Tíminn - 01.07.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.07.1960, Blaðsíða 14
14 I i I TÍMINN, föstudaghm 1. júlí 1960. minn fórst i jámbrautarslysi. — Jd, stamaði Natalía og fölnaði. Hr. Valentine sagði vin- gjamlega: — Ungfrú Grey hefur eiíin ig lent í járnbrautarslysi svo að ég held umræðuefnið komi óþægilega við hana. Leyfið mér enn á ný hr. Jones að taka fram, hversu hryggur ég varð, þegar ég frétti um lát föður yðar. Því miður var ég í Skotlandi, þegar . . . slys ið . . . vildi til, en mér tókst að flýta erindum mínum, svo ég gat verið viðstaddur jarð arförina. — Eg gat þvi miður ekki komið þá, sagði Clark. En mér þykir vænt um að einhver sem hafði áhuga fyrir honum gat verið viðstaddur jarðar- förina. Þetta voru undarleg orð, hugsaði Natalía, raunar var samtalið allt heldur undar- legt . . . og ógnandi. Hún fann, að eitthvað bjó undir og það var margt, sem hana langaði til að spyrja Clark um og hún var óróleg, það sem eftir var samkvæmisins. Þau kvöddust án þess hún fengi tækifæri til að spjalla við hann í einrúmi. Hún ók heimleiðis ásamt Frin og hr. Valentine. — Þetta var reglulega skemmtilegt, sagði hr. Valen tine. Eg ætti að fara oftar í svona samkvæmi. — Eg hef oft reynt að fá þig með, sagði Frin. — Eg veit það drengur minn, en nú hef ég sérstaka ástæðu — okkar töfrandi gest. Hann brosti til Nata- líu. Frin rak upp hvellan hlátur. — O, ég fer að halda að þú ætlir að fara að leika Don Juan á þínum efri árum. — En ég er nú enginn öld- ungur, sagði hr. Valentáne stuttlega. Og fyrst þú hefur hendurnar fullar eins og stendur, Frin . . . Hann þagn aði og glotti. — Hvað áttu eiginlega við? spurði Frin, en Natalía sá að hann roðnaði. — Eg var bara að hugsa um ð ég gæti orðið þér að liði, svaraði hr. Valentine ró lega og sneri sér að^ Natalíu: Hafið þér nokkuð á móti því að ég sé yðar herra, þegar Frin er upptekinn annars stað ar, Natalía? Hún hafði mesta löngun til að hrópa: — Já ég er sannar lega á móti því, ég gæti það ekki — ekki afborið það. En hún beit á vör sér og þagði. — Eg verð ekki upptekinn annars staðar, sagði Frin stuttlega. Svo bætti hann við fljótmæltur: — Einkennileg tilviljun að þú skyldir þekkja föður þessa uppskafnings frá Jamaica, Val. — Það er tilviljun, vita- skuld. En lögfræðingar þekkja svo marga, drengur minn. — Tapaði maðurinn öllum peningunum sínum? spurði Frin. — Já, því miður. Eins og ég sagði, þá hafði hann ekki fuglsvit á fjármálum. Eg gat náttúrlega ekki tekið fram fyrir hendurnar á honum, ég gat bara ráðlagt honum, það sem ég sá að var hyggilegast, en hann var ráðríkur og vildi var erfitt að vera trú þeim báðum. Hún elskaði Frin, en henni þótti afar vænt um vin konu sína. Rödd hans var hörkuleg: — Nú, nú, geturðu ekki á- kveðið þig. Hún fann skyndilega til svima. Hún bjóst við að það væri þessi stöðuga taugaá- reynzla, sem hefði slík áhrif á hana. — Fyrirgefðu Frin, en mér líður ekki vel. Eg held ég fari upp og leggi mig smá- stund. Hún hraðaði sér upp stigann. Það var svalandi að leggj ast í rúmið. Hugsanir henn- ar voru á þeytingi og hún var — Hér er ég, Frin hrópaði hún móð og másandi. Hann kom til hennar. — Gott. Við verðum ekki teljandi og sein. Auk þess byrjar aldrei stundvíslega hjá Celíu. Við verðum bara tvö í bílnum, sagði hann — Val ætlar að vera heima. 9. kafli. Natalía kom auga á Clark um leið og hún gekk inn í smekklega dagstofuna hjá Celíu. Hann var klæddur ljós um fötum og hann leit hreint ekki sem verst út. Natalía fann alltaf betur og betur að henni var óhætt að treysta elinu. Frin hlu/staði á samtalið og brosti viðurkennandi til hennar. — Það er áreiðanlega alveg fullt þar, sagði hann. — Já, ég get vel ímyndað mér það, samsinnti Celía hugsandi. Svo bætti hún við: — En mér finnst leiðinlegt ef hún getur ekki komið. Eg hef lengi dáðst að henni sem tízkuteiknara og ég vildi svo gjarna hitta hana. Haldið þér hún myndi kæra sig um að búa hjá okkur? Við höf- um meira en nóg pláss og mig langar svo afskaplega til að fá tækifæri til að kynnast henni. — Þetta er mjög fallega boð ekki fara eftir því, sem ég sagði. — En það er undarleg til- viljun, að sonurinn skuli stinga upp kollinum hér, sagði Frin hugsandi, — þvi að Sedhurst er nú heldur lít ið freistandi ef maður þekk ir engan. — Hann sagðist koma til að mála, skaut Natalía inn í. — Trúlr þú því? spurði Frin háðslega. Hún trúði því ekki. Hún vissi fyrir víst, að Clark hafði ekki komið hingað til að mála. Strax og' hún hitti hann aftur ætlaði hún að spyrja hann ýmissa spum- inga. Og þá fengi hún að vita vissu sina. — Þau snæddu miðdegis- verð, þegar þau komu heim og síðan stakk hr. Valentine upp á, að þau hvíldu sig, fyrst þau ætluðu út aftur um kvöldið. Þegar Natalía var á leið- inni upp stigann, stöðvaði Frin hana. — Hefurðu gert eitthvað í þessu með Clem? — Nei, ekki ennþá. — Það er áreiðanlega þýð ingalaust að spyrjast fyrir um laus herbergi á gistihús- inu. Eg er viss um að þar er allt upptekið. Það var mjög sennilegt. Kannski átti hún að fara eft ir vilja Frins og hætta við að athusa málið frá öllum hlið um. En Clem hafði of reynzt henni vel. Einu sinni, þegar Natalía hafði orðið veik, hafði Clem vakað yfir henni ' mnrg^r nætur og hlúð að henni eins og hún hafði bezt getað. — Þú getur bara sent skeyti og sagt að það sé ekkert laust herbergi, sagði Frin. — Hún svaraði ekki. Það Hættulegt sumarleyfi Jennifer Ames fegin að það var enn langt þar til hún þurfti að fara að klæða sig í kvöldsamkvæmið hjá Celíu. Hugur hennar hvarflaði til Cark Jones, og ósjí.frátt bar hún hann sam an við Frin. Hann var ekki nærri eins gæsilegur og Frin. Clark var alltof grannur og hann var eilítið skakkmynnt ur, þegar hann brosti. En hann hafði falleg augu. Þau voru vingjamleg og glaðleg . . en oft alvarleg, stundum ógn- andi. Natalía fann að henni var óhætt að treysta þessum manni . . . henni þótti vænt um að hann var nálægt. Hún hlaut að hafa sofnað og hún vaknaði ekki fyrr en barið var harkalega að dyr- um. — Hver er það? — Það er ég, Frin. Ertu til- búin Nat? — Tilbúin? — Viltu kannski heldur vera heima. — Nei, nei. Eg er alveg að verða tilbúin. Kem eftir 5 mínútur . . . Hún flýtti sér eins og hún gat og hraðaði sér síðan nið ur í setustofuna. þessum manni og létti alltaf jafnmikið, þegar hún minnt ist þess. Hún varð að fá að tala við hann í kvöld. Ótal spurningar brunnu á tungu hennar og hún gat ekki beðið lengur að fá svör við þeim. í borðstofunni hafði verið komið fyrir mörgum smáborð um. Fólk fékk sér á bakka af langborðinu og dreifði sér sið an um stofuna. Áður en Natalía vissi af upp götvaði hún, að Clark hafði setzt hjá henni. Frin og Meg sátu rétt hjá. í gærkvöldi hafði hún orð ið gröm, þegar hún sá þau tvö sitja hlið við hlið, en nú fann hún næstum til léttis. Það var svo margt sem hún var að hugsa um, og margt af því var mun merkilegra en Meg . . . F:ú Celía Rockavay kom til þeirra. — Hafið þér nokkuð heyrt frá vinstúlku yðar, Clemen- tine Marvin? Getur hún kom ið? — Eg fékk skeyti frá henni í morgun og hún sagðist geta komið, en . . . mér hefur skil ist að allt sé upptekið á hót- 13. ið, frú Rockavay, sagði Nata lía. — í hamingjunnar bænum kallið þér mig bara Celíu, gðða mín. — En verður þetta ekki svo mikil fyrirhöfn fyrir yður, stundi Natalía vandræðalega. Hún stamaði og leið ónota- lega, því hún fann að Frin horfði reiðilega á hana. — Eg held nú síður. Þá væri ég ekki að bjóða henni. Viljið þér gefa mér heimilis fangið hennar á eftir, Nata- lía? — Eg þakka yður kærlega fyrir, tautaði Natalía. Hún vogaði sér ekki að líta á Frin. Henni fannst hún hálfpartinn hafa svikið hann en hvað gat hún gert? Það yrði skemmtilegt að búa hjá Rockavay hjónunum. Auk þess myndi henni sjálfri þykja gott að vita af Clem í nágrenninu. Clem var svo ró leg og úrræðagóð. Celía var myndarleg hús- móðir og samtalið á meðan á óþvingað og glaðlegt. En Nat var þögul. Hún sat bara og beið að tækifæri gæfisV til að spyrja Clark spjörunum úr. Töfra- sverðið 165 % ' Svitjod hleypur fram fyrir Winonah með brugðið sverð. Vík- ingana skortir ekki kjark né áræði en þeir falla sem flugur fyrir högg um Tsacha og Svitjod skilur hvers vegna. í hverju höggi fellir Tsacha mann, enginn getur staðizt árásir hans. — Flýjum, hrópar Svitjod. — Leitið skjóls. Enginn getur staðizt töfrasverðið. Notið boga ykkar, — Áfram. hvæsir Tsacha sigri hrósandi. — Sigurinn er okkar. En stríðsmenn hans þegja. Þeir vita að þeir eru í hættu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.