Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 2
12 TÍMINN, fimmtudaginn 7. júlí 1960. Ef fréttamaðurinn hefði fengið ,kveisusting’... LeitSrétting Guðmundar Karls yfirlæknis á Akur- eyri vegaa fréttar um sjúkleika brezks sjóliSa Herra ritstjóri. f blaði yðar sunnudaginn 3. júlí s.l. eru höfð eftir mér ummæli varðandi brezkan sjó liða af H.M.S. Dunzan, sem fluttur var í sjúkrahúsið hér aðfaranótt 2. júlí. Er þarna mjög rangt með farið. Þar stendur að ég hafi sagt að engin sjúkleikamerki hefðu sézt á sjúklingnum. — Þetta sagði ég ekki, enda eng in ástæða til slíkra ummæla, þar sem að sjúklingurinn hafði einmitt nokkur mjög sklr og ákveðin sjúkdómsein- kenni, sem skáru úr um það, hvaða líffæri væri sjúkt. Þess ara einkenna mun ég hins veg ar ekki hafa að neinu getið við fréttamanninn, sem ekki var heldur nein ástæða til. Ekki' minnist ég þess heldur, að hafa neitt um það bolla- lagt, hvort kallað hefði verið á lækni, ef fréttamaður yðar eða undirritaður hefðu fengið „svona kveisusting" eins og segir í fréttaklausunni. Ef til þess hefði komið í samtali okkar, að áætla eitthvað um það, þá myndi ég hafa talið það nokkum veginn áreiðan legt að læknis hefði verið leit að til fréttamannsins 1—2 tíögum áður en sjóliðinn kom til Akureyrar, ef fréttamaður inn hefði fengið sams konar „kveisusting“. Undirritaður hefði líklega reynt að bjarga sér sjálfur, til að byrja með að minnsta kosti, enda því miður kunnugur „svona kveisusting“ af eigin raun. Af þvf sem að framan segir verður þá líka Ijóst að hin feitletraða þriggja dálka fyrir sögn fréttaklausunnar, á fremstu siðu blaðs yðar, er ekki byggð á neinum upplýs- ingum frá mér, enda alröng, þar sem telja verður, að eðli legt hafi verið og réttmætt, þegar sú ákvörðun var tekin, að flytja sjóliðann I sjúkra- hús, enda þótt betur rættist úr með sjúkdóm hans en bú- ist hafði verið við og ekki kæmi til aðgerðar, og líðan hans væri orðin góð þegar fréttamaður yðar átti tal við mig, eins og rétt er frá sagt. Með virðingu Guðm. Karl Pétursson. læknir m Fréttír frá iaqdsbyggöinni Bærilegur kartöfluvöxtur Þykkvabæ, 5. júlí. — Kartöflu- garðar líta allvel út um þessar niundir, og eru horfur á bærilegri sprettu, þótt það sjáist ekki með vissu fyrr en komið er fram í ágúst. Vorið var heldur kalt og . sólskinsdagar hafa verið óvenju ffir, en það virðist ekki hafa hamlað garðvexti, enda komu engin næturírost til að spilla görð- unum. s.G. Þurrkur og ferðamenn Grímsstöðum, 5. júlí. — Vorið var heldur þurrt á Fjöllum og gras spretta treg framan af, en mun nú vera að komast í sæmilegt lag. Sláttur er nýhafinn, enda hefst s’áttur venjulega ekki fyrr en um þetta leyti hér. Góðir þurrkar hafa verið undanfarið en ekki heitt, aðeins um 8 stig. — Ferða- mannasfraumur er nokkur hér um slóðir og fer vaxandi, enda fer mesti ferðatíminn í hönd. K.S. Dræmir þurrkar Borgarnesi, 5. júlí. — Bændur eru almennt byrjaðir að slá í Borg arfirði, en fara sér hægt við slátt- inn enn sem komið er, enda hefur tfðin verið heldur stirð og þurrk- ar litlir. f vikulokin gerði þurrk- fiæsu, og munu þá nokkur hey hafa náðst upp, en þeir sem hafa súgþurrkun eða votheysturna hafa áður hirt sæmilega. J.G. Rekið á f jall Borgarnesi, 5. júlí. — Veðráttan hefur valdið því að smalamennsk um og rúningi hefur miðað óvenju seint í ár. Rúningi mun þó víðast Iokið um þessar mundir, og eru bændur að reka fé sitt á fjall. Fé tímgaðist vel í vor og virðist efni- legt. J.G. Ekki þurr dagur Þykkvabæ, 5. júlí. — Hér hefur ekki komið þurr dagur um langt skeið, og heyskap miðar ekkert. Litið eitt hefur verið slegið, en menn reyna að halda að sér hönd- um í lengstu lög meðan tíðin er óbreytt. Hins vegar eru tún öll fullsprottin, og verða menn að fara að slá eftir vikutíma hvað sem veðráttu líður. — Rúningi er að ljúka, og er fé allt mjög efni- legt, enda grasspretta á útjörð mjög góð. Þá eru Safamýrar vel sprottnar og útlit fyrir góðan engjaheyskap. . S.G. Fjármargt og fólksfátt Vatnsdal, 5. júlí. — Smala- mennskum og rúningi er fyrst nú að Ijúka hér um slóðir. Það er óvenju seint, enda eru smala- mennskur erfiðar, féð margt en fólk fátt. Heyskapur er skammt á veg kominn, en menn þó yfirleitt byrjaðir slátt. Grasspretta er ekki ncma í meðallagi. G.J. Konur í hópfertJ Vatnsdal, 5. júlí. — Kaupfélag Kúnvetninga á Blönduósi bauð konum úr fjórum hreppum sýsl- unnar í þriggja daga ferðalag suð- ur um land ( fyrri viku. Farið var 28. júní um Uxahryggi til Þing- valla og Laugarvatns, en daginn eftir ferðazt um Suðuriandsundir- lendið. Konurnar gistu í Reykja- vjk eina nótt en héldu síðan heim ieiðis. 66 konur voru í förinni, sem þótti lánast hið bezta. G.J. ÞaS er gaman að renna sér á bossanum í góða veðrinu. Frá Meistarasam- bandí bygginga“ manna Meistarasamband bygginga manna í Reykjavík hélt aðal fund sinn mánudaginn 27. júní 1960, að Tjarnarcafé. — Formaður sambandsins Tóm_ as Vigfússon, húsasmíðameist ari og framkvæmdastjóri þess Guðmundur Benediktsson hdl., fluttu skýrslur um störf sambandsins á síðastliðnu starfsári. Að meistarasambandi bygg ingamanna standa Meistara félag húsasmiða, Múrara- meistarafélag R.vikur, Málara meistarafélag R.víkur, Félag löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavík, Félag pípulagn- ingameistara í R.vík og Félag veggfóðrarameistara I Rvík, en í félögum þessum eru um 500 meðlimir. Tilgangur sambandsins er aðallega sá að efla samstarf meistarafélaganna í byggihga iðnaði og gæta hagsmuna sam bandsfélaganna almennt. — Að loknum aðalfundi var haldinn fuhdur í fulltrúaráði sambandsins, og var þar kjör iin framkvæmdastjórn fyrir næsta ár, en hana skiþa: Grimur Bjarnason, pípulagn. ingameistari, formaður; Vil- berg Guðmundsson, rafvirkja meistari, gjaldkeri, og Halldór I Magnússon málarameistarl, ‘ ritari. Sýningargestir Þjóöleikhúss- ins tæp 86 þúsund á leikárinu Leikári Þjóðleikhússins Jauk föstudaginn 1. júlí s. 1. Sýningar á leikárinu urðu 3 94, þar af 183 í Reykjavík og 11 utan Reykjavíkur. Hér fer á eftir skrá yfir sýningar og tölu leikhúsgesta Leiðrétting f grein \ Tímanum 2. júlí s.l.: Sigurður Kristinsson áttræður, stendur: — — atvinnumálaráð- herra í bráðabirgðastjórn ÁS- GEIRS ÁSGEIRSSONAR. Átti að vera: TRYGGVA ÞÓRHALLS SONAR. Hallgrímur Sigtryggsson Brúargertí og vega- lagning Breiðdalsvík, 6. júTí. - Eins og undanfarin sumur er í ár unnið að vegagerð á Breiðdalsheiði, en því verður ekki lokið fyrr en eftir nokkur ár. Fylgt er gamla vegin- um yfir háheiðina, en nýr vegur lagður niður af henní. enda er gamli vegurinn óhæfilega brattur. Þá var byggð ný brú í Breiðdal í vor, yfir Höskuldsstaðaá, lítið vatnsfall. G.A. á leikárinu, sem hófst 1. sept. 1959. 1. „Tengdasonur óskast“ eftfr William Douglas Home. Leik- stjóri Gunnar Eyjólfsson. 34 sýningar i Reykjavík, 11 úti á landi. Sýnnigargestir 12.458 í Reykjavík; 1599 úti á landi. 2. „Blóðbrullaup" eftir Fed erico Garcia Lorca. Leikstj. Gísli Halldórsson. 9 sýningar — sýningargestir 2284. 3. „USA-ballettinn“. Gesta- leikur ballettflokks frá Banda ríkjunum. 5 sýningar. Sýning argestir 3555. 4. Gestaleikur Peking-óper unnar. 5 sýningar. Sýningar- gestir 2887. 5. „Edward, sonur minn“ eftir Robert Morley og Noel Langley. Leikstjóri Indriði Waage. 23 sýningar. Sýningar gestir 6380. 6. Aldarminning Einars H. Kvarans. Stjórnandi: Ævar R. Kvaran. Sýningargestir 382. 7. „Júlíus Sesar“ eftir Willi am Shakespeare. Leikstjóri: Lárus Pálsson. 7 sýningar. Sýningargestir 1868. 8. „Kardemommubærinn", barnaleikrit eftir Thorbjörn Egner. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Hljómsveitarstjóri: Carl Billich. 45 sýningar. Sýningargestir 28.842. 9. „Hjónaspil“ eftir Thorn ton Wilder. Leikstjóri: Bene- dikt Árnason. 17 sýnihgar. Sýningargestir 7010. 10. „í Skálholti" eftir Guð- mund Kamban. Leikstjóri Baldvin Halldórsson. 12 sýn- ingar. Sýningargestir 5745. 11. „Carmina Burana“ — kór- og hljómsveitarverk eftir Oarl Orff. Stjórnandi Dr. Ró- bert A. Ottóson. Flutt þrisvar. Sýningargestir 1461. 12. „Ást og stjórnmál“ eftir Terence Rattigan. Leikstjóri Benedikt Árnason. 6. sýning- ar. Sýnihgargestir 1879. 13. „Selda brúðurin“ ópera eftir Smetana. Gestaleikur Prag-óperunnar. Leikstjóri: Ludek Mandaus. Hljómsveitar stjóri: Dr. Vaclav Smetácek. 5 sýningar. Sýningargestir 2679. 14. „Rigoletto" ópera eftir Verdi. Leikstjóri: Simon Ed- wardsen. Hljómsveitarstjóri Dr. Václav Smetácek. 8 sýn- ingar. Sýningargestir 4609. 15. „Fröken Júlía“ ballett eftir Birgit Cullberg — og þættir úr öðrum ballettum. Stjórnandi: Birgit Cullberg. Hljómsveitarstjóri: Hans Ant olitsch. 3 sýningar. Sýningar gestir 1991. Sýningargestir á árinu alls 85.629, þar af 1.599 úti á landi, 84.030 í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.