Tíminn - 28.05.1960, Blaðsíða 8
8
TÍMINN, laugardaginn 28. maf 1960.
Fré SigrítSur Tkorlaerás rœíir víð Göggu Lund:
Syngur að staða
á 11 tungumáium
íslenzku þjófflögin ólík öíirum þjó'Ölögum —
ekki öll um ástina eins og þau ensku
Hún gengur undir gælu-
nafni á einum 12 — kannski
14 tungumálum.
Á ég að segja ykkur hvern
ig þetta nafn festist við mig?
Eg sat við gluggann á gamla
apótekinu, hérna handan við
Austurvöll og var að horfa á
krakka, sem voru að leika
sér. Eg ætlaði að segja: sko
krakkana, en sagði gagga —
ég var bara á öðru ári — og
stúlkan, sem var með mig,
fór að kalla mig Göggu eftir
það. Nafnið festist við mig,
það eru kannske þrjár eða
fjórar manneskjur, sem kalla
mig Engel Lund, allir aðrir
segja bara Gagga — í öllum
þeim löndum, sem ég hef
verið í.
Vökult og hýrt
Söngkonan reynir ekki að
gera andlit sitt að grimu með
undarlegri förðun, þetta er
þróttmikið andlit og augna-
ráðið í senn vökult og hýrt.
Eg held að þessi kona hviki
ekki gjarna frá settu marki.
Timinn er takmarkaður,
bezt að sleppa allri mærð.
— Völduð þér yður þjóð-
lagasöng sem sérgrein strax
í byrjun söngferils yðar?
— Nei, nei, þegar ég kom
fyrst fram í Kaupmannahöfn
þá söng ég mikið klassísk
frönsk lög og Schubert og síð-
ar nýtízku franska tónlist,
því að ég hafði lengi numið
og síðar sungið í Frakklandi
og mér var frönsk tunga og
tónlist mjög kær.
ísl. þjóðlög upphafið
En einhvem veginn fannst
mér þetta ekki fullnægjandi
— ég var að leita einhvers
og vissi þó ekki hvers. Svo
gerðist það í París að ég fann
Gyðingalag og um sama
leyti var ég beðin að syngja
íslenzk þjóðlög i Þýzkalandi
í tilefni af þúsund ára afmæli
Alþingis 1930. Þá fann ég
hvað það var, sem ég vildi;
síðan hef ég alltaf sungið
þjóðlög. Og einmitt um sama
leyti hitti ég dr. Rauter, und
irleikarann minn, hann fór
að búa til undirspil við lögin,
af því að við fengum þau
venjulega í hendur með ófull
kominni raddsetningu. Þá
fann hann líka, að hann
hafði þennan sérstaka hæfi-
leika — þessa gáfu, sem
hann vissi alls ekki sjálfur af
fyrr.
— Finnst yður vera nokkur
sameiginlegur grunntónn í
þjóðlögum hinna ýmsu
landa?
Elskendur — elskendur
— Þjóðlög sýna okkur
tvennt, skal ég segja yður.
Þau sýna okkur hve lík 3
erum hvert öðru og hve ólík
við þó erum. Það er að vissu
leyti sama efnið, sem alls
staðar er sungið um, mæður
eru mæður og elskendur eru
elskendur í öllum þjóðvisum.
Eki svo e r það, sem ólíkt er.
í Englandi er til dæmis lang
mest um ástarvísur, en
þannig er það ekki hér, síður
en svo. Hjá Gyðingunum eru
alltaf tár á bak við lag og
'Ijóð, þó að efnið sé gaman-
samt. Það er þýðingarmikið
atriði í lífinu að þekkja vel
annað fólk — aðrar þóðir, en
það er ekki hægt nema að
maður þekki vel sjálfan sig
og sína þjóð. Skilningur á
öðrum skapast af saman-
burði við mann sjálfan.
Ekki öll um ástina
íslenzk þjóðlög eru ólík
öðrum þjóðlögum. Ég sýndi
enskri söngkonu lögin, sem
koma í bókinni, sem gefin
verður út núna á næstunni
og henni þótti efni kvæðanna
merkilegt. Þama eru einsetu
mannakvæöi og þar er sung
ið um fuglinn, sem galaði svo
fagurt, og svo eru það trúar-
legu lögin. Söngkonan sagði:
Þetta er stórmerkilegt, þessi
íslenzku kvæði eru ekki öll
um ástina, eins og ensku
kvæðin, þau eru um allar
hliðar mannlífsins.
Svo er ákaflega mikið um
trúarlegt efni í íslenzkum
þjóðlögum og það er sér-
kennilegt fyrir þau, að sömu
lögin hafa verið notuð við
marga ólíka texta. Sálmalög
eru stundum notuð við verald
legar vísur og lög eins og
„Stóðum tvö í túni“ hefur
verið notað við fjölmörg
kvæði. íslenzku skáldunum
hefur verið eðlilegt að yrkja
kvæði við gömul lög — ég á
vísu eftir Galdra-Brand, sem
ort er undir lagi, sem áreið-
anlega er miklu eldra.
Nærvera Guðs
— Hvar hafið þér fundið
íslenzku þjóðlögin, sem þér
syngið?
— Aðallega hjá séra Bjarna
Þorsteinssyni. í hans safni
er mikinn auð að finna og
þó að ég viti ekki hve mikið
ísenzk tónskáld kunni að
hafa notfært sér af þeim
nægtum, held ég að þar muni
enn liggja fólginn margur
fjársjóðurinn.
— En Gyðingalögin?
— Þau eru voðalega áhrifa
mikil. Eg held mest upp á þau
og íslenzku lögin, og stund-
um finnúr maður það sama
í þjóðvísum þessara tveggja
þjóða. Eg hef til dæmis ekki
fundið annars staðar sams
konar lýsingar á nærveru
<Venjulega eru bjóðvís-
ur ekki trúarlegs eðlis, nema
það séu kvöldbænir eða þess
háttar, en til dæmis i Lilju
er talað um Guð sem verandi
úti og inni o.s.frv. og hlið-
stæða lýsingu er að finna í
einni lítilli Gyðingavísu.
— Eru Gyðingalögin ekki
komin víða að?
Óvænt hjálp
— Ójú, sum eru til skráð,
önnur hafa verið sungin fyrir
— Er fólk yfirleitt hrifnast
af sinum eigin þjóðlögum á
hljómleikum?
— Eg veit ekki — helzt vil
ég alltaf blanda saman lög-
um frá fleiri þjóðum, ein-
mitt til að fólkið geti sjálft
borið saman og heyrt hvað
er líkt og hvað er ólíkt.
— Kostar ekki þjóðlaga-
túlkunin mikla vinnu?
—Guð almáttugur! Það
þarf svo mikla vinnu, æfingu
og þolinmæði, að það tekur
aldrei enda. Maður verður
alltaf að reyna að gera eins
vel og bezt verður gert það
! augnablikið, vitandl að aldrei
verður neitt eins gott og það
gæti og ætti að vera. Það er
ekki nóg að syngja — það
verður að læra réttan fram-
burð á mállýzkum og þjóð-
tungum, lesa um þjóðirnar,
læra og læra. En síðast á allt
að lita út eins og þetta sé ekk
ert átak — engin vinna.
GAGGA LUND
ætlaði að segja krakkana.
okkur, mismunandi rétt með
þau farið og oft verið mikið
erfiði fólgið í að rekja lögin
til þess, sem réttast er og upp
runalegast. En það hefur nú
svo oft komið fyrir mig, að
þegar ég hef verið búin að
vinna og vinna eins og vit-
laus og ekki með nokkru móti
komizt að niðurstöðu, þá hef
ur mér borizt hjálp, oft úr
óvæntustu átt. En það er eins
og þetta sé nauðsynlegt —
að maður leggi alla sína orku
í starfið, reyni til hins ýtrasta
— fyrr eigi hjálpin ekki að
berast — þá sé jarðvegurinn
tilbúinn.
í 15 löndum
— Æfið þér söng á hverjum
degi?
— Já, það verð ég að gera
til að halda mér við. Ef söng
konan hefur voðalega góða
rödd, þá finnst henni kannski
I hún ekki þurfi að æfa svo
jmikið, en ég hef ekkert mjög
góða rödd og þess vegna verð
ég að æfa mig afskaplega
1 mikið — og það er ekkert
gaman að því.
| — Munið þér í hve mörg-
I um löndum og á hve mörgum
jtungum þér hafið sungið?
I — Ekki vel — ætli ég hafi
ekki sungið í einum fimmtán
löndum og á ellefu tungu-
málum syng ég að staðaldri,
auk nokkurra mállýzka, En
á bak við það liggur líka
vinna. Það er ekki nóg að
læra eina og eina vísu á
hverju máli. Maður verður að
læra margar, margar, og
velja svo þær beztu úr, öðru
vísi er ekki hægt að kynnast
því bezta. Og stundum er
kannski betra fyrir þann, sem
kemur að úr fjarlægð að
velja þaö bezta. Mér finnst
til dæmis, að sumar Gyðinga
söngkonur flytji alls ekki
beztu þjóðvísurnar. Það er
kannski vegna þess, að þær
standa of nærri sínu eigin
þjóðemi, ef hægt er að orða
það svo. Og svo verða þeir
skygnari á gildi þjóðlága, sem
geta borið saman lög frá
mörgum löndum.
35 lög inn á plötur
— Og nú eruð þér að syngja
íslenzk þjóðlög inn á hljóm-
plötur?
— Já, ég ætla að syngj a
þessi þrjátíu og fimm lög
inn á plötur, sem verið er að
gefa út á nótum í útsetningu
dr. Rauters. Á kvöldin æfi ég
svo söngfólkið í Philharmoniu
kómum, það er voða gaman,
þau eru öll svo sæt. Það er nú
mikið af góðum röddum á
íslandi, alveg furðulegt hvað
hér eru margir góðir tenorar.
— Eruð þér senn á förum?
— Eg veit ekki — ég á
alltaf svo afskaplega bágt
með að fara héðan — hér
átti ég mína bernsku og það
er svo margt sem bindur mig.
Jæja, erum við nú ekki
búnar að vera duglegar?
Alltaf þegar ég sé viðtal við
mig í íslenzku blaði, þá verð
ég svo hrifin af því, hvað ég
tala góða islenzku — þá er
nefnilega búið að punta upp
á hana!
En þess gerizt ekki þörf.
Það þarf ekki að „punta upp
á“ íslenzkuna hennar Göggu
Lund — þaðan af siður tján-
ingu hennar á íslenzkum þjóð
lögum. Hún hefur þar lyft
margri perlunni í ljósið,
perlu, sem aðrir hafa látið
liggja rykfallna og gleymda.
Síðustu
sinf óníutónleikarnir
Simfóníuhljómsveit ísiar.ds hélt
síoustu tónleika sína á þessu starfs
ári á föstudagiinn var. Viðfangs-
efnin voru forleikur eftir Gluck,
fiðlukonsert Beethovens og 4.
sinfónia Sehumanns. Björn Ólafs-
son lék einleik í fiðlukonsertin-
um, en dr. Smetacek var stjórn-
andi. Jafn mikilhæfuf stjórnandi
cg dr. Smetacek laðar auðveldlega
fram það stm hljómsveitin ræð-
ur yfir og hún er mjög hlýðin
(■g auðsveiD í höndum hans, enda
' ía leikur hennar mjög áferðar-
góður bæði í Schumann sinfón-
íunni og hinum verkumum á efnis
: skránni. Biórn Ólafsson er þekkt-
'asti fiðluleikari okkar og hann
i’efur leikið þennan konsert oftar
en einu sinni áður með hljóm-
' sveitinni. Leikur Björns var aliur
góður, en misgóður Fyrsti þátt-
jrinn varð einhvern veginn út-
undam hjá bonum, er síðari þætt-
irna tvo spilaði hann svo vel. að
hann varð nauðugur viljugur að
endurtaka siðasta þáttinn og það
segir sína sögu A.