Tíminn - 19.06.1960, Side 5
TfMINN, snnnudaginn 19. jdni 1960.
5
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framtvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj.: Egill Bjamason. Skrifstofur
i Edduhúsinu. — Simar: 18300—18305.
Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusimi:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Einingm og Ólafur
í útvarpsræðu þeirri, sem Ólafur Thors forsætisráð-
herra flutti í fyrradag 17. júní, lét hann falla ýmis fögur
orð um það, að þjóðin ætti að sameinast og leggja niður
deilur. Þá myndi margt betur fara.
Vissulega er þetta rétt. En hvermg hefur Ólafur og
flokkur hans lifað eftir þessari kenningu 1 verki? Lítum á
nokkrar staðreyndir.
Þegar vinstri stjórnin rofnaði, lögðu Framsóknarmenn
til, að reynt yrði að mynda þjóðstjórn um lausn efnahags-
málanna og kjördæmamálsins. Sjálfstæðisflokkurinn var
eini flokkurinn, er hafnaði þeirri tillögu eindregið.
Þegar Sjálfstæðisflokknum var falið af forseta íslands
í nóvember síðastl. að vinna að nýrri stjórnarmyndun,
reyndi hann ekki aðra möguleika en að mynda stjórn með
Alþýðuflokknum. Fyrsta verk þeirrar stjórnar var að
reyna að beita Alþingi ofbeldi og senda það heim.
Slíkt hefur aldrei áður gerzt í þingsögunni og er hlið-
stæða þess atburðar, sem kom af stað hinum miklu óeirð-
um, er undanfarið hafa staðið yfir í Japan. Óeirðirnar
hófust þar fyrst eftir að Kishi forsætisráðherra beitti
neðri deild þingsins ofriki með því að þvinga þar fram
samþykkt nýja varnarsamningsins, án þess að nægur tími
fengizt til þess að ræða hann þar.
-Slíkt var fyrsta skref núv. ríkisstjórnar til þess að
koma á þjóðareiningu.
Næsta skref ríkisstjórnarinnar var svo að leggja fyrir
þingið tillögur sínar um efnahagsmáhn, án minnsta sam-
ráðs við önnur stéttarsamtök en Landssamband ísl út-
gerðarmanna, Vinnuveitendasamband íslands, Félag ísl.
iðnrekenda og Félag ísl stórkaupmanna. Við önnur
stéttasamtök var ekkert samráð haft. Bændur og lau'n-
þegar voru einskis spurðir. Meginefni efnahagsráðstaf-
ana ríkisstjórnarinnar er líka það að gerbreyta grundvelli
tekju- og eignaskiptingarinnar í iandmu. Ef þessar ráð-
stafanir ná fram að ganga til fulls, mun afleiðingin verða
sú, að fjármagn og yfirráð fyrirtækja mun dragast í fáar
hendur, en almenningur allur verða dæmdur til fátæktar.
Enda hefur forsætisráðherrann sjálfur aldrei farið dult
með það, að hann vilji fá aftur hina góðu, gömlu daga,
þegar tekju- og eignaskiptingin í þjóðfélaginu var með
framangreindum hætti.
Svo áköf var ríkisstjórnin í því að koma þessari fyrir
ætlun sinni fram, að hún lét þinglið sitt kolfella tillögu
Framsóknarmanna um að reynt yrði að leysa efnahags-
málin með samstarfi allra stétta og flokka, en slíka til-
lögu fluttu Framsóknarmenn bæði í neðri deild og efri
deild í vetur, er efnahagsmálafrumvarpið var til með-
ferðar.
Svo kemur forsætisráðherra fram fyrir þjóðina 17.
júní og segist vilja þjóðareiningu? Hvað finnst mönnum
um slíka tvöfeldni, svo að ekki sé sterkara tekið til orða?
Sú stjórn, sem vinnur að því að færa tekju- og eigna-
skiptingunni í landinu í nýtt og rangiátt horf. svo að fáir
menn geti auðgast meira á kostnað fjöldans, — sú stjórn
vinnur gegn þjóðareiningu og efnir til stéttarátaka og
ófriðar í þjóðfélaginu Ef nokkur alvara fylgdi því, sem
forsætisráðherrann sagði 17 júní, ætt* það að vera fyrsta
verk stjórnarinnar að hverfa frá þeirri ranglátu efnahags-
stefnu, sem nú er fylgt Geri stjórnin það ekki, stefnir
hún að því að sundra þjóðinni á örlagatímum og þau átök,
sem af því hljóta að leiða, eru verk hennar einnar og á
ábyrgð hennar einnar.
Álit ,,New Statesmaii**:
Bandaríkin þurfa aö leita sam-
vinnu við framfaraöflin í Asíu
Þau mega ekki einskorða stuftning sinn vit$ afturhald og au'ðvald
Grein sú, sem hér fer á
eftir, birfist fyrra laugar-
dag í hinu þekktaa enska
vikublaði „New States-
man". Þótt síðan hafi ýmis
stórtíðindi gerzt. eins og
þau, að heimsókn Eisen-
howers til Japans hefur
verið frestað, heldur grein-
in í öllum aðalatriðum þó
gildi sínu, og er glöggt
sýnishorn af viðhorfi
vinstri manna á Vestur-
löndum til umræddra mála,
en „New Statesman" hefur
lengi verið eitt helzta mál-
gagn vinstra arms Verka-
mannaflokksins brezka.
EF 1ÁÐUNAUTAR Eisen-
howers akveða það endanlega,
að hann skuli fara til Tokíó,
mun stjórn Kishis að sjálfsögðu
tfyggja öryggi hans. Það verð-
ur ekkert látið ógert, sem unnt
er að gera með brynvörðum
vögnum og lögreglu. Hitt er
meira vafasamt, hvort stjórn-
inni tehst að láta Eisenhower
fá vinsamlegar viðtökur, en
ekki verður horft í útgjöld og
fyrirhöfn til þess að hafa nógu
marga fána og skólabörn. Mót-
mælagör.gur undanfarinna daga
hafa sýnt að hér eru ekki
stúdentar einir að verki. Verka-
lýðsfélög. vinstri flokkar og
jafnvel hægri-jafnaðarmenn
hafa sameinast í allöflugri and-
stöðu.
Kishi hefur vissulega traust-
ari aðstöðu en Syngman Rhee í
Koreu og Menderes í Tyrk-
landi, en hann er eigi að síður
fulltrúi svipaðra bjóðfélagsafla.
Það skiptir verulegu máli, að
menn geri sér ljóst. að mót-
mælagöngum undanfarið hefur
fyrst og fremsr verið beint
gegn honum persónuiega og
klíku þeirri, sem styður hann.
Það var tilraun hans til að
þvinga fram staðfestingu þings-
ins á varnarsamningnum, án
þess að þingið fengi að fjalla
um hann að eðlilegum hætti, er
framar öðru kom óeirðunum af
stað. Þetia var miklu meiri or-
sök óeirðanna en andstaðan
gegn bandalaginu við Banda-
ríkin. Eigi að síður hefur Kishi
haldið völdum með tilstyrk
bruðlsamrar bandarískrar efna-
hagsaðstoðar, og því hafa óvin-
sældir hans færst yfir á Banda-
ríkjamenn Þær staðhæfingar
utanríkisráðuneytis Bandaríkj-
anna, að undir stjórn Kishis sé
Japan lýðræðisríki í ætt og stíl
EiSENHOWER
— stefna Bandarlkjanna í málum
Asíu þarfnast endurskoðunar.
við Bandartkin, spilla síður en
svo fyrir japönsku hlutleysis1-
stefnunm heldur styrkja hana,
og hefur þó U-2 málið gefið
henni nægilega byr í seglin.
Það er ekki heldur gleymt í
Japan, að Bandaríkjamenn
stimpluðu Japani sem guiu
hættuna, unz kommúnistar
komust til valda í Kína. Þetta
hefur hins vegar legið í þagn-
gildi, unz það rifjast upp aft-
ur vegna andstöðunnar við
Kishi, sem kemur nú fram sem
helzti merkisberi samvinnunnar
við Bandaríkin.
KRUSTJOFF getur vissulega
talið atburðina í Koreú, Tyrk-
landi og Japan góða sárabót
fyrir mistök hans á fundi æðstu
manna. Vegna klaufalegrar
framkomu hans þar, hefur flug
njósnamálið sætt miklu minni
gagnrýni vestan tjalds en ella.
Tilraun Krustjoffs til að lítil-
lækka og óvirða Eisenhower
hefur orðið til þess að Banda-
ríkjamenn hafa látið mistök
herstjórnarinnar og njósnar-
þjónustunnar hverfa meira í
skuggann en ella. Hver, sem
tilgangur Kruscjoffs kann að
hafa verið, er það ótvírætt, að
hann hefur aukið mjög sigur-
vonir republikana með fram-
komu sinni. Gagnrýni Steven-
sons, sem hlaut góðar undir-
tektir ' fyrstu, hefur alveg
misst marks vegna árása Krust-
joffs á Eisenhower. Sigurvonir
Nixons hafa óvænt stórbatnað,
og að sama skapi hefur stríðs-
hættan aukizt.
Áróðursherferð Krustjoffs
hefur þannig borið þann árang-
ur, að andstaða hefur aukizt
•gegn Bandaríkjamönnum í
leppríkjum þeirra í Asíu, en að
sama skapi hefur andstaðan
gegn kommúnismanum vaxið í
vestrænum löndum. Kínverjar
hafa svo ýtt undir þetta síðara
með þvi að árétta á kreddu-
bundnasta hátt kenningu Len-
ins um óhjákvæmilega styrjöld.
Heildarmðurstaðan er sú, að
þau ríki Asíu, er verða nú fyrjr
auknum prýstingi að austan og
vestan, hafa orðið enn ákveðn-
ari í þeim ásetningi að dragast
ekki inn í átökin meira en orðið
er. Þau geta ekki látið sem vind
um eyru þjóta hótanir Krustj-
offs um refsiaðgerðir gegn
bækistöðvum, sem Bandaríkin
fá til afnota. Jafnljós er þeim
líka nauðsyn þess að fá hjálp
frá Bandaríkjunum og bylting-
arhættan. sem þeim stafar frá
kommúnismanum.
HYGGNIR stjórnmálamenn í
Bandaríkjunum þurfa að gera
sér ljóst. að þessar krignum-
stæður b'óða hentugt tækifæri
til að losna við hin hættulegu
áhrif af stefnu Dulles. í stað
þess að bendla nafn Bandaríkj-
ahna við spillta og einræðis-
sinnaða 'æiðtoga eins og Syng-
man Rhee, Menderes og Kishi,
þurfa Bandaríkin að vinna sér
tiltrú almennings í hinum
óháðu ’.öndum. Þau öfl, sem
hafa staðið fyrir uppreisnum í
Koreu, Tyrklandi og Japan, eru
ekki kommúnistisk, en þau geta
orðið það. Ef Bandaríkjastjórn
dregur rétta lærdóma af at-
burðum seinustu vikna, verður
hún að beina aðstoð sinni til
þeirra leðitoga Asíu, sem
hvorki eru fulltrúar gamla tím-
ans eða stórkapítalisma nútím-
ans, heldur vinna að sjálfstæði
þjóðar sinnar og félagslegum
endurbótum á kjörum almenn-
ings.
Síðastliðinn sunnudag, nánar
greint 12. júní, heimsótti ég mál-
verkasýningu Matthíasar Sigfús-
sonar í skálann við Kirkjustræti.
Myndir margar, léreft stór og þar
var gull í klumpum saman við
grjót og leir, mold og mýrar-
leðju.
f landslagsmyndum Matthíasar
glampar oft á skínandi málm, svo
sem í nr. 4 Haustkvöld í Þingvalla-
hrauni, 11 _ Lækjarfarvegur, 17
Gjá og 23 Úðaregn. En óneitan-
lega er'sýningin misjöfn, svo sem
í upphafi var getið, allt ofan í
sorglega uppsuðu úr Dyk og öðr-
um stórsnillingum. En hvað skal
segja? Við Reykvíkingar ■ erum
Matthías Sigfússon - sýning
mörgu misjöfnu vanir. — Þennan
sama sunnudagsmorgun flutti
Ríkisútvarpið „kokkarí“ úr Beet-
hoven gamla eftir Jón Leifs. Ekki
var það betra.
Þann ósið hefur Matthias stund
um að hauga litnum hrottalega á
strigann. Þetta er tilgangslaust og
óhentugt, því að svona haugar
springa og morkna með íð og
tíma.
Það er kunnugt að hér þekkjast
menn, sem stunda þá iðju að
smyrja þykkt á stór léreft, til að
blekkja fáráða og fáfróða Þeir
eiga að halda að þetta hafi orðið
svona fyrir alúð og óhemju vinnu.
En þetta eru vinnubrögð þeirra,
sem hlotið hafa í vöggugjöf pretta-
eðli í stað listgáfu. Þess háttar
blekkingabragða hefur Matthías
ekki þörf fyrir.
Mín spá er sú, að beztu verk
Matthíasar muni prýða veggi lista-
safns ríkisins, er tímar líða og þá
verður búið að þurrka burt tízku-
hismi og hégóma þanni er nú
hangir þar á veggjum.
Rvík, 16. júní 1960.
ásgeir Bjarnþórssoiu