Tíminn - 28.05.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.05.1960, Blaðsíða 1
Áusa járni úr sjó og sandi Vík, 25. maí. — Nú gengur allþolaniega hjá vinnuflokk Bergs Lárussonar, sem vinnur að björgun hrájárnsins á Kerlingardalssandi — Dyn- skógaf jöru. Hefur nú tekizt að ná um 30 tonnum úr sandin- um. Járnið er síðan flutt á bílum út fyrir Kerlingardalsá, út að Fagra- dal. Fært er flestum bílum alveg niður að járnastaðnum. Bezt aÓ hafa sjóinn Niðri við fjöruna er komin all- myndarleg gryfja, full af sjó. Þyk- ít bezt, að hún sé sem fyllzt, því sjói'inn í henni spornax þá á móti sandinum, sem annars vill hrynja inn í hana. Þess vegna er mest unnið á flóði. Járninu er lyft upp með skurðgröfukjafti. Erfitt a'ð fóíra Öll gryfjan er nú fóðruð innan með járnþili, og var það mikið verk og erfitt að koma því fyrir í gryfjunni, en síðan.er aðstaða til björgunar allt önnur, þótt enn vilji hrynja sandur inn í. Ekki verður sagt með vissu um hve langan tíma verkið muni taka, en nú eru sem sagt komin um 30 tonn af járni í dagsljósið, en munu hafa verið 4—5 þús. tonn alls. ÓJ—s— Sprenging í púöurverk- smiðju NTB—Toulouse, 27. maí. Mikil > sprengiin varð í púðurverksmiðju skammt frá Toulouse í morgun. i Þrír menn fórust, en tíu meiddust. Orsökin til slyssins er ekki upp- lýst og hefur rannsóknarnefnd tetoið til starfa. Innhrot í togara Síðastliðna fimmtudagsnótt ■, var brotizt inn í klefa 1. vél- I stjóra á togaranum Ágúst, | sem stendur nú í slippnum í. Eeykjavík. Stolið var 198 pökk | um af Camel-vindlingum. j Klefahurðin mun hafa ver ið mölvuð upp. —b—. Menderes fallinn Menderes forsætisráðherra og einvaldi Tyrklands siðan 1950 var handtekinn af tyrkneskum her- mönnum í gærmorgun eftir að ytirmenn hersins höfðu gerf bylt ingu. Menderes er fæddur 1899. Hann var valinn á þing 1930 ^em fylgismaður Kemals Ataturks höf undar hins nýja Tyrklands. Er Inonu forseti, eftirmaður Ata- turks, hafði verið forseti í nokk- ur ár, leyfði hann myndun stjórn arandstöðuflokks í landinu. Varð Menderes einn af stofnendum hans. í kosningum 1950 náðu Demokratar meirihluta. Varð Menderes forsætisráðherra og hefur verið það síðan og lengst af sfjórnað sem einræðisherra með tilstyrk lögreglu og hers. Óreiða og sukk hefur alla tið þótt einkenna fjármál og atvinnu líf landsins i valdatið hans, þótt framkvæmdir væru nokkrar. Rit- frelsi og sko'öanafrelsi hefur löng um verið lítið. Flestir atkvæða- miklir blaðamenn hafa á þessu tímabili verið með annan fótinn i fangelsinu. í vor sauð upp úr og beittu stúdentar sér mest fyr- ir andstöðunni. Loks brást her- inn. Sjá nánar á bls. 3. Friðrik kóngur og Ingiríður drottning í Danmörku héldu upp á silfurbrúðkaup sitt á mið- vikudaginn og voru bá m. a. við hátíðasýningu í Konunglega leikhúsinu. Myndin er tekin af þeim hjónum og Önnu-Maríu, yngstu dóttur þeirra á silfurbrúðkaupsdaginn. Norskir sjómenn fá allt að 5 sinnum meira fyrir fiskinn Blaðinu hefur borizt skrá frá Alþýðusambandi íslands um gildandi lögbundið fisk- verð til hlutarsjómanna og það fiskverð, sem nýskeð var gert samkomulag um milli L.Í.Ú. og Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Samlags skreiðarframleiðenda; einnig hefur borizt skýrsla um fislt- verð til sjómanna í Noregi. Af þessum skýrslum kemur fram, að norskir sjómenn fá sem svarar 4,21-4,80 ísl. kr. fyrir kíló af þorski, sem fer til frystingar eða söltunar, en skiptiverð til ísl. sjómanna er kr. 1,66 og frystihúsin greiða útgerðarmönnum kr. 2,63. Fiskverð í Noregi er nokk- uð misjafnt eftir verðlags- svæðum og verkunaraðferð- um, en þegar á allt er litið, kemur í ljós, að norskir sjó- menn fá tvisvar til fimm sinnum meira fyrir afla sin en sjómenn hér. Fyrir átta algengustu fisktegundirnar að steinbít undanskildum, er lægsta verð til sjómanna fyrir fisk til frystingar og sölt unar tvöfalt til fjórfalt hærra en hér. Greiðslur fiskverk- unarstöðva til útvegsmanna í Noregi eru og miklu hærri. ÞorskverÖ í Noregi er 154 — j189% hærra en hér og sama er ! að segja um flestar aðrar teg ! undir, að þar er verðmunur- ; inn geysimikill. Hvað veldur? I ' Þessar upplýsingar eru1 harla athyglisverðar og hljóta i Framhald á 3. síðu. Fundur Alþýðu- sambandsins hefst í dag í dag eftir hádegi hefst full- trúafundur Alþýðusambands ís- lands í Iðnó í Reykjavík. Þessi ráðstefna er haldin um ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, og hvemig verka- lýðsfélögin í landinu eigi að bregðast við þeim. Fundinn sitja fulltrúar frá öllum verkalýðsfé- lögum laudsius, einn frá hverju, en þau munu vera um hálft ann- að hundrað talsins. Reiknað er með að fundurinn standi laugar- dag og sunnudag. Hannibal Valdemarsson, for- seti A.S.Í. mun flytja framsögu- ræðuna á ráðstefnunni. Stjórn L.I.U. hótaði að segja af sér-bls. 3 ' í- J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.