Tíminn - 19.06.1960, Side 9

Tíminn - 19.06.1960, Side 9
T^MXNN, suajaudagina 19. júnf 1960. i - . >í ■ ■■ / t ""~r I wn? Ae* C&tœa UV77 M r/cwœa ■ Svipmyndir frá 17. ■ / r juni ☆ 17. júní heilsaði Reykvíking um með rigninguardembu en er á leið daginn létti til, ský- flókar greiddust í sundur og sólin tók sinn þátt í hátíða- höldunum. Hátíðahöldin hóf- ust með skrúðgöngum frá þremur stöðum í bænum, voru lúðrar þeyttir og trumbur barð ar, en fánar blöktu í norðan golu. Nýbakaðir stúdentar með hvítar húfur gengu í far arbroddi ásamt skátum. Æska höfuðborgarinnar setti þó mestan svip á daginn, börn- in gengu í þéttum flokkum, prúðbúin, glaðvær og hraust- leg. Þau sungu hástöfum, veif uðu íslenzka fánanum og mörg þeirra höfðu uá lofti litríkar blöðrur. Sjaldan hefur sést annar eins fjöldi barna samankom- inn og á Arnarhóli um eftirmið daginn en þar var margt og mikið til skemmtunar. Lúðra- sveit drengja lé fjörug göngu lög og börnin sungu óspart. Síðan fengu þau að sjá nokk ur atriði úr þremur eftirlætis leikritum sínum, Karde- mömmubænum, Undraglerjun um og Sugga-Sveini. Leikirn- ir vöktu mikla hrifningu hinna ungu áhorfenda og eink um þó söngvarnir úr Karde- mömmubænum og tóku nú börnin undir fullum rómi. Um kvöldið var kvöldvaka á Arnarhóli. Þar komu fram Karlakórinn Fóstbræður, þekktir leikarar og brandar- arnir dreifðust um miðbæinn allan fyrir norðangjóstinum. Ennfremur söng Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari og vakti mikinn fögnuð áheyr- enda. Síðan var dansað á götum bæjarins, Lækjartorgi, Aðal- stræti og Lækjargötu fram eft ir allri nóttu unz þjóðhátíðar gestir tindust heim fótsárir, en heitir eftir dansinn og all ir voru í góðu skapi eftir bjart an og eftirminnilegan þjóðhá- tíðardag. (Ljósm.: TÍMINN, K.M.) Sigríður Thorlacius ritar um Kvennadaginn 19. júní: Leiðin til lífshamingjunnar liggur ekki frá heimilisstörfunum HitS sanna kve'nfrelsi fólgitS í samábyrg'S karla og kvenna um myndun þjóftfélagsins í dag minnast íslenzkar i konur þess, að árið 1915 var þeim veittur kosningaréttur og kjörgengi til jafns við karl; menn. Það var merkur áfangi og rétt og skylt að minnast ' með þakklæti oaráttu margra kvenna — og karla — fyrir því, að konum yrði veitt laga- legt jafnrétti á við karlmenn. Kvenfrelsisaldan reis hátt víða um heim í kringum alda mótin síðustu, nú má víst fullyrða, að það sé aðeins tímaspursmál hvenær öll1 menningarríki viðurkenna það sjálfsagða réttlætismál. íslenzkar konur þurftu ekki að sækja sinn rétt með blóði og þjáningum, eins og sums staðar átti sér stað. Meiri- hluti þeirra karlmanna, sem skipuðu löggjafarsamkomu þjóðarinnar viðurkenndu fús lega jafnréttiskröfur kvenn- anna og nú verður þess von- andi ekki langt að bíða, að fullkomið launajafnrétti karla og kvenna verða hér ríkjandi, svo að konur þurfi ekki að sóa kröftum sínum í þá ein- kennilegu orrustu, að koma fram sem eitthvert minni- hlutaafl I þjóðfélaginu gegn ríkisvaldi og öðrum atvinnu- rekendum. Jöfn aðstaða Einu sinni var ég að spjalla við góðkunningja minn, sem er mikill áróðursmaður gegn vínnautn, og sagði við hann, að mér væri ofstæki í mál- flutningi ógeðfellt, jafnvel þótt góðu málefni væri veitt lið. Þá svaraði hann: stund- um vinnast mál ekki nema með nokkru ofstæki. En alda, sem hátt rís, skolar stundum burtu því, sem verðmætt er, raskar gömlum grunni áður en tími hefur unnizt til að treysta nýjan. Kvenfrelsisbaráttan hefur stefnt að því, að skapa kon- um jafna aðstöðu til mennt- unar og starfa og körlum, — ekki því, að konur eigi um- fram allt að vinna sömu störf og karlar. Þó að sum störf hafi um aldir fyrst og fremst fallið í hlut kvenna og önnur orðið hlutskipti karla, þá er það ekki óumbreytanlegt fyr- irbæri — sumir karlmenn I vilja sitja við sauma, elda mat ! og hjúkra sjúkum — sumar ! konur sóttu hér áður sjó, eru ! nú læknar, lögfræðingar o.s. I frv. En eitt hefur ekki breytzt j — það eru konurnar, sem ala j börnin og þar með hefur nátt úran skipað málum svo, að | karlar og konur geta aldrei ; að öllu leyti haft nákvæm- j lega sömu aðstöðu. Af þeirri ástæðu munu mál í okkar j þjóðfélagi og víðar hafa skip- azt svo, að heirgilisstjórn og heimilisstörf hafa orðið með- al megin verkefna kvenna, og (Framhald á 15. siðu). AXvempau/

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.