Tíminn - 01.07.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.07.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn 1. júU 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdast.ióri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarmsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. --------------ERLENT YFIRLIT Góðir gestir Um þessar mundir eru staddir hér allmargir fulltrú- arsamvinnusamtakanna á Norðurlöndum í tiiefni af því, að aðalfundur norræna samvinnusambandsins (Nordisk Andelsforbund) er haldinn hér á landi að þessu sinni. Það er ekkert efamái. að Norðurlönd eru nú í fremstu röð þeirra landa, þar sem stiórnarhættir þykja farsælastir, lífskjör almennings bezt og stéttamunur minnstur. Víða um heim er það haft að orði að Norð- urlönd séu lönd hins gullna meðaJ.vegar. Með því er átt við það, að þar hafi tekizt betur en annars staðar að þræða meðalveginn milli öfga stórkapítalismans og kommúnismans og fylgja þannig hinum farsæla meðal- vegi, er tryggir bezt heilbrigða stjórnarhætti og góð lífs- kjÖr almennings. Árlega koma líka hundruð manna frá hinum ungu ríkjum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku í þeim erindum til Norðurlanda að kynnast stjórnarháttum og félagslegu starfi þar. Oft er það alveg sérstakt erindi þessara manna að kynna sér starfsemi samvinnufélaganna á Norðurlönd- nm og þeim árangri, sem þau hafa náð. í langflestum hinna nýju ríkja er nefnilega treyst meira og minna á starfsaðferðir samvinnunnar við uppbyggingu ✓atvinnu- veganna, einkum þó landbúnaðarins Því er leitað til Norðurlanda og þeirra fyrirmynda, sem blasa við þar. Ef nefna ætti eitthvað tvennt, sem framar öðru hefur stuðlað að hinni farsælu og heilbrigðu þróun á Norðurlöndum, er svarið víssulega auðvelt. Það eru sam- vinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin, sem eiga meiri þátt í þessari þróun en nokkuð annað. Þessar tvær hreyf- ingar hafa náð meira vexti og viðgangi á Norðurlöndum en í flestum eða öllum löndum öðrum og starf þeirra og áhrif hafa mótað þar framþróun félagsmála og at- vinnumála framar öllu öðru Fyrir íslenzka samvinnumenn er það vissulega mikil ánægja að fá heimsókn margra ágætra samvinnufröm- uða frá Norðurlöndum. Það rifjar upp, hve mikill árang- ur hefur náðst af samvinnustarfinu í þessum löndum og er þannig til uppörvunar og hvatningar. Það gefur jafn- framt vonir um vaxandi samstarf norrænna samvinnu- manna, sem á að geta orðið íslenzku samvinnuhreyfing- unni til lærdóms og styrktar. Og cú er einlæg ósk ís- lenzkra samvinnumanna að norræn samvinnuhreyfing eflist svo og styrkist að hún geti haidið áfram að bera hróður Norðurlanda út um heiminn, eins og hún hefur vissulega gert til þessa dags. Hver er tilgangurinn? Mbl. og Vísir reyna að halda því fram, að stjórnar- andstæðingar vilji verkföl! Þetta er þó andstætt öllum staðreyndum, þar sem sfjórnarands*c>ðan hefur þvert á móti hvatf til þess, eins og t.d. kom fram í Timanum ný- lega, að ríkisstjórninni vrði gefið nægilegt ráðrúm til að brevfa stefnu sinni áður en gr<oið væri til örþrifa- ráða. Með því mætti forðast verkföllin Hvers vegna eru þá íhaldsblöðin að halda uppi þess- um ósanna áróðri? Er bað kannske ætlun stjórnarinnar að breyta ekki neitt um stefnu, láta heldur koma til verkfalla og kenna öðrum um? Vonandi hugsar ríkisstjórnin ráð sitt betur áður en hún grípur til svo óheiliavænlegra vinnubragða. Hafa friðarhorfurnar versnað? ÁstandiS viríiisf enn svipaS og þaS var íyrir fund ætSstu manna Vélskólanum í Reykjavík var, sagt upp laugardaginn 21 maí við j athöfn er fram fór í hátíðasal | i Sjómannaskolans. i í skólaslitaræðu sinni ræddi' skólastjórinn Gunnar Bjarnason, | skólasfarfið s.l. vetur Kvað hann ta.sverða bót hafa orðið að því,! að hægt var að nota nýja véla-j salinn nú í vetur, þó ekki hafi það i verið nema að nokkru ley.ti. enda | langt frá bvi að hann sé enn I kominn í sæmilegt horf Harmaði skólastjórinn mjög, að ekkert fé fengist tli að ganga frá néinu til fullnustu, oe sagð' að það milli- bilsástand, sem nú hefur ríkt í nokkur ár. torveldaði ákaflega rilt kennslustarfið Taldi hann að T.tils samræmis gætp milli þeirra milljónaverðmæta, sem eru í hönd uff’ vélstjóranna. bæði á sjó og í landi, og beírra upphæða, sem fjárveitinga'aldið telur sig geta af höndum innt til að mennta þessa menn og búa þá undir störf AÐ SJALFSÖGÐU hefur verið mjög rætt um það eftir hinn misheppnaða fund æðstu manna, sem kom saman í París fyrir 1% mánuði síðan, hvort friðarhorfur séu lakari eftir fundinn en fyrir hann. Yfirleitt virðist það dómur þeirra, sem hezt þekkja til og líta raunsæast á málin, að það hefði ekki breytt neinu veru- legu, þótt fundurinn færi á þann veg, sem raun varð á. Þetta álit virðist einkum byggj- ast á því, að fundurinn hefði hvort eð er aldrei orkað neinu verulegu, þótt hann hefði farið friðsamlega fram. Hvorugur aðilanna hafi verið undir það búinn að gera þær gagnkvæmu tilslakanir, er hefði verið væn- legar til teljandi áranguns. Málin hefðu því eftir sem áður staðið í stað, eins og þau gera nú. Að dómi þessara manna hefðu vonbrigðin orðið litlu minni, jafnvel meiri, ef fundur- inn hefði endað árangurslaust eftir miklar umræður, er hefðu farið •fram með friðsamlegum hætti. Það hefði einnig getað hert áróðursstríðið engu síður en þau endalok, sem urðu á f .dinum vegna framkomu Krustjoffs. Frá sjónarmiði þessara manna skiptir það me:tu, að eftir fundinn hefur ekkert það gerzt, er hefur gert ástan^ið. verra, heldur virðást málin nú standa í svipuðum skorðum og fyrir fundinn. Friðarhorfur hafa því haldizt óbreyttar, en það hins vegar orðið Ijósara, að litlar horfur eru á því, að áróð ursbaráttunni milli austurs og vesturs linni, heldur getur hún átt eftir að harðna, þótt friður haldist. MEÐAL ÞEIRRA, sem ný- lega hafa látið heyra til sín um þessi mál, er Jens Otto Krag, utanríkisráðherra Dana. Hann birti fyrir nokkru grein í Poli- tiken, þar sem hann víkur að horfum í aliþjóðamálum í greinarlokin. Efnislega er nið- urstaða hans þessi: — Það er spurt, hvort hinn misheppnaði fundur æðstu manna hafi breytt nokkru veru legu í sambúð þjóða á milli. Flestir svara þessari spurningu neitandi. í því sambandi vísa menn til þeirrar yfirlýsingar Krustjoffs í Berlín 20. maí, að - ■ Þótt Eisenhower hafi oröið fyrir verulegum vonbrigðum að undan förnu. lýsir hann því hiklaust yfir, a3 sú stefna hans sé óbreytt að halda öllum dyrum til sam- komalags . opnum. jafnhliða því, sérrt nægilegrar varúðar sé gætt. Rússar munu ekki gera neinar einhliða ráðstafanir varðandi Berlínarmálið fyrr en eftir nýja tilraun til samninga við vestur- veldin. Af þessu ætti að mega draga þá ályktun, að Berlín- armálið sé sett í eins konar fry.stingu í 6—8 mánuði. Þó má ekki horfa fram hjá því, að Rússar geta tekið málið upp hvenær sem þeim býður svo við aö horfa. Ennfremur er bent á það, að stjórn Sovétríkj- anna hefur lagt fram nýjar til- lögur í afvopnunarmálunum. Þótt þær séu óaðgengilegar og myndu breyta hernaðarstyrk- leikanum Rússum í vil, ef þeim yrói framfylgt, er margt í þeim til bóta frá þelm tillögum, sem Rússar hafa áður lagt fram, og ættu þær því, ásamt tillögum vesturveldanna, að geta orðið viðræðugrundvöllur. Hitt er hins vegar mjög vafasamt, að i;v upnunarviðræðurnar í Genf beri nokkurn árangur (Þær fóru út um þúfur nokkru eftir að grein Krags var birt). Meiri líkur eru til þess, að Rússar vilji fresta endanlegum viðræð- um um þessi mál þangað til á nýjum fundi æðstu manna, en Rússar gera sér bersýnilega von um að slíkur fundur geti orðið eftir að forsetakjörið í Bandaríkjunum er um garð gengið. Ef til vill var framkoma Krustjoffs á Parísarfundinum sprottin af því, að hann var að leita eftir átyllu til að hleypa up fundinum, sem hann þótt- ist sjá fyrirfram, að yrði árang urslaus, en hann efcki kært sig um að það kæmi í ljós, þar sem það hefði getað valdið honum erfiðleiikum heima fyrir og hert Berlmardeiluna. En hvort sem þessi skýring er rétt eða ekki, er það þó augljóst, að næsti fundur æðstu manna þarf að vera betur undirbúinn og helzt einhver árangur að verða tryggð ur fyrirfram. — Grein sinni lýkur Krag með því að segja, að óraunhæft sé að búast fljótlega við næsta fundi æðstu manna, og sama þörf sé nú ,sem fyrr fyrir góða samstöðu vestrænna þjóða. SEGJA MÁ, að flestir þeirra, sem hafa góða þekkingu og raunsæi til að bera líkt og Krag utanríkisráðherra, riti og ræði um þessi mál á svipaðan hátt og hér að framan. Þeir telja, að lítið eða ekkert hafi breytzt raunverulega við það, að fundur æðstu mann fór út um þúfur. Friðarhorfurnar hafi að sjálfsögðu ekki batnað, en heldur ekki versnað. Málin séu í sama þófinu og þau voru fyrir fundinn. Áróðursstyrjöldin hafi harðnað nokkuð, en eftir sem áður sé þó rétt að reyna að halda öllum dyrum opnum til samkomulags, jafnframt því og gætt sé eðlilegrar varúðar. Ástandið er þannig í höfuð atriðum hið sama og það var fyrir fundinn. Flest bendir til, að það muni haldast þannig næstu mánuðina eða þangað til nýr maður hefur tekið við f■;, ustu Bandaríkjanna. M’kið velti þess vegna á því, að næsti forseti Bandaríkjanna reynist hinum mikla vanda vaxinn, er kemur til að hvíla á herðum hans sem áhrifamesta leiðtoga hins vestræna heims. Þ. Þ. Vélskólanum í Rvík slitið þeirra, sem þar að auki eru beint eða óbeint i sambandi við aðal- framleiðslu- þjóðarinnar Fallizt hefur verið á að ráða 1 ^ fastan kennara í vélfræð. að skól- \ armm i haust Er bá hugmyndin stí auka verklegu kennsluna, svo hún verði helmingi meiri næsta vctur heldur en hún hefur verið. Við skólann störfuðu í vetur 18 hennarar auk skólastjóra og þakk- að’ skólastjóri þeim ánægjulegt samstarf. Nemendur skólans vom í haust 131 Vélstiorar og vélstjóraefni voru 123, en rafvirkjar 8. í 1. bekk voru 40 (2 bekkjardeildir), í 2 bekk 42 (2 bekkir), í raf- magnsdeild vélstjóra 41 (2 bekk- irV og 8 í eldri deild rafvirkja. Yngri deild rafvirkja starfaði ekki vegna ónógrar aðsóknar í huust. 2 nemendur í 1. bekk hættu Við nám og 3 létust, eins og áður hefur verið sagt. Undir próf gengu alls 88 nem- endur og stóðust það 34 vélstjór- ar í rafmagnsdeild, 39 vélstjórar og 8 rafv.rkjar. Ágætiseinkunn hlutu Óskar Pétursson, vélstjóri r-fmagnsdsild, 7,07 rafvirkjarnir Haukur Arinbjarnarson 7,36 og Iigimar Karlsson 7,31. Átta vél- stjórar hlucu ágætiseinkunn, þeir Guðlaugur Ketilsson 7,54. Svavar Sveinsson 7,44, Jón Sigurðsson 7 32, Jón Vilhelmsson 7,13, Krist- mann Gunnarsson 7,13, Brynjólf- ur Guðmundsson 7,10, Sveinn Sig- urðsson 7,04 og Gunnar Guttorms- son 7,00. Hæstu emkunn í eimvélafræði hlaut Svavar Sveinsson 38% (af (Framhald á 11 siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.