Tíminn - 28.05.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.05.1960, Blaðsíða 7
TTMIN N, laugardaginn 28. maí 1960. 7 Si f Umræður um Hellumálið í sameinuðu þingi Fyrir nokkru bar Þórarinn Þórarinsson fram fyrirspurn til f jármálaráSherra um hvort það vœri stefna ríkisstjórnar- innar að láta gerðardóma fjalla um skaðabótamál á hendur ríkinu. Fyrirspurn þessi kom til umræðu í sam- einuðu þingi í gær. Þórarinn Þórarinsson fylgdi henni úr hlaði og mælti m. a. á þessa leið: Ég sé að ríkisstjórnina hef ur grunað hver ástæða lægi til þessarar fyrirspurnar, því hún hefur nú látið dreifa hér á borð þingmanna gerðar- dómsúrskurðinum um hið svo nefnda Hellumál. Ég tel, að rikisstjórnin hafi farið alveg rangt að við með- ferð þessa máls. Henni bar að láta það ganga venjulega dómstólaleið en ekki látajgerð ardóm skera úr um það. í um Fjármálaráðh. svarar fyrirspum Þórarins Þórarinss. ræðum, sem orðið hafa um þetta mál í blöðum, hefur stjóminn. borið fram fimm ástæður sér til afsökunar. f fyrsta lagi hefur hún bor- ið því við, að með því að leggja málið í gerðardóm fengizt fyrr úr því skorið en ella. Þetta er haldlaus afsök- un, því auðvitað lá ekkert á þessum úrskurði. Önnur afsökunin er sú, að gerðardómurinn hafi fjallað um sömu atriði og komið hefðu fyrir venjulegan dóm og niðurstaðan þvi orðið sú sama. Um þetta verður ekkert full yrt. Við meðferð málsins .fyr- ir tveimur dómsstigum gat vitanlega ýmislegt komið fram sem leitt gat.til breyttr- ar afstöðu dómenda til máls- ins. Ákvæðin um tvö dómsstig eru vitanlega sett með það fyr ir augum, að mál fái ýtarlegri meðferð og fyllri rannsókn en gera má ráð fyrir sé dómsstig aðeins eitt. f þriðja' lagi er því borið við að þessi málsmeðferð væri ódýrari fyrir ríkið. SUkt er gjörsamlega ósann að mál, og verða ekki borin fram sem rök. Hitt er hins vegar vist, að sú málsmeð- ferð, sem var viðhöfð hefur kostað ríkið 140 þúsund kr., (80 þús. til málflutningskostn. og 60 þús. til dómenda. Pjórða ástæðan er, að þar sem hæstaréttardómarar hafi skipað gerðardóminn þá tryggi það, að dómsniður- staða, sem fengin hefði ver- ið með venjulegum hætti, hefði orðið sú sama. Sú fullyrðing er út í bláinn. Trúa ekki á langlífið Nefndarálit Karls Kristjánssonar um Búnaðarbankafrv. Fjárhagsnefnd efri deildar hefur nú athugað frv. ríkis- stjórnarinnar um breyting á Búnaðarbankalögunum og skilar áliti í tvennu lagi. Fer álit minni hlutans, Karls Kristjánssonar, hér á eftir: Prumvarp þetta telur ríkis stjórnin eitt af „viðreisnar“- frumvörpum sínum, sem bráðnauðsynlegt sé ,að gera að lögum, áður en þessu þingi lýkur. Þetta er nýjasta frumvarp ið frá hendi ríkisstjórnarinn ar. Það er ekki fyrirferðar- mikið, en ber sama lit og keim og hin fyrri og stærri. — „Nú er að minnka nytin í Ljómalind minni, enda er hún búin að mjólka lengi og vel/, sagði konan, ,.en alltaf er þó sama, góða bragð ið að blessuðum dropanum.“ Aðalefni þessa frumvarps er að fjölga bankaráðsmönn- um Búnaðarbanka íslands úr þremur í fimm og heimila bankaráðinu að fjölga banka stjórum við bankann. Allir vita, að þetta er ein- göngu gert til þess, að stjórn. arflokkarnir fái meiri hluta í bankaráðinu og geti komið manni eða mönnum frá sér í bankastjórastöður hið fyrsta. Biðlund hafa flokkarnir ekki til næstu áramóta, en þá rennur út kjörtími for- manns bankaráðsins og þá gætu þeir því að óbreyttum lögum búið sér til meiri hluta í bankaráðinu. Ekki hafa þeir heldur stiil ingu til að bíða þess, að nú- -^andi bankastjóri hætti störfum vegna aldurshámarks embættismanna. Það gæti tek ið eitt ár eða svo að bíða eftir því. Nei, búa skal strax til nýtt bankastjórasæti. Sparnaður! Hver var að tala um hann? Sparnaður er hugtak, sem er fjarlægt stjórnarstefnunni og kemur málunum alls ekki við, þegar henni liggur á öðru eins og þessu . Ekki er grunlaust um, að stjórnarflokkarnir hafi hrað- anáí þessu máli, af því einn- ig að þeir séu ekki öruggir um langlífi stjórnar sinnar. Léleg ástæða er það og engin afsök- un, en hins vegar skiljanlegt, að ríkisstjórnin telji sig vera búna að fyrirgera rétti sínum til langlífis. Enginn leyfir sér að halda því fram, að undir stjórn nú- verandi bankastjóra hafi menn orðið fyrir hlutdrægni í viðskiptum og þess vegna sé þörf að fjölga bankastjórum. Engin gild ástæða hefur ver ið færð fram fyrir því, að að- kallandi sé að fjölga banka- stjórum við Búnaðarbank- ann. f framsöguræðu fyrir frum varpinu lét landbúnaðarráð- herra í það skína, að fjölgun í bankaráði og fjölgun banka- stjóra við bankann ætti að tryggja bankanum meiri um- hyggju af hálfu Alþing^ og stjórnarvalda en verið hefði. Þetta hljómaði illa af vörum ráðherra úr Sjálfstæðisflokkn um, sem fellt hefur fyrir fram sóknarmönnum tillögur um sjálfsagðan stuðning við bank ann. Búnaðarbankann mundi ekki vanta umhyggju á Al- þingi, ef Sjálfstæðisflokkur- inn vildi fylgja Pramsóknar flokknuum að málum, er varða bankann. Allra athugaverðast við frumvarpið tel ég þó það, að samkv. því á að afnema þá reglu, að landbúnaðarnefndir Alþingis kjósi meiri hluta bankaráðsins. Eru með því fjarlægð áhrif landbúnaðar- manna á stjórn bankans, en það er óheppilegt og rangt gagnvart bændastéttinni, af því að hann er hennar banki, þótt ríkið annist hann og beri ábyrgð á honum. Eg er andvígur frumvarp- inu í heild og legg .til sem fjár hagsnefndarmaður, að efri deild felli það. Hins vegar veit ég af reynslunni á þessu þingi að ríkisstjórnin mun láta sitt hlýðna lið samþykkja frumvarpið, hversu fast sem á móti er mælt. Hér ræður tala uppréttra handa úrslit- um. En freista vil ég þess samt að höfða til sanngirni manna og réttsýni í garð bændastétt arinnar o,g bera fram á sér- stöku þingskjali breytingatil lögu, sem engum þingmanni ætti að vera mikil þoranraun að samþykkja. Hún er um það, að einn af þeim fimm bankaráðsmönnum, sem frv. gerir ráð fyrir skuli kosinn af stjórn stéttarfélags bænda. Eg vil ekki trúa að óreyndu að nægilegá margir þing- menn fáist ekki til að unna bændastéttinni þess réttlætis að hafa einn þannig kjörinn fulltrúa í stjórn banka síns í gerðardómnum sátu aðeins þrír hæstaréttardómarar af fimm. Og af hverju eru hæsta réttardómarar hafðir fimm? Af því að það er talið veita meira öryggi fyrir réttri dómsniðurstöðu en ef þeir væru aðeins þrír. Þeir tveir, sem ekki voru í gerðardómn um hefðu e.t.v. komið auga á atriði sem hefði getað breytt dómsniðurstöðunni. í fimmta lagi er svo sagt, að fordæmi séu fyrir slíkri málsmeðferð sem þessari. Óhætt er að fullyrða að svo er ekki þegar um er að ræða svo stórt mál sem þetta og sem beinlínis opnar leið fyrir skaðabótakröfum á hendur ríkinu úr ýmsum áttum. Ég tel því, að hvernig sem á mál- ið er litið, þá sé með því f arið inn á mjög hættulega braut. Fjármálaráðherra kvað hér hafa komið tvennt til greina: Almenn dómstólaleið eða gerð ardómur. Hann hefði verið valinn vegna hagsmima ríkis- ins. Lengi hefði tíðkazt að leggja mál í gerð, og væri sú málsmeðferð einkum valin vegna þess að hún væri kostn aðarminni og tæki skemmri tíma. Nefndi ráðherrann nokkur dæmi um slíka máls- meðferð. Ráðherrann fullyrti, að kostnaður hefð i orðið meiri fyrir ríki, ef málið hefði verið látið ganga venjulega leið, jafnvel farið allt upp í 300 þús. í stað þess að gerðar- dómurinn hefði kostað tæp 140 þús. Ef málið dróst á lang inn, gátu þess utan vaxtar- greiðslur fallið á ríkissjóð. Pjallað var um nákvæmlega sömu atriðin fyrir gerðar- dómnum og komið hefðu fyrir venjulegan dóm, sagði ráð- herrann, og því hefði dóms- niðurstaða orðið sú sama. Ríkisstjómin mun að sjálf- sögðu meta það hverju sinni hvaða leið er hagkvæmast að fara í þessum efnum. Þórarinn Þórarinsson taldi svar ráöherrans út í hött. Sé nokkuð á orðum hans að byggja, þá er það helzt það, að ríkisstjórnin ætli sér að ganga lengra út á þessa braut en orðið er, og sást það m.a. á upptalningu ráðherrans, því flest þau mál, sem' hann nefndi þar, voru minni hátt- ar miðað við þetta. Þar var ekki heldur um ,princip‘-mál að ræða, sem gátu leitt af sér miklar aðrar skaðabótakröf- ur eins og Hellumálið. Ef málið hefði veriö látið ganga venjulega dómstólaltið þá hefði það komið fyrir tvö dómsstig Pimm hæstaréttar- dómarar hefðu um það fjallað i stað þriggja. Rannsókn hefði eðlilega orðið ýtarlegri. iog veit enginr irc öað ’iv<'v niðurstaða hefi orðið af slíkri málsmeferð. Allar kostnaðar- áætlanir ráðherrans og full- yrðingar hans þar um eru út í loftið, því að enginn getur sagt um, hver niðurstaðan hefði orðið, ef málið hefði gengið venjulega dómstóla- leið. Hér hefur verið farið inn á ranga braut, sem getur orðið mjög viðsjárverð fyrir ríkið. Fjármálaráðherra taldi að hér væri ekkert nýtt að ger- ast. Það væri ósæmilegt að drótta því að dómurum, að þei rhefðu ekki kynnt sér mál ið áður en þeir felldu dóm- inn. Slík ummæli væru fyrir neðan virðingu Alþingis. Eysteinn Jónsson: Þaö er ekki stórmannlegt af ráðherr anum að snúa út úr og rang- túlka orð fyrirspyrjandans eftir að hann fær ekki lengur borið hönd fyrir höfuð sér. Hann telur Þ. Þ. hafa farið (Framhald á 15. síðu) Stjórn Stéttar sambandsins kjósi einn bankaráðs- mann Tillaga Karls Kristjáns- sonar Meiri hluti fjárhagsnefndar efri deildar leggur til að sam- einað Alþingi kjósi hlutbund- inni kosningu fimm aðal- í menn og jafnmarga vara- menn í bankaráð Búnaðar- bankans til fjögurra ára í senn. Karl Kristjánsson ber hins vegar fram eftirfarandi til- lögu: „Sameinað Alþingi kýs fjóra bankardðsmenn hlut bundinni kosningu til fjög- urra ára í senn og jafn- marga varamenn á sama hátt og til sama tíma, einn fyrir hvem aðalmann. Stjórn Stéttarsambands bœnda kýs fimmta banka- ráðsmanninn einnig til fjög urra ára, og varamann lians til sama tíma. Vara- menn taka sœti í bankaráð inu í forföllum aðalmanna. Ráðherra skipar formann og varaformann bankaráðs úr hópi kjörinna aðal- manna eða varamanna til iööcvrc ára í senn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.