Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 7
7 ^fxiWn, gmmfagaglnB 16. 5finí 1960. Reikningar Reyk javíkurb æ jar ’59 19 stig: 29,6 millj. kr. hækkun Þegar ræíSa skal rerkninga Beykjavíkurkaupstaðar fyrir árið 1959 verður að bafa í huga hin furðulegu vinnubrögð við samn- ingu fjárhagsáætlunar bæjarins það ár. Vil ég víkja nokkrum orð- um að vinnubrögðum þessum. í fjárhagsáætlun bæjarins 1957 var reiknað með kaupgjaldsvísi- tölu 178 og fjárhæð útsvara áætl- uð 181,3 millj. kr. Meðalvísitala ársins reyndist 180% stig og var talið að sú vísitöluhækkun yki út- gjöld bæjarsjóðs um ca. 1,5 millj. kr. í fjárhagsáætlun 1958 var reikn- að með vísitölu 183 og fjárhæð útsvara áætluð 205 millj. kr. Frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarins 1959 var lagt fram í bæj- arstjórn 4. des. 1958. Var þar reiknað með kaupgjaldsvísitölu 202 og fjárhæð útsvara áætluð 234,6 millj. kr. Afgreiðslu frum- varpsins var þá frestað vegna óvissu í efnahagsmálum þjóðarinn ar. Með lögum nr. 1, 30. jan. 1959 um niðurfær,slu verðlags og launa o fl. var kaupgjaldsvísitala færð niður í 175 stig og skyldi verðlag lækka einuig samsvarandi. Bar því lagaskylda tU að lækka frum- vrpið ð fjárhagsáætlun 1959 sem næmi niðurfærslu visitölunnar. Þessi lækkun var framkvæmd af meirihluta bæjarstjórnar 19. febr. 1959 þannig að fjáhhæð áætlaðra útsvara var færð niður í 215,1 millj. fcr. og aðallega á þann hátt að lækka framlög tU gtna- og hol- ræsagerðar og byggingar bæjar- sjúfcrahúss. 27 stig: 19,5 millj. kr. lækkun Með öðrum orðum: Hækkun vísitölu um 19 stig var taKn leiða tU 29,6 mUlj. kr. út- gjaldahækkunar, en lækkun vísi- tölu um 27 stig leiða aðeins tU 19,5 millj. kr. útgjaldalækkunar bæjarsjóðs. Arið 1958 var vísitala 183 og útsvör 205 mUIj. kr. Árið 1959 var vísitala 175 og útsvör 215,1 millj. kr. Baunin v«r sú, að þó að raiknað væri að fullu með 6% og 9% grunnkaupshækkur. bæjarstarfs- manna, ,sem samþykktar oru í desember 1958 og fjölgun bæjar- búa um 3% á ári svo og öðru því, sem réttilega gat leitt til hækk- unar útgjalda bæjarsjóðs frá 1958, bar að færa hið upphaflega frum- varap að fjárhagsáætlim bæjarins 1959 niður um a.m.k. 14 millj. kr. og allt að 17. millj. kr. umfram það sem gert var og fjárhæð áætlaðra útsvara því að lækka úr 215,1 miHj. kr. í a. m. k. 201,1 millj. kr. og jafnvel niður í 198,1 millj. kr. Samanhurður á fjárhagsáætlun og reikningi Beykjavikur 1959 verður því verulega villandi. Álögur, eyðsla, skuldir Bæjarreikningarnir 1959 sýna, að fjárhæð áætlaðra útsvara fór 16,4 millj. kr. fram úr áætlun á árinu og varð 231,5 millj. kr. Heildartekjur bæjarsjóðs voru áætlaðar 249,5 millj. kr., en fóru 21,3 millj. kr. fram úr áætlun og urðu 270,8 millj. kr. , Þrátt fyrir þessar gífurlegu álög ur á bæjarbúa varð greiðslujöfn- uður bæjarsjóðs ekki hagstæður nema um 1,6 millj. kr., sem var 300 þús. kr. lægri fjárhæð en 1958. Og þrátt fyrir það að áætlun væri samþykkt aUt of há, fóru rekstrarútgjöld bæjarsjóðs 3,1 Kaflar úr ræðu Þórðar Björnssonar á seinasta bæjarstjórnarfundi milij. kr. fram úr áætlun og urðu 212,1 millj. kr., 55,2 millj. kr. voru yfirfærðar á eignabreytingar reikning. Árið 1958 urðu rekstrarúfcgjöld bæjarsjóðs hins vegar 6,7 millj. kr. undir endanlegri áætlun og 57 millj. kr. voru yfirfærðar á eignabreytingarreikning. Við þetta allt bætist svo það, að íSkuldir bæjarsjóðs hækkuðu á s. 1. ári um 15,6 millj. kr. og námu um s. 1. áramót 117,7 millj. kr. Minni framkvæmdir Sú niðurstaða að rekstrarútgjöld bæjarsjóðs fóru samanlagt 3,1 millj. kr. fram úr áætlun á s. 1. ári segir þó alls ekkert um sam- ræmi áætlunar og reiknings ein- stakra útgjaldaliða. Sumum úfcgjaldaliðum hefur verið haldið vel innan áætlunar og eru það sér í lagi framlög til ýmiss konar verklegra fram- kvæmda og lýðmála. Þessa liði má nefna sem dæmi: Viðhald gatna og holræsagerð er samanlagt tæplega 1 millj. kr. eða 4% undir áætlun. Framlag til almannatrygginga (skv. 24. gr. tryggingalaganna) er 1,4 millj. kr. eða 9% undir áætlun. Barna- og unglingavernd og heimilishjálp er samanlagt 284 þús. kr. eða 35% undir áætlun. Almenningsnáðhús (bygging) er rúmlega hálfri milljón kr. eða 78% undir áætlun. Hins vegar fara ýmsir aðrir út- 'gjaldaliðir mjög fram úr áætlun, einkuim liðir yfirstjórnar, skrif- stofuhalds O'g almennrar eyðslu. Þessa liði má nefna sem dæmi: Bæjarskrifstofur, skjala- og minjasafn og úthlutun skömmtun- arseðla fóru samanlagt 1,2 millj. kr. eða 9% fram úr áætlun og námu samtals 14,9 millj. kr. Vextir af lausaskuldum fóru 178 þús. kr. eða 19% fram úr áætlun. Kvíabryggja fór 143 þús. kr. eða 286% fram úr áætlun. Þá fór einn rekstrarliður, að vísu þarfur, ótrúlega mikið fram úr áætlun. Er það rekstrarkostn- aður Sorpeyðingarstöðvarinnar. Nam hann árið 1958 296 þús. kr. og var áætlaður á s. 1. ári 350 þús. kr. en fór 766 þús. kr. fram úr áætlun og nam hvorki meira né minna en 1,1 millj. kr. Það er alkunna að seinasta ára- tuginn 'hefur skrifstofubákn Beykja víkurbæjar þanizt út með feikn- miklum hraða og krafti. Stöðugt er verið að búa til ný störf ráðu- nauta, eftirlitsmanna, fulltrúa og ýmiss konar fræðinga með tilheyr andi kontórum, aðstoðarliði, hús- gagnakaupum, bifreiðahaldi o. s. frv. Stærra og stærra húsrými hefur þurft til að koma öllu þessu fyrir, bæði mönnum og munura. Skal hér aðeins stiklað á nobkrum steinum. Árið 1951—2 festi bærinn kaup á húsinu Skúlatúni 2 og byggði síðan ofan á það margar hæðir til að hýsa þar nokkrar skrifstof- ur sínar. Hitveitan greiddi kostn- aðinn. Árið 1955 hafði fræðslufulltrúa tekizt að eprengja utan af sér húsnœði sitt í Hótel Heklu og var þá húsið Vonarstræti 8 tekið á leigu til að koma honum þar fyrir. Og nú sýna bæjarreikningarnir 1959 að bærinn hefur tekið á leigu húsnæði að Laugavegi 105. Hvaða skrifstofa er þangað komin? (Svar: Hagfræðiskrifstofa bæjar- ins). Pósthússtræti 9 Hinn 3. júlí 1958 samiþykktu valdamenn bæjarins að ráða svo- nefndan „félagsmálafuiltrúa“ til bæjarins og 2. júlí 1959 samþykktu þeir að skipa svonefndan „húsnæð isfulltrúa“ og koma á laggirnar sérstakri skrifstofu honum til fulltúigis. Bæði þessi fyrirtæki voru sett undir framkvæmdastjóra framfærslumála, sem er til húsa í Hótel Heklu. En þessa útþenslu framfærslu- ÞÓRÐUR BJÖRNSSON skrifstofanna þoldi hið aldna hús Hótel Hekla ekki. Húsið reyndist of lítið. Var það örlagarikt, því að til að bæta úr húsrýmisskorti fram fær.sluskrifstofanna hefur nú ver- ið ákveðið að rýma og rífa Hótel Heklu (sem reyndar hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu) og flytja þær í nýtt og stærra hús- rými að Pósthússtræti 9. Þykir rétt að gera nokkra grein fyrir húsrými þessu. Hinn 5. maí s. 1. samþykktu valdaemnn bæjarins að bærinn tæki á leigu 3 efstu hæðirnar, þ. e. 442,8 fermetra, í húsi því, sem Almennar Tryggingar h.f. eru að reisa að Pósfchússtræti 9. Leigutím inn er 10 ár frá 1. júlí n. k. að telja og húsaleigan kr. 318,816,00 á ári. Leiguhúsnæðið er tilbúið undir tréverk og málningu og skal bærinn annast tréverk og innrétt- ingar á hinu leigða en að leigu- tíma liðnum verður það eign Al- mennra Trygginga h.f. Þá er ákveð ið í leigusamningnum að gera skuli gang milli 3ju hæða hús- anna Austurstræti 16 (borgar- stjóraskrifstofanna) og Pósthús- stræti 9, en þó sé heimilt að hafa hann milli annarra hæða. Bærinn tekur að sér að greiða kostnað við gerð gangsins, en þarf ekki að greiða sérstaka leigu fyrir hann. Þannig er Beykjavíkurbær lát- inn greiða kostnað við að fullgera húsbyggingu Almennra Trygginga h.f. Landsprófsverkefni Hvergi mun hlutur valdamanna Beykjavíkur vera lakari en í gatnagerðarframkvæmdum. í þeim ríkir slíkt sleifarlag og seinagangur, að til vanvirðu er fyrir bæjarfélagið. Kemur hér margt til og hef ég einihvern tíma áður dregið það saman þannig: Óbæfilegur undirbúningur fram kvæmda. ÓfuIInægjandi samstarf við aðr- ar bæjardeíldir. Óviðunandi kostur bifreiða og vinnuvéla. Ónýtt efni, svo og óskiljanlegt verklag og vinnutilhögun. Óvfða kemur hið óhæfilega, ófullnægjandi, óviðunandi, ónýta og óskiljanlega í gatnagerð bæjar- ins betur fram en í Miklubrautar- harmleiknum. Nú er svo komið, að nýbygging gatna í bænum er að verða mest megnis fólgin í jarðvegsskiptum og lagningu þeirrar brautar. Þannig sýna bæjarreikningarn- ir nú, að um heill tugur milljóna króna hefur á s. 1. ári farið í gerð fáeinna tuga metra af Miklubraut. Það væri landsprófsverkefni að reikna út hvað hún mun kosta öll — inn að Elliðaám. Vafcnstekjur í bæjarsjó'ð Beykjavík hefur fengið lög- verndaða einkasölu á vatni í bæn- um. Sú einkasala hefur verið rek- in þannig, að löngum hefur fjöldi bæjarbúa orðið að búa við tilfinn anlegan skort á vatni. Æ ofan í æ hafa af hálfu Fram- sóknarmanna verið fluttar hér í bæjarstjórn tillögur um stóruknar vatnsveituframkvæmdir í bænum, t. d. 5. febrúar og 3. desember 1953 og 19. janúar 1956. Þessum tillögum hefur verið vísað frá. Hinn 4. desember 1958 gerðust þó þau gleðitíðindi, að bæjarstjórn fékkst til að samþykkja þó nokkra aukningu vatnisveitunnar, þ. e. lagningú nokkurra aðalæða og byggingu vatnsgeymis á Litlu Hlíð. Skyldi verkið framkvæmt á ár- unum 1959—1961 og til að stand- ast kostnað við það varð verð á vatni tvöfaldað. Bæjarstjórn áætlaði síðan að verja til aukninga vatnsveitunnar á árinu 1959 7,2 millj. kr. en 735 þús. kr. voru áætlaðar til afborg- ana á skuldum. Nú kemur það hins vegar í ljós í reikningum vatnsveitunnar, að á s. 1. ári var varið aðeins 4,4 millj. kr. til aukningar veitunnar auk 2 millj. kr. aukningar efnisbirgða. Þá hafa 2,3 millj. kr. farið til greiðslu afborgana af skuldum vatnsveitunnar við bæjarsjóð. Niðurstaðan er því sú, að verð á vatni er tvöfaldað undir því yíir- skyni að verja eigi öllum hinum auknu tekjum til aukningar vatns- veitunnar en í stað þess er álitleg- ur hluti þeirra tekinn af bæjar- sjóði til almennrar eyðslu, sem afborgun af skuld — gagnstætt samþykktum bæjarstjórnar. Stigamennska og stigabíll Árið 1954 höfnuðu ráðamenn bæjarins boði Samvinnutrygginga um 47% lækkun á iðgjöldum brunatrygginga fasteigna hér í bænum en hófu í stað þess „nýjan bæjarrekstur", Húsatryggingar Beykjavíkur. Hagnað fyrirtækis- ins skyldi lögum samkvæmt leggja í sjóð til eflingar brunavörnum og tryggingarstarfsemi svo og til lækkunar á iðgjöldum húseigenda. Jafnframt var áikveðið í lögum að bjóða skyldi út brunatryggingar fasteigna í bænum á 5 ára fresti. Húsatryggingar hafa skilað mikl um hagnaði á ári hverju og í árs- iok 1958 voru eignir þeirra orðn- ar 10,8 millj. kr. Öll þessi fjár- 'hæð hefur lögum gagnstætt verið afhent bæjarsjóði „að láni“ og orðið eyðslufé hans. í desember 1958 svikust svo ráðamenn bæjarins um að bjóða út brunatryggingar fasteigna í bænum eins og lögskylt var að gera, heldur buðu þeir aðeins út endurtryggingarnar. Þegar hér var komið, virðist eins og að ráðamemn bæjarins hafi verið orðnir eitthvað hrædd- ir við sín verk, því að á fundi bæj arráðs 22. des. 1958 ákváðu þeir „að úr Húsatryggingarsjóði bæj- arins skuli varið 4 milljónum kr. til byggingar nýrrar slökkvistöðv- ar (fyrsta fjárveiting) og 1 millj. kr. til kaupa á fullkomnum slökkvi tækjum, þ. á m. stigabíl“. Þetta staðfesti bæjarstjórn 15. jan. 1959. Nú sýna bæjarreikningarnir 1959, að hagnaður Húsatrygging- anna hefur á s. 1. ári numið 3,1 millj. kr. og hefur hann — eins og undanfariji ár — verið afhentur bæjarsjóði „að láni“ — í heimildar leysi bæjarstjórnar og lögum gagn stætt. Hvergi sést í bæjarreikningun- um að nokkrum eyri af fé Húsa- trygginganna hafi verið varið í samræmi við fyrrgreinda sam- þykkt bæjarráðs og bæjarstjórnar. söguleg skyindisamþykkt Þegar bæjarstjórnarfundur var settur kl. 17 fimmtudagmn 19. nóv. s. 1., gat fáa grunað að hann yrði jafn sögulegur og raunin varð. Gengið var til ósköp venjulegrar dagskrár. Kl. 21 var dagskráin tæmd og bjuggust menn til brott- ferðar. Þá var allt í einu lögð fram fyrir hvern bæjarfulltrúa tillaga frá borgarstjóra um að setja fyrst um ,sinn tvo borgarstjóra í Beykja- vík og skyldi annar fara með fjár- mál bæjarins og verklegar fram- kvæmdir, en hinn fara með mennta mál, heilbrigðismál og félagsmál. Jafnframt var lýst annarri tillögu frá borgarstjóra um að veita hon- um leyfi frá störfum fyrst um sinn. Með afbrigðum frá fundarsköp- um var samþykkt að leyfa að taka tillögurnar á dgskrá. Engin skrif- leg greinargerð fylgdi tillögunum en engu að síður fylgdi hvorki borgarstjóri né annar úr liði hans þeim úr hlaði með ræðu. Þá var fellt að hafa tvær um- ræður um tillögurnar og var nær umræðulaust gengið til atkvæða um þær og þær samþykktar — sú seinni að sjálfsögðu með öllum atkvæðum. ViÖurkenning í verki Ég hef margsinnis á undanförn- um árum bent á það hér í bæjar- stjórn, að nauðsyn á aúknu að- haldi og eftirliti í fjármálastjórn bæjarins og verklegum framk æmd um hans væri þegar orðin svo brýn að rétt vaeri að fela starf þetta sérstökum manni, sem befði ekki önnur störf á hendi. Hef ég oftsinnis flutt tillögur um þetta efni, t. d. 28. des. 1951 og 5. febr. 1953, en þær alltaf verið kolfelldar. Það var því ekki að ástæðulausu að ég lýsti yfir fylgi mínu við til- löguna um sérstakan borgarstjóra fjármála og verklegra fram- kvæmda á fundinum 19. nóv. s. 1. Sumir bæjarfulltrúar voru þá að vísu hikandi í afstöðu sinni til málsins. Þegar þeir hins vegar athuga reikninga Reykjavíkurbæjar fyrii- árið 1959, áem hér liggja fyrir, geta þeir ekki lengur verið í vafa. (Framh. á bls. 15.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.