Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 14
14
T í MIN N, mi'ðvikudagrnn 15. júní 1960
V
tll að hressa upp á sig. Ekki
beint falleg, sagði hún við
sjálfa si-g, en ósköp sæt og
indæl.
Það sagði Frin líka, þegar
hann kom. Hann stóð kyrr
á þröskuldinum og horfði á
hana.
— Komdu og setztu niður,
sagði hún og brosti við hon-
um. — Eg ætlaði einmitt að
fara að taka upp vermútinn.
— Það skal ég gera fyrir
þig. Eg ætla ekki að halda
því fram að ég sé sérlega hús
legur, en ég kann þó að opna
flösku.
Þau hlógu bæði. Ekki endi-
lega vegna þess, að þau hefðu
eitthvað til að hlægja að,
heldur til að breiða yfir
feimniskenndina, sem alltaf
gerði vart við sig, þegar þau
voru tvö ein.
— Þú ert svo indæl, Nat,
sagði hann þegar þau höfðu
tyllt sér niður.
Hann hallaði sér að henni
og kyssti hana létt á munn
inn.
— Eg held ég sé að verða
ástfanginn af þér. Er þér
sama?
— Held nú það, sagði hún
og brosti.
— Þökk sé þér.
Hann kyssti hana aftur. Síð
an horfðust þau feimnislega
í augu. Frin sneri glasinu á
milli' fingra sér.
— Þetta eru reglulega fall
eg glös, sagði hann. — Hvar
náðirðu í þau?
— Finnst þér þau snotur,
sagði hún. — Eg keypti þau í
lítilli holu í Fulham Road. Eg
er svo hrifin af gömlum glös
um og postulínsmunum.
— Þá ættuð þið Val að
verða góðir vinir. Hann er
stjúpfaðir minn og er alveg
vitlaus í forngripi, einkum
glös og postulín.
— Það væri gaman að hitta
hann.
Hún hafði ekki átt við
neitt sérstakt, en strax og
hún hafði sleppt orðinu fann
hún, hve hjákátlega þau
hljómuðu.
— Þið eigið sjálfsagt eftir að
hittast, sagði Frin. Hann var
í borginni í dag, en varð að
flýta sér heim aftur, því að
hann átti von á gestum. Hon
um finnst mjög gaman að
halda veizlur, Það er hans
veikleiki. En hann er stór-
fínn gestgjafi, þó að mér finn
ist hann halda þessi sam-
kvæmi til að sýna hvað hann
á. Ef þú kemur heim, færð
þú ekki frið, ef þú ert hrifin
af gömlum munum.
—Eg var að hugsa um að
kynna ykkur í dag, hélt hann
áfram, en svo fannst mér leið
inlegra fyrir ykkur að hitt-
ast á skrifstofunni. Það væri
miklu skemmtilegra, ef þið
hittust heima í Glebe House.
Eg hef sagt þér frá því, er
það ekki?
—Jú.
Hún sagði honum ekki hvað
oft hún hafði séð það fyrir
sér í huganum. Hún hafði
meira að segja reynt að
teikna það sem hann hafði
sagt henni frá Glebe House.
Gamalt hús í Georgia-stíl,
yzt á tanga sem virtist raun
ar eins og eyja. í stað þess
að teikna sokka-auglýsingar
hafði hún teiknað húsið og
útbúið það húsgögnum og
munum.
— Hionum þykir óhemju
vænt um staðinn, hélt Frin
áfra. — Og þótt ég sé yfirleitt
ekki hrifinn af gömlum hús-
um þá er nú Glebe House al-
veg sér á parti. Það er voða-
lega einmannalegt þar á vet
urna. Stundum dettur mér í
hug, það hafi verið þess vegna
sem mamma . . .
Hann þagnaði og kveikti
sér í sigarettu. Röddin var ■
hlý og vinaleg þegar hann
hélt áfram:
— Val er prýðilegur ná-
ungi'. Eg er heppinn að eiga
svona góðan stjúpföður og
það hefur tengt okkur nán-
ari böndum, að það er ekki
svo ýkja mikill aldursmunur
á okkur. Við höfum verið
mjög góðir vinir siðan mamma
dó. Þegar ég hugsa fram í
tímann, skammast ég mín
innilega fyrir það, að þegar
hún giftist honum varð ég
alveg óður og gat ekki þolað
hann.
— Hvað varstu gamall þeg
ar mamma þín giftist hon-
um? spurði Natalia.
Hún sat með glasiö í hönd
unum og dreypti á því öðru
hvoru. Það var undarlegt, þau
höfðu aldrei minnzt á þetta
og höfðu þau þó þekkst vel i
langan tíma.
— Eitthvað fimmtán ára.
Eg held ástæðan hafi verið
sú, að ég hafði alltaf hugsað
um mömmu, síðan pabbi dó.
Eða að minnsta kost ihafði
ég talið mér trú um það. Og
svo var Val miklu yngri en
hún.
— Var aldursmunur mjög
mikill? spurði Natalía.
— Tíu eða tólf ár. Það er
svo sem ekkert sérstakt nú
á tímum. En þetta kom mér
svo gersamlega á óvart, að
mamma . . . þú skilur . . .!
hún var ekki ein þeirra, sem
sat á snyrtistofum allan dag
inn. Hún var bara venjuleg
kona og gerði ekkert til að
líta yngri út en hún var. Hún
var dæmigerð móðir, ef þú
skilur við hvað ég á. Þess
vegna fannst mér svo undar
legt þegar hún tók uppá að
giftast sér yngri manni. En
ég hef algerlega skipt um
skoðun núna, hvað þetta
snertir. Og ég hlakka til að
fara heim í fríinu mínu.
— Ó! ... Ætlar þú að vera
hjá stjúpföður þínum í frí-
inu? Það verður skemmtilegt
fyrir þig.
Hún reyndi að leyna áhuga
sínum á málinu.
— Það vona ég.
Hún heyrði örla á stríðni
í rödd hans.
— En meðal annarra orða,
hvaö ætlar þú að gera í frí-
inu?
Það var auðmýkjandi að
viðurkenna, að hún hafði
ekki tekið naina ákvörðun
um það, að hún hafði beðið
eftir að heyra, hvað hann
myndi gera.
— Eg . . . eg hef verið að
hugsa málið. Kannski fer ég
í hjólreiðaferð.
— Hvaða vitleysa. Þú gæf-
ist upp við fyrstu brekkuna,
sagði hann og hló ertnislega.
— Þú átt að eyða fríinu á
Glebe House með mér, eða
réttara sagt, með stjúpföður
mínum og mér. Hvað segirðu
um það, vina mín?
Eftir á sagði hún við sjálfa
sig, að hún hefði getað gert
ýmislegt. Hún hefði átt að
hika og hugsa málið, segja
að hún þyrfti að athuga þetta
til morguns.
En staðreyndin var, að
hún þrýsti sér að honum og
þáði kossa hans.
— Eg vil ekkert frekar, Frin.
Síðar um kvöldið, þegar
þau sátu saman á litlu veit-
ingahúsi í Chelsea, ræddu
þau um heimsóknina. Þetta
veitingahús var þekkt fyrir
ljúffengan mat, en verðið var
vitaskuld eftir þvi. Frin var
mjög vandlátur, þegar matur
var annars vegar og nú stakk
hann uppá því, að þau fengju
sér kampavín með matnum.
— Verður það ekki alltof
dýrt, Frin?
— Mér finnst ég vera svo
ríkur í kvöld og ég hef góðar
ástæður fyrir því.
Frin hló glöðum hlátri.
— Þú hefur lofað að koma
heim til Glebe House í fríinu
og ég skal trúa þér fyrir leynd
armáli. Eg verð tuttugu og
fimm ára þann fjórtána í
næsta mánuði og þá erfi ég
mikið fé. Mamma arfleiddi
mig að öllu og mér skildist,
það væri hreint ekki svo lít-
ið, en hingað til hefur Val ver
ið fjárhaldsmaður minn. Hann
er lögfræðingur, skilurðu.
Hluthafi í firmanu Valen-
tine og Hodges, sem voru lög
fræðingar föður míns. Hann
kynntist mömmu þannig.
Hún sagði fljótmælt:
— Það var reglulega fallegt
af honum að bjóða mér. Hann
hefur ekki einu sinni séð mig.
— Jú, hann sá þig í morg-
un. Eg sagði honum, hvað
við værum góðir vinir . .
Hann þagnaði og hún fann
hjartað hamast í brjósti sér.
— Þegar við gengum fram-
hjá dyrunum þínum, sagði
ég honum að kíkja á þig, hélt
Frin áfram. — En þá kom
Crass og ég fór að tala við
hann, en Val fór aftur að
horfa á þig. Svo sagði hann
að auk þess að vera falleg,
virtist sér þú hafa til að bera
persónuleika. í hreinskilni
sagt, var hann ekkert mjög
hrifinn af að bjóða þér til
Glebe House. En þegar hann
hafði séð þig, vildi hann það
endilega. Þótt þar sé mikið um
gestakomur er hann ekkert.
hrifinn af að margir búi þar.
En sem sagt, eftir að hann
sá þig, var hann æstur í að
bjóða þér að koma. Ef hann
hefði ekki verið stjúpfaðir
minn, hefði ég orðið afbrýði-
samur. Hann hló — Ekki þar
fyrir að Val sé á eftir öðrum
konum og hafi ekki þótt neitt
sérlega vænt um veslings
mömmu ....
Hann þagnaði skyndilega,
Jenífer Ames
2.
en hélt síðan áfram, alvar-
lega.
— Það var svo mikill aldurs
munur, skilurðu og siðast
held ég hún hafi ekki treyst
Val. Hún fékk taugaáfall áð-
ur en hún dó og öllum lækn
unum bar saman um, að Val
hefði verið mjög góður við
hana. Þú skilur . . . hún tók
of margar svefnpillur í einu.
Óheppni, vitaskuld.
Frin ýtti disknum frá sér.
— Mér þykir ekkert gam-
an að tala um það. Eg var á
háskóla þá og ég fékk næst
um taugaáfall.
— Ó, Frin, það hefur verið
hræðilegt fyrir þig.
Hún lagði hönd slna á
hans. — Við skulum tala um
eitthvað annað.
Frin reyndi að brosa.
—Eitthvað skemmtilegra.
Til dæmis að þú ætlir að koma
til Glebe House, það er dá-
samlegt, hreint og beint dá-
samlegt. Fyrst þitt frí byrjar
ekki fyrr en sjöunda, verð ég
kominn þangað viku á undan
þér. Hvernig ætlar þú að
fara? Það er bezt fyrir þag
að taka lestina, til Sedhurst.
Það er næsta þorp.
Hættulegt
sumarleyfi
Smmmmmmimmimmmmimmmmmmmmmmm
EIRIKUR
víðförli
Töfra-
sverðið
157
Kohorr togar árangurslaust í
bönd sín, örlög hans eru ráðin.
Þá finnur hann skyndilega kait
hnífsblað, sem brugðið er á bönd-
in. Augnabliiki síðar er hann laus.
— Bíddu eftir hnífnum, hvislar
b j örgunarmaðurinn.
Því næst vinnur hinn óþekkti
hjálparmaður við bönd Halfra.
Hann er óvarkárari og hreyfir sig
hratt. — Hvað er að? spyr hinn
syfjaði varðmaður. — Randaflug-
ur, .svarar Halfra og heldur sér
kyrrum.
Að lokum eru allir lausir. Því
næst heyrir Kohorr rödd björgun-
armannsins aftur og tekur eftir
því, að hnífur er lagður í hönd
hans. — Hnífurinn er merkið,
hvíslar röddin. Hann sprettur á
fætur og kastar bnífnum.