Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtadaginn 16. jflnt lgfiO. Hótel Akureyri, - nýtt og vistlegt gistihús Á laugardag var opnað nýtt gistihús á Akureyri. Nefnist það Hótel Akureyri og er til húsa að Hafnarstræti 98. Starfa nú þrjú gistihús á Ak- ureyri og veitir ekki af því að ferðamannastraumur er mikill til bæjarins og eykst með ári hverju. Gagngerð viðgerð hefur í vetur farið fram á húsakynnum hótels- Auknir farþega- flutningar Loft- ins, og er bað nú innanstokks sem nýtt hús væri og einkar vistlegt í hvívetna. Á hótelinu eru 18 her- bergi, en rúm fyrir 44 gesti. Morg- unkaffi mun fylgja næturgreiðan- vm, en veitingasala verður þar ekki að öðru leyti. — Eigandi hótelsins er hlutafélagið Félags- garður, en Brynjólfur Brynjólfs- son veitingamaður á alla innan- stokksmuni og rekur hótelið fyrir e;gin reikning. — Talsverður ferðamannastraumur er þegar hafinn til Akureyrar, og er útlit fyrir að hnnn verði meiri í sumar en nokkru sinni fyrr. Kemur hið nýja hótel því í góðar þarfir, en undanfarin sumur hefur með köfl- um horft til vandræða vegna hótelskorts. —-E.D. leiða h/f Við samanbure á niður- stöðutölum fyrstu fimm mán aða áranna 1960 og 1959 kemur í ljós, að aukningin á farþegaflutningum Lotftleiða ■nemur 26,7%. Frá áramótum til maíloka i fyrra fluttu Loftleiðir 10.327 farþega, en fyrstu fimm mán uði yfirstandandi árs voru 13,089 arþegar fluttir eða 2.762 fleiri en í fyrra. Aukningin á vöru- og póst- flutningum hefur orðið hlut- fallslega svipuð, en hins veg- ar reyndist sætanýting nokkru lakari en á sama tíma í fyrra. Veldur því einkum hið aukna farþegarými í hin- um nýju Cloudmaster flugvél um félagsins, sem teknar voru í notkun á þessu tímabili. Kvennadagurinn 19. júní Landsfundur Kvenréttindafé- lags fslands sá 10. í röðinni hefst sunnudaginn 19. júní kl. 3.30 í Framsóknarhúsinu. Að venju kemur blað kvenna 19. júní út sama dag og er sér- staklega ; jölbreytt að efni. Landsfundurinn stendur fram á miðvikudagskvöld og verða þar rædd áhugamál kvenna. Fulltrú- ar utan af landi munu fjöimenna á fundinn. Allar konur eru velkomnar á fundinn alla dagana á meðan hús rúm leyfir. Á sunnudagskvöldið verður 19. júní hófið í Framsóknarhúsinu kl. 8.30 og er fastlega vænzt að konur fjölmenni þangað. Þessi mynd er af flokki leikara í Tokió, sem tóku þátt í mótmælagöngunum gegn komu Eisenhowers foresta til Japans. Styrkja einn árlega Rektor Háskólans í Kaup- mannahöfn hefur tilkynnt Háskóla íslands, að Kaup- mannahafnarháskóli muni á i næsta skólaári' bjóða einum 1 ungum fræðimanni frá ein- hvei j a hinna Nocðurland- anna til ársdvalar í Kaup- I mannahöfn, til framhalds- náms eða rannsókna í fræði- grein sinni og til þess að taka ; þátt í kennslu við háskólann í þeirri grein ér.amt hinum föstu kennurum. Háskólinn í Kaupmanna- höfn mun greiða styrkþega 18060 danskar kr. á ári og er gert ráð fyrir, að styrkurinn verði greiddur frá 1. sept. 1960. Rektor Kaupmannahafnar háskóla hefur óskað þess af ■ rektorum allra háskóla á hver í sínu lagi tillögu um Norðurlöndum, að þeir sendi veitingu styrksi'ns. Rektor Há skóla íslands tekur fúslega við ábendingum í þessu eíni. Leiðrétting Þau mistök urðu í blaðinu í gær, að sagt var að Helga Sigurðardóttir ætti sæti í stjóm Kvenfélagasambands íslands. Það átti að vera Að- albjörg Sigurðardóttir. Hlut- aðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Hátíöahöldin verða með svipuðu sniði og áður Dagskrá hátíðahald anna í Hafnarfirði Kl. 1 safnasf bæjarbúar saman við Ráðhúsið. Lúðrasveit Hafnar- fjarðar, lúðrasveit drengja, skátar, siúdentar, íþróttamenn og konur og aðrir bæjarbúar ganga fylktu l.ði suður Strandgötu. upp Lækjar- götu og Tjarnarbraut. Staðnæmzt verður á íþróttasvæð inu við Hörðuvelli. Á íþróttasvæðinu við Hörðuvelli lti. 2: Fánahylling; Skátar draga hátíðarfánann að hún á Hamrin- um. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leik- ur, Albert Kiahn stjórnar. Ávarp: Þórir Sæmundsson, formaður þjóð hátíðarnefndar. Guðsþjónusta: Hr. Ásmundur Guðmundss-on, fyrrv. biskup, prédikar. Þjóðkirkjukór- inn undir stjórn Páls Kr. Pálsson- ar syngur. Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar leikur: ísland ögrum skorið. Kæða: Grétar Fells, rithöfundur. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur: Yfir voru ættarlandi. Fjallkonan: Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona, fiytur kvæði eftir Þórodd Guð- mundsson, rithöfund. Karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Jóns Ásgeirssonar. Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leikur þjóðsönginn. Hand- knaftleikur: Suðurbær og Vestur- bær keppa um 17. júní bikarinn. Handknattleikur: Víkingur og F.H. keppa í m.fl. kvenna Barnaskemmtanir f kvikmyndahúsum bæjarins kl. 5. í Bæjarbíói: Lúðr'asveit drengja leikur. Baldur og Konni skemmta. Barnadansar: 8 ára börn sýna. Tangó: 12 ára böm sýna. Gaman- vísur: Lára Ragnarsdóttir 12 ára. Phasa Dople: 12 ára börn sýna. Snmleikur á fiðlu og píanó. 8 og 1? ára systur leika. Cha Cha Cha — Bhumba: 14 ára börn sýna. Leikþáttur. Lúðrasveit drengja leikur. Nemendur úr dansskóla Ilermanns Ragnars sýna dansana. R'ynnir verður Baldur Georgs. í Hafnarfjarðarbíói: Barnamynd in Eldfærin með íslenzku tali Helgu Valtýsdóttur. Kvöldvaka Við Vesturgötu kl. 8: Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur. Ávarp: Stef- án Gunnlaugsson, bæjarstjóri. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leiiur: Þú hýri Hafnarfjörður. Upplestur: Lárus Pálsson, leikari. Einsöngur og tvísöngur: Þuríður Pálsdóttir og Árni Jónsson syngja. Unidrleik annast Fritz Weisshappel. Skemmti þáttur: Valur Gíslason og Klemens Jónsson. Kl. 11 Gamanvísur: Karl Guðmundsson, leikari. Kl. 12 Gam- anþáttur: Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason. Dansað frá kl. 10 tiJ kl. 2. Hljömsveit Magnúsar Féturssonai söngvari Ragnar Bjarnason. Hátíðahöldin 17. júní í Rvk Dagskrá hátíðahaldanna 17. júní verður sem hér segir: I. Skrúðgöngur: Kl. 13,15: Skrúðgöngur að Austurvelli hefjast frá þrem- ur stöðum í bænum. Frá Melaskólanum verður gengið um Furumel, Hring- braut, Skothúsveg, Tjarnar- götu og Kirkjustræti. Lúðra- sveit Reykjavíkur og lúðra- sveit barnaskóla Reykjavíkur leika. Stjórnandi: Herbert Hriberschek. Frá Skólavörðutorgi verður gengið um Njarðargötu, Lauf ásveg, Skothúsveg, Frfkirkju- veg, Lækjargötu og Skólabrú. Lúðrasveitin Svanur og lúðra sveit barnaskóla Reykjavíkur leika. Stjómandi: Karl O. Runólfsson. Frá Hlemmi verður gengið um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Pósthús- stræti. Lúðrasveit verkalýðs- i_ns leikur. Stjórnandi: Jón G. Ásgeirsson. II. Hátíðahöldin við Ai’-turvöll: Kl. 13,55: Hátíðin sett af formanni þjóðhátíðamefndar Eiríki Ásgeirssyni. Gengið í kirkju. Kl. 14,00: Guðsþjón- usta í Dómkirkjunni. Prédik- un: Séra Jón Auðuns dómpróf astur. Einsöngur: Einar Krist jánsson, óperusöngvari. Org- anleikari: Dr. Páll ísólfsson. Dómkórinn syngur. Þessir sálmar verða sungnir: 664 Upp þúsund ára þjóð, 671 Beyg kné þín, fólk vors föð- urlands, 16 Þitt lof og Drott- inn vor.... Kl. 14,30 Forseti Hæstarétt ar dr. jur. Þórður Eyjólfsson leggur blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Allir viðstaddir syngja þjóðsönginn með und irleik lúðrasveitanna. Stjórn- andi: Karl O. Runólfsson. Kl. 14,40 Forsætisráðherra, Ólafur Thors flytur ræðu af svölum Alþingishússihs. ,,ís- land ögrum skorið“ verður sungið og leikið. Stjórnandi: Herbert Hriberschek. Kl. 14,55 Ávarp fjallkonunn ar af svölum Alþingishússins. „Yfir voru ættarlandi" sungið og leikið. Kl. 15,00 Lagt af stað fr Alþingishúsinu suður íþróttavöll. Staðnæmzt vi leiði Jóns Sigurðssonar. Foi seti bæjarstjómar leggv blómsveig frá Reykvikingun Karlakórinn Fóstbræður syn ur: Sjá roðann á hnjúkunui háu. Stjómandi: Carl Billiil III. Á íþróttavellinum viS Suðurgötu: Kl. 15,30 Ávarp: Gísli Hall- dórsson, form. ÍBR. Skrúð- ganga íþróttamanna og skáta. Úrvalsflokkur karla úr Glímu félaginu Ármanni sýnir fim- leika. Stjórnandi: Vigfús Guð brandsson. Úrvalsflokkur úr KR sýnir fimleika. Stjómandi Benedikt Jakobsson. Sýning- ar og bændaglíma. Stjórnandi Kjartan Bergmann. Keppni í frjálsum íþróttum. 110 m. grindahlaupi, 100 m. hlaupi, 400 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, kúluvarp, kringlukast, stang arstökk, þrístökk, 100 m. boð hlaup. Keppt verður um bik- ar þann sem forseti fslands gaf 16. júní 1954. Keppni og sýningar fara fram samtímis. Leikstjóri: Jens Guðbjörns- son. Kynnir: Bragi Friðriks- son. IV. Barnaskemmtun á Arnarhóli: Kl. 16,00 Séra Ólafur Skúla son æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar, ávarpar börnin. Lúðrasveit drengja leikur und ir stjórn Karls O. Runólfsson ar. Atriði úr þremur leikrit- um: Skugga-Sveini, Undra- glerjunum og Kardimommu- bænum. Leikstjóri er Klem- ens Jónsson. Leikendur: Jón Aðils, Klemens Jónsson, Bessi Bjarnason, Helgi Skúlason, (Framh. á bls. 15.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.