Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 16
P*3S■
Fimmtndaginn 7. júlí 1960.
148. Wa».
2 menn drukknuðu við
iandsteina eftir flugslys
Stela líka
vi5 Færeyjar
Ein-kaskcyti frá Kaupmannahöfn.
Tilkynnt er frá Þórshöfn í Fær-
eyjum, að korvettan Ballona, sem
nú heldur uppi landhelgisgæzlu
við Færeyjar, hafi í gær haft hend
ur í hári tveggja brezkra togara,
sem ákærðir eru fyri. veiðar innan
6 sjómílna markanna við eyjarnar.
Sá iþriðji slapp undan varðskipinu.
Skipstjórar beggja togaranna þver
neita að hafa verið innan 6 mílna
markanna. Sem kunnugt er gerðu
stjórnir Danmerkur og Bretlands
með sér samning í fyrra, þar sem
Bretar viðurkenna 6 mílna fisk-
veiðmörk. — Aðils.
Bevan lézt í
Einn skeleggasti baráttumaður verkalýSs»
hreyfingarinnar í ntannsaldur
NTB—London, 6. júlí. —
Aneurin Bevan lézt í dag. 62
éra aS aldri. í meira en manns
aldur hefur hann veriS einn
skeleggastí baráttumaður
verkalýðshreyfingarinnar,
ekki aðeins í Bretlandi held-
ur um allan heim. Lengst af
stjórnmálaferils síns var þessi
vígreifi maður í andstöðu við
sinn eigin flokk, en nú sein-
ustu tvö árin tókst vopnahlé
með honum og Gaitskell og
var á allra vitorði, að Bevan
átti að verða utanríkisráð-
herra í næstu stjórn Verka-
mannaflokksins.
Strax eftir lát hans fóru að ber
ast ummæli víða að úr heimi, þar
sem lokið er lofsorði á Bevan og
baráttu hans.
Sjúkur síðan um jól
Efcki hefur verið gefið upp hvert
var banamein Bevans. Rétt fyrir
jól gekk hann undir mikinn maga-
uppskurð og var hætt kominn. Síð-
an var hann talinn á batavegi, þótt
hægt færi og fór heim fyrir nokkr-
um mánuðum. Fyrir viku versnaði
honum skyndilega og hefur síðustu
daga v-erið meðvitundarlaus, undir
sterkum áhrifum kvalastillandi
lyfja. í opinberum tilkynningum
Verkamannaflokksins hefur alltaf
verið neitað að hann gengi með
krahhamein, en í fréttum NTB
fréttastofunnar er látið að því
liggja, að gangur sjúkdómsins
bendi til þess að svo hafi þó verið.
Námumaður
Bevan var fæddur í Wales 1897,
sonur námuverkamanns og fór
sjálfur í námurnar 13 ára gamall.
Hann sýndi þegar kornungur mik
inn pólitískan áhuga og var valinn
í trúnaðarstöðu í félagi námu
manna strax 1916. Hann neitaði
að ganga í herinn í fyrri heims
styrjöldinni af siðferðislegum
ástæðum. Eftir .styrjöldina aflaði
hann sér nokkurrar menntunar í
skóla, sem verkamenn höfðu stofn
að. Hann hóf skipulega tilraun til
að fylkja námamönnum í órofa
fylkingu gegn atvinr«~°kendum
og afleiðingin varð sú, að hann
fékk hvergi vinnu í kolanámum.
Hann gekk því óskiptur inn í hina
pólitísku baráttu og bakhjarl hans
var verkalýðshreyfing'; % þá eink
um samtök námumanna.
P.ekinn úr flokknum
1925 er hann orðinn ritari sam
bands námumanna og 1929 er
thann kjörinn á þing fyrir kjör
(Framh á 15. síðu.)
Myndin sýnir hlufa af flaki flug-
vélarinnar KZ-7, sem féll í sjóinn
viS Skagen síðdegis á sunnudag
og með henni fórust flugmaður-
inn og einn farþegi. Froskmaður-
inn E. Christiansen er hér að
rannsaka flakið.
Þetta er síðasta myndin, sem tekin var af Bevan ásamt konu hans,
Jennie Lee.
Léttskýjað
Loksins kom blessuð sólin.
í dag á að verða svipað
veður og í gær. Norðan-
eða norðaustan gola og
léttskýjað. Það var komið
mál til að bændur sunnan
lands og vestan fengju
þurrkinn.
S.l. sunnudag varð hörmu-
iegt flugslys við Skagens Gren
é lótlandi. Þarna er baðstaður
og lítil flugvél hefur lengi
'■"-i-ið í förum með gesti í stutt
um ferðum yfir ströndina. I
’'«íta sinn voru með flua-
manninum eldri maður og
tveir synir hans. Flugmaður-
inn og gamli maðurinn fórst,
en bræðurnir björguðust.
Slysið var ekki sízt átakan
legt vegna þess, að flugvélin
steyptist í sjóinn rétt viS
ströndina og stóð stélið upp
úr. Allir mennirnir virðast
hafa komizt lítt eða ekki
meiddir úr vélinni, en straum
ur er þarna mjög mikill og
svo fór aö tveir drukknuðu
fyrir augum fjölda manna,
sem ekki fengu að gert.
Stóðu hjálparvana
Menn urðu nær samstundis
varir við að vélin féll í hafið
og björgunarmenn komu á
vettvang, þar á meðal frosk-
maður. Fyrst tókst að bjarga
Í5 ára syni Rannes fulltrúa,
sem var farþegi með vélinni.
Hann náði að synda upp
undir land og þar var honum
bjargað, en hann var alveg að
gefast upp. t»að eina, sem
hann sagði, var: Pabbi og
stóri bróð'ir eru þarna úti.
Samtímis sást til flugmanns
ins, sem synti frá flugvél-
inni. Hann virtist mjög þrek
aður, menn sáu hvernig hon
um förlaðist sundið smátt og
smátt og loks hvarf hann í
straumröstina.
Biarga föður sínum
Rannes fulltrúi og sonur
hans 22 ára þotuflugmaður,
höfðu haldið sér í stélig á flug
vélinni til þessa. Nú slepptu
þeir takinu og sonurinn tók
að synda baksund með föður
sinn, sem hann reyndi að
halda ofan við vatnsskorp-
una. Froskmaðurinn reyndi
hvað eftir annað að komast
út til þeirra en varð frá að
hverfa vegna straums. Bar-
(Framhald a 15 síöui
Hermaðurinn segir það
hafa verið vilja hennar
Rannsóknin á árásinni á
Keflavíkurflugvelli hélt áfram
s gær. Hermennirnir tveir,
sem ákærðir eru voru' báðir
yfirheyrðir og viðurkenndi
annar þeirra að hann hefði
haft mök við stúlkuna, en
heldur því fram að þetta hafi
gerzt með vilja stúlkunnar.
Þá upplýstist nokkuð um önnur
málsatvik. Stúlkan mun um kvöld-
ið hafa verið í svonefndum E.M.
klúbb þar á vellinum, en sá klúbb-
ur er til handa óbreyttum her-
mönnum þar. Mun stúlkan hafa
látið til leiðast að fara í nætur-1 en hún vildi ekki þýðast hann og
samkvæmi með öðrum manninum fór út.
og farið með honum heim í ,,blokk“ Þegar út var komið, hitti hún
þar sem hann býr. Þegar inn var annan hermann og lét til leiðast
komið leitaði maðurinn á stúlkuna I (Framhald á 15 síðu i
AÐ TJALDABAKI
Chen Yun aðstoðarforsætisráðherra í Kína er sagður vera
í stofufangelsi í Shanghai að því er fiugufregnir herma. Hann er
æðsti ráðgjafi Pekingstjórnarinnar í efnahagsmáium, en gagnrýndi
kommúnu-hugmynd Maos. Eigi að halda yfir honum réttarhöld og
fleiri gagnrýnendum stjórnarinnar.