Tíminn - 28.05.1960, Qupperneq 14

Tíminn - 28.05.1960, Qupperneq 14
14 T f M I N N, laugardaginn 28. maí 1966. Inn eftir, en hún vissi lika að hreyfingin var henni holl. Einnig vissi hún að hún myndi aldrei verða mikil hesta manneskja fyrst hún byrjaði svona gömul, en hún var ákveð in í að venjast hestum svo, að hún gæti vandræðalaust ferð ast um á hestbaki. Þetta kvöld voru þau hálfan annan tíma á hestbaki og komu heim að Midhurst í rökkurbyrjun. Hann vildi ekki leyfa henni að vera_ leng ur úti í það sinn. — Ég er ekkert þreytt núna, sagði hún, og mér finnst að ég vera að venjast reiðmennskunni. Ég er ekki nærri því eins þreytt á Sally og ég var á Frænku. — Alveg rétt, sagði hann. Því betri, sem hesturinn er, því minna þreytandi að sitja hann, ef maður ræður á ann- að borð við hann. — Mig langar til þess að fá að fara einhvern tíma með þér upp eftir landinu, sagði hún, en það verður líklega að bíða þangað til við erum gift. Hann glotti. — Þá fengju þeir nú eitthvað að spjalla um i Willstown, ef þú færir meg mér áður. — Er ég farin að sitja hest nógu vel til að komast þang- að? — Ójá, ef þú ferð þér hægt, þá kæmistu það vel á Sally. Ég fer aldrei lengri dagleið en tuttugu milur, nema eitthvað sérstakt sé í húfi. Þau fóru til Willstown í vörubílnum og þegar hann kyssti hana að skilnaði, sagðist hann mundu koma í bæinn í vikunni. Þegar hún háttaði um kvöldið var hún sem endumærð eftir þennan góða og rólega dag. Næsta föstudag fór hún í bankann að sækja peninga, eins og venjulega. Verið var að mála alla veggi og engin fluga sást þar inni. Herra Watkins lét sem hann sæi hana ekki, en Len James, ungi aðstoðarmaðurinn, fékk henni penlngana, brosti breitt og deplaði til hennar auga. Hún sá Len aftur á laugardag, er hann kom til að kaupa ís handa Doris Nash. Hann brosti til hennar og sagði: — Bankinn er ó- þekkjanlegur, ungfrú Paget. — Já, ég sá í gær að það var verið að mála, sagði hún. — Alveg rétt, sagði hann. Þú ýttir heldur við honum. — Er hann mjög reiður? — Ekki í alvöru, sagði pilt- urinn. Hann hefur lengi lang. að tll að láta mála, en helur verið hræddur við hvað a-ðal- skrifstofan myndi segja vlð þvi. Það er ekki svo mikil um- .setning á svona stað. Jæja,1 nú er hann samt byrjaður! í — Mér þykir' leitt hvað ég var ókurteis, sagði hún. Vittu segja honum það frá mér, ef tækifæri gefst. — Það skal ég gera, lofaði hann, en mikið var ég feginn.' Ég hef ekki skemmt mér eins vel í mörg ár og flugurnar ætluðu líka alveg að æra mig. i Þennan fyrsta sunnudag unnar, svo að íbúunum fannst eitthvert stórborgar- brot hafa borizt til sín. Gaml- ar og hrukkóttar konur, sem Jean hafði aidrei áður séð, komu þetta kvöld og með þeim enn eldri karlmenn, og öll fengu sér ísrjómablöndu, ljóslð og hljómlistin laðaði þau. Og þó að búðin væri enn full' af fóiki, þá lokaði hún stundvíslega klukkan tíu, þvi henni virtist, skynsamlegra að koma strax á föstum lok- unartíma, heldur en að venja fólk á vökur. Framhaldssaga dyrunum og upp í vörubílinn. Hún var farin að venjast því að veröa holdvot, þorna og vökna til skiptist og þar sem regnið va-r viðlíka heitt og eðlilegur líkamshiti manns, var lítil hætta á ofkælingu. Þegar hún komst upp í bíl- inn, spurði hún. — Hvernig eru árnar, Joe? — í vexti, sagði hann, en' engin hætta á ferðum ennþá. Sá timi hlaut ag koma, að hann kæmist ekki á bílnum frá Midhurst til Willstown, en yrði að koma ríðandi, ef þau áttu að hittast. Síðustu t vikurnar hafði hann verið að byrgja búið af matvælum. 0L W)omot tlwil £hufé/ vann hún allan daginn í ís- búðinni með Rose, frá þvi klukkan níu um morguninn til klukkan tíu um kvöldið. Þær seldu eitt hundrað átta- tíu og tvo rjómaísa á einn shilling hvern og þrjú hundr- uð fjörutíu og einn svala- drykk á hálfan shilling hvern. Jean var komin að niðurlotum, er hún taldi pen-. ingana í kassanum um kvöld- ið. — Sautján pund og þrettán shillingar, sagði hún og starði á Rose. Það má sann arlega heita gott í bæ, sem i eru hundrað fjörutíu og sex manns með þllu og öllu. Hve mikið er það á mann? — Um tveir shillingar og sex pence, er það ekki? — Heldurðu að það haldi svona áfram? j — Því ekki það? Það voru < margir, sem ekki komu í dag, j en margir komu tvisvar. eða | þrisvar. Ég er viss um að Judy' keypti fyrir sex shillinga. — Hún getur nú ekki haldið lengi áfram þannig, sagði Jean. Hún verður veik og við fáum skammir. Komdu, við skulum hátta. Á jóladaginn opnaði hún ísbúðina eftir hádegi og þá komu inn túttugu pund. Hún flutti grammoföninn úr verk- stæðinu inn í búðina um kvöldið og spilaði danslög. Úr þessum litla timburskúr — því annað var nú ísbúðin ekki, streymdi ljós og hljóm- list út í dimma auðn aðalgöt- Sigríður Thorlacius þýddi 58. Skógerðin gekk furðu vel hjá Aggie og þær sendu tvo kassa af skóm til Forsayth rétt eftir jól. Þaðan fóru þeir með lest til Brisbane og_ svo með skipi til Englands. Áður hafði hún sent nokkur sýnis- horn til Pack og Levy með flugpósti. Á þrettándanum kom regn- ið. Áður höfðu komið smá- skúrir, en þann dag hrönnuð- ust skýin í stóra bólstra og þöktu himinhvolfið, svo að dimmdi yfir. Og svo skall það á — steypiregn, sem fossaði niður, streymdi og fossaði, streymdi og fossaði. í fyrstu varð loftslagið enn verra, hit- inn minnkaði ekki, en rakinn jókst. Á verkstæðinu svitn- uðu stúlkurnar, þó ekki væri nema sjötiu gráðu hiti og Aggie varð að láta frágang- inn á skónum bíða, en ein- beita sér að undirbúnings- vinnu, sem ekki var eins við- kvæm. Skömmu eftir nýár fór Je- an með Joe út á Midhurst. Eins og venjulega sótti hann hana I dögun. Að þessu sinni var morgunbirtan grá og hlýtt regnið streymdi úr loft- inu. Hún hljóp úr herbergis- lí A milli Willstown og Mid- hurst voru tvær ár, Jean| hafði ekki séð þær öðruvisi, en sem djúpa farvegi, þar sem staksteinar stóðu upp úr brennheitum sandinum. Nú féllu þar breiðar, skollitar ár, sem henni stóð hálfgerð ógn af. Þegar þau komu að þeirri fyrri sagði hún. — Komumst | við fyrir þetta, Joe? — Það er öllu óhætt, sagði hann, enn er vatnið ekki nema fet á dýpt. Sjáðu tréð þarna með slútandi grein? Þegar vatnig nær uppfyrir þá I grein, þá er farið að dýpka. 1 Vörubíllinn öslaði vatns-1 elginn og þau komust einnig, • með góðu móti yfir hina ána, þó að bíllinn hoppaði á stak- steinum. Þau voru komin út- eftir fyrir morgunverð, eins j og venjulega. Regnið streymdi úr loftinu og ekki kom til greina að starfa neittj utan húss. Eftir morgunverði inn settust þau við að skipu- j leggja nýja eldhúsið og snyrti herbergið, sem Joe var ákveð inn í að byggja. Þennan morgun gerðist það ji Cairns, fjögur hundruð míl- um fyrir vestan þau, að ung- ! frú Jacqueline Bacon trítlaði gætilega niður regnvota gang stéttina heiman að frá sér til vinnu á sjúkraflugs- og bruna liðsstöðinni. Hún var í blárri j regnkápu og með regnhlif. I Hún flýtti sér inn á milli : brunabílanna, hristi vætuna af regnhlífinni og sagði við brunaliðsmann, sem var á verði. — Nú er blessuð vætan. Hann tottaði tóma pípu og starði út i regníð. — Svona veður er bezt fyrir endur. Hún hélt áfram inn i litlu skrifstofuna sina sem vissi að salnum, sem brunabilarn- ir voru geymdir í og leit á klukkuna. Hún átti enn þrjár mínútur til góða. í skrifstof- unni var borð með hátalara og pappírsblolrk á tveir málm skápar með talstöðvartækj- um og sendistöð stóð á borð- inu hjá pappírsblokkinni. Hún kveikti á tækjunum, svo að þau næðu. að hitna, fór úr votri kápunni og tók af sér hattinn, fann sér blýant, dró til sín blaðið og langan lista með kallmerkjum og stöðv- arnöfnum. Hún settist og hóf sitt daglega starf. Fyrst sneri hún snerli á tækinu fyrir framan sig og sagði í hátalarann. — Átta Baker Tare, átta Baker Tare, þetta er átta Queen Charlie, sem kallar á átta Baker Tare. Átta Baker Tare, ef þú heyr- ir í átta Queen Charlie, viltu þá svara. Skipti. Hún sneri snerlinum á ný. Úr hátalaranum í tækinu fyrir framan hana kom kven- rödd'. — Átta Queen Charlie, átta Queen Charlie, þetta er átta Baker Tare. Heyrirðu til mín, Jackie? Jackie Bacon sneri snerlin- um og sagði: — Átta Baker Tare, þetta er átta Queen Charlie. Ég heyri vel til þín, styrkleiki um fjórir. Hvernig er veðrið hjá þér, frú Corb- ett? Skipti. — Æ, elskan mín, svaraði hátalarinn, hér fossar úr loft inu. Þetta er dásamleg væta. Jim segir að regnið sé komið fyrir alvöru. Ég held að það sé strax farið að kólna. SkiptL — Átta Baker Tare, sagði Jackie, þetta er átta Queen Charlie. Það er líka blessuð úrkoma héma Ég hef engin skilaboð til þín, frú Corbett, en ef ferð fellur frá ykkur til .....eparið yðurHaup & ,miUi roargra. veralajaa:! OOkUOöl ÁöilUM Híffl! Anaturstiseti EIRÍKUR vlðförli Töfra- sveröið 143 Eiríkur þvingar menn sína áfram. Hann hugsar um hin saklausu fórnarlömb illsku Tsaeha, sem eru hans eigin sonur og hin indæla Chu Oha-.’.dra. Á meðan hafa Tsacha og Rorik náð brekkubrún, þar sem þeir hafa gott útsýn yfir hina flötu sléttu. Langt úti sjá þeir lítið ský. Það munu líða margir tímar, þang að til þeir, sem veita þeim eftirför ná hæðinni. Tsacha lætur aðalliðið beygja til vinstri til að tæla Eirík á eftir sér. Á meðan ætlar hann sjálfur, ásamt Rorki og föngunum að ríða til hægri. — Þú ert bjáni, segir Erwin stoUur, — heldur þú að faðir minn láti tæla sig á villigötur?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.