Tíminn - 01.07.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.07.1960, Blaðsíða 11
TfMINN, föstudaginn 1. júlí 1960. 11 Nu skundum við á skátamót Hér er mynd af þeim Guðmundi (t. v.) og Magnúsi. Á miðvikudaginn var undirritaður á ferð eftir Snorrabrautinni á fimmta tímanum og sá þá hóp skáta fyrir utan Skátaheim ilið. Án þess að hugsa mig tvisvar um nam ég staðar til að forvitnast hvað væri á seyði. Jú, þarna voru strákarnir að leggja af stað á skátamót sem Akra- nesskátar halda í Botnsdal í Hvalfirði. Magnús Stephensen, fylk ir félagsins verður fyrstur á vegi minum og hann sagði: Eins og þú sér&, er- um v\ð að leggja af stað upp í Hvalfjörð á skátamót- ið, sem er að hefjast þar og mun standa fram á sunnudagskvöld. — Hvað fara margir drengjaskátar á mótið héð an úr bænum, Magnús? — Vig verðum um fjöru- tíu, og klukkan þrjú í dag fóru um fjörutíu kvenskát ar. — Hveð heldur þú að margt verði á mótinu? — Eg reikna með að það verði um 500 alls, fyrir ut- an gestina á laugardag og sunnudag. Á síðasta móti, sem Akurnesingar héldu i Botnsdal, 1957 voru um 500 skátar. — Eru þetta skátar frá öllu landinu, sem mætast þarna? — Nei, ekki er hægt að segja það, þeir eru flestir af Suð-Vesturlandi. Þessa dagana stendur einnig yf- ir skátamót í Vatnsdal og þangað fara skátar af Norður- og Austurlandl. Margt verður til gamans gert — Þetta verður fjölbreitt mót, eins og vanalega þar sem þið skátarnir eruð á ferö. Upp með pokann piltar. — Já, það hefur verið vandað til mótsihs og t. d. verður farið I gönguferðir á fjöllin i kring, Botnssúl- ur, Hvalfell og Þyril. Þá verða æfingar, leikir, keppn ir og varðeldar á kvöldin. Um helgina verður hóp- sýning fyrir gesti mótsins. Þá verður margt fleira sér til gamans gert." — Fleiri mót? — 1962 verður mikið merkis ár, þá á skátahreyf ingin hér á landi 50 ára afmæli og þá verða mót og annað allt árið. Stærsta mótið verður líklega á Þingvöllum og reiknað verð ur með 1500 skátum, bæði innlendum og erlendum. Jæja, ég verð víst að kveðja þig og hjálpa strák unum að raða á bílinn. Ætlar þú að taka myndir á mótinu? Strákamir gengu rösk- lega fram í að raða á bíl- inn bakpokum, tjöldum, svefnpokum, matarföngum fánum og mörgu fleira, sem ekki mátti gleymast heima. Einn þeirra yngri sneri sér að fréttamanni og spurði: Ætlar þú að taka myndir á mótinu? — Nei, ég ætla bara að taka mynd af þér. — Hvernig ferðu að því, þegar ég verð upp i Botns tdal en þú hér? — Það er engihn vandi, sagði ég og dró myndavél- ina fram undan jakkanum, — ég tek myndina bara strax. — Þú ert skrítinn, sagði strákur og skauzt upp í bíl inn áður en ég gat smellt af og Uklega verö ég að fara upp í Botnsdal til að ná myndinni. í þessu bar að Guðmund Ástráðsson, fararstjóra strákanna: — Þú getur sagt að þetta verði gott mót og vonandi fáum við gott veður. Tjaldað á grasbölum umluktum kjarrgróðri Eins og menn -vita, er Botnsdalur rómáður fyrir fegurð. Þar rísa há og falleg fjöll, þar er einhver hæðsti foss á landinu, Glymur, og þar ætla skát- arnir að reisa sín litlu tjöld á litlum grasbölum umlukt um kjarrgróðri. Bílinn er tilbúinn og strákarnir komnir inn. Guðmundur og Magnús reka lestina. Þeir veifa um leið og bíllinn ek ur úr hlaði og hefja upp rausn sína og syngja: Nú skundum við á skáta- mót....... jhm. Deilan um fiskverðið (Framhald af 7. síðu). fagmönnum, og kostuðu flest ir nákvæmlega það sama og sambærilegir bátar annarra þjóð. Þá má nefna, að bába- viðgerðir eru e. t. v. sá ís- lenzkur iðnaður, sem bezt hefur þróast, sem ekki er óeðlilegt og bátarnir, sem ekki .eru staðbundnir, geta kom- 'ist til viðgerða þangað sem heppilegast er. Mjög miklu máli skiptir sú staðreynd, að íslenzkir sjómenn vinna í ,eins konar ákvæðisvinnu (hlutaskiptin), enda þola þeirra vinnubrögð allan sam anburð með tilliti til afkasta. Aflamagn í smálest I bát eða á sjómann, hvernig sem á er -ifcið, er feiknalega mikið hér, miðað við það, sem gerizt 1 víðast hvar annars sitaðar, og er það kannske ein höfuð ástæðan fyrir því, ð útgerðar ;menn og sjómenn geta tekið j á sig, í lægra fiskverða, hluta af þeim erfiðleikum, sem frystihúsin eiga við að stríða, og annars myndi gera þau al gjörlega ósamkeppnisfær á öllum mörkuðum. Eg hefi ekki átt þess kost j að styðja þessa röksemdar- j færslu með tölum. En það skiptir heldur ekki höfuð- máli, því að hver þeirra þátba, sem raktir hafa verið. eru jsvo afstæöir, að mjög ákveð- l inn tölulegur samanburður l er hæpinn, nema eftir mjög Inákvæma athugun. Hér mætti þó að lokum geta þess að í Grænlandi, þar sem aðstæður eru reyndar ennþá erfiðari en hjá okkur, er fiskverðið aðeihs þriðj- ungur af því, sem það er í Esbjerg, og þó er öll fiskverk un rekin þar með tapi, samkv. upplýsingum í Börsen 10. júni 1960. I Eg geri ekki ráð fyrir því, að menn verði mér sammála um hlutfallslega þýðingu þeirra atriða 1 málinu, sem hér hafa verið drepið á, enda hefur ekki vakað fyrir mér, að sanna eitt eða neitt með þessu spjalli. Markmið grein- I arinnar er í rauninni það eitt, ; að sýna fram á, að fiskverðs ; málið er ekki einfalt, og verð ur ekki rætt í fullri einlægni 'og af skynsemi nema menn leitist við að gera sér fulla grein fyrir þeim atriðum sem ég hefi rakið, og kannski mörgu fleiru, sem mér hefur sézt yfir. \algarð J. Ólafsson. Vélskólinn (Framhald af 5. sfðu). 40 mögulegum), en hæstu einkunn í mótorfræði, Guðlaugur Ketils- son 100 stig (af 104 mögulegum). Er skólastjóri hafði afhent skír- teíni, afhenti hann bókaverðlaun þeim Óskari Péturssyni úr raf- magnsdeild vélstjóra, Hauk Arin- bjarnarsyni úr rafmagnsdeild raf- virkja og Guðlaugi Ketilssyni og Svavari Sveinssyni úr vélstjóra- tíeild. 500 bílar til sölu á sama staS. — Skipti og hagkvæmir greiðsluskilmálar alltaf fyr- ir hendi BÍLAMIÐSTÖÐIN VAGN Amtmannsstíg 2C Símar 16289 og 23757. Bifreiðasalan Sala er örugg hjá okkur. Símar 19092 og 18966 Ingólfsstræti 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.