust
eins og félagi hans og ef þessar
myndir væru ekki á heiðarlegum
peningaseðlum, mætti ætla að hér
væru á ferðinni útilegumenn í
Ódáðahrauni að reka fé á bíaut.
Hér er illa farið og hefur óheppi
lega tekizt til. Almenningur á
heimtingu á þvi að .seðlarnir séu
vel búnir, þeir eru prentaðir fyrir
almannafé og það er fyrst og
fremst almenningur, sem á að
hafa þá milli handanna. En
kanns'ke er þarna að finna fram-
tíðarmynd úr íslenzku þjóðlífi,
svona hafa ráðamenn hugsað sér
að það líti út eftir viðreisnina.
Jökull J
Jón G. Jónsson, fyrrv. bóndi og
hreppstjóri frá Tungu í Stíflu er
áttræður í dag. Jón fæddist að
Gautastöðum í Stíflu 28. maí 1880.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson
og kona hans Sigríður Péturs-
dóttir, frá Sléttu. Þau bjuggu
lengst á Brúnastöðum í Fljótum
og voru kunn sem góðir búhöldar,
enda bæði annáluð fyrir dugnað
og hagsýni.
Árið 1906 kvæntist Jón, Sigur-
línu Hjálmarsdóttur, bónda frá
Stóra-Holti. Þau byrjuðu búskap
það sama ár að Brúnastöðum í
sambýli við foreldra Jóns, og
bjuggu þar til vorsins 1916, er þau
fluttu að Tungu í Stíflu, en þar
bjuggu þau til vors 1944, að þeir
brugðu búi og fluttu til Siglufjarð-
ar og hafa átt þar he'imili síðan.
Jón var athafnasamur bóndi og
bætti jörð sína Tungu mjög í ábúð-
artíð sinni bæði að húsakosti og
öðrum umbótum á jörðinni. Hann
rak stórt og umsvifamikið bú,
skepnur átti hann ágætar og af-
urðaríkar. Hrossakyni Jóns var
viðbrugðið, marga góða gæðinga
átti hann, og gerði vel við þá, eins
og annan búpening sinn, og af
þeim mun hann hafa haft sérstakt
yndi. í ábúðartíð hans var Tunga
einhver bezta jörð í Fljótum. En
þegar virkjaður var Skeiðsfoss í
Fljótaá á árunum 1942 til 1944
fór megin hluti slægjulands jarð-
Liðamótalausar og grónar í jörö.
Munduð þér ná landsprófi í ár?
EðlisfræSi
í fyrstu 6 viðfangs'efnunum á
að velja milli tveggja eða fleiri
fullyrðinga. Nægjanlegt er að
svara með einum bókstaf, t.d.
væri nóg að svara með a) í
fyrsta viðfangsefni, ef 1 dm3 af
vatni væri 1 dg. að þyngd.
Ritið er ekki svar við þessurn
viðfangsefnum, nema þið séuð
nokkum veginn viss um að
það sé rétt, hvert rangt svar
vegur upp annað rétt. Þetta á
aðeins við um fyrstu 6 við-
famgsefnin.
1 Eiinn dm3 af vatni vegur a)
1 dg, b) 1 dag, c) 1 kg, d)
1 g-
2 SuðumaT'k vatns a) hækkar,
b) lækkar með lækkuðum loft-
þrýstingi.
S. Sólmyrkvi stafar frá a) skugga
sólar á jörð, b) þkugga jarðar
á sólu, c) skugga tungls á
jörð, d) skugga jarðar áj
tumgl.
4. Ef rafmagnaður hlutur er færð j
ur að rafsjá, sem einnig er
hlaðim, og blöð hennar slást
meira út, sýnir það að hlut-l
urinn og rafsjáin eru hlaðinl
a) sams konar, b) gagnstæðu
rafmagni.
5. Spenna í straumtaug er a) í
réttu, b) í öfugu hlutfalli við
straumimn.
6. Straummælir hefur a) meira,
b) minna viðnám en spenmu-
mælir og er tengdur c) sam-
síða, d) í röð við það, sem
mæla skal sfrauminn í.
7. Ritið lögmái Arkimedesar.
8. Fata er fleytifull af vatni.
Ofam í vatnið er látinn viðar-
kubbur, 800 g að þyngd. Kubb
urinn flýtur á vatninu og fat-
an er fleytifull eftir sem áður.
- Hve mikið vatn hefur runnið
úr henmi? Rökstyðjið svarið.
9.10. Teiknið mynd af þrýstidælu
og gerið grein fyrir því, hvern
ig hún vinnur, og hvernig á
því stemdur >að húh getur
dæl!t vatni upp.
11.-12. Mjóikurílát úr pappa
(hyi'na) er áþekkt brístrend-
um pýramída að lögun. ílátið
tekur eínn lítra, en botnflöt-
ur þess er 150 cm* 1 2. Eðlis-
þungd mjólkur ei 1,03. a) Hve
mikið vegur mjólkurlítrimn?
b) Hve mörg g/cm2 er botn-
þrýstimgurimn, ef ílátið er fullt
af mjólk, og hæð mjólkuryfir-
borðsins ex 16 cm yfir botn-
flöt? c) BLve mörg g er heild-
arþrýstmguriim á botninn? d)
Hvers vegna er heildarþrýst-
ingurinin ekki jafm þyngd
mjólkurinÓMar?
13. Kvikasilfur frýs við —39° á
Celsíus. Hve mörg stig á Fahr-
emheit er stork nunar m a rk j
þess?
14. Segið frá eðlisvarma (eðlis-
hita).
:5.—16. Segið frá endurkasti ljóss
frá sléttum spegli og teiknið
skýringamiynd.
17.—18. Segið frá viðnámi straum-
taugar gegn rafstraumi og
svarið m^a. eftirtoldum spurn-
ingum: ai) Eftir hverju fer
viðnámið og hvernig? b) Hvað
heitir eir.fing viðnáms og hvem
ig er hún tiltekin? e) Hvað er
eðlisviðnám? (því svari þó ein-
vörðungu þeir, er lesið hafa
bók Jóns Á. Bjarnasonar.)
!9.—20. Teikinið skýringarmymd
af ljósaperu. Hvað kosíar notk
un 80 watta peru á sólarhrimg,
ef kílówattstundin kostar 64
aura? Hve mikinm straum
tekur peran og hvert er við-
nám herniar? Spennan er 220
volt.
arinnar undir vatn, vélslægt star-
engi, sem árlega voru teknir af
mörg hundruð hestburðir heys.
Auk þess fór allmikið stykki af
túninu einnig undir vatn. Ekki
mun það hafa verið sársaukalaust
fyrir þau Sigurlínu og Jón að
þurfa að flytjast burt frá Tungu,
þaðan sem þau höfðu búið lengst
af sín manndómsár og eytt kröft-
um sínum til að bæta og prýða
þau margs að minnast, með glað-
þau mbargs að minnast, með glað-
værum börnum sínum og fjölda
dyggra 'hjúa, sem mörg voru hjá
þeim um áraraðir. Heimili þeirra
,stóð ávallt opið gestum og gang-
andi, enda var oft mannmargt á
heimili þeirra, því bæði voxu þau
gestrisin mjög, ræðin og skemmti-
leg heiim að sækja. Fjöldi manns
bæði nær og fjær eiga góðar og
ógleymanlegar endurminningar af
dvöl á heimili þessara ágætu
hjóna.
Jón lét félagsmál mjög til sfn
taka, enda hlóðust á hann ýmis
trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið
o. fl. Hann var einn af stofnend-
um Samvinnufélags Fljótamanna
árið 1919 og í stjórn þess í 13 ár,
þar af formaður í tvö ár. Sýslu-
nefndarmaður fyrir Holtshrepp
var hann í 18 ár. Mörg ár var
hann í hreppsnefnd og oddviti í
10 ár. Hann var hreppstjóri Holts
hrepps frá 1938 þangað til hann
flutti úr hreppnum 1944. Fjölda
marga aðra félagsmálastarfsemi
var Jón viðriðinn og lét þannig 1
té mikið og gott starf, sem ekki
var greitt gjald fyrir, en oft er til
ómetanlegs gagas fyrir samborg-
arana. En það veit enginn, nema
sá sem reynir, hversu geysimikil
starfsorka fer í að sinna hinum
margvíslegu félagsmálum og hvað
oft reynir á viljafestu, þrautseigju
og þolinmæði að leiða farsællega
ýmis félagsmál í hinum dreifðu
byggðum þessa lands.
Ekki verður Jóns minnzt án
þess að geta Sigurlínu, hinnar
glæsilegu góðu konu hans, sem í
öllu hefur verið honum samhent
um störf og með rausn og myndar-
brag stjórnaði hinu umsvifamikla
og fjölmenna heimili. Börn eign-
uðust þau Sigurlína og Jón þrjú,
sem upp komust, Sigríði ógifta í
Reykjavík, Ólöfu gifta Eiríki Guð-
mundssyni byggingarfulltrúa á
Siglufirði, og Hilmar, sem kvænt-
ist Magneu Þorláksdóttur, en hann
lézt af slysförum fyrir fáum árum.
Áður en Jón kvæntist, eignaðist
hann eina dóttur, Dagbjörtu gifta
séra Kristni Stefánssyni, áfengis-
varnaráðunaut í Reykjavík.
Auk þess ólu þau up þrjú fóstur
börn: Guðmúnd Jóhannsson, lög-
regluþjón í Reykjavík, Vilhjálm
Hjálmarsson, iðnverkamann í
(Framhald á 13. síðu).