Tíminn - 01.07.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.07.1960, Blaðsíða 1
143,- tWr — 44. árgangur. Föstudagur 1: júlí 1960. Aðalfundur norrænu samvinnufélaganna í Reykjavík í gær: 42 fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum fjdrúm Aðalfundur sambands sam- A’innuféla.<janna á Norðurlönd um, Nordisk Andelsforbund og Nordisk Andels-Export, var baldinn í Reykjavík í gærdag. Fundir þessir eru haldnir til skiptis í hinum ýmsu Norður- íöndum. Árið 1955 var fund- urinn síðast haldinn hér á landi, en á næsta ári verður hann haldinn í Noregi. Fundinn sóttu að þessu sinni 42 fulltrúar frá Svíþjóð, Dan- nörku, Noregi og Finnlandi auk forystumanna íslenzku samvinnu- samtakanna. Stjórn samtakanna skipa nú Sví- arnir Carl Albert Anderson, for- maður, Harry Hjalmarsson og Carl I.indskog, Finnarnir Uuno Takki og Paavo Viding, Norðmaðurinn Rolf Semmingsén, Danirnir Poul Nyboe Andersen og Ebbe Gx’oes' eg Erlendur Einarsson, forstjóri S.Í.S. Framkvæmdastjóri er Daninn Mogens Efholm, en aðalskrifstofu hefur sambandið í Kaupmanna- l'.öfn. Auk þess hefur það skrif- Framihald á 3. síðu. Kartöfluleysi yfirvofandi Fljúga tvær prinsessur með Flugfél. íslands? Tvær prinsessur, þær Kristín Svíaprinsessa og Bene- dikta Danaprinsessa hafa pantað far með einni af flug- vélum Flugfélags íslands frá Kaupmannahöfn til Glasg- ow í Skotlandi, þann 12. júlí næst komandi. Ekki er blaðinu kunnugt um á hvaða ferð prinsessurnar eru, en þetta er að srálfsögðu mikill virðingarauki fyrir Flug- félagið, og verður vafalaust víða eftir þessu tekið. Með Drangajökli sem fórst í Pentlandsfirði á þriðjudags- kvöld fóru í sjóinn 350 lestir af nýjum belgískum kartöfl- um. Drangajökull átti að koma tii landsins í dag, og hefðu þá verið fyrir hendi kartöflu- birgðir fyrir allt landið til þriggja vikna. Nú er kartöfluleysi hins vegar fyrirsjáanlegt, birgðir Grænmetissölu landbúnaðar- ins eru þegar þrotnar og kart öflur munu vera á þrotum í verzlunum. — Blaðið sneri sér þess vegna til Jóhanns Jónassonar forstjóra og spurð (Framh. á 15. síðu.) Þessi mynd var tekin á aðalfundi sambands samvinnufélaganna í Reykjavík í gær. Talið frá vinstri: Mogens Ef- holin, Erlendur Einarsson, Carl Albert Anderson og Ebbe Groes. Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, heilsar Carj Aibert Andersen við komu hans til Reykjavíkur í fyrradag. Síld austur af Glettinganesi Löndun langt komiÖ á austurhöfnum Síldin er nú horfin frá Langanesi, og í fyrrinótt og gær var helzt veiði austur af Glettinganesi. Fengu nokkur skip ágæt köst þar. Þá hefur síldar orðið vart út af Sléttu, á Skagagrunni og við Gríms- ey. Siðasta sólarhring lönduöu 22 skip hjá SR á Sigluffrði 9200 málum, en 3‘ skip hjá Rauðku 1800 málum. Afla- hæst voru Valafell SH, 714; Fagriklettur Hf, 654; Hólma nes SH, 600; Arnþór RE, 624; Páll Pálsson ís, 642 og Draupn ir ís, 628. — Sildarleitarflug vélin sá um hádegisbil í gær torfu vaða á Skagagrunni, en engin skip voru þar og ekki vitað hvort þar var síld eða ufsi. Þá hefur lóðast allmikið Framhald á 3. síðu. Selflutt til Kópaskers f gær var mikið annríki lijá Flugfélagi íslands og fóru til dæmis 120 manns til Kópa- skers, enda liggur mörgum mik- ið á að komast til Raufarhafn- ar í síldarvinnu. Þrjár Douglas vélar flugu beint til Kópaskers. , gær fullar af fólki, og auk þess fór Skymaster eina ferð til Akureyrar. Sú flugvél getur ekki lent á Kópaskeri, og voru farþegar því selfluttir frá Akur- eyri með Douglasvélum_Stór hópur manna mun þegar hafa pantað far til Kópaskers n.k. mánudag, og virðist lítið lát á fólksflutninunum norður. Ekki 12 mílur við Noreg fyrr en í árslok 1961 - bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.