Tíminn - 19.06.1960, Page 14
rm
T f MIN N, snttnnSaginn 19. JfiM 1960.
þvl aklptilega fyrlr, sagtSi hún
Mdalega.
— Eg- skal gera mitt bezta.
Hann virtist ekki hafa
heyrt kuldann í rödd hennar
og blfstraöi fjörlega meðan
hann reyndi eftir beztu getu
að koma dótinu fyrir í net-
inu. En ekki kom hann þó
öllu fyrir.
— >ér hafið væntanlega
ekkert á móti, að hafa steik-
arapönnu undir fótunum?
spurði hann glaðlega.
Hún spurði forvitnislega:
— Hvers vegna eruð þér
með óinnpakkaða steikara-
pönnnu? Gátuð þér ekki sett
eitthvað utan um hana?
— Steikarapannan var sið
asta hugdettan mín. Eg varð
að stoppa leigubílinn og
hlaupa inn í búð til að kaupa
hana. Eg hafði ekki einu
sinni tíma til að láta pakka
henni inn, þá hefði ég ef til
vill misst af bílnum. En ég er
feginn ég mundi eftir henni.
— Er panna svona árið-
andi?
— Já, finnst yður það ekki.
Maður verður að borða, ekki
satt? Og til þess að úr því geti
orðið, verður að búa til mat,
og til að búa til mat er steik
arapanna alveg tilvalin. Eg
leigði mér smákofa af græn-
metisætu eða réttara sagt,
hrágrænmetisætu ef svoleiöis
kvikindi eru nú til. Allavega
borðar hann allan mat hráan.
Eg hef staðið i bréfaskrift-
um við hann í nokkra mán-
uði út af kofanum.
— Eruð þér ekki enskur?
— Eg er frá Jamaica, það
er að segja, þar er ég fæddur.
Foreldrar mínir voru enskir.
— Og eruð þér í leyfi hér?
— Já, við getum sagt það.
Eg er í þriggja mánaða fríi.
Er í lögreglunni.
Natalía starði á hann. Aldr
ei hafði hún séð mann, sem
líktist síður að vera pólití en
einmitt hann.
— Og gengur lögreglan á
Jamaica með steikarapönn-
ur og teikniblokkir á sér?
spurði hún.
— Eg Var að enda við að
segja yður að ég væri í leyfi,
sagði hann og hló. Mér þykir
gaman að teikna og mér er
sagt .að það sé fallegt í kring
um Sedhurst.
— Sedhurst?
— Já. Nokkuð athugavert
við það?
— Nei, langt í frá. Eg ætla
á stað sem heitir Glebe House
og mér skilst það sé ekki langt
frá Sedhurst.
— Æítlið þér til Glebe
House?
Aftur leit hún undrandi á
hann. Hún hafði álitið hann
ógn venjulegan mann, sem
hefði gaman af að leika lista
mann. En nú fann hún, aö
hann var enginn galgopi.
Þótt andlitssvipur hans breytt
ist ekki, fann hún, að hann
varð alvarlega hugsi.
Óspurð fór hún að útskýra:
— Já Bernhard Valentine
býr þar, hann er sjúpfaðir
Frins. Þekkið þér hann?
— Ungfrú góð, ég er ger-
samlega ókunnugur á þessum
slóðum. Leyfist mér að spyrja
hver Frin er.
— Bara vinur minn, sagði
hún kuldalega.
Hún tók upp blað og kíkti
í það. Samt gat hún ekki stillt
sig um að gjóta til hans aug-
unum og sá að hann yppti öxl
um, tók fram velkta bók og
sökkti sér niður í hana. Og
skyndilega fannst henni allt
breytt. Hún skildi ekki, hvað
það var sem hafði breytzt.
Það hafði í raun og veru ekki
gerzt nokkur skapaður hlut-
ur. En kannski kveið hún að-
eins fyrir að koma til Glebe
House. Það reið allt á því að
þessar tvær vikur yrðu á-
nægjulegar. Allt.
Hún reyndi að festa hug-
ann við blaðið og þegar hún
hélt sig hafa tekizt það,
staðnæmdist bíllinn með
snöggum rykk. Minnstu mun
aði að árekstur hefði orðið.
Nat hrökk fram og rak höf-
uðið harkalega í sætið fyrir
framan sig og bögglarnir
hrundu hver af öðrum niður
á hana.
— Ó, þetta var leiðinlegt,
tautaði maðurinn. — En ég
aðvaraöi yður. Eg sagði að
það hefði verið betra ég hefði
setið í þessu sæti.
Það var með herkjum að
hún stillti sig um að hreyta
í hann ónotum.
— Veriö ekki að afsaka yð
ur. Þetta gerir ekkert til, en
ég hlýt aö líta kúnstuglega út.
Henni tókst að kría bros
fram á varimar.
Hann hló, og við það reidd
ist hún ennþá meira.
— Já, það er hverju orði
sannara. En nú skal ég reyna
að smala þessu saman.
— Vilduð þér ekki vera svo
elskulegur að setja þetta á
einhvern öruggari stað. Gæt
uð þér ekki haldið á pökkun-
um. Hvers vegna í ósköpun-
um fóruð þér annars ekki með
lest? Þér hefðuð fengið þar
heilan klefa út af fyrir yður.
— Tja, sagði hann og lytti
annarri augabrúninni fagur
lega. — Það vill nú svo til, að
ég er mjög mótfallinn að
ferðast með lest.
— Er það? Hún var áköf.
Það var skrítið. Eg segi nefni
lega alveg það sama. Eg gæti
gert . . . gert hvað sem er ann
að en það.
— Þarna höfum við eitt-
hvað sameiginlegt, sagði hann
og brosti. Það gæti orðið góð
ur grundvöllur að langvar-
andi vináttu. Og fyrst þér ætl
iö að búa á Glebe House og
ég í Sedhurst, þá eigum við
eftir að hittast oft. Auk þess
geðjast mér ljómandi vel að
yður, sagði hann og brosti
stríðnislega.
— Eg . . . ég verð sjálfsagt
ákaflega upptekin . . . byrjaði
hún, en þagnaði fljótt.
— Þér eigið við Frin? Eða
eruð þið trúlofuð?
Hún fann hún roðnaði.
— Nei, við erum ekki trú-
lofuð. Bara vinir eins og ég
sagði.
Hún faldi sig bak við blaðið
og þau ræddu ekki frekar
saman fyrr en vagninn nam
staðar fyrir utan litið veit-
ingahús, þar sem farþegar
gátu fengiö sér hádegisverð.
Hann rétti úr sér og teygði
fram skankana. Hann var
svo leggjalangur að hann
hlaut að fá krampa af því að
sitja svona, hugsaði hún.
— Má ég bjóða yður kaffi-
sopa og smurt brauð? spurði
hann.
Hún sá ekki ástæðu til að
hafna boðinu. Auk þess lang
aði hana að spyrja hann ým
iss. Spyrja hann að ýmsu,
sem hún hafði verið að brjóta
heilan um síðasta hálftím-
ann.
Borð höfðu verið sett á stétt
ina fyrir utan veitingahúsið.
Byggfngin sjálf var gömul og
lágreist.
Brauðið va: gott og kaífið
hlýjaði henni notalega.
— Hvaða bók voruð þér að
lesa? spurði hún.
Hún sá að hálfgerður
skömmustusvipur kom á and
lit hans
— Úrvalssögur um morð og
glæpi.
— Hamingjan góða. Er það
nú lesning.
— Það er nú svo, þar sem
ég er, að við megum þakka
hinum sæla ef við fáum eitt
þjófnaðarmál á mánuði. Þess
vegna verður maður að
hressa sig upp með því að
lesa um glæpi í bókum.
Hann reis upp og gekk í
áttina að bílnum.
Hún reis ófús úr sæti. Það
hafði verið svo friðsælt og á-
nægjulegt að sitja þarna úti.
— Hvers vegna eruð þér á
móti því að ferðast með lest?
spurði hún loks. Hafið þér
lent í járnbrautarslysi?
— Nei, ekki ég, sagði hann
og bætti síðar við: — faðir
minn aftur á móti.
— Ó, meiddist hann mikið?
— Hann dó, svaraði hann
stuttlega.
Sólargeislarnir voru ekki
'engur eins hlýir og áður og
Natalía fann að hrollur fór
um hana. Aftur sá hún fyrir
sér atburðinn . . . manninn,
sem beygði sig niður að hin-
um særða . . . reiddi járn-
stöngina til höggs . • .
— Hvað er að yöur? spurði
hann. Þér skjálfið á beinun
um.
— Geri ég þaö? Eg . . . ég
var að hugsa um dálítið. Eg
lenti í járnbrautarslysi fyrir
þremur árum. Það var ekki .
. . . ekki beint ánægjulegt.
— Slösuöust þér?
— Eg fékk heilahristing . . .
það er að segja • . . æ, við skul
um tala um annað.
4. kafli
Hún kom auga á Frin, áður
en bifreiðin nam staðar. Hann
stóð á gangstéttinni, klædd-
ur gráum buxum og sport-
skyrtu, sem var fráflakandi
í hálsinn. En samt var hann
snyrtilegur og velklæddur.
Hún gat ekki varizt að bera
hann saman við ferða félaga
sinn. Hún sneri' sér að honum.
— Jæja, verið þér sælir.
Gaman að hitta yður.
—Já, það hefur verið gam
an, svaraði hann og brosti
nú ekki. En það verður enn-
þá skemmtilegra að hitta yð
ur aftur. Hvernig komizt þér
til Sedhurst?
— Vinur minn tekur á móti
mér. Hann er með bíl.
— Eg kalla yður heppna.
Mér er sagt það sé harla erf
itt að ná í bíla hér um slóðir
. . . . Já verið þér nú sælar.
Nafnið er Jones CLark Jones,
það er auövelt að muna. Og
yðar?
— Natalía Grey. Eg . . .
En hún gleymdi alveg hvað
hún ætlaði að segja, því nú
birtist Frin í dyrunum og
kallaði:
— Natalía!
— Leyfið farþegunum að
komast út, sagði bifreiðastjór
inn vingjarnlega, en ákveðinn
og gat ekki leynt brosi' vegna
ákafans í Frin.
Natalía og Frin stoðu
á gangstéttinni og hann greip
báðar hendur hennar í sínar.
— Eg trúði ekki þú myndir
koma, fyrr en ég sá þig sitja
í vagninum, sagöi hann og hló.
— En þú vissir ég myndi
kottia.
— Sumt er of gott til að
vera satt sagði hann og stakk
r * ‘
r ‘
! Hættulegt lennifer Ames |
; sumarleyfi 4
Swwwwwwimwwwwwwwwwwwwwwwwwwwi I
EIRÍKUR
Töfra-
sverðið
158
Eiríkur ihafði gengið yfir hinar
endalausu steppur í mörg dægur,
er hann kemur skyndilega auga
á hóp reiðmanna og leitar skjóls
bak við runna. Brátt þekkir hann
hina djúpu bassarödd Halfra? og
hleypur fram.... og augnabliki
siðar leggur Erwin handleggina
um hálsinn á honum. Sjálfur
hinn harðsoðni Ormur verður að
þurrka tárin úr augnakrókunum.
Þeir segja hvor öðrum hvernig
Erwin frelsaði þá. Þeir brutu alla
mótspyrnu á bak aftur og tóku
hl-uta fanganna, sem nú eru í
gæzlu af Kohorr. Sjálfir leggja
þeir á leið til Bor Khan eftir liðs-
auka.
Þreyta Eiríks er horfin, augu
hans geisla. Fyrst verðum við að
ríða til búða Tsacha og rannsaka
hvað seinkaði árás hans á Bor
Khn, segir hann.