Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, fÍÐuatudagínn 16. júní 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKL/RINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjamason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Mikhail Alexandrovitsj Susloff Sigrar hann Krustjoff i valdabaráttunni aS tjaldabaki í Kreml ? 50% hækkun álaga f ræðu þeirri, sem Halldór SigurSsson flutti í eldhús- umræðunum, vakti hann m. a. athygli á því, að stjórnar- flokkarnir hefðu lofað fyrir kosningarnar að létta af álög- um og auka verklegar framkvæmdir. Þetta ætti að gerast með því, að dregið væri úr ýmsum ríkisútgjöldum, er áttu að vera orðin óhófleg. Hvernig hefur ríkisstjórnin efnt loforð sitt um að draga úr álögunum? Halldór svaraði þeirri spurningu með því að rifja upp þessar staðreyndir: „Ég hef gert samanburð á fjárlögum tveggja síðustu ára og fjárlögum ársins 1960. Inn í það dæmi hef ég tekið niðurgreiðslur á vöruverði, er útflutningssjóður annaðist á árunum 1958 og 1959. Þannig, að niðurstöðutölur fjár- laga þau ár hækka, sem því nemur, svo að um hliðstæðan samanburð er að ræða öll árin. Rekstrartekjur ríkissjóðs hafa hækkað frá 1958 og þar með álögur á almenning. um 554 millj. kr. eða milli 50— 60% og um 358 millj. kr. frá 1959 eða yfir 30%.“ Þannig hafa álögur þær, sem ríkið leggur á lands- fólkið, hækkað um 50—60%, síðan vinstri stjórnin lét af völdum, að gengislækkuninni undanskildri. Slíkar eru efndir stjórnarflokkanna á því að draga úr álögunum! 19.7% í stað 28.5% Hafa hinar auknu álögur, sem ríkisstjórnin hefur lagt á, verið notaðar til að auka framfarir og framkvæmdir? Halldór Sigurðsson svaraði því í eldhúsræðu sinni með því að rifja upp þessar staðreyndir: „Ég hef gert samanburð á, hve mikið af rekstrarút- gjöldum ríkissjóðs hefur verið varið til uppbyggingar á þjóðvegum, brúm, til hafna, skóla, raforkuframkvæmda og atvinnuveganna. Það tímabil, sem ég hef tekið, eru árið 1950—1960 að báðum meðtöldum. Ef árin 1950—1958 eru tekin sérstaklega þá eru 28,5% af heildarútgjöldum rekstrarfjárlaga varið til upp- byggingar. Mest er það þó árið 1957, 31.8%, en árið 1959 lækkar þetta niður í 21.2% og á fjárlögum 1960 nema þessi framlög aðeins 19.7%.“ Efndir stjórnarflokkanna á því loforði að auka verk- legar framkvæmdir og stuðning við atvinnuvegina eru m. ö. o. þær, að slík framlög eru lækkuð úr 28.5% í 19.7 af ríkisútgjöldunum. Sparnaðurinn En hvernig hefur þá stjórnin efnt loforð sitt um sparn- aðinn í ríkisrekstrinum sem átti bæði að gera mögulegt að lækka skatta og auka framlög til verklegra fram- kvæmda og atvinnuveganna? Halldór Sigurðsson sýndi fram á það í ræðu sinni, að ríkisstjórnin hefði ekki borið fram eina einustu sparnað- artillögu, en hins vegar hefði ríkisbáknið haldið áfram að þenjast út, síðan núv stjórnarflokkar komu til valda. Þannig hefur síðan verið bætt við 8 þingmönnum, , einum ráðherra, nýju ráðuneyti með allfjölmennu starfs- 'iði (efnahagsráðuneytinu), fjölgað bankaráðsmönnum við Búnaðarbankann og ráðgert að bæta þar við bankastjóra. Skipaðar hefðu verið ýmsar nýjar nefndir o s frv. Þannig eru efndir stjórnarflokkanna á kosningalof- orðum þeirra allar á eina leið. Gagnfræðaskóla Vesturbæj ar var slitið 2. júni s. 1. Inn- ritaðir nemendur s. 1. vetur voru 380, fastir kennarar auk skólastjóra 14, en 7 stunda- kennarar. Nú í vor voru í fyrsta sinni í sögu skólans útskrifaðir gagnfræðingar úr verknáms- deild. Gagnfræðaprófi úr 4. bekk luku 70 nemendur, 50 úr bók- námsdeild og 20 úr verknáms deild, 64 stóðust próf. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Kristján Priðjónsson úr verknámsdeild 8,77, en næst hæst varð Guðrún Ósk- arsdóttir úr bóknámsdeild, 8,23. í landsprófsdeild 3. bekkj- ar gengu 29 nemendur undir próf. Hæstu einkunn á lands prófi hlaut Þorsteinn Þor steinsson, I. ágætiseinkunn 9,00, en næstir voru Tryggvi ERLENT YFIRLIT EFTIR HINN misheppnaða fund æðstu manna í París, hef- ur um fátt verið rætt meira en það, hvort Krustjoff sé jafn valdamikill og áður hafði verið haldið. Niðurstaða flestra þeirra, sem bezt þekkja til, virð ist yfirleitt sú, að Krustjoff sé óumdeilanlega ráðamesti leið- togi Sovétríkjanna, en hins vegar séu völd hans ekki eins alger og Stalins voru, og hann verði bví að taka meira tillit til nánustu samstarfsmanna sinna og gæta þess. að þeir, sem eru andvígir honum, nái ekki högg- stað á honum og geti þannig veikt hann í sessi. f hópi þeirra, sem oftast eru nefndir af þeim, er Krustjoff verður að taka mest tillit til og hefur ástæðu til að óttast mest, er enginn nefndur oftar en Mi'khail Alex- androvitsj Susloff. Af sumum er því jafnvel haldið fram, að hann ráði raunverulega litlu minna á bak við tjöldin en Krustjoff sjálfur. AF ÞEIM mönnum, sem voru handgengnastir Stalin, eru raunverulega ekki nema tveir eftir, sem enn hafa veruleg völd í Sovétríkjunum, auk Kiustjoffs, en það eru þeir Mikojan og Susloff Þeir hafa haft lag á að standa af sér allar breytingar sem síðan hafa orð- ið. Þó eru þeir býsna ólíkir og einnig taldir fulltrúar ólíkra viðhorfa og staifsaðferða. Mik- ojan er talinn fulltrúi þeirra, sem vilja bætta sambúð við vesturlónd, og ryðja kommúri- ismanum braut eftir stjórn- málalegum, viðskiptalegum og efnahagslegum leiðum. Hann er samkvæmismaður góður og kemur vel fvrir á mannamót- um. Susloff er hins vegar talinn fulltrúi Stalinismans eða kalda stríðsins og telur aðferðir þess henta bezt til að færa út yfir- ráð kommúnismans. Hann er lítill samkvæmismaður. heldur þuir á manninn og minnir á einrænan fræðimann. Hann hefur jafnan verið talinn lítill fylgismaður Krustjoffs, öfugt við Mikojan, og má nokkuð marka Klókindi hans og starfs- hætti af því,- að Krustjoff hefur ekki enn lagt í það að þoka honum til hliðar. SUSLOFF SUSLOFF er 57 ára gamall. Hann varð kommúnisti ungur og lagði slíka stund á kommún- ismann. að hann var ungur gerður að prófessor í efnahags- fræði maxisimans. Síðar varð hann framkvæmdastjóri flokks- ins 1 Stavropol Hann var einn af fáum leiðtogum kommúnista, sem ekki flýðu þaðan, þegar * þýzki herinn hertók borgina og hérUðin í kring, heldur gerðist hann leiðtogi skæruliða og vann sér mikið frægðarorð sem slíkur. Stalin fékk því sérstakt álit á honum og fól honum því það verkefni í stríðslokin að sjá um „hreinsun“ í Litháen. Susl- off framkvæmdi hana með harðri hendi, m. a. á þann hátt að láta flytja í burtu flesta þá menn, sem voru taldir líMegir til andspyrnu, ásamt fjölskyld- um þeir-a. Fólk þetta var flutt til Síberiu, oftast var fjölskyld- unum sundrað og fyrirvarinn var lítill eða enginn, er menn fengu til brottferðar og skiln- aðar Susloff hefur oft síðan gengið undir nafninu „böðull- inn í Litháen". Eftir að hafa lokið starfi sínu í Litháen. kvaddi Stalin hann til Moskvu og gerði hann einn af hinum fimm riturum eða framkvæmdastjórum flokksins. Eftir að Sdanoff féll frá, var Susloff talinn sá ritari flokks- ins, er var Stalin handgengn- astur, einkum þó seinustu ævi- ár hans. Það verkefni, sem m. a. heyrði undir ritaraemb- ætti Susloffs, var sambandið við kommúnistaflokkana í öðr- um löndum. Susloff hefur þetta staif enn með höndum SUSLOFF hefur jafnan verið talinn sá leiðtogi rússneskra kommúnista, er léti fræðilega túlkun kommúnismans mest til sín taka og réði mestu um hana hverju sinni. Hann er lika sá þeirra, sem talinn er leggja mesta áherzlu á, að ekki séu leyfð veruleg frávik frá „Iín- unni“. Hann var talinn aðal- hvatamaður þess, að Tító var útskúfað á sínum tíma og sátta- tilraunir hans og Krustjoffs mistókust. Það eru talin ráð Susloffs, að byltingin í Ung- verjalandi var kveðin eins ræki lega niður og raun varð á. Krustjoff hafi ekki talið annað hyggilegt en að beygja sig fyrir ráðum hans, enda hafi hann stutt hann. Susloff er starfsmaður mikill, og er ekki talið óalgengt, að hann vinni 16—18 kl. á sólar- hring. f tómstundum sinum reykir hann mikið og drekkur þá stundum sterk vin, sem hann er sagður þola ágætlega. Hann er sagður hafa gaman af því að syngja, þegar hann skemmtir sér í vinahóp undir áhrifum, en yfirleitt gætir hann þess, að ekki séu þá út- lendingar viðstaddir Sagt er, að Stalin hafi oft skemmt sér með honum að næturlagi og látið hann syngja rússnesk þjóðlög fyrir sig. ÞAÐ ER TALIÐ, að áhrif Susloffs hafi nokkuð styrkzt við það í seinni tíð, að Krustjoff hefur verið oft á ferðalögum undanfarið, og Susloff því get- að komið ár sinni betur fyrir borð. Margir hinna minni hátt- ar leiðtoga kommúnista eru líka taldir styðja Susloff með tilliti til þess, að beir vilji ekki gera Krustjoff eins valdamik- inn og Stalin og álíta Susloff líklegastan til að halda affur af honum, Þ. Þ. / / / ? / / / / / / / / / / / / i / / / / / / / / / / / / / / / / / / t / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / Skólaslit í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar Viggósson meg 8,93 og Sigurö ur Pétursson með 8,84. Tveir nemendur úr landsprófsdeild hlutu bókaverðlaun Land- fræðifélagsins fyrir ágæta frammistöðu í landafræði á landsprófi að þessu sinni. Það voru þeir Þorsteinn Þorsteins son og Tryggvi Viggósson. Fengu þeir báðir einkunnina 10,00 í landafræði. öðrum 3. bekkjar deildum ' . að þessu sinni hæsta ■ nn Níels Óskarsson úr i-i-iámsdeild 8.93. Ungiingapróf þreyttu alls 115 nemendur og stóðust 94. Hæstur varð Helgi ísaksson 8,44, en næst hæst varð Geir- laug Herdís Magnúsdóttir 8,26. A prófi úr 1. bekk hlaut hæsta einkunn Jón Snorri Halldórsson I. ágætiseinkunn 9,03, en næst hæstur varð Pét i ur Guðjónsson með 8,72. ! Nokkrir nemendur sem skör i uðu fram úr í sínum bekk eða aldursflokki, fengu verðlauna bækur frá skólanum fyrir dugnað í námi og prúð- i mennsku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.