Tíminn - 28.05.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.05.1960, Blaðsíða 11
TlMINN, laugardagmn 28. maí 1960. 11 Þetta er mesta kvennagullið í sögu kvikmyndanna fyrr og síðar: Rudolf Valentino. Hann fæddist í smáborg á Ítalíu, 6. maí 1895. Eftir honum er haft: „f föðurlandi mínu eru menn- imir hinir sterku, og ég held, að konurnar vilji heldur hafa það svo“. Rudolf var tvíkvæntur en bæði hjónaböndin fóru út um þúfur. Hann dó á hátindi frægðarinnar árið 1926, aðeins þrítugur að aldri. Og loks, ungu stúlkur: Hvernig lízt ykk- ur á kavalerinn? VINSÆLIR DANSLAGATEXTAR: Út er komið nýtt hefti af „VINSÆLIR DANSLAGA- TEXTAR“, og flytur það yfir 20 vinsæla texta. Forsíðuimynd heftisins er af Sigrúnu Ragn- arsdóttur, söngkonu. MESTA KVENNAGULLIÐ Bréfum svara'S Ragna og Hanna: Textinn er of langur, og hefur auk þess birzt í textahefti áður. Elvis Presley er enn ólofaður. Það gleður mig, að þið eruð ánaegð- ar með síðuna. Skriftin er mjög þjálfuð og skýr. Steindór: Þú segist hafa veðj að við kunningja þinn um hvað Kirk Douglas sé gamall. Hann er 43 ára. — Hver vann veð- Bréfasamband óskast Vegna óska frá lesendum síð- unnar höfum við ákveðið að taka þennan lið inn í þáttinn. Þið getið sent óskir um að kom- ast í bréfaviðskipti, endur- gjaldslaust, og skrifið utan á umslagið: MEÐ SÍNU LAGI, Dagbl. TÍMINN, Rvík. Jóhanna Þorvaldsdóttir, Litla- Ósi, Miðfirði, V-Hún. (piltarj 13 ■ —15 Ragnhildur G. Karlsdóttir,! Árnesi, Miðfirði, V-Hún. (piltar málið? 13—15 ára). Texti vSkunnar EITT SINN var kátt og sungið lengi. (Lag: Someday — texti: Völundiu-) Ég veit að eitt sinn var ást þín svo fögur, og ailt var gott í þessari borg. Við gengum hlið við hlð í hamingju og frið um vorsins kæra klið /// DEBBIE REYNOLDS fæddist 1. apríl 1932 í borginni E1 Paso í Texas, einmitt þeirri sömu borg, sem fræg er úr sam nefndum dægurlagatexta. Hún hefur verið toppstjarna í mörg ár, en þó aldrei vinsælli en nú upp á síðkastið. T. d. hafði hún yfir eina milljón dollara í tekjur á .seinasta ári. Skilnaður Eddie Fisoher söngvara við hana vann henni mikla samúð almennings, en jafnframt hafði hann þau áhrif á Debbie, að hún lagði meiri vinnu á sig, og hef- ur því án efa náð meiri árangri en ella. Hún á tvö börn með Fisoher, stúlku og dreng. Frá Hollywood lana TURNER hefur þetta „eitthvað“, sem einn af hverjum milljón hefur. Þetta „eitthvað" er persónutöfrar, sem heilla og laða að sér fjöldann. Lana er fædd 8. febrúar 1920, hef- ur verið gift fjórum sinnum, og haft marga elskhuga. Dóttir henn- ar, sem er á fermingaraldri, myrti þann seinasta þeirra fyrir nokkr- uðum mánuðum og er nú á upp- eldisheimili fyrir vandræðabörn. Það sannast á Lönu Turner, að sönn lífshamingja verður hvorki keypt fyrir auðævi né frægð. Nýjasta kvikmynd Danny Kaye heitir: The Bambo Kid. Danny er einnig 47 ára, kvæntur, og á eina dóttur. Seinasta kvikmyndin með ROSS ANO BRAZZI heitir Can-Can. Þar leikur hann á móti Frank Sinatra. Rossano hefur verið kvæntur í um tuttugu ár. Hann er ítali að þjóðemi. ★ JULIE LONDON hefur nú alveg nýverið leikið í nýrri kvikmynd, sem kaUast: „Þriðja röddin“. ★ KEELEY SMITH, söng- stjarnan fræga, sem er gift LOUIS PRIMA, hefur fyrir skömmu lokið við að Ieika í nýrri kvikmynd. Þau hjónin eiga tvö glæsileg hús, — og tvær glæsilegar dætur. BARRY SULLIVAN hefur ný- Iega lokið við að leika í nýrri kvikmynd, The Purple Gang. Barry er 47 ára, fráskilinn, og á tvö börn. JACK PALANCE verður vin- sælli með hverri nýrri mynd, sem hann leikur í. Seinasta myndin með honum er Gentle- man Jackson. Jack er nú fertug ur að aldri. En svo eitt sinn kom vetur á veginn, og iþá varð svo dapurt og kalt. Þó bíð ég þín, ást mín, enn. Ó, að þú komir senn, því þú ert mér allt. (endurtekið). Umsjón; Björn Bragí HVAÐ ER STJARNAN GÖMUL? Betty Hutton: 39 ára. Cornel Wilde: 44 ára. Ginger Rogers: 48 ára. Femandel: 56 ára. Esther WiUiams: 38 ára. Mel Ferrer: 42 ára. Gloria Grahame: 34 ára. Audie Murphy: 35 ára. Jayne Mansfield: 28 ára. Barry Sullivan: 47 ára. Rhonda Fleming: 36 ára. Bob Hope: 56 ára. ELVIS PRESLEY er sá, sem flestir biðja okkur um mynd af. Næst honum er mest spurt um Ricky Nelson. Við höfum sagt áður mest af því, sem við vitum um EIvis. Þess skal aðeins getið, að þessi mynd er sú seinasta, sem tekin var af honum sem hermanni í Þýzkalandi, var henni smellt af, þegar rokkarinn lét úr höfn. Leiðrétting í seinasta þætti, á laugardag- inn var, féll niður nafn TEXTA VIKUNNAR, og jafnframt hver gerði hann. Textinn heitir Vor við flóann, og það var Jón Sigurðsson, sem gerði ljóðið. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á mistökunum. AÐ A1 Jolson fæddist í Rússlandi árið 1886, og dó í Ameríku árið 1950. AÐ Charlie Chaplin er enn á toppnum og þó kominn á átt- ræðisaldur. AÐ Humphrey Bogart var fjór- kvæntur, og lét eftir sig tvö böm. AÐ eldri bróðir Ricky Nelson, David Nelson, var orðinn frægur leikari í Ameríku, þeg ar Ricky var 9 ára. AÐ Pat Boone er 25 ára gamall, lifir í hamingjusömu hjóna- bandi og á fjórar dætur og fósturson. AÐ John Payne á afmæli í dag, verður 49 ára. John er fædd- ur af auðugu fólki, og er þrí- giftur. Hann á þrjú börn; tvær dætur, 14 og 19 ára, og einn son, 12 ára. AÐ Fredric March, sem nú er 62 ára, hefur tvisvar fengið Oscar-verðlaunin, árið 1932 fyrir „Dr. Jekyll og hr. Hide“, og árið 1946 fyrir „Beztu ár ævinnar“. AÐ Anthony Quinn er 45 ára gamall, fæddur í Mexico en írskur í föðurætt. Tony hefur einnig fengið Oscar-verðlaun tvisvar sinnum: fyrir „Viva Sapata" 1952 og „Lust for 1 ,ive' x95f Natalie og Robert Natalie Wood (21 árs) og Robert Wagner (30 ára) hafa nú lifað saman [ hamingjusömu hjónabandi [ liðlega tvö ár. Natalie fæddist i San Franclsco, og var skírð Natasha Gurdin. Hún hóf snemma kvik- myndaleik og náði þar miklum árangri og frægð. í desemberlok árið 1957 giftist hún svo Robert Wagner. „Bob" fæádist í Detrolt. Hann fékk ungur áhuga á kvikmyndaieik, og eftir að hafa leikið til reynslu fyrir 20th Century-Fox, var hann ráðinn, og hefur síðan náð heimsfrægð fyrir góðan leik i mörgum myndum. M. a. söng Bob og dansaði í kvikmyndinni: „Say one for me" og hlaut mikla frægð fyrir. Þau hjónin hafa nýlega leikið i nýrri kvikmynd saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.