Tíminn - 19.06.1960, Page 7

Tíminn - 19.06.1960, Page 7
T í MIN N, sunnndaginn 19. júní 1960. SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Stjórnarblöðin hætt að skrifa um rússneska togarann - Austurför Gylfa ómerkir skrif þeirra - Olíumálið aftur orðið hálmstrá Mbl. - Eiga afbrot nokkurra kaupsýslumanna að brennimerkja alla kaupsýslumannastéttina? - Sjálfstæðismenn í meirihluta - Uppalinn í jarðvegi íhaldsins - Frjáls menning og rógskrif Mbl. - Þjóðin mun rísa gegn fátæktinni Stjórnarblöðin eru nú hætt að tala iun rússneska togarann, en í stað þess hefur verið tilkynnt, að • menntamálaráðherra sé að leggja upp í reisu til Sovétríkjanna í tooði rússneskra stjórnarvalda. Slíikt boð hefði ráðherrann að sjálfsögðu ekki þegið, ef hann hefði álitið togaramálið eins sak- nsemt og stórfellt njósnarmál og stjórnarblöðin vildu vera láta. Það hefði í mesta máta verið ósmekk- legt af ráðherranum að þiggja boð af Rússum, ef hann hefði litið sömu augum á togaramálið og rit- stjórar Mbl. og Alþýðublaðsins hafa þótzt gera. Ef menntamála- ráðherrann hefði ekki gert sér grein fyrir þessu, hefðu hinir ráðherrarnir átt að sjá það og banna honum að fara, eins og þeir bönnuðu honum og Þjóðleik- húsráðinu að halda ballið í Þjóð- leikhúsinu. Með austurför mennta- málaráðherra ógildir ríkisstjórnin öll hin gífuryrtu skrif stjórnar- blaðanna um togaranjósnir Rússa. Stjórnin verður ekki heldur áfellzt fyrir það. Togaranjósna- málið var „blásið upp“ til að draga athygíina frá störfum hins nýlokna, „athafnamikla“ þings og áhrifum þeirra á kjör almennings í landinu. Stjórnarblöðin vilja af ski'ljanloguin ástæðum koma af stað umræðum um allt annað og reyna Þvi að „blása upp“ hvert sýndarmálið eftir annað til þess að draga athygli frá hinni óhæfu- legu skerðingu á lífskjörum lág- launafólks og millistétta, sem nú er verið að framkvæma til hags- muna fyrir þá f ámennu gróðastétt, sem á að hreppa völdin og auðinn í landinu, þegar stjórnarstefnan er komin til fullrar framkvæmdar. Frímerki og olía Þótt togaranjósnarmálið sé þann ig sprungin bóla, hafa stjórnar- blöðin ekki gefizt upp við að finna sér ný tilefni og ný mál til þess að draga athygli frá stjórn- ars-tefnunni og kjaraskerðingunni, ■sem hlýzt af henni. Alþýðublaðið hefur uppgötvað 20 ára gamalt frímerkja-mál og eyðir á það stærsta fyrirsagnaletri sínu dag eftir da-g og er sízt ástæða til að amast við slíku, ef það getur glatt ritstjórana í þeirri trú, að þetta sé ákjósanleg leið til að fá fólk til að gleyma kjaraskerðingunni. Vafalitið þarf þó meira til þess, að menn hætti að taka eftir verð- hækkununum, og, að þeir, -sem ekki er því betur launaðir, finni ekki til þess, hvernig skórinn kreppir nú að. Ritótjórar Morgunblaðsins hafa hlns vegar ekki haft fruml-eik starfsbræðranna við Alþýðublaðið til að uppgötva nýtt frímerkja- tpál eða artnað þvíumlíkt. Þeir hafa í staðinn byrjað gamla róg- inn um samvinnuhreyfinguna og forustumenn hennar í sambandi við hið svonefnda olíumál, sem enn er til rannsóknar. Svo ógeðs- . leg sem þessi skrif voru fyrir sein- ustu kosningar, eru þau þó enn ferlegr! mi og óvandaðri. A skrif- um Mhi. nú verður ckki annað séð en að noia skuli oliumálið til að liunpla alla samvinnuhreyf- inguna s«un hre.ina glæpahreyf- ingu oc f<wtisi**trwwn bennar upp til hóp# wuAtkftafn verstu! I'óta og fiárglccfTnmaniTa. 1 Mörg skip eru nú byrjuð á síldveiðum norðanlands, en önnur eru á leiðinni. Horfur eru á mikilli þátttöku i veiöunum. Fyrsta síldin veiddist á miöunum nyrðra í fyrradag. Nokkur dæmi til glöggvunar Til þess að varpa nokkru ljósi y-fir þessa starfshætti M-bl., er ekki úr vegi að bregða upp nokkr- um dæ-mum til að sýna, hvernig reka mætti áróður gegn kaup- sýslumönnum og Sjálfstæðis- flokknum, ef farið væri ef-tir for- skrift Mbl. í olíumálinu. Nýlega hefur allþekktur kaup- sýslumaður farið af landi burt vegna skuldamála, en er þó ekki á meira flæðiskeri. -staddur en svo, að erlend blöð hafa sagt áberandi frá persónulegum inn- kaupum hans, sem benda til þess að han-n sé allt annað en aura- laus. Væri rétt að dæma alla kaup- sýslumannastéttina af þessúm manni og dæma Sjálfstæðisflokk- inn og -stefnu hans eftir þessu at- viki einu? Fyrir fáum misserum sönnuðust stórfelld gjaldeyrissvik og falsan- ir á mann, sem of-t hafði verið kosningastjóri Sjálfstæðisflokks- ins. Át-ti að dæma alla kaupsý.slu- menn glæpamenn og Sjálfstæðis- flokkinn glæpaflokk vegna af- brota þessa manns? Fyrir nokkru-m misserum sönn- uðust einnig gjaldeyrissvik og bókh-aldsfalsanir á umsvifami-kla útgerðarm-enn í einu kauptúni í Vestfjarðakjördæmi. Átti að dæma alla útgerðarmenn söku- dólga vegna afbrota þessara manna og Sjálfstæðisflokkinn afbrota- mannaflokk vegna þess, að um- ræddir menn höfðu verið forustu- menn hans í viðkomandi kaup- túni? Nýlega sannaðist mikill stuldur á bæjargjaldkerann í Vestmanna- eyjum. Átti að álykta af því, að yfirmaður hans, bæjarstjórinn, væri sam-sekur honuni og einnig öll bæjarstjórnin, sem á ekki síð-1 ur að fylgjast með rekstri bæjar-j félags en stjórn hlutafélags með rekstri þess? Þannig má halda áfram að rekja dæmin, því að af nógu er að taka.' Þetta nægir hins vegar til að sýna, ^ hvernig það myndi líta út, ef fylgt' væri því fordæmi, er Mbl. gefur, þegar það reynir að nota olíumál-| ið svonefnda til að svívirða alla' -samvinnuhreyfinguna og forvígis-í menn hennar og seilist jafnvel svoj langt að tengja það við Fram- sóknarflokkinn. | Hvað er upplýst í olíumálinu? Hið rétta í þessu máli er vitan- lega það, að afbrotamenn geta skotið upp kolli undir öllum rekstrarformum, í ein-karekstri, samvinnurekstri og ríkisrekstri. Slíkt er hins vegar enginn dómur um kerfið sjálf-t eða viðkomandi ■stéttir. Staðreynd er það einnig.j að íslenzka samvinnuhreyfingin hefur verið mjög lánsöm með það,! að mjög lítið hefur borið á slí-k-j um mönnum innan vettvan-gs j hennar, enda jafnan tekið strangt j á slíku, þegar það hefur orðið uppvíst. Af þessum ástæðum vek- ur það líka sérstaka athy-gli, þegar uppvíst verður um einhver brot hjá starfsmönnum hennar. í hinu .svonefnda olíumáli hefur enn ekki annað orðið uppvíst en það, að maður, er hófst til mikilla trúnaðarstarfa hjá stóru fyrir- tæki, sem er í tengslum við sam- vinnuhreyfinguna, hefur gert sig sekan um mjög alvarleg og stór- felld afbrot. Ekki hefur hins veg- ar komið neitt fram um það, að menn, sem eru starfandi hjá sam- vinnuhreyfingunni, hafi verið í minnsta vitorði með honum eða ihaft einhverja vitneskju um af- brot hans. Það hafði líka alveg farið fram hjá hinum Iöggilta end- urskoðanda, sem fylgjast átti með reikningum fyrirtækisins. Þrátt f'yrir -það, þótt enn sé ekki annað uppvíst, hikar Mbl. ekki við að skrifa þetta afbrot á reikning samvinnuhreyfingarinnar og að stimpla forustumenn hennar og forráðamenn sem afbrotamenn. Slíikt er sem betur fer einatakt met í ábyrgðarlausri og .sorafullri blaðamennsku. Athyglisverð stað- reynd f ölluin skrifum Mbl. um olíu- málið er gengið fram hjá einni staðreynd, sem almenningur hlýt- ur þó að telja athyglisverða. Fyrir- tæki það, sem umrætt afbrot hef- ur orðið hjá, er eitt af hinum fáu fyrirtækjum, sem samvinnuihreyf- ingin starfrækir í samstarfi við fésýslumenn, og meirihlutinn í •stjórn þess er skipaður fylgis- mönnum Sjálfstæðisflokksins og íhaldsstefnunnar. Hinn fyrrv. for- stjóri, sem afbrotið framdi, er alinn upp í farvegi sjálfstæðis- stefnunnar eða m. ö. o. eins og sóttur inn í sjálfar herbúðir íhalds ins. Það er vissulega athy-glisvert og umihugsunarvert, að stærsta afbrotið, sem hefur verið framið hjá fyrirtæki, sem er tengt sam- vinnuhreyfin-gunni, skuli gerast hjá fyrirtæki, þar sem stjórn og vali helzta trúnaðarmannsins er háttað, eins og að framan segir. Með því, sem hér er sa-gt, er ekki verið að drótta neinu að þeim Sjálfstæðismönnum, er sitja í stjórn umrædds fyrirtækis, enda er áreiðanlegt, að þeir hafa ekki vitað neitt um misferli hins brot- lega manns, þótt af ummælum Mbl. megi ráða, að öll stjórn fyrirtækis- ins ihljóti að vera samsek honum. Frjáls menning Frá því hefur verið sagt í blaða- og útvarpsfréttum, að helztu ráða- menn Morgunblaðsins, Bjarni Benediktsson og Eyjólfur K. Jóns- son, séu nú staddir úti í Berlín og sæki þar fund alþjóðlegs félags- skapar, er kallast Frjáls menning, og má nokkuð ráða af því nafni han-s, hvaða hlutverki honum er ætlað. Það er ekki úr vegi í sam- bandi við þessa utanför þeirra Bjarna og Eyjólfs að benda þei-m á, að fát-t eða ekkert hefur orðið frjálsri mennin-gu að meira fóta- kefli en óvandaður og skefjalaus áróður á borð við þann, se-m Mbl. rekur í sambandi við olíumálið svonefnda. Það var með slíkum áróðri um forystumenn verkalýðs- samtaka, samvinnusamtaka og um- bótaflokka, er Hitler tókst að brjóta hina frjálsu mennin-gu Þýzkalands á bak aftur og valda öllu því mikla böli, se-m af því hlauzt. Áróður Mbl. í olíumálinu er eins og tekinn upp úr þýzku nazista-blöðunum fyrir 25—30 ár- um. Ef þeir Bjarni og Eyjólfur vilja sýna það í verki, að áhugi þeirra fyrir frjálsri menningu er eitthvað meira en yfirskinið eitt, ættu þeir að byrja á því að láta Mbl. hæta slíkum ofstækisáróðri og það viðhefur í olíumálinu. Slík- ii' starfshættir geta ekki orðið til annars en að vekja vantrú á frjálsri menriin-gu og að skapa al- gert virðingarley-si fyrir henni. Hin nýja rangláta tekjuskipting Fyrir áróðursmenn ríkisstjórnar- innar er vissulega bezt, að þeir geri sér það Ijóst, að sú efnahags stefna, sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir, verður ekki falin með nein- um reykbombum, æsiskrifum eða öðrum undanbrögðum. Áhrif þeirr ar stefnu eru nefnilega slík, að þau dyljast ekki neinum þeim, er tilheyra láglaunafólki eða milli- stétt. Takmark þessarar stefnu er að koma yfirráðum og auðmagni í hendur tiltölulega fárra „sterkra" einstaklin-ga, en slíkt leiðir af sér aukna fátækt og efnalegt ósjálf- stæði alls fjöldans, því að tekjurn- ar, sem þjóðin hefur til skipta, aukast ekki neitt við/ þetta, nema síður sé, þar .sem með þessu er lamað framtak fjölmargra einstaklinga. Áhrif hinnar nýju, ranglátu tekjuskiptingar, sem rik- isstjórnin er að framkvæma með efnahagsstefnu sinni. er þegar farin að segja til sín á þúsundum heimila um land allt og er þegar búin að stöðva fyrirhugaðar fram- kvæmdir margra efnalítilla nianna. Þó er þetta aðeins byrjunin. Ef þessu heldur áfram, mun tími al- mennrar fátæktar hefjast aftur á íslandi meðan fáir einstaklingar safna óhemjulegum auði. Ríkis- stjórnin óttast eðlilega að almenn ingur rísi gegn slíkri öfugþróun og því er reynt að gera allt, sem hægt er, til að draga athygli frá henni. En það mun vissulega ekk: takast. Þjóðin mun ekki leyfa. að (Framh. á bls 15.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.