Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 3
' TjLMHS N,^flmmtadaginn 16. jání 1960. 3 Kýstúdentar (Framh. aÆ 16. sí&u). ið, nægir að óska honum til ham- diigju með afrekið. — Og þú fékkst öll verðlaunin, Þorsteinn? — Nci, segir Þorsteinn og brosir við. Það var vist eitthvað talsvert afgamgs. — En hvað æflarðu þér að le.ggja stund á eftirleiðis? — Ég fer væntanlega utan í haust. Er helzt að hugsa um að lesa eðlisfræði, trúlega í Dan- möi'ku. Síaukin húsnæðisvandræði Við skólaslitin drap rektor mokkuð á húsnæðismál skólans, sem hafa farið síversnandi undan- farin ár. í upphafi þessa skólaárs voru nemendur 574 talsins, og er það langmesti nemendafjöldi frá upphafi skólans, en skólahúsið var upprunalega aðeins ætlað 100 —120 nemendum. Kvað rektor fyrirsjáanlegt að innan skamms verði allt húsið fullskipað allan daginn og dugi þó ekki til. Áður en svo langt er gengið verður rík- isstjórnin að hafa gert einhverjar róttækar úrbætur í húsnæðismál- um skólans. Er þess að vænta að rikisstjórn, þing og þjóð sjái sóma sinn í að gera ekki verr við elzta skóla landsins en danska konungs- valdið gerði á sínum tíma, sagði rektor. — Þá hefur kennurum skólans farið sífjölgandi, og voru þeir alls 50 í vetur. Kvað rektor léieg launakjör menntaskólakenn- ara valda því að stöðugt yrði erfið- ara að afla hæfra kennara að skól- anum, en kjör kennaranna eru mun lélegri en í nágrannalöndun- vm. Próf og einkunnir Þá skýrði rektor frá prófum. Ilndir stúdentspróf gengu 114 nemendur, 97 innan skóla og 17 utan skóla, 68 í máladeild og 46 í stærðfræðideild. 109 luku prófi og stóðusf. Hæstu einkunn hlaut Þorsteinn Vilhjálmsson 6.X, ágæt- iseinkunn 9.33, en næst honum komu Brynjólfur Ingvarsson 6.X, 8.63., Selma Vígbergsdóttir 6.A, 3.62, Jón Gunnarsson, 6.B, 8.61 og Þorsteinn Gunnarsson 6.X, 8.60. — Undir árspróf skólans gengu 475 nemendur, en 445 luku og stóðust 400. Fengu 3 ágætiseink- unn, 85 I. einkunn, 216 II. eink- unn og 93 III. einkunn. Að lokum afhenti rektor verð- laun, þeim sem til þeirra höfðu unnið og þakkaði síðan nemend- vm sínum samstarfið á liðnum vetri. —Ó Kostar milljónir (Framh. af 1. síðu). Fjöldi aSkomubáta mun leggja upp síldarafla á Raufarhöfn í sumar ef að vanda lætur, og er undirbúningi síldarverk- smiðjanna á staðnum langt komið. Þá er tekið að undir- búa söltunarstöðvarnar, en margt er þar enn óunnið. — H.H. Vilja Eich- mann aftur Argentína lagði í gær fram frumvarp fyrir Öryggisráð S.Þ., þar sem ísraelsmenn eru harðlega víttir fyrir ránið á Eichmann, og þess krafizt að þeir skili honum aftur heilum á húfi til Argentínu. Stjórn Argentínu kveðst að vísu skilja sjónarmið og beiskan hug ísraelsmanna, en hér sé um svo freklegt brot á alþjóöa lögum að ræða, að ekki sé hægt að láta það viðgangast. Tvenn innhroí í Reykjavik í fyrrinótt og í gærdag var brotizt inn á tveimur stöðum í Reykjavík og var talsverðum f járupphæðum stolið á báðum stöðunum. Rannsóknarlögregl an hefur bæði málin til með- ierðar, en í gær var enn ekk- ert uppvíst er bent gæti til þjófanna Innbrotið í fvrrinótt var framið í skrifstofu Hraðfrystistöðvarinnar fc.f. að Bakkastíg 9, og náði þjóf- urinn þar 4800 krónum úr skrif- borðss'kúffu. Peningarnir voru eft- irstöðvar launa er ekki hafði verið vitjað. — Þá var í hádeginu í gær brotizt inn í skrifstofu Þ. Þor- grímsson & Co. í Borgartúni 7, á matartíma þegar skrifstofan var mannlaus. Þaðan var rænt pen- ingakassa með hátt á fjórða þús- und krónum í peningum auk nokk- urs af ávísunum. Þess utan voru í kassanum ýmis verðmæt skjöl fyr- irtækisins. ó— Tillaga Kristilegs Dagbla<Ss um nýja skipan Grænlandsmála Vegna geysilegrar eftirspurnar hef- ur veriS ákveðiS aS sýna óperuna Rigóletto nokkrum slnnum enn, eftir aS „ListahátíSlnnl" lýkur, og verSa sýningar á henni á laugar- dag og sunnudag. Sven Erik Vik- ström syngur nú hlutverk hertog- ans og tók hann viS hlutverkinu af Nicolai Gedda. Vikström hefur glæsilega tenórrödd og hreif alla meS á fyrstu sýningu. Myndin er af Vikström í hlutverki hertogans. Einkaskeyti frá Kaupmanna höfn —- Danska Grænlands- nefndin sem skipuð var 1960 og telur 25 meðlimi er nú lögð upp i hringferð til allra kauptúna og sveita á vestur- strönd Grænlands Kristeligt Dagblad hefur í sam- bandi við þessa för varpað fram þeirri hugmynd, að skipaður verði Menntaskólanum að Laugar- vatni, slitið sérstakur Grænlandsmálaráðherra og yrði jafnvel innfæddur Græn- lendingur skipaður í st'' ina. Blað ið stingur upp á tveim mönnum í stöðuna, sem báðir eru fulltrúar Grænlendinga á danska þinginu, þeim Elias Laue og Nicolaj Ros- ing. Information ræðir einnig þessa tillögu og íSegir í því sam- bandi að ekki verði búizt við þvi, að uppástunga um að skipa Græn- lending danskan ráðherra, hljóti stuðning grænlenzka landsráðsins. í stað þess að auka og ; Ha stjórn Grænlandsmála í Kaupmannahöfn, vill ráðið að sem mestur hluti stjórnarstarfanna flytjist til Græn- lands sjálfs og völd ráðsins verði aukin, jafnvel svo það fái I'ággjaf- arvald. — Aðils. Fatlaðir efna til happdrættis til þess að koma félaga sífia Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, hélt annað þing sitt í hinu nýja félagsheimili Sjálfsbjargar á Akureyri, Bjargi við Hvannavelli 10, dágana 10.—11. júní s.l. Til þings voru mættir 23 fulltrú- ar frá 7 félögum, en Sjálfs- bjargarfélögin eru alls 8 í landinu með um 400 félaga. Á þmginu voru rædd helztu hagsmunamál öryrkja, svo sem atvinnumál, tryggingar og fleira. Sjálfsbjargarfélögin eru ung, hið elzta aðeins röskr.. tveggja ára, og öll tnjög fjárvana. Hefur því verið ráðizt í að fara af stað með Hljóp í gegn um glervegg í gær vildi svo illa til, að lítil stúlka, Áslaug Jóhanns- dóttir, til heimilis á Eiríks- götu 23, hljóp i gegnum gler vegg í Fiskifélagshúsinu nýja við Skúlagötu, þar sem út- varpið hefur bækistöð sina, og skarst þó nokkuð. Hurðir og veggir umhverfis þær í því húsi eru af gleri gerðar, og mun stúlkan hafa ætlað, að þar væri opið út. Rakst hún allharkalega á glerið, svo að það brotnaði, þrátt fyrir að það mun vera vel þykkt. Hlaut hún ljótan skurð á úln- lið cg hné, en var flutt heim að lokinni aðgerð á Slysa- varðstofunni. —s— á fót vinnustöðum fyrir happdrætti í þeirri von að al- menningur í landinu vildi veita félögunum brautargengi. 6 vinningar Vinnmgarnir eru Volkswagen- bifreið, kæliskápur, strauvél, hræri vél og bónvél. Ágóða af 'happdrætt inu á að nota til þess að styrkja prjónastofu, sem Sjálfsbjörg á ísa- firði 'hefur nýlega starfsett. Hefur það staðið þeirri prjónastofu mjög fyrir þrifum, að ekki hefur verið nægilegt fjármagn fyrir hend til þess að kaupa svo mikið hráefni, að það næði saman. Að öðru leyti á að nota ágóðann til þess að full- gera félagsheimilið Bjarg á Akur- eyri, en þar hefur aðeins^ verið komið upp sal og eldhúsi. í saln- um er hægt að hafa létt föndur, en í framtíðinni eiga að rísa þar vinnustofur fyrir ýmsan iðnað. Stjórn Núverandi stjórn Sjálfsbjargar, Landssambands fatlaðra, skipa Theodór Jónsson, Reykjavík, for- maður, gjaldkeri, Eiríkur Einar.s- son, Reykjavík, ritari Ólöf Rík- harðsdóttir, Reykjavík, varafor- maður Zophonías Benediktsson, Reykjavík, og meðstjórnendur þeir Trausti Sigurlaugsson, ísafirði, Sveinn Þorsteinsson, Akureyri, Hulda Steinsdóttir, Siglufirði, Helgi Eggertsson, Reykjavík og Valgerður Hauksdóttir, Hvera- gerði. — s — Sláttur horfinn í Dölum Hjarðarfelli í Dölum, 14. júní. Sláttur er nú hafinn á mörgum bæjum hér, en það er algjört einsdæmi að sláttur hefjist hér svo snemma. Yfirleitt hefur sláttur ekki hafizt fyrr en eftir Jónsmessu. Miðað við árstíma er spretta mjög góð. Menntaskólanum að Laug- arvatni var slitið í fyrradag, og brautskráðust að þessu sinni 20 stúdentar, 8 stúlkur og 12 piltar, níu úr máladeild, ellefu úr stærðfræðideild. í stærðfræðideild varð hæstur Eysteinn Pétursson með ágæt iseinkunn 9,07, en í máladeild Magnús Pétursson með 8,94. Jóhann Hannesson skóla- meistari brautskráði hiha nýju stúdenta, ávarpaði þá í kveðjuskyni og sleit að lok- um skólanum. Dauði eða tukthús Réttarhöld í máli banda- ríska nj ósnaflugmannsins Francis Garry Powers, sem féll í hendur Rússa hinn 1. maí s. 1., mun hefjast í Moskvu upp úr næstu mán- aðamótum. Erlendum stjórn- arerindrekum og blaðamönn- um hefur verið boðið að vera við réttarhöldin. F. G. Pow- ers hefur ritaö konu sinni bréf, þar sem hann segir, að yfir sér muni verða krafizt dauðadóms, eða ef bezt lætur ævilangs fangelsisdóms. Fað- ir Powers er á förum til Moskvu og mun verða við rétt arhöldin, og hefur Krustjoff heitið honum stuðningi til þess ferðalags.______ Allar ieiðir reyndar í gær hélt forseti Philips- eyja Eisenhower veizlu mikla, þar sem Eisenhower hélt ræðu um sambúð þjóðanna. Sagði hann að kqmmúnistar hefðu reynt með öllu móti að ná heiminum undir sína stefnu, en nú þegar þeir sæju að það hefðist ekki með góðu, freistuðu þeir þess að beita valdi. Skoraði hann á komm- ! únistaþj óðir að fara með friði . og stofna ekki heimsfriðinum lí hættu. Síldarskip á miðin Nokkur skip eru þegar kom in á síldveiðar fyrir Norður- landi, en búast má við að síld arbátarnir flykkist á miðin næstu daga. Aðkomufólk er væntanlegt til Sigluf j arðar næstu dagana, en varla kem- ur skriður á það fyrr en síld- arsöltun er hafin. Varðskipið Óðinn var að síldarleit á vest . ursvæðinu í gær, en varð engr ar síldar var. Á norðursvæð- inu var norska rannsóknar- skipið G.O. Sars, og mun það hafa orðið var ofurlítillar sild ar. — B.J. Fréttir frá póst- og símamálast jórn Rafn Júlíusson fulltrúi á póstmálastofunni hefur verið skipaður póstmálafulltrúi frá 1. júní þ. á. Talsímarásum milli Hafnar fjarðar og Reykjavíkur hefur nýlega verið f jölgað úr 40 í 60. Einni talsimarás var 10. þ. m. bætt við til ísafjarðar, og bætir það nokkuð samband ið milli Reykjavíkur og ísa- fjarðar, sem hefur verið mjög örðugt undanfarið vegna ó- nógra talsímarása. Stúdentar falla og særast í Tokíó Japanir eru nú mjög ugg- andi vegna þess atburðar, er 20—30 þús. manns réðust með aðsúg að þinghúsinu í Tokíó. Sló í brýnu milli þeirra^og lögreglunnar, og lyktaði við- ureigninni þannig, að 3 stúd entar féllu, 56 voru handtekn ir og 300 særðust hættulega. Út af þessum atburðum kall- aði Kishi forsætisráðherra saman fund embættismanna til þess að ræða málið, auk þess sem hann hefur gefið fyr irskipun um aukna löggæzlu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.