Tíminn - 28.05.1960, Blaðsíða 3
TÍMiN N, laugardagtna 28. maí 1960.
Mótmæla veltuútsvörum
á félagsmannaviöskipti
Stjórn Landsambandsins
hótaði að segja af sér
Aðalfundur Kaupfélags
Langnesinga, haldinn á Þórs-
höfn, 17. maí 1960, ályktar
eftirfarandi:
1. Fundurinn lýsir fullkominni
andstöðu vði frumvarp til laga
um útsvör, sem nú liggur fyrir
alþingi, er heimilar bæjar- og
sveitarstjórnum, að leggja á
veltuútsvör, meðal annars á fé-
lagsmannaviðskipti í samvinnu-
félögum. Telur fundurinn slíka
skattheimtu mjög rangláta, þar
sem verulegur hluti veltunnar
eru rekstrarvörur atvinnuveg-
anna og framleiðsluvörur, sem
samvinnufélögin selja í umboðs-
sölu. Enda mundi hún torvelda
þeim, að veita almenningi þá
þjónustu, sem einstaklingar hafa
ekki tekið að sér, og valda stór-
felldum fjárflutningum úr hönd-
um einstaklinga í sveitum, til
þorpa og bæja. Með þessum lög-
um væri ríkisvaldið að heimila
eins konar arðrán, og leyfa ó-
hæfuverk, gegn fámennum
sveitarfélögum, eða því fólki,
sem enn stendur vörð um hina
dreifðu byggð. Skorar fundur-
inn því á háttvirt alþingi að fella
frumvarpið.
2. Fundurinn mótmælir ein-
dregið nýjum lögum, sem skylda
innlánsdeildir kaupfélaganna til
að afhenda seðlabankanum í
Reykjavík lielming innlánsaukn-
ingar. Telur fundurinn óverjandi
að taka á þann hátt umráðarétt
einstaklinga yfir eignum þeirra
og meina þeim að ávaxta sparifé
sitt, í löglegri innlánsstofnun
Coghill keypti
hesta og sauSi
í frásögn Tímans í fyrrarag
af samkomu Kaupfélagsins á
Hvammstanga 21. þ. m., var
ekki að öllu leyti skýrt rétt
frá því, er Skúli Guðmunds-
son sagði í ræðu sinni um við-
skipti héraðsbúa við Coghill
hinn enska, se mhófust á 8.
áratug síðustu aldar. Coghill
keypti hesta og sauði, sem
fluttir voru lifandi til Eng-
lands. Hann borgaði með gulli,
en menn pöntuðu líka ýmsar
nauðsynjavörur hjá honum.
Fiskver'ÍSi'ð
(Framh. af 1. síðu).
óumflýjanlega að vekja nokkr
ar spumingar. Er fiskurinn
hér svo illa verkaður, að Norð
menn fái langt um meira fyr
ir slnn afla á sömu mörkuð-
um þrátt fyrir meiri afköst
íslenzkra sjómanna á hvem
einstakling? Stafar þetta af
slóðaskap i rekstri eða óeðli-
legum mllliliðagróða? Hvar
liggur hundurinn grafinn?
Hefi til sölu
nokkra hreinræktaða hvolpa
af skozku fjárhundakyni.
Eggert Stefánsson,
Steðja, Borgarfirði.
síns eigin félags. — Jafnframt
því, að draga hið takmarkaða
fjármagn utan af landsbyggðinni
til Reykjavíkur, og auka þá erf-
iðleika, sem verið hafa um öflun
lánsfjár til stuðnings atvinnuveg-
unum, verzlunarrekstri og nauð-
synlegum framkvæmdum við-
komandi félaga. — Fundurinn
telur slíkar ákvarðanir sem þess-
ar, beina árás á samvinnufélögin,
meðlimi þeirra og dreifbýlið í
heild.
3. Fundurinn telur vaxtahækk-
un þá, sem orðin er, mjög var-
hugaverða, og koma alveg sér-
staklega hart niður á þeim kaup-
félögum og viðskiptamönnum
þeirra sem hafa sauðfjárafurðir
sem aðalgjaldeyrisvöru, — þar
sem greiða þarf rekstrarvörur, t.
d. áburð, kjamfóður o. fl. liálfu
eða heliu ári áður, en greiðslur
koma fyrir þessar framleiðslu-
vörur.
Chile
(Framh. af 16. síðu).
Þjóðir vesturheims og þá ekki sízt
Bandaríkin hafa látið rausnarlega
aðstoð í té. Bandaríkjamenn hafa
sent 34 flugvélar af Globemas’ter-
gerð og eru þær í stöðugum flutn-
ingum til og frá jarðskjálftasvæð-
unum.
Caribou
(Framh. af 16. síðu).
er 183 mílur og fór hún einnig á
þeim hraða yfir höfði gestanna
með miklum hvini. Sýningarflug
vélarinnar vakti mikla athygli og
mátti sjá á þjóðveginum bíla sem
höfðu stöðvast og fylgdust menn
með fluginu.
Hægt er að opna búk vélarinnar
aftan og neðan til og gengur því
ferming hennar ótrúlega fljótt
fyrir súg. Enda mátti heyra á þeim
sem hafa þann starfa með höndum
hjá Flugfélagi íslands, láta í ljós
ánægju sína og létu ekki á sig fá
þótt þeim væri bent á að þá kynni
kaupið að lækka! Hægt er að aka
vörubílum beint að vélinni og
renna farangri og vörum á þar til
gerðri braut viðstöðulaust inn.
Einmig er hægt að aka litlum bíl-
um, svo sem jeppum, inn í vélina
frá jörðu. Er þar rúm fyrir tvo
jeppa. Stél Caribou-vélarinnar er
hafið mjög hátt og auðveldar það
mjög aðgöngu. Þessi tilhögun á
stélinu gerir það einnig að verk-
um að hægt er að varpa mönnum
og vistum í failhlíf úr vélinni án
þess að eiga á hættu að fallhlífin
flækist um stélið, en það hefur oft
viljað brenna við.
Bandaríkjaher hefur þegar fest
kaup á nokkrum slíkum vélum og
á fleiri í pöntun. Það er enm einn
kostur þeirra að þær geta lent í
gljúpum jarðvegi og hafið sig aft-
ur til flugs án þess að saki. Er
hjólaútbúnaður í því skyni allur
mjög traustur og vandaður. Þá
þarf ekki nema tveggja manna
áhöfn á vélirna, og er stýrisútbún-
aður einfaldur í sniðum og sögðu
flugmennirnir að hún léti einstak-
lega vel að stjórn.
Enn hefur ekkert verið ákveðið
um kaup á slíkum vélum hingað
til lands, en það virðist mjög æski-
legt að slík vél væri fengin hingað
a. m. k. tii frekari reynslu. Cari-
bou-vélin virðist hafa alla þá eig-
inleika tii að bera sem nauðsyn-
legir eru íslenzkum staðháttum.
Hún getur lent á stuttum og ófull-
komnum flugbrautum, er hentug til
vörufiutninga sem fara nú fram
loftleiðis í vaxandi mæli og hún
er hentug til björgunarflugs og
leitar. Flugvélin mun kosta um
600 þúsund dali. — JökuU.
Hinn 24. maí var kallaður
saman fundur hjá Landssam-
bandi íslenzkra útvegsmanna, j
til þess að ræða ágreining j
þann, sem fram hefur komiS í
sambandi við fiskverð til sjó-
manna. Kom þar fram mikil
gagnrýni á núverandi ríkis-
stjórn og stjórn LÍÚ, og lá við
sjálft, að stjórn LÍÚ segði af
sér störfum.
Stjórn LÍÚ var harðlega
gagnrýnd fyrir það, að láta
útgerð hef j ast án þess að hafa
fengið endanlega ákvörðun
og samþykki um fiskverðið,
og semjúa sí(ðan í vertíðar
lok um mun lægra verð en
landssambandið tilkynnti frá
upphafi. Stj órn LÍÚ hótaði að
segja af sér, ef þessi tillaga
eða önnur svipaðs eðlis yrði
samþykkt. Þvl var sú tillaga
felld.
Ekki að hefja róðra
Aftur á móti var samþykkt
ernróma með samþykki'stjórn
ar LÍÚ, að framvegis skyldi
ekki hefja róðra, án þess að
fiskverð væri alveg ákveðið
og full frá gengið. Fundar-
menn voru allir sammála um
það, að ófært væri að standa
í silíku stappi um verð, í ann
að sinn.
Ásgeir Ásgeirs-
son einn í frám-
boði
Framboðsfrestur til forsetakjörs
r&inn út hinn 22. þ. m. Hafði dóms-
málaráðumeytþiu þá borizt fram-
boð núyerandi forseta fslands,
herra Ásgeirs Ásgeirssouar, til
forsefaikjörsins, ásamt tilskiídum
meðmælum alþingiskjóseuda úr
öllum .landsfjórðungum. Önnur
framboð hafa eiigi boirizt ráðu-
neytinu. Hefur dómsmálaráðuneyt-
ið sent til hæstaréttar öll s'kjöl er
framboðið varða, svo sem lög
mæla fyrir.
(Dómsmálaráðuneytið,
25. maí 1960).
Herinn veltir Mend-
eres úr valdastóli
NTB—Aþenu og London,
27. maí. í kvöld virtist, sem
herinn hefði öll völd í Tyrk
landi örugglega í sínum hönd-
um. Algerlega sambandslaust
var við landið, utan tilkynn-
ingar þær, sem útvarpið las af
og til frú Gursel hershöfð-
ingja, sem hefur tekið sér al-
ræðisvald, Hann lofar því að
skjótt skuli efnt til nýrra
kosninga og sá flokkur, sem
sigrar taka við stjórnartaum-
um. Stjórnarskrárnefnd hefur
tekið til starfa.
Byltingin var gerð í nótt og
var að því er segir í útvarps-
tilkynningum án blóðsúthell-
inga eða átaka. Þó er haft fyr-
ir satt í París, að til nokkurra
átaka hafi komið milli hersins
og lögreglunnar í Ankara, og
einnig er Bayar forseti var
handtekinn í höll sinni og
nokkrir menn særzt.
f
Útgöngubann til morguns
Útgöngubann var í gildi, er
byltingin var gerð, 1 helztu
borgum og bæjum landsins.
Helzt það enn, en í tilkynn-
ingum segir, að því verði fljót
lega aflétt. Flugvélar fengu
að lenda og taka benzín í An-
kara og Miklagarði, en eng-
inn mátti fara úr vélunum, né
taka farþega. Ferðamenn
segja, að allt hafi virzt rólegt,
en hermenn hvarvetna á
vakki.
Yfirmaður hersins
Gemal Gursel hershöfðingi
er foringi svonefndar þjóðein-
ingarnefndar sem fer með
æðsta vald í landinu, en Gul-
sel, hefur tekið sér æðsta vald.
Gursel var þar til fyrir hálf- I
um mánuði æðsti yfirmaður
hersins, en sagði þá af sér í
mótmælaskyni við gerræðis-
stjórn Menderes. í tilkynningu
sinni, sagði hann, að herinn
hefði verið neyddur til að
grípa í taumana og forða vand
ræðum. Stjórnmálaflokkar
landsins hefðu verið komnir í
sjálfheldu. Markmiðið væri
ekki einræði hersins ,heldur
endurbætur á stjórnarfarinu.
Sagt var, að ríkið myndi
standa við allar skuldbinding-
ar út á við, þar á meðal gagn-
vart A-bandalaginu. Allar inn
stæður í bönkum hafa verið
„frystar“.
Hlutur háskólamanna
Þá er tilkynnt, að stjórnar-
skrárnefnd hafi tekið til
starfa, skipuð prófessorum og
lögfræðingum í Ankara. For-
seti nefndarinnar er rektor
Ankaraháskóla. Þykir þetta
benda til þess, að háskóla-
menn og stúdentar eigi mik-
inn þátt í byltingunni enda
voru stúdentar þeir, sem'
beittu sér fyrir opinberum
fjöldafundum gegn stjórninni.
Allt frá því, að Kemal Ata-
turk grundvallaði hið nýja
nýja Tyrkland um 1920, hefur
herinn látið stjórnmál af-
skiptalaus. Ekki er fulljóst,
hvers vegna hann tók nú að
sér forystuna gegn Mend-
eres.
Ein skýringin er talin sú,
að mjög var hert að Inönu
fyrrv. forseta, en hann var
eitt sinn œðsti maður hers-
ins og flestir herforingjar
landsins áttu honum gott
að gjalda, vinir hans og
skjólstœðingar. Þá mátti
sjá s.l. laugaráag, er liðsfor
ingjar og liðsforingjaefni
tóku þátt í hópgöngum stV'
denta að ekki var allt með
felláu.
Menderes og Bayar
Bayar forseti var hand-
tekinn í Ankara. Menderes
var á ferðalagi í Anatólíu, en
fylgi hans var mest meðal
bænda. Hann og bróðir hans,
lj.ndvarnarráðherra hafa ver-
iö handteknir og fluttir til An-
kara, svo og flestir ráðherrar
aðrir og sitja í fangelsi.
Menderes stóð fyrir allmikl-
um framkvæmdum í landinu.
Hann var þó jafnan fremur
óvinsæll, einkum af miðstétt
og stétt menntamanna. Hann
þótti duttlungasamur og ger-
ræðisfullur. Þótt hann væri
lítt þokkaður heima fyrir,
naut hann allmikils tra<usts af
forystumönnum vesturveld-
anna, enda lét hann Tyrkland
ganga í A-bandalagið 1950.
Inönu forseti hafði hins vegar
fylgt hlutleysisstefnu allt
stríðið og eftir það.
Þjóðhetjan orðin gamal-
menni
Inönu er nú 75 ára að aldri
og orðinn lasburða að sagt er.
Hann var hægri hönd Ata-
tyrks og gekk næstur honum
að virðingum. Hann varð for-
seti 1937 við dauða Atatyrks
og hélt áfram einsflokkskerfi
hans. Eftir styrjöldina leyfði
hann stofnun andstöðuflokks,
sem svo komst til valda 1950.
Snérist þá taflið við og
þrengdi Menderes á allan hátt
kost stjórnarandstöðunnar og
keyrði þó um þverbak nú síð-
ustu vikur, er þingmenn úr
flokki Inönus voru reknir með
lcgregluvaldi úr þingsölum og
Menderes hafði jafnvel við
orð, að fengelsa hina gömlu
þjóðhetju