Tíminn - 16.06.1960, Síða 11

Tíminn - 16.06.1960, Síða 11
TlMINN, fhmntudaginn 16. Júnf 1960. í dag skrrfum við um tvœr kvikmyndir, sem væntanlegar eru í tvö kvikmyndahús innan fárra daga. Þá er fyrsf aS nefna Meyjarskemmuna í Nýja bíó, Torero í Stjörnubíó. Myndir þessar eru frá Þýzkalandi og Mexikó. Meyjar- skemman NÝJA BÍÓ byrjar sýn- ingar á þýzku myndinni „Meyjarskemman“ nú eftir fáa daga. Myndin er gerð eftir samnefndu leikriti, sem sýnt sefur verið um allan heim, en leikurinn er saminn eftir bókinni „SchwammerV' eftir Rud- olf H. Bartsch Leikstjóri er Ernst Mrischka, sá sami og leikst'ýrði myndinni „Sissi“. Aðalhlutverk eru leikin af þeim: Karlheinz Böhm, Jóhönnu. Matz, Gust av Knuth, Magda Scheind er og Ewald Balser. Meyjarskemman hefur verið sýnd um Evrópu þvera og endilanga sem leikrit og má það merki- legt teljast að ekki skuli hafa verið gerð kvikmynd um hana fyrir langa löngu. Myndin fjallar um hluta af ævi snillingsins Pranz Schuberts og er tekin í Vínarborg. Schubert býr í gömlu húsi í grend við Karlskirkjuna í Vín, þar vinnur hann að tónsmíð- um sínum og þangað sækir hans stóri vinahópur. Þar á meðal eru Moritz von Schwind, Von Schober, Leo nold Kupilweiser og Jo- hann Mayrhofer. Dag nokk urn syngur hin fagra hirðóperusöngkana Vogl nokkra af söngvum hans og vekja þeir strax eftir- tekt og umtal um hið unga og efnilega tónskáld. Eitt sinn fara vinir hans í skóg arferð og draga hann með sér, til móts við þá eru mættar þrjár systur, Schu bert verður strax snortinn af fegurð þeirra yngstu, Hannerl, en hann veit ekki að hún elskar vin hans, KARLHEINZ BÖHM inn lengra rakinn hér að sinni. Karlheinz Böhm leikur Schubert, en hann er í dag einhver \insœlasti kvikmyndaleikari Þjóð- verja, Kvikmyndahúsgest- ir muna sjálfsagt eftir honum í hlutverki Franz Josephs keisara i myndinni „Sissi“, þar sem hann lék á móti Romy Schneider. Johanna Matz er ung leikkona frá Vinar- borg og hefur leikið i nokkr um kvikmyndum og hlotið góða dóma. íorero söngvarann Franz von Schober. Schubert semur sönginn „Ich schnitt es gern in alle Rinden ein“, sem er ástarjátning til Hennerlu og fær Franz til að syngja hann, en leikur sjálfur undir. Þeir vinirn- ir eru varla búnir með lag ið, þegar Hannerl rýkur upp um hálsinn á Franz og játar honum ást sína, því hún hélt að lagið væri eft i'r hann. Þetta hefur sín áhrif á hið unga tónskáld og hann gerir sér það ljóst, að það er Franz sem hefur sigrað. Ekki verður þráður STJÖNUBÍÓ mun innan skamms sýna mexíkönsku kvikmyndina „Torero", er fjallar um œvi hins heims frœga mexíkanska nauta- bana Louis Procuna. Mynd þessi er frá Columbia. Louis Procuna leikur sjálf ur í myndinni ásamt mata dorunum Manolette og Carlos Arruza, en þeir eru einnig heimsfrcegir. Allt nautaat í myndinni er raunverulegt og tekið við hin ýmsu tœkifæri. Leik- stjóri er Carlos Velo. Efni myndarinnar er eitt hvað á þessa leið: Æska Louis Procuna var eintóm eymd og fátækt, móðir hans var götusali, og eitt sinn er hún var við vinnu sina varð hún fyrir bíl og beið bana af. Procona heitir því að losna úr fá- tæktinni og verða nauta- bani. Hann hittir eitt sinn hinn fræga kennara Val- entino, í nautaati og frá þeim degi er lífsvegur hans lagður. Procuna reynist djarfur og efnilegur nauta MEYJARSKEMMAN — drama TORERO bani. í sinni fyrstu viður- eign við naut sigrar hann glæsilega og fær mikla við urkenningu sem mikill matador. Peningarnir hrúg ast að og hann verður fræg ari með hverjum degi, en nautin eiga samt þátt í því að hann er tíður gest- ur á sjúkrahúsunum. Hann fer til Spánar og þar bíða næg verkefni. En hin tíðu — hasar meiðsli læða inn hjá hon- um ótta, sem er versti óvin ur nautabana. Eitt sinn slasast hann alvarlega og liggur lengi á eftir og tek- ur þá ákvörðun að hætta nautaatinu, en blöðin bera á hann ragmennsku og hræðslu. Hann tekur stóra ákvörðun, en hér látum við staðar numið um þessa mynd. Utanlandsferð ár 3. — 10 júlí í sumar verður haldin dþjóðleg kynningar- vika á hinni fögru baðströnd Rostocknéraðs við Eystrasalt í Austur-Pýzkalandi Þátttakendur verða frá Þýzkalar.di. Danmörku, Nor- egi. íslandi Svíþjóð Finnlandi. Póllandi Sovétríkjunum o fl Þáttaka er öllum heimil, yngri sem eldri. FJÖLBRFYTT DAGSKRÁ: íþróttamót — listsýningar — þjóðdansar — ieik og óperu- sýninga; — cónleikar — kapp- siglingar og reiðhjólakeppni — iðnaðar og landbúnaðarsýning ,*x*v*v*v sins — ódýr — spennandi Eystrasaltsvikan ISEO ÞÁTTTÖKUGJALD (ferðir og uppihald innifalið) — 7500 kr. • — dans'eikir og útiskemmtanir á baðstóðum við ströndina — heimsóknir í verksmiðjur, skipa smíðastöðvar, fiskiðjuver og út- gerðarstöðvar í Rostockhéraði. Einstakt tækifæri til að kynnast Austur- Þýzkalandí Islenzki rópurinn fer með flug- vélum l og 2. júlí til Kaup- mannahafnar Þaðan með lest og feri-j til Wamemiinde — Flogið beim frá Kaupmanna- höfn 12. og 13 júlí Þeir, sem þess óska. geta íslenzkar stúlkur á Eystrasaltsviku 1958 fengið ódagsettan farseðil heim. Hópurinn mun búa á góðum hótelum Þátttakf. tilkynnist undirbún- ingsnefnd Eystrasaltsvikunnar, Tjarnargötu 20, sem gefur allar nánari uoplýsingar Opið virka daga kl. 1—7. Sunnudaga kl. 4—5. Tilkynnið þátttöku sem fyrst. UNDIRPÚNINGSNEFND EYSTR aSAETSVIKUNNAR Tjarnargötu 30. — Sími 17511.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.